Þjóðviljinn - 20.05.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.05.1979, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. mal 1979. Sunnudagur 20. mal 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13( Viötal Alfheiður Ingadóftir í Flatey á Breiðafirði er mikið og fjölskrúðugt fuglalif, sem auk annarra kosta lokkar hundruð ferðamanna til eyjarinnar ;ír hvert. Meðal þeirra eru margir fuglaskoðarar og fuglafræðingar, inn- lendir sem erlendir, og una þeir hag sinum vel í þessari náttúruparadis, sem Flatey og raunar allar eyjarnar á Breiðafirði eru. Einn hefur þó verið öðrum þaulsetnari undan- farin ár, en það er Ævar P idersen, deildarstjóri i dýrafræðideild Náttúrufræðistofnunar íslands. Á hverju sumri i 5 ár hefur Ævar dvalið i Flatey og stundað þar viðtækar „persónunjósnir” um hagi teistunnar sem verpur i holum og gjótum viða um eyna. Þjóðviljinn fór á fund Ævars i fyrri viku og forvitnaðist um hvað honum gengur til með rann- sóknum sinum og hverjar niðurstöðurnar eru. En fyrst var þó auðvitað spurt af hverju Flatey hefði orðið fyrir valinu sem rannsóknarmiðstöð. Teistan er au&greinanleg á eldrauöum fótum slnum, og þegar hún tistir kemur I ljós eldrautt kok og tunga. Rætt við ÆVAR PEDERSEN um fuglaskoðun í Flatey á Breiðafirði — Ég valdi Flatey af þremur ástæðum, sagði Ævar. 1 fyrsta lagi þurfti ég sæmilegt teistu- varp, í öðru lagi stað þar sem friðurerá varpinu og i þriöja lagi gott húsaskjól. t Flatey var öllum þessum skilyrðum fullnægt og þar er raunar frábær aðstaöa til rannsókna á sjófuglum. Tilgangur þessara rannsókna er fyrst og fremst aö fylgjast með breytingum, sem oröið hafa á varpinu á undanförnum árum og reyna að finna skýringar á þeim. Eitt markmiðið er aö reyna aö finna aöferð til að áætla fjölda para á svæðinu út frá talningu fuglanna, en þaö er ýmsum erfiðleikum bundið, þar sem tals- vert af ókynþroska fugli heldur sig við varpiö. 1 þriðja lagi miðast rannsóknirnar viö varpið sjálft, þ.e. hvenær fuglinn fer að verpa, hversu mögum eggjum verpur hann, hvernig reiðir eggjunum af o.s.frv. 1 fjóröa lagi hef ég athugaö fæöuval fullorönu fugl- anna og hvaða fæðu foreldrar bera I ungana. — Geturöu sagt mér deili á islensku teistunni? upplýsingar frá Jóni Bogasyni og Hafsteini Guðmundssyni um teistuvarp fyrr á timum, en á árunum 1940-1965 voru ekki nema örfá teistupör I Flatey og árið 1966 er nokkuö vlst að aöeins 1 par var þar. Árið 1967 voru þau aftur orðin 6, en fram til ársins 1974, þegar ég byrja aö fylgjast meö þessu er ekkert vitað með vissu. Það ár voru pörin hins vegar orðin 225. Siöan hefur pörum enn fjölgað, þannig aö árið 1977 finn ég 416 pör og nokkurn veginn sama f jölda áriö 1978, þannig aö nú virðist komið jafnvægi á i varpinu. — Hverjar teluröu ástæðurnar fyrir þessari sveiflu? — Á árunum fram til 1971 var allt morandi i rottu I Flatey og vitað er að rottur herja á sjófugla og éta unga þeirra og egg. Árið 1971 tókst að útrýma rottunum, og siöan hafa þær ekki sést I Flatey. Svo virðist sem stærsta stökkið i teistuvarpinu hafi einmitt orðið árið 1971 en siöan i febrúar það ár hafa engar rottur sést I eynni. Rotturnar eiga greiðan aðgang að eggjum og ungum teistunnar, og þar sem unginn hreyfir sig ekki úr hreiörinu fyrr en hann hetur náð svipaðri þyngd og fulloröni fuglinn, getur rottan gengiö aö honum i holunni I 34 daga. Þessi fáu pör sem voru i Flatey 1970 gátu ekki staðið undir þeirri miklu f jölgun sem varö upp úr þvi heldur uröu að koma til teistur úr nærliggjandi eyjum eða ofan af landi. 1 nálægum eyjum, Skál- eyjum, Sviðnum og viöar hefur alls staðar oröið fjölgun i teistu- varpiþannig aö liklega hafa teist- urnar komið annars staðar frá og þá helst ofan af landi. A árunum 1960 — 1970 tekur mink að fjölga á Baröaströndinni, en fram til þess tima var enginn minkur á þessu svæði. Ég held þvi fram að minkurinn hafi hrakið ungfuglana á braut og komið I veg fyrir aö þeir yrpu á þeim stöðum sem þeir eru aldir upp á og þeir hafi þá leitað út i eyjarnar, þar sem enginn minkur er. — Koma ungarnir annars ailtaf til sama staöar og þeir eru aldir upp á? — Það er almennt talið að svo sé meöal sjófugia, en llklega dreifist teistan heldur minna en Ævar Pedersen — Islenska teistan er sérstök deilitegund, sem greina má frá Grænlandstegundinni m.a. á vængjunum. Þetta er ekki mjög stór stofn, sérstaklega ekki ef miöaöer viö lundann. Teistupörin eru ekki nema nokkrar tug- þúsundir, en lundapörin skipta nokkrum miljónum. Þó teistan sé af svartfuglaætt, er hún frábrugðin öörum svart- fuglum i lifnaðarháttum og lifs- mynstri. Hún verpir td tveimur en ekki einu eggi. Ungarnir fara ekki af hreiðrinu fyrr en þeir eru orönir jafnstórir og þungir og fullorönu fuglarnir. Teistan verð- ur kynþroska á 2-3 árum og ung- inn fær mun oftar fæöu á hreiðrið eöa 15 sinnum á dag til jafnaðar miðað við 5 sinnum á dag hjá lundanum. Fæðan er einnig ööru vlsi. Teistan er grunnsævisfugl, sem sækir fæðu sfna á litlu dýpi og étur aöallega fæöu sem er bundin við botninn. Rottur og minkur — Þú sagöir aö miklar breyt- ingar heföu orölö á teistuvarpinu I Flatey. — Já, þær eru talsverðar. Sem betur fer hef ég gifurlega góðar Teista ásamt æöarblika á sundi. Ljósm. Æ.P. t.d. lundi, stuttnefja og langvia. Allir þeir ungar sem ég hef merkt og fundiö aftur i varpi hafa komið til baka, — ekki aðeins til Flateyj- ar, heldur á nákvæmlega þann hluta eyjarinnar sem þeir ólust upp á. Pörin halda siðan saman frá ári til árs og verpa i sömu holunni, svo framarlega sem varp hefur tekist hjá þeim árinu áður. Ef varpið hins vegar misferst er lik- legra að þeir leiti uppi aðra holu, en þeir halda sér samt við sama svæðið á eynni. Hver hreyfing undir smásjá — Hefuröu merkt mikiö af fugli? — Athuganirnar byggjast mikið á merkingum. Ég hef reynt að merkja alla unga, sem komast á sjó, en það eru um 80% af ung- unum. Samtals hef ég merkt milh 4 og 500 unga með stálhring og lit- merki, sem segir til um árgang- inn. Fullorðnu fuglarnir eru lika merktir með stálmerki og lit- merki og litmerkin segja mér nákvæmlega um hvaða fugl er aö ræða, úr hvaða hreiðri hann er, hver makinn er, hvaða unga hann á, o.s.frv. Þessi litmerki eru til mikfls hægðarauka, þvl ég þarf ekki að ná fuglinum heldur aðeins greina litbandið á fætinum úr fjarlægö. Þetta kemur mér einnig til góða þegar foreldrarnir eru að bera i ungana, þvi þá sé ég hvort foreldrið þaö er sem kemur i hvert sinn, hvað það kemur með og hversu oft það ber i ungann. Það merkilega við þessar athuganir er aö það er eins og hver fugla hafi visst auga fyrir fæöutegundum, þ.e. sinn ákveðna smekk. Annar fuglinn fer kannski alltaf i suöur og kemur þaðan með sömu fæöutegundina. en hinn flýgur I gagnstæða átt og ber aðra fæðutegund i ungann. Þeir viröast þvi hafa mjög fastmótaðan smekk á fæðu og fæðusvæði. — Hvernig fara svo þessai rannsóknir þinar fram? — í Flatey hef ég verið frá april fram i ágústlok. Fyrst á vorin fylgist ég með fjölda fugl- anna og reyni að heimfæra hann upp á fjölda varppara. Þegar liöur að varptimanum hef ég hverja hreyfingu á svæðinu undir smásjá. Varpið hefst um 20. mai og flestar verpa um mánaða- mótin mai — júni. Einstaka dregur það þó fram 1 júllmánuö. Ég fylgist meö fjölda hreiðra og fjölda eggja á hverjum degi og skrái hvenær ungarnir koma úr eggi, en þaö er venjulega eftir 30 daga. (Jr tveimur kofum, sem ég hef sett upp á eynni fylgist ég með hverri hreyfingu viö hreiðrin og athuga hvaöa fæðu ungarnir fá, á hvaða tima sólarhringsins boriö er i þá og hvernig fæöan breytist eftir þvi sem ungarnir þroskast og stækka. — Hvaö fá svo ungarnir i svanginn? — Mérhefur tekist að greina 15 mismunandi fæðutegundir, þar af 13 fiskategundir, krabba og rækju. Langalgengasta fæðan er sprettfiskur, öðru nafni skerja- steinbitur, en marhnútur, sandsili og trönusili er einnig algengt. Stærð fæðunnar fer eftir aldri unganna, þannig fá litlir ungar fyrst og fremst sandsili, sem er mjótt og mjúkt, en þegar þeir eldast fá þeir meira af sprettfiski og marhnút. Fullorðnu fuglarnir éta sömu fiskitegundir, og um helmingur af fæðu þeirra er fiskar, en hinn helmingurinn rækjur og skeldýr. Fæðu sina og unganna veröa fugl- arnir aö sækja 3-5 sjómilur út frá eyjunni. Það er auöskilið að þeir skuli aöallega koma með fiska á hreiðrin en éta sjálfir smábitana, þar sem þeir leggja ekki á sig að fljúga 5 kilómetra meö eina litla rækju. Þegar ungarnir fara að stækka fylgist ég með þvi hvenær þeir fara úr hreiörinu, en það er eftir 34daga. Þann tima held ég alveg til i kofunum. Ungarnir fara fyrst og fremst i dimmu og þeir fara einir, þ.e. foreldrarnir lokka þá ekki á neinn hátt. Þeir skrlða til sjávar og eftir þaö eru þeir alger- lega á eigin spýtum og fara ein- förum. Teisturnar eiga venjulega 2 egg. Mestur er meöalfjöldi eggja i byrjun varptimans, en fjöldinn minnkar stöðugt þar til siðast á varptimanum, þá eru eggin ekki fleiri en 1 i hverju hreiðri. Eggjafjöldinn virðist fyrst og fremst fara eftir aldri fuglanna. Gömlu fuglarnir verpa fyrst og eiga venjulega 2 egg, en ung- fuglinn verpur siöar og á oftar 1 egg en 2. Varpið misferst einnig frekar eftir þvi sem liður á varp- timann, að þvi er viröist vegna hegðunar fuglanna, sem einfald- lega eru óreyndir I þessu. — Hafa merkingar þinar skilaö sér annars staöar en I Flatey? — Já. Ungar merktir i Flatey hafa fundist frá Kjalarnesi að sunnan og norður á Vatnsnes og á öllu svæðinu þar á milli. Þeir koma fyrst og fremst i grásleppu- netum sem virðast fara töluvert illa með teistustofninn. Þvert ofan i það sem haldið hefur verið með islensku teistuna hingað til hafa 4 fuglar fundist utan íslands, 2 á S-A Grænlandi og 2 á S-V Grænlandi, allir áður en þeir hafa náð kynþroska. Þvi hefur verið haldiö fram að teistan væri alger staöfugl og héldi sig fyrst og fremst á þvi svæði sem hún er alin uppá. Sú kenning virðist eiga heima við fullorönu fuglana, þar sem ég hef ekki fengið neinn merktan fugl nema i Flatey,en ungarnir flakka greini- lega meira um. — Hvert er svo gildi þessara rannsókna? — Þetta er fyrst og fremst aka- demisk rannsókn, sem beinist m.a. að þvi að finna mun á teist- unni og öðrum sjófuglum, en sjó- fuglar almennt eiga mjög margt sameiginlegt. Einnig að finna út Hreiöur nr. 289. Ævar merkir hvert hreiöur I Flatey á þennan hátt og heldur nákvæma skrá yfir eigendur hreiöursins og Ibúa. Ljósm. Æ.P. Ævar Pedersen viö svartfuglaskápinn á Náttúrufræöistofnun tslands. Efri röö: Lundi, teista, haftyröill, álka. Neöriröö: Stuttnefja, hringvia (langvluafbrigöi) og langvia. Ljósm. Leifur. 16daga gamallungi úr hreiörinr. 110. (Ljósm. Æ.P.) Glettilegur og fallegur fugl, teistan. hegðunarmynstur fuglsins, af hverju fúglarnir gera þaö sem þeir gera, en ekki eitthvað annaö. Stór hluti rannsóknanna miöar að þvi aö safna tölum yfir vissa þætti sem skipta máli i sambandi við stofnsveiflur. Tvær megin- kenningar hafa verið uppi um hvernig stofnstærð sjófugla stjórnist, og ég hef reynt aö komast að þvi hvaða þættir þaö eru, sem eru afdrifarikastir fyrir teistuna. Niðurstaða min er sú aö það sem mestu máli skipti sé fjöldi eggja, þ.e. fuglinn tak- markar fjölda eggja i samræmi viðþörfina.en fjöldi eggja og unga takmarkast aftur af þvi hvaö fullorðnu fuglarnir geta borið i marga unga. — Er rannsóknum þinum aö ljúka? — Það er hægt að halda áfram endalaust. Ég ætla I Flatey I sumar, en ég veit ekki um fram- haldiö. Nákvæmar rannsóknir af þessu tagi hafa fariö fram viða i heiminum og staöið allt að 30 ár. Þaö er ekki auðvelt að slíta sig frá þessu. —AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.