Þjóðviljinn - 09.06.1979, Síða 8

Þjóðviljinn - 09.06.1979, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. Júni, 1979 Súmyndsem dagblöðin draga upp af konum hefur oft verið gagnrýnd, bæði hér á Jafnréttissiðunni sem annars staðar. Því hefur hins vegar veriðminni gaumur gefinn hver hlutur kvenna er i efni og fram- leiðslu blaðanna. Hversuoft eru konur spurðar álits f blöðunum? Hversu margar konur starfa sem blaðamenn við þau dagblöð sem hér eru gefin út og hvaða efnisþætti fjalla þær um? Okkur fannst það liggja vel við höggi ogstanda okkur ekki viðs fjarri, að fjalla litils háttar um þátt kvenna i fslenskri dagblaðaút- gáfu, og ákváðum þvi að gægjast bak við siður blaðanna. Sérhver hlutur á sinum stað Fjölmiölar, fjölskylda og skólar eru þær stofnanir þjóð- félagsins sem hafa m.a. þvi hlutverki aö gegna að viðhalda borgaralegri hugmundafræði. Dagblöð miðla ekki einungis fróðleik, fréttum og skemmti- efni, þau miöla einnig ákveðinni heimsmynd ogskoðunum, og þá á flestum tilfellum rikjandi skoðunum. Þaö er eins og aö nefna snöru i hengds manns húsi aö tala um hlutlaus og ópólitfsk dagblöð. Blaðamennska er pólitik. Blöðin miðla kyrrstæöri og staðfest- andi mynd af samfélaginu þar sem hver hlutur er á sfnum stað og hægtaðganga að honum sem visum. Sjaldnast eru dagblöðin þess valdandi að slagsiða kom- ist á myndina. Og þar sem hver hlutur er á sinum staö i heimi dagblaðanna þá er ekki við öðru að búast en að á siðum þeirra séu konur og karlar f sinum fastmótuöu og viðteknu hlutverkum. Konur i hlutverkinu þolendur tilfinningaverur og kyntákn. Karlar gerendur og skynsemis- verur. Flest þeirra dagblaða sem gefin eru út á Islandi I dag, voru sett á fót i nánum tengslum við pólitiska flokka á þeim árum þegar þátttaka kvenna i pólitisku starfi var enn minni en hún er I dag. Blöðin voru þá skrifuö af körlum fyrir karla ogberaenn i dag sterk merki þessarar fortiðar. Umsjón: Guðrún Ögmundsdóttir Hildur Jónsdóttir Hjördís Hjartardóttir Kristín Ástgeirsdóttir Sólrún Gísladóttir „Kvennamál” og „alvörumál” Það er fleira pólitík en ,, pólitik” Blaðamennska tekur gjarnan útgangspunkt i þvi sem kallaö er „pólitik” i hinu karlstýröa kapitallska þjóðfélagi. Undir hugtakið „pólitik” falla málaflokkar svo sem efnahags- mál, utanrikispólitik, vinnu- markaðurinn o.fl. Þegar blöðin fjalla um þessi mál, þá er þaö nær undantekningarlaust út frá sjónarhólikarla.Og þó konur og karlar sömu stéttar hafi sam- eiginlegra stéttahagsmuna að gæta, þá er ekki sama við hvorar bæjardyrnar er staðið þegar málin eru vegin og metin. Svo dæmi sé tekið, þá má t.d. benda á aö þegar blöðin fjalla um atvinnuleysi, þá gleyma þau oftast nær þeirri hlið sem snýr sérstaklega að konum. Þau gleyma þeim geigvænlegu afleiöingum sem atvinnuleysi hefur fyrir þann kvennaskara sem myndar her varavinnuafls á vinnumarkaðnum. Það dettur engum I hug að bera það á borð fyrir okkur að karlmenn séu að sinna göfugu eöli sinu með þvi að ganga atvinnulausir; því er aftur á móti markvisst haldið fram um konur. Af körlum fyrir karla. Þegar við flettum dagblöð- unum rekum við okkur fljótlega á það að mun oftar er rætt við karla og um karla heldur en konur. Verkalýösforingjar og atvinnurekendur tjá sig um launa- og efnahagsmál, pólitikusar af ýmsum stærðum og gerðum tjá sig um lands- málin og flækjur i pólitisku starfi annarra flokka en sinna, ogþreyttir og veröbólgnir leysa sjálfskipuöu hugmyndafræðing- arnir efnahagsvandann á sinn sama gamla máta. Nær undan- tekingalaust eru þessir lands- feður okkar karlkyns. Blaðamönnum viröist helst detta i hug að spyrja konur á þingi hvernig þeim liki að vera konur á þingi. Arið 1973 var gerð kðnnun á hlutfalli karla og kvenna á síöum dagblaðanna i Dan- mörku. Hún leiddi f ljós aö tal- að er um eða við karla sjö sinnum oftar en konur. Oftast var talaö um konur i fréttaefni blaðanna,en sjaldnast i því efni sem þau matreiddu sjálf. Nú vilja ýmsir sjálfsagt halda þvi fram, að þetta sé ekki nema eðlilegt, karlmenn séu i öllum lykilstööum I þjóðfélaginu, þeir séu einmitt á vigstöövum blaðanna. En gott og vel, ef blöðin eiga sér engin háleitari markmið en þau að miðla staðfestandi fréttum og endurspegla kyrrstæða mynd af samfélaginu, þá er ekkert við þvi að segja. Það er hins vegar hægt að krefjast þess af þeim blöðum sem telja sig framsækin og /eöa róttæk, aö þau styöji viö bakið á kvennabaráttunni og fariekkí alltaf troðnar slóðir þó þau séu I samkeppni við önnur blöö. I þessu felst m.a. ákveðið endurmat á þvi hvað er fréttnæmt oghvaðekki, hvað er pólitik oghvaö ekki, og auk þess að konur séu spurðar álits oftar en nú er. Til hverser fyrir konur að mynda sér skoðanir á ýmsum málum ef þær eru aldrei spurðar álits? 16% blaðamanna konur. Það sést kannski best á þeim fjölda kvenna sem vinna sem blaðamenn hjá dagblöðunum, hversu li'tinn sess konur skipa i heimi f jölmiðlanna. Þegar kannaður erfjöldi blaðamanna i föstu starfi á dagblööunum, þá kemur i' ljós, að I grófum dráttum litur dæmið þannig út, að hjá Morgunblaöinu eru 31 blaðamaöur og þar af 3 konur. Á Þjóðviljanum eru 13 blaðamenn og þar af 3 konur, hjá Visi eru blaðamenn 21 þar af 4 konur, Timanum 12 blaðamenn og 4 konur, Dagblaðinu 17 blaða- menn og þar af 2 konur og hjá Helgarpóstinum (viö látum hann fljóta með dagblööunum) eru 5 blaðamenn, en enginn þeirra kvenkyns. Alls munu um 99 blaðamenn.og þar meö taldir ritstjórar og ritstjórnarfulltrú- ar, starfa hjá þessum 6 blöðum, enafþeim eruaðeins 16konur. 1 prósentuvis reiknast okkur svo til að um 16.2% blaðamanna við dagblöðin séu konur. Fjöldi kvenna segir hins vegar ekki alla söguna. Þeir efnisþættir sem konur I blaöa- mannastétt hafa til umfjöllunar falla fæstir undir það sem kallað er „pólitik”. Þær skrifa ekki um efnahagsvandann, verkalýðs- mál eða flokkspólitik. Flestar þeirra viröast fá þau verkefni hjá ritjórunum að skrifa um mat og drykk, barnaefni, tiskuna, f jölskyldumál, neytendamál, félags- og upp- eldismál, auk þess að sinna kvörtunum lesenda og slúöur- dálkum. Þær sjá sem sagt um það sem taliö er falla undir „kvennamál” án þess þó að konur hafi nokkurn tfmann skilgreint þau sem sllk. Skiptingin i „kvennamál, sem njóta litillar virðingar, og „alvöru mál”, sést mjög vel i siðdegisblöðunum þar sem þau merkja greinarnarmeð hausum blaðamannanna. Timinn Þjóð- viljinn og Morgunblaðið merkja greinar sinarekki eins rækilega (Morgunblaðiö merkir þær sjaldnast) en með þvi að ráða i Framhald á 14. siöu eldhúslö i vlsm Laugardagur 19. mal 1979. .hœkiokkar! DAGBLADID.FOSTUDAGUR25.MAl I979J DB á ne ytendamarkaði VÍSIR Miövikudagur S. Júnl. 1979 lífo Œ m Qi' Konur í heimi dagblaðanna ORÐ í BELG „Almenningur” í S-Afríku og lítil Miglangartilað leggjaorð i belg um litla frétt sem lesin var I morgunútvarpinu sl. miðvikudag. Fréttin snertir fjarlæga þjóð sem er kúguö og arðrænd og stendur i jafn- réttisbaráttu. Fjölmiðlar hafa löngum sýnt hvita minnihlutanum i S-Afriku mikinn áhuga. Það er býsnast yfir kynþátta- stefnu og spillingu, meöan þjóðir vesturálfu stunda leynt og ljóst viðskipti viö stjómvöld, selja þeim vopn og vistir og viöhalda þar meö kúguninni. Sjaldan er minnst á meirihlutann, nema ef námaslys verður eöa þegar slettist upp úr þeim suðu- potti sem S-Afrika er. íslenska rikisútvarpið birti þá fregn aö nú gæfist „al- menningi” I S-AfrCtú kostur á að láta álit sitt i ljós á mútuhneyksli Vorster- stjórnarinnar i kosningum sem fram fara innan skamms. 1 þessari frétt er minni- hlutabrot hvitra manna orðið aö ALMENNINGI i S-Afriku! Þvilik frétta- mennska! Ég játa aö mér sárnar fyrir hönd þeirra þúsunda blökkumanna sem sviptir eru öllum mannrétt- indum og heyja harða bar- áttu gégn stjórninni. Mér sárnar fyrir hönd þeirra þúsunda kvenna sem fluttar eru nauöungarflutningum Ut á hrjóstug landsvæði með börn sin og mega dúsa þar við erfið skilyröi meöan menn þeirra þræla I námum og verksmiöjum hvitra manna. S-afriska stjórnin reynir hvaö hún getur til aö koma i frétt í útvarpi veg fyrir fjölgun blökku- manna I borgum. Karlmenn- irnir búa einangraöir i vinnuskálum svo að þeir nýt- ist betur sem vinnudýr. Kon- ur þurfa sérstakt leyfi til að bUa I borgum og þær veröa að sanna aö þær hafi vinnu. Fátækt er mikil, sjúkdómar og örbirgö, en andófið er löngu hafið. Konur hafa skipulagt baráttu, en hreýf- ing þeirra var stofnuð 1945. í dag skipuleggja þær aö- stoð viö börn foreldra sem sitja í fangelsum eftir Soweto-uppreisnina.. Þær berjast fyrir frelsun fanga, gefa út rit og efna til ýmiss konar aðgeröa. Fjöldabaráttan er tæki hins svarta almennings til að sýna andúö sina á kynþátta- misréttinu. Þaö er skylda okkar að berjast i anda al- þjóðahyggjunnar fyrir jafn- rétti allra þjóöa og þvi á að benda á frétt eins og þessa sem áöur var vitnað til. Meö þvi aö kynna baráttu arð- rændra þjóða, styöjum viö best við bakiö á konum og körlum sem berjast fyrir jafnrétti.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.