Þjóðviljinn - 09.06.1979, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 9. Júni, 1979
um helgina
Kynning á kvennalist:
Myndlistarkonur
í Ásmundarsal
1 kvöld kl. 8.00 opna mynd-
listarkonur sýningu i Ásmundar-
sal við Freyjugötu. Þær sem
sýna eru flestarnýbúnar að ljúka
námi og hafa ekki látið mikið á
sérbera i myndlistarlif inu hingað
til.
Það er Rauðsokkahreyfingin og
Suðurgötu 7 samtökin sem að
sýningunni standa og er hún liður
i kynningu á kvennalist sem
staðið hefur að undanförnu.
Aðstandendur ákváðu að láta
hvern lið fyrir sig tala sinu máli i
stað þess að auglýsa allt með
pomp og prakt og gauragangi.
Sýningar þeirra Mary Beth
Edelson og Eddu Jónsdóttur voru
i tenglsum við þessa kynningu og
hið sama er að segja um dagskrá
úr verkum Jakobinu Sigurðar-
dóttur sem flutt var sl. fimmtu-
dagskvöld við frábærar undir-
tektir.
A sýningunni i Ásmundarsal
kennir ýmissa grasa. Þar eru
málverk, svartlistarmyndir,
silkiþrykk, performance.
vefnaður, 1 jósmyndaverk og
fleira.
Það er sérkennilegt við þessa
sýningu að hver og ein velur sin
verk sjálf, en venjulega er
einhver dómnefnd sem dæmir
hvað er sýningarvert. Verkin eiga
að dæma sig sjálf.
Sýningin stendur til 19. júni og
er opin virka daga kl. 5-10 og um
helgar frá 2-10. —ká
s
Konur hafa sótt æ meir f sig veðrið i myndlistinni. Þessi mynd var tekin við undirbúning afmælissýning
ar MHÍ i mai sl.
Göngudagur
Feröafélagsins
A sunnudaginn kemur, 10. júni,
verður göngudagur Ferðafélags
Islands 1979. Gangan hefst við
Kolviðarhól og verður gengið
umhverfis Skarðsmýrarfjall,
vestur Innstadal um Sleggju-
beinsskarð og að Kolviðarhóli.
Alls er þetta um 12—13 km
vegalengd, og ætti ekki að taka
meira en 5 klst. með góðum
hvildum að ganga þessa leið.
Með þessum göngudegi er
ætlun F.l. að fá sem flesta til að
iðka gönguferðir, sem er að
flestra dómi bæði andleg og
likamleg heilsubót.
Framkvæmd dagskrárinnar
verður þannig, að þrjár ferðir,
verða farnar i hópferðabil frá
Umferðarmiðstöðinni i
Reykjavik, kl. 10.00, kl. 11.30 og
kl. 13.00, að Kolviðarhóli og verða
leiðsögumenn með hverjum hópi.
Einnig geta einstaklingar og
hópar komið á eigin bilum að
Kolviðarhóli og gengið þaðan
umrædda leið, hvort sem þeir
vilja einir eða siegist i för með
þeim, sem koma á vegum
félagsins. Félagið mun hafa
bækistöð á Kolviðarhóli meðan
gangan stendur yfir, og er þar
hægt að fá nánari upplýsingar og
fá merki dagsins sem kostar 500
kr. fyrir fullorðna, en fritt fyrir
börn. Umrædd gönguleið verður
merkt, svo að engin hætta verður
á, að fólk fari rangar leiðir.
Hér gefur að lfta einn af „eilífðar-
stúdentum” bragða á viðeigandi
meðlæti jassins.
Djass
í Stúdenta-
kjallaranum
Guðmundur Ingólfsson djass-
isti verður á ferð með sitt frækna
trió i Stúdentákjallaranum á
sunnudagskvöldið næsta. Þar
hefur verið stunduð umfangsmik
il menningarstarfsemi að undan-
förnu og mun ekki linna á næst-
unni.
Aðgangur er ókeypis og hljóm-
leikurinn hefst uppúr hálfniu og
stendur frameftir. Þess skal getið
að ýmsar ljúfar veigar er hægt að
kaupa við litlu gjaldi i Stúdenta-
kjallaranum. Fyrir fólk sem
þyrstir i góðan djass og viðeig-
andi meðlæti verður þvi kjallar-
inn sannkölluð vin i eyðimörkinni
annað kvöld.
ÖS
Jóhann G
Sídasta
helgin
Jóhann G. Jóhansson
opnaði málverkasýningu að
Hamragörðum við
Hofsvallagötu um siðustu
helgi og stendur hún fram á
sunnudag. Þar er opið frá 3-
10
„Líf og
land”
Um helgina verður
útihátið og ráðstefna
samtakanna „Lif og iand”
að Kjarvalsstöðum og þar
i kring. Ráðstefnan fjallar
um það hvernig hægt er að
gera Reykjavik að liflegri og
skemmtilegri borg og úti á
túninu verða ýmis skemmti-
atriði, útimarkaður og fleira
ætlað bæði börnum og
fullorðnum. Barnagæsla
verður skipulögð og i
hliðarsal K jarvalsstaða
verða kvikmyndasýningar.
Skipulag
og jafnrétti
Jafnréttisráð efnir til um-
ræðufundar á mánudags-
kvöldið i Norræna húsinu um
bkipulag og jafnrétti. Um-
ræðurnar standa i sambandi
við sýningu sem nú er i' and-
dyri hússins og sýna hug-
myndir arkitekta I Sviþjóð
um þróun og skipulag borga
sem stuðla mega að jafn-
rétti.
Gestur ólafsson arkitekt
reifar málið á fundinum sem
hefst kl. 8.30.
Elvar Þórðarson með eitt af verkum sinum við höfnina á Stokkseyri.
Sýningu
aö ljúka
Nú um helgina lýkur sýningu
Elvars Þórðarsonar sem staðið
hefur yfir i Gimli á Stokkseyri frá
þvi á laugardag fyrir Hvitasunnu.
Elvar er Stokkseyringur og
sjálfmenntaður listmálari og er
Elvars
þetta fjórða einkasýning hans.
Alls eru á sýningunni 45 vatns-
litamyndir og eru þær til sölu.
Að sögn Elvars hefur verið góð
aðsókn að sýningunni en eins og
áður sagði lýkur henni nú um
helgina og þvi fara að vera sið-
ustu forvöð fyrir listunnendur að
skreppa á málverkasýninguna i
Gimli á Stokkseyri.
Galleri Suðurgata 7:
Dick Higgens sýnir grafikseríu
Sunnudaginn 10. júm verður
sýning Dick Higgens opnuð i
Gallerii Suðurgötu 7. Dick
Higgens er væntanlegur til
landsins og mun lesa upp úr
verkum sinum við opnunina.
Higgens er fæddur i Englandi
1938, en hefur búið lengi I
Bandarikjunum. Hann hefur lagt
stund á margar listgreinar m.a.
tónlist, ritlist, kvikmyndun og
myndlist. Hann var einn af
stofnendum Happenings 1958 og
siðar Fluxus 1964 en báðar þessar
hreyfingar hafa haft mikil áhrif á
myndlist samtimans. Þá stofnaði
hann bókaútgáfuna „Something
else Press” (Eitthvað annað
útgáfan) 1964, en I bókum
forlagsins var töluvert gert af þvi
að upplýsa fólk um möguleika
bókarinnar til mynlistariðkunar.
Higgens hefur lagt fleira fyrir
sig. Alls hafa komið út um 30
bækur eftir hann og hann hefur
siarfað með mörgum
heimsþekktum listamönnum.
Hann hefur haldið sýningar viöa
um heim, en i Suðurgötu 7 sýnir
hann grafik-seriu sem heitir
& l?.V>
7,7.73. Þessi seria var nýlega á
sýningu I New York. 1 Suður-
götunni eropið virkadaga kl. 4-10
en 2-10 um helgar til 24. júni.
— ká
FÍM salurinn:
í svart-hvítu
Hörður Agústsson og Sigrún Guðjónsdóttir vinna að uppsetningu
mynda i FÍM salnum.
1 dag kl. 4 verður opnuð sýning
á verkum 14 listamanna i FÍM
salnum við Laugarnesveg 112.
Þetta er alþjóðleg sýning sem
farið hefur um Norðurlönd að
undanförnu.
Hópur listamanna sem stunda
svokallaða „konstruktiva” list.
tók sig saman og stofnuðu vinnu-
hóp i Antwerpen 1972. A stefnu-
skrá þeirra er m.a. aö koma á fót
samsýningum, gefa út upplýs-
ingarit og láta prenta grafik-
möppur.
Frumkvæðið að þessari sýn-
ingu sem nú er að hefjast höfðu
finnskir félagar i hópnum.
Einn íslendingur er meðal
þeirra sem sýna, Hörður Agústs-
son myndlistarmaður. Hann gekk
með blaðamanni um salinn og
sagði frá verkunum, en sýning-
.unni var gefið ákveðið tema sem
myndirnar sýna: maximum-
minimum, þ.e. hámark-lágmark.
Listamennirnir leika sér með
form og liti, sýna hámarks og lág-
marks stærð forma og flata. Sýn-
ingin átti aö vera öll i svart-hvitu,
en aðeins bregður út af þvi.
Hörður sagði, að sumum fynd-
ist þessi sýning kannski tima-
skekkja, en I ljós hefði komið að
þessi listastefna flata og formtil-
rauna hefði lifað af þróun siðustu
áratuga og þessi sýning ber þess
vott að hún lifir enn góðu lifi.
— ká