Þjóðviljinn - 09.06.1979, Page 3
Laugardagur 9. Júnl, 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Troöfullt var á
„ Jakobínu vöku”
Það eru fleiri en hún
Guðrún Á. sem draga til
sín áheyrendur á fögrum
kvöldum.
Norræna húsið
troðf ylltist og meira en það
þegar dagskrá úr verkum
Jakobinu Sigurðardóttur
var flutt á fimmtudags-
kvöldið var. Fólk á öllum
aldri kom til að hlýða á
lestur, leik og söng úr
skáldsögumog Ijóðabókum
Jakobínu.
Dagskráin hófst á stuttu erindi
Helgu Sigurjónsdóttur um
skáldkonuna og verk hennar, en
siöan fluttu leikararnir Arnar
Jónsson, Guðrún Þ. Stephensen,
Gerður Guðmundsdóttur og Björn
Karlsson ásamt þeim Silju
Aðalsteinsdóttur, Kristinu
Jónsdóttur, og Sigrúnu Hjartar-
dóttur, sem allar eru félagar i
Rauðsokkahreyfingunni, lesinn
og leikinn texta. Tónlistin var i
höndum þeirra Fjólu ólafsdóttur,
Olgu Guðrúnar Arnadóttur,
Gunnar Rafns Guðmundssonar
og Hrannar flautuleikara, dóttur
Fjólu.
1 vali textans var lögð áhersla a
að helstu einkenni Jakobinu
kæmu fram, annars vegar
barátta hennar gegn hervaldi og
auðvaldi i liki verndaranna á
Miðnesheiði og hins vegar
konurnar i verkum hennar sem
eru svo mannlegar og lifandi, þó
að þær beri vitni kúgun og
fordómum samfélagsins.
Flutningurinn var sérlega
liflegur og skemmtilegur en
einkum var lestur Arnar Jóns-
sonar á kaflanum úr „Snörunni”
og smásagan Lifsháski” i
flutningi Guðrúnar Þ. Stephensen
áhrifarikt.
Mikil stemmning var rikjandi
og undir lokin var skáldkonan
kölluð fram. Hún ávarpaði
flytjendur og gesti og sagði að
hún hefði nú aldrei skrifað fyrir
listafólk sérstaklega, heldur fyrir
Jakobina Sigurðarddttir
venjulegt alþýðufólk og ef sér
tækist að ná til þess þá væri
tilganginum náð. Hins vegar væri
gaman að heyra sinn eiginn texta
fluttan af listafólki og hún
þakkaði flytjendum fyrir, svo og
Rauðsokkahreyfingunni sem stóð
að dagskránni og bauð Jakobinu
suður.
— ká
Þessir fræknu ffrar drepa humar á miðunum útaf Eldey. Þeim verður vafalaust sungið lof og pris á
morgun, sjómannadaginn, og Kristján Ragnarsson og fleiri fuiimektugir hjá Lttl munu kalla þá hetjur
hafsins og fleira f þeim dúr. A mánudaginn verður þó áreiðanlega komið annað hljóð i strokk Kristjáns
og félaga. Þá ætla þeir nefnilega að láta flotann sigla i höfn og svipta þannig sjómenn atvinnunni. —
Mynd-eik.
Landsleik ekki
siónyarpaö
Hafnað var með nafna-
kalli af meirihluta
útvarpsráðs í gær að ganga
að þeim skilyrðum sem
KSI setti fyrir sjónvarps-
upptöku og útsendingu af
landsleiknum í knatt-
spyrnu milli islands og
Sviss sem háður verður á
Laugardalsvelli í dag.
Samkomulag hafði orðið um
þóknunina til KSt, 1,4 milj.
króna, en þá setti KSt það skil-
yrði, að ekki mætti senda út leik-
inn samdægurs. Aður hafði verið
ætlunin að hann yrði sendur i
iþróttaþættinum kl. 5 sd. i dag, en
til að koma til móts við KSt yrði
ekki skýrt frá þvi i dagskránni
fyrirfram.
A útvarpsráðsfundinum kom
fram, að allir fulltrúarnir töldu
leikinn gott sjónvarpsefni og
útsendingu hans sjálfsagða þjón-
ustu við landsmenn, einkum þá
sem búa utan stór-Reykjavikur-
svæðisins. Þeir sem ekki vildu
ganga að skilyrðum KSt töldu
hinsvegar óeðlilegt, að
sambandið réði útsendingartima
og einnig, að leikurinn hefði
minna gildi sem sjónvarpsefni
þvi lengra sem liði milli hans og
sýningartima. Fram kom á fund-
inum, að næsti mögulegi
útsendingartimi yrði i iþrótta-
þætti á mánudagskvöld, en þá
ekki hægt að sýna leikinn allan
vegna lengdar þáttarins. Hins-
vegar hefði verið hægt að sýna
hann allan á laugardag i næstu
viku.
Þeir sem höfnuðu skilyrðum
KSI voru Ólafur R. Einarsson,
Eiður Guðnason og Vilborg
Harðardóttir. Arni Gunnarsson
og Þórarinn Þórarinsson vildu
ganga aðþeim,enErnaRagnars-
dóttir sat hjá við atkvæða-
greiðsluna. EllertB. Schram sat
ekki fundinn þarsem hann taldi
sig ekki geta verið bæði málsvari
KSÍ og útvarpsráðs i málinu.
t athugasemd sem KSt óskaði
eftir að lesin yrði i fréttum
hljóðvarps og sjónvarps i
gærkvöld, kemur fram, að
sambandið taldi boðna greiðslu
fyrir rétt til sýningar á lands-
leiknum við V-Þjóðverja um dag-
inn of lága, væri leikurinn sýndur
samdægurs, miðað við þá áhættu
að standa fyrir leiknum og þau
áhrif sem það kynni að hafa á
aðsókn. Sama gildir um leikinn
við Sviss i dag.
—vh
Kröfur
Andófs
979 til
BSRB
Blaðinu hefur borist afrit
af bréfi sem Andóf '79 hefur
sent til forystu Bandalags
starfsmanna rikis og bæja.
Bréfið er undirritað af Pétri
Péturssyni þul, Helgu
Jóhannesdóttur félagsráð-
gjafa og Alberti Einarssyni
kennara. Þau krefjast þess
af forystu BSRB að hún:
a) geri réttindakröfu félags-
manna BSRB um fullan og
óskoraðan samnings- og
verkfallsrétt að baráttumáli
BSRB nú þegar.
b) geri félagsleg og hags-
munaleg réttindi félags-
manna ekki að verslunar-
vöru, en það þýðir að kröfur
og ákvæði um réttindi verði
ekki tengd launaliðum
samninga á nokkurn hátt.
c) setji fram skýra afstöðu
sina i þessu máli nú þegar,
a.m.k. fyrir 19.6.1979.”
Þá segir i bréfinu:
„Formannaráðstefna og
samninganefnd BSRB hefur
áður (sept. og okt. 1978)
fjallað um kröfuna um
óskoraðan samningsrétt fyr-
ir BSRB og lagt hana til
grundvallar réttindabaráttu
félaga BSRB. A þeim grund-
velli og á grundvelli ómót-
mæltra yfirlýsinga forystu-
manna BSRB um að fullur
samningís- og verkfallsréttur
sé sjálfsögð mannréttindi, er
forystu BSRB fátt að van-
búnaði að setja framan-
greinda kröfu um óskoraðan
samningsrétt fram nú þegar
sem kröfu BSRB.
Nýafstaðin allsherjarat-
kvæðagreiðsla innan BSRB
sýndi ljóslega að kjaramála-
stefnu forystu BSRB var
hafnað i veigamiklum atrið-
um. Þvi hefur lika verið
hafnað af félögum BSRB að
ákvæðium réttindi séutengd
launaliðum samninganna.
Framangreindar kröfur
eru rökréttar sem framhald
á baráttu BSRB fyrir bættari
samningsaðstöðu.”
r
Utihátíd á Kjarvalsstöðum
Útihátíð verður að
Kjarvalsstöðum nú um
helgina í tengslum við
ráðstefnuna sem þar er
haldin á vegum Lifs og
landS/ en hún nefnist
,/Maður og borg".
(Jtidagskráin byrjar kl. 13.15
báða dagana. Hún hefst með
ávarpi Elinar Pálmadóttur
borgarfltr. i dag, en siðan verður
einsöngur, popptónlist, þjóðlaga-
söngur, harmonikkumúsík, jass
og brúðuleikur.
A morgun ávarpar Guðrún
Helgadóttir borgarfltr.
samkonuna og þá verður einnig
flutt blönduð dagskrá þar sem
ma. koma fram Alþýðuleikhúsið,
sænskur barnakór, töframaður og
margir fleiri. Margir þekktir
listamenn koma fram báða
dagana og dagskráin er jafnt við
hæfi barna og fullorðinna.
Mjólkur-
samningar
samþykktir
Bæði Vinnumálasamband
Sam vinnufélaganna og
framkvæmdastjórn Vinnu-
veitendasambands tslands
samþykktuá fundum sinum i
gærmorgun samningana við
mjólkurfræðinga sem undir-
ritaðir voru aðfaranótt
fimmtudagsins. Mjólkur-
fræðingar samþykktu þá
fyrir sitt leyti á fundi i fyrra-
dag einsog sagt var frá i
Þjóðviljanum.
—vh
Ungur
piltur játar
íkveikju
Ungur piltur hefur játað að
vera valdur að brunanum i
frystihúsinu á Stokkseyri.
Rannsóknarlögregla rikis-
ins aðstoðaði lögregluna á
Selfossi við rannsókn máls-
ins og eftir að þeir komu i
spilið komst skriður á málið.
Pilturinn kom fyrir dóm á
Selfossi i gær og var þar
dæmdur í gæsluvarðhald til
4. júli meðan rannsókn máls-
ins verður fram haldið.
—ká
4 sóttu um
prófessors-
embœtti í
félagsfræði
Umsóknarfresti um
prófessorsembætti i félags-
fræði i Félagsvisindadeild
Háskóla Islands lauk 1. júni
s.l. Umsækjendur eru: Björn
Stefánsson, lic. agric., Dóra
5. Bjarnason, M.A.,
Þorbjörn Broddason, lektor,
dr. Þórólfur Þórlindsson,
lektor.
Innbrot i ÁTVR
á Isafirði
Innbrot var framið i
Afengisverslunina á tsafirði
i fyrrinótt.
Að sögn lögreglunnar á
tsafirði brutust þjófarnir inn
um aðaldyr verslunarinnar
og höfðu á brott meö sér tvo
kassa af áfengi. Innbrots-
þjófarnir náðust hins vegar
fljótlega og er þvi afbrotið
upplýst.
Helgar-
vinnubann í
frystihúsum
Frá og með 9. júni gengur i
gildi helgarvinnubann i
frystihúsum á félagssvæði
verkakvennafélagsins
Framsóknar og verka-
mannaféiagsins Dagsbrún-
ar.
Banniö stendur til 1. sept-
ember og er ætlaö að tryggja
að ekki verði unnið á laugar-
dögum og sunnudögum.
— ká
Enginn skortur
á tóbaki
og áfengi
Litill sem enginn vöru-
skortur er farinn að gera
vart við sig hjá Afengis og
tókbaksverslun rfkisins, þótt
ein og ein tegund sé uppurin
af áfengi, vegna farmanna-
verkfallsins.
AB sögn Ragnars Jónsson-
ar hjá ATVR hefur veriö
pantað tóbak með flugi þar
sem á hefur vantað.
__________ — Þig