Þjóðviljinn - 09.06.1979, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 09.06.1979, Qupperneq 16
MOÐVIUINN Laugardagur 9. Júni, 1979 Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9—12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösia 81482 og Blaöaprent 81348. ^ 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans I sima- skrá. út ..Alltaf skal alit iiöast gegn lltiimagnanum. Þannig hefur þetta verið um aldaraðir hér á landi. Lægst launaöa stéttin skal ávallt gefa sitt meðan aörir safna forða á hennar kostnað” sagði Jón Guðlaugsson starfsmaður Eimskips við Revkjavikurhöfn I samtali við Þjóðviljann i gær. Tilefniö var að Eimskipa- félagiö borgaöi ekki út þá kauphækkun i gær sem starfsmenn fy rirtækisins áttu inni fyrir föstudaginn i siðustu viku þann 1. júni. „Þeir segja á skrifstofunni að það sé ekki enn búið að reikna þetta út þrátt fyrir allan tækja- og tölvubúnaðinn. Þó upphæðih sé ekki mikil fyrir þennan eina dag þá sýnir þetta bara þann hug sem borinn er til þeirra lægst launuðu. Þeir geta beöið meö að fá sitt kaup rétt útborgaö, á meðan aðrir eru aö þenja sig i gerviverkföllum eins og er hér á höfninni. Auðvitaö er þaö ihaldiö sem stendur á bak við þetta verkfall farmanna I samráði við Vinnuveitendasam- bandið til að bola rikisstjórninni frá, það vitum við öll” sagði Jón. „Verkalýðshreyfingin er allt- of lin og rikisstjórnin á að vera búin að setja lög á þessa vitleysu fyrirlöngusiðan” sagði Jónaðlokumog samahljóðvar að heyra i öðrum hafnarstarfs- mönnum. -l.g. Eimskip borgar ekki kauphækkunina Alþýduflokkurínn þáöi hermangsfé af Keflavíkurvelli Bjarni P. Magnússon viðurkenndi að Alþýðuflokkurinn hefði þegið fé frá Keflavlkurverktökum. Leikarar falla frá leikrita- banninu Samkomulag varð I gær i deilu leikara viöRikisútvarp- ið og hafa leikarar nú fallið frá boðuðum aðgerðum. Einsog sagt var frá i Þjóð- viljanum höfðu þeir hótað að stöðva allan leikritaflutning i hljóðvarpi og sjónvarpi frá og með 10. júni. Formaöur útvarpsráðs og útvarpsstjóri héldu i gær- morgun fund með formanni Félags islenskra leikara, Gisla Alfreðssyni, og var þar samþykkt að koma á fót starfshópi meö fulltrúum frá útvarpinu og leikurum til að gera úttekt á leikritaflutn- ingi i rikisútvarpinu og ræða æskilega þróun leiklistar i hljóðvarpi og sjónvarpi. Starfshópurinn á ekki að fjalla um launaliöi eða breytingar á gildandi samn- ingum FÍL og útvarpsins. Fundur trúnaðarmanna- ráðs leikara staðfesti sam- komulagið siðdegis i gær. — vh Arangurslaus sem kemur þó ekki fram í hinum opnu flokksreikningum” hans 99 Framkvæmdastjóri Alþýðu- flokksins staðfesti i viðtali við llel garpóst inn i gær, að flokkurinn hafi þegið greiðslur frá undirverktaka eins lielsta islenska hermangsfyrirtækisins, tslenskra Aðalverktaka á Kefla- vikurflugvelli. jafnframt greindi hann frá þvi, að ýmis fyrirtæki hafi á siðasta ári styrkt flokkinn með þvi að hafa á launaskrá starfsmenn sem störfuðu þó einvöröungu fyrir flokkinn. A það má minna, að framkvæmdastjór- ,inn, Bjarni P. Magnússon, var sjálfur launaður af erlendu fé á siðasta ári, eins og uppvist varð m.a. fyrir tilstuðlan Þjóöviljans. 1 viðtalinu greindi Bjarni frá þvi, aö Alþýðuflokknum hafi borist f járstuðningur frá Keflavikurverktökum, en það fyrirtæki sinnir ýmsum verkefnum á Keflavikurflugvelli fyfir bandariska herinn ásamt íslenskum Aðalverktökum. Þessar upplýsingar eru þvi furðu- legri sé haft i huga, að bæði nýju mennirnir I flokknum ásamt „gamla grunninum” sem saman- stendur af Benedikt Gröndal og hans kynslóö, hafa ævinlega viljað greina f lokk sinn frá hinum hermangsflokkunum tveimur, sem samkvæmt upplýsingum Bjarna hafa þá að meðtöldum Alþýöuf lokknum verið þrir. Bjarni segir að búið sé að taka fyrir þessar greiðslur og lætur jafnframt þá skoðun i ljósi, að æösta stjórn flokksins hafi að, öllum liltindum ekki vitað af þessu!! Ekki tókst að hafa uppá Guðrúnu Helgu Jónsdóttur né Eysteini Sigurðssyni sem hafa farið með fjármál flokksins og tilheyra þvi væntanlega „æðstu stjórninni”. Ekki náðist i Bjarna i gær og þvi fékkst ekki uppgefið hvaða fyrirtæki það voru, sem styrktu Alþýðuflokkinn með þvi að hafa starfsmenn hans á launaskrá. Ekki er upplýst á hvern hátt peningunum af Keflavikur- flugvelli varkomið inn i flokkinn. Tæpast hafa þeir runnið um kosningasjóði hans, þar sem þeir eru fjármagnaðir með beinum framlögum skráðum á nafn einstaklinga, sem mega ekki nema meiri en 50 þúsund hvert. Væru þessar fjárveislur þvi til i raunveruleikanum hlytu ■ þær að hafa komið fram I hinum „opnu reikningum” flokksins sem kratar hafa gumaö svo af. Einn af f jármá last jórum Alþýðu- flokksins, Jóhann Guðmundsson, kvaðst þó ekki vita til þess aö þar væri gerð grein fvrir neinu þvi sem mætti kalla hermangsfé, og taldi iviðcali við Þjv. að hér væri um misskilning Bjarna P. Magn- ússonar að ræða. Reynist upplýs- ingar hans samt sem áður réttar, þá hljóta að vakna efasemdir um ágæti þeirra flokksreikninga sem Benedikt Gröndal og aðrir krata- foringjar hafa ævinlega klifað á sem dæmi um hreinlyndi „nýja flokksins á gamla grunninum”. Þá hlýtur að vera leyfilegt að kalla Alþýðuflokkinn með tungu- taki vilmundanna gamlan rotinn flokk á gömlum grunni. Þaö er best að maður sýni fólki þaö svart á hvltu hverjar tekjurnar eru hérna við höfnina, og ekki bætir úr þegar menn eru sviknir um útborg- un á launahækkun sagði Jón Guðlaugsson starfsmaöur Eimskips þegar hann sýndi Þjóðviljamönnum launaseðilinn sinn I gær. Stórdregur úr not- kun ávanalyfja hér á landi A siðustu þremur árum hefur stórdregið úr notkun ávanalyf ja her á landi eða allt að 20%. Ein helsta orsökin fyrir þessari þróun er talin vera sú að siðan að komið var á fót tölvuútskrift fyrir eftirritunar lyfjaávisanir sem læknar gefa út, sem siðan hefur verið fullkomnuö á siðari árum, er: nú hægt að fylgjast mánaðarlega með ávisun. ávana- lyfja og sjá hvort sjúklingar flakki á milli lækna til að fá slikar ávisanir. Þessar útskriftir eru siðan sendar læknum, sem geta þá fylgst náið með ávisunum til sinna sjúklinga og athugað hvort þeir fái ávisað á sterk lyf hjá öðrum læknum. Er talið að þetta tölvukerfi hafi stórlega dregið úr þvi að sjúklingar flakki milli lækna og þá að sama skapi dregið úr ávisun á ávanalyf. Þessar upplýsingar komu fram á fundi sem landlæknir hélt i gær, en nánar verður sagt frá honum eltir helgina. - lg Alþýðubandalagið í Reykjavík: Frestun á aðalfundl Af óviöráðanlegum ástæð- um verður að fresta boðuð- um aðalfundium örfáa daga. Nýr fundartimi og staður verður auglýstur i blaðinu á þriðjudag. Stjórnin TÓLUR UM ATVINNULEYSI Skólafólk vantar vinnu sáttafundur Sáttafundur stóö lengi dags I gær i deilu undirmanna á farskip- unum en varð árangurslaus. Einnig var haldinn fundur meö matsveinum I gær og varð sá fundur einnig árangurslaus og hefur ekkert miöaö i samkomu- lagsátt. Verkföllin undanfariö hafa haft nokkur áhrif á atvinnuástand víöa um iand. Atvinnurekendur halda aö sér höndum og skólafólk sem vantar sum- arvinnu fær litla úrlausn sinna mála. Um siðustu mánaöamót var tala atvinnulausra á öllu landinu 864 og hafði aukist um 342. Tölu- verð aukning varð I Reykjavik 544 (246 I lok april), Hafnarfirði 26 (10), Akureyri 45 (29) og á Patreksfirði 26 (0). Þjóðviljinn hafði samband viö þessa staöi og spurðist fyrir um ástæður atvinnuleysisins. 1 Reykjavik, Hafnarfirði og Ak- ureyri munar langmest um skól- afólk sem ekki hefur fengið neina vinnu,en frá þvi að þessar tölur voru teknar saman hefur ýmis- legt gerst. Sjöfn á Akureyri sagði upp 23 starfsmönnum og fregnir hafa borist af uppsögnum I Reykjavik. A Patreksfiröi stöðvaðist frystihúsið alveg I hálfan mánuö vegna þess að allar geymslur hraðfrystihúsanna voru troðfull- ar. Nú hefur hins vegar ræst úr og allar konurnar (!) 26 sem misstu vinnu eru byrjaðar aftur og at- vinnuleysið þvi úr sögunni I bili. Þá ber að nefna að bruninn á Stokkseyri veldur tilfinnanlegu atvinnuleysi. Þar voru 36 skráðir atvinnulausir um sl. mánaðamót þar af 30 konur! — ká

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.