Þjóðviljinn - 20.05.1979, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 20.05.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 20. mal 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 kompan Allir vildu framhald Kompan: Hvernig stóð á því að þið lögðuð saman í að skrifa hrollvekju? Guðrún: Við skrifuðum hana til að lesa upp í skriftartíma fyrir bekk- inn. Kompan: Er það venja hjá ykkur að einhver lesi upp fraumsamið efni í skriftartímunum? Óli: Nei, bara í þetta sinn. Valborg kennari sagði að við mættum það. Ingveldur: Valborg sagði okkur að semja eitthvað fyrir þennan tíma. Það skrifuðu allir stuttar draugasögur. Kompan: Nú gerist sagan ykkar á ákveðnum stað. Hvers vegna völduð þið hann sem svið fyrir atburðina voðalegu? óli: Við vorum nýbúin að vera í Dalakoti. Það er skátaskáli sem Dalbúar eiga. Hann er í Hveradöl- um ekki langt frá Skíða- skálanum, í kvosinni fyrir neðan veginn. Þar er draugalegt. Kompan: Eruð þið skátar? Öll: Já, það erum við. Kompan: f hvaða félagi? Guðrún: Félagið heitir Landnemar, en sveitin Besta sveitin bara við. Það er skammstafað „B.S.B-V." Ingveldur: Við Guðrún erum í sama flokki, sem heitir Sniglarnir úr Bárðardal, skammstafað S.Ú.B. óli: Ég er í Gotum. Kompan: Farið þið saman í útilegur bæði strákar og stelpur? öll: Já, alltaf. Það eru sveitarútilegur, sem öll sveitin fer í. Kompan: Þetta er útúrdúr bara til skýr- ingar, en hvað um hrollvekjuna? Ingveldur: Þegar við vorum í útilegu í Dalakoti sagði Helgi sveitarforingi okkur ógnvekjandi draugasögu. Hún varð svo aftur kveikjan að okkar sögu. Kompan: Var þetta sönn draugasaga, sem hann sagði ykkur? öll: Við höldum það. Kompan: En sagan ykkar, er einhver fótur fyrir henni? Óli: Hún er tilbúningur, sem varð til útfrá hinni sögunni. Kompan: Þótti krökk- unum í ykkar bekk hún skemmtileg? Guðrún: Já, við sömd- um fyrst einn kafla og lásum hann, þá vildu allir fá framhald, svo við bættum við. Kompan: Hvers vegna komst sagan ykkar ekki í skólablaðið? Ingveldur: Ég held, að það hafi aðallega verið það, að hún var of löng og kannski ekki nógu góð. Kompan: Trúið þið á drauga? Óli: Nei, en í Austurbæjarskólanum eru samt draugar. Guðrún: Kannski eru draugar til. Ingveldur: Já, ég hef séðdraug í Kópaseli. Það er skátaskáli, en á sumrin er þar barnaheimili. Þetta var eitthvað hvítt, stórt og rykktist áfram. Viðsáum það mörg út um gluggann á skálanum. Kompan: Ætli það hafi ekki verið ímyndun út f rá landslaginu? Öll: Nei, það sáu f lestir þetta. Kompan: Var ekki snjóskafl þarna eða þokuslæður? ö11: Nei, alls ekki. Þetta var vofa. Kompan: Lesið þið mikið þjóðsögur? Ingveldur: Já, stund- um. Öll: Nei. Kompan: Hvernig bækur lesið þið? Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir um, en of lítið er rætt af málefnum sem koma okkur við. Kompan: Hefur ekki verið gagn af barnaár- inu? óli: Nei, það eina sem hefur komið fram og eitthvað hef ur verið varið í er sýningin á Kjarvals- stöðum „Svona gerum við." Stelpurnar: Það eru engar skemmtanir fyrir krakka á okkar aldri, allt sem gert er er fyrir þau sem eru eldri. óli: Svo er alltaf verið aðtala um að réttast væri að loka Joker, því ekki sé gott fyrir börn að vera í spilasölum eins og t.d. Joker og Vegas, þar sé spilling, en þetta eru í rauninni einu staðirnir þar sem krakkar geta hist. Kompan: Farið þið á svoleiðis staði? Öll: Mjög sjaldan. Ingveldur: Þar er svo vont loft, því það er svo mikið reykt. Kompan: Reykið þið ekki? 011: Nei, okkar bekkur fékk skjalið „Reyklaus bekkur/'. Þessir krakkar eru öll 12 ára. Þau eru I 6. V.H. (Valborg Helgadótt- ir) i Austurbæjarskóla. Þau heita: ólafur Loftsson, Guörún Fanney Siguröardóttir og Ingveidur Pálsdóttir. Myndin er tekin i stofunni þeirra, og boröiö sem óii situr i er eitt af gömlu boröunum, sem voru i skólanum, þegar hann tók til starfa fyrir hér um bil fimmtiu árum. Nú eru öll gömlu boröin, nema þetta, komin i rusiakompur borgarinnar eöa á haugana. Vaiborg Helgadóttir kennari fékk aö halda þvi þegar skipt var um borö. Krökkunum finnst vænt um gamla boröiö, og sjónvarpiö hefur stundum fengiö þaö lánaö i þætti, sem gerast I gamla daga. Kompan frétti aö Ólafur, Guörún Fanney og Ingveldur heföu i félagi samiö svo spennandi hrollvekju aö hárin risu á höföinu á manni viö aö heyra hana. Þau svöruöu nokkrum spurningum Kompunnar og gáfu leyfi til aö birta kafla úr sögunni. (Ljósm. Leifur). Óli: Nonnabækurnar og eitthvað í þeim dúr. Ég hef líka lesið bækurnar eftir Guðrúnu Helgadótt- ur og svo les ég teikni- myndasögur. Ingveldur: Ég les ýmislegt. Nýlega las ég Búrið eftir Olgu Guðrúnu. Það er æðislega góð bók. Guðrún: Það finnst mér lika. Kompan: Hvað um sjónvarpið? Stelpurnar: Það er ofsalega •gaman að nýja ameríska þættinum Valdadraumar, svo er Hulduherinn oftast góður. Óli: Já, Hulduherinn er skemmtilegur og svo Hláturleikararnir. Ann- ars er ekki mikið um efni fyrir 12—14 ára. Það mætti sýna gamlar gamanmyndir. Það skemmtilega er alltaf svo seint á kvöldin, fyrst eru Kastljós og svoleiðis þættir. Myndir eru of seint. Ingveldur: Stundum er gaman að umræðuþátt- MMM UTILEGAN Eitt sinn voru fimm háskólanémar, sem ætl- uðu upp í Dalakot, til þess að læra undir lögfræði- próf. Þeir ætluðu að hittast klukkan 10 niður á Umf erðarmiðstöð á föstudegi, en svo vildi til, að bara einn gat komist, svo hann lagði af stað f rá B.S.I. klukkan tíu eins og áður var ákveðið. Þegar upp í Dalakot var komið, kom hann sér vel fyrir og fékk sér að borða, þar næst byrjaði hann að læra. Þegar á kvöldið leið varð hann ansi þreyttur, þá fór hann niður og náði í Bergans- bakpokann sinn og fékk sér eina brauðsneið og mjólk áður en hann f ór að sofa. Ææææææææææææ, nú þurfti hann að pissa. Hann fór út á kamar bak við húsið, gekk stíginn og opnaði hurðina. Það ískr- aði ónotalega í henni. O O O - ooooooo! Hann tvístígur og lendir á stein — dettur og öskrar. Það bergmálar Aaaaaaaa út um allt. Hann rotaðist í fallinu. Næsta morgun.... Kompan eftirlætur lesendum sínum að gera sér í hugarlund þá óhugnanlegu atburði, sem gætu gerst næsta morgun. Meira verður ekki birt af sögunni. Hún er of hræðileg — en kannski einhver sendi framhald, og verði það prenthæft kemur það í Kompunni. Best væri að æsilegar teikningar fylgdu. Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar: Kímni- sögur öskupokinn og kerlingin Einu sinni sem oftar messaði einn prestur á öskudaginn og hafði ein- hver stelpan fest ösku- poka aftan í hempu hans þegar hann gekk útí kirkjuna. En þegar prest- ur gekk innar eftir krikjugólfi kom kerling ein, sem sat þar í einum stólnum, auga á öskupok- ann, og varð henni svo mikið bilt við að hún kall- aði upp: „Takið djöf ulinn úr prestinum." Sveitatunglið og tunglið undir jöklinum Kerling ein er mest ævi sinnar dvalið hafði í sveitum f luttist út á Snæ- fellsnes. Hún undi þar illa hag sínum og saknaði margs úr sveitinni. Einu sinni kemur hún út um kvöldtíma og sér tunglið, var það fárra nátta og mánabert. Verður henni þá að orðum: „Allt er það eins hérna undir jöklin- um, tunglið sem annað. Það er þó munur að sjá blessað sveitatunglið hvað f eitt og bústið það er eða auminginn þann arna sem er skinhoraður, það er líka náttúrulegt því það er munur að lifa á mjólkinni og kjötinu í sveitinni eða sjóslöpunum hérna."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.