Þjóðviljinn - 23.06.1979, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.06.1979, Blaðsíða 1
UOBVIUINN Laugardagur 23. júni — 140. tbl. 44. árg. 800 ÁRA AFMÆLI SNORRA Sjá síðu 6 Svavar Gestsson VIÐRÆÐUM VIÐ SOVÉTMENN HRAÐAÐ Við vinnum af alefli að lausn olíuvandans M oggaritstjórari Vilja ekki mæta Syavari um olíumál Þrátt fyrir dygurbarkaleg skrif undanfarib neituðu báðir Morgunblaðsritstjórarnir, Styrrair Gunnarsson og Matthias Jóhannessen, að mæta Svavari Gestssyni viðskiptaráðherra i fyrirhuguöum umræðuþætti sjón- varpsins nk. þriöjudagskvöld um oliumarkaðsmálin. Þátturinn átti aö bera yfir- skriftina „Deilumál I deiglunni” og var hugsaður þannig, að þar mættust menn af öndverðum meiði. Það var útvarpsráö sem lagöi til að hafa þáttinn og stakk upp á að til að ræða viö Svavar yrði fenginn annarhvor Morgun- blaðsritstjóranna eða ritstjóri Visis, Hörður Einarsson, sem einnig hefur skrifað talsvert um þessi mál og er skoðanabróðir hinna tveggja. Höröur er hins- vegar erlendis og getur þvi ekki komið fram. Þá hefur það einnig gerst i sambandi við þennan þátt, að ASI hafnaöi að ræöa viö Sigurð Lindal um vinnudeilur, en ASl var gefinn kostur á að koma fram sjónarmiðum sinum I framhaldi af frægum umræðuþætti I sjón- gefinn kostur á aö koma fram varpi i slðustu viku, þar sem Sig- urður þótti freklega misnota aö- stöðu sina til árása á forystu verkalýðshreyfingarinnar er leit- að var til hans sem sérfræðings. 1 Framhald á blaðsiöu 18. ! Verkiall í I Fríhöfninni ■ IFrihafnarstarfsmennirnir á Keflavikurflugvelli hafa lokaö Frihöfninni vegna brota fjár- | málaráðuneytisins á lögum og ■ samningum BSRB. Mynd þessi Ivar tekin um 4-leytiö i gær, á mesta annatimanum, en þá tóku starfsmenn lifinu með mestu ró • og spekt eins og myndin ber | með sér, en hana tók — eik. Sjá nánar um verkfallið á bls.5. J Járnsuða er vandasamt verk. Þarna þurfti að laga dálítið til áður en skrúfar verður sett aftur á sinn stað. I Þjóðvilianum í dag er sagt frá heimsókn í Skipa- ■ smíðastöð Njarðvíkur.Sjá bls. 9 — Mynd Leifur. Vinnumálasambandiö telur vafa á lögmæti aðgeröanna Yfirvinnubann FFSÍ til Félagsdóms Vinnuveitendasamband tslands og Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna ætla að láta Fé- lagsdóm skera úr um það hvort yfirvinnubann farmanna sé lög- legt eða ekki. Af þessu tilefni sneri Þjóðvilj- inn sér til Magnúsar Skúlasonar hjá Vinnumálasambandinu og innti hann eftir þvi hvort sam- bandið væri sammála túlkun VSI á yfirvinnubanninu, þ.e. aö hér væri um brot á lögum um stéttafé- lög og vinnudeilur og auk þess brot á bráðabirgöalögunum. Magnús sagöi að það væri á mis- skilningi byggt, sem fram hefði komiö i nokkrum fjölmiðlum, að Vinnumálasambandið ætlaði að stefna farmönnum vegna yfir- vinnubannsins eins og VSl. Hins vegar hefði Vinnumála- sambandið fariö þess á leit við Félagsdóm að hann skæri úr um, hvort bannið væri löglegt eða ekki þar sem þeir teldu að vafi léki á lögmæti aögerðanna. Aðspurður hvort Vinnumála- sambandið myndi stefna ef niður- staöa Félagsdómsins yrði á þann veg að hér væri um lögbrot að ræða, svaraði Magnús þvi til að stjórn Vinnumálasambandsins myndi taka afstöðu til þess þegar að þvi kæmi. — Þig Viðskiptaráðherra hefur óskað eftir því við sovéska sendiráðið/ að viðræðum um hei Ida rviðskipti islands og Sovétrikjanna verði f lýtt eins og auðið er. i viðtaii við Þjóðviljann benti hann þó á, að um þriðjungur af eldsneytis- kaupum islendinga kæmi frá öðrum löndum en Sovét/ þannig að Rotter- damviðmiðunin hefði tals- verð áhrif á oliuverð á Is- landi/ þó að unnt yrði að semja um lægra olíuverð við Sovétmenn. Sjá 3. síðu Hval- veiði- bairn Að þvi er talsmenn Greenpeace hér á landi tjáðu Þjóöviljanum, þá tilkynnti hollenski forsætisráö- herrann siödegis i gær, aö rikis- stjórn hans myndi styðja tillögu Bandarikjamanna um algert timabundiö bann viö hvalveiöum. Forsætisráöherrann tilkynnti þetta eftir aö hafa móttekiö 500 þús. áskoranir frá Hollendingum um að hollenska rikisstjórnin styddi tillöguna um bannið. ______________— ÖS Dollarinn í 343 kr. Frá siðustu mánaöamót- um hefur islenska krónan sigiö um 1,7% dagnvart doll- ar, sem i gær var skráöur á 342,80 krónur. Vestur-evrópskir gjald- miölar hafa hins vegar styrkt stöðu sina gagnvart dollaranum á þessum sama tima, sérstaklega breska pundið og v-þýska markið og nemur gengissig islensku krónunnar gagnvart þeim þvi mun hærra hlutfalli , eða 6,3% gagnvart sterlings- pundinu, 5,7% gagnvart v- þýska markinu, 4,4% gagn- vart sænsku krónunni og 3,4% gagnvart japanska yeninu. I gær var sterlingspundið skráö á 735,50 krónur, v- þýska markið á 185,70 krón- ur, sænska krónan á 80 krón- ur, sú danska á 64,50 krónur og japanska yenið á 1,60 krónur. — AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.