Þjóðviljinn - 23.06.1979, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. júní 1979
AF HANDRITI HANDA ÞRÁNDI
Við Þrándur Thoroddsen höfum í marga
áratugi verið mestu mátar, góðir vinir og
félagar og margt brallað saman bæði opin-
berlega sem og í laumi. Allir sem Þránd
þekkja vita að hann er með mestu húmor-
istum og bera textaþýðingar hans á Prúðu-
leikurunum því gleggstan vott. En Þrándur
getur líka slegið á alvarlega strengi einkum í
samvinnu við Jón Hermannsson, og erþað vel
því enginn skyldi ætla að lífið sé eintómt
húllumhæ, glens og gaman.
Ég hef grun um það að þeir f élagar ætli sér
í framtíðinni að snúa sér fremur að hinum
alvarlegri viðfangsefnum sem eiga meira
erindi til okkar (eins og gaggrínendur segja)
en léttvægt fleipur og mun kvikmynd þeirra
um vorverk í sveitum sem sýnd var á
dögunum í sjónvarpinu vera fyrsta sporið í þá
átt. Þvi ber og að fagna að Sjónvarpið skuli
hafa riðið á vaðið með þjóðlegan fróðleik í
leikbúningi frá fyrri öldum. Vegna alls þess
sem að framan er talið hef ég afráðið að
senda Þrándi vini mínum handrit að leikriti
minu „Hér sé guð" og vænti þess að það verði
tekið hið fyrsta til kvikmyndunar.
Hér sé guð
(Sjónvarpshandrit)
Persónur:
Brandur (bóndi)
Gunnfríður (húsfreyja)
Grímur (húskarl)
Hreðjar (vinnumaður)
Eygló (dóttir hjóna)
Njáll (niðursetningur)
Snati (hundur)
(Fjósbaðstofa. Fjalagólf í miðju húsinu, en
ekki út við hliðarnar. Stafir háir, eigi minni
en 4— 4 1/2 alin. Bitar negldir á stoðir 3 álnir
frá gólfi og loft lagt á bitana. Slagþil. Stoðir
uppá lausholt, en syllur felldar á klofa á
stafina og sperrur felldar þar ofaná — kálfa-
sperrur— . Langbönd, reisif jöl/áreftiog tróð.
Skammbitar á miðjum sperrum. Orðið
rökkvað, enda komið framá vöku. Brandur
bóndi eltir tóbakspung. Gunnfríður spinnur á
snældu. Grfmur húskarl þæfir vettling. Eygló
kembir tásu, en Hreðjar vinnumaður klórar
henni á bakinu. Njáll niðursetningur leikur sér
við hundinn Snata.)
Brandur bóndi: (Viðkonusína) Égerekkifrá
því að birtu sé tekið að bregða, heillin mín
(við Njál). Farðu fram bölvaður ófétis
ódrátturinn þinn og sæktu Ijós. (Njáll fer.
Löng þögn á meðan Njáll niðursetningur er
að sækja Ijósið).
Eygló heimasæta: (Við föður sinn) Þú nuddar
punginn pápi minn.
Brandur bóndi: Já heillin mín, ætli maður geri
það nú ekki framí andlátið.
Gunnfriður húsfreyja: Huhhh!!
Eygló heimasæta: (Við Hreðjar sem klórar
henni ástúðlega)
Svolítið neðar og til hægri, austar... nei
norðar og neðar ... þarna já Hreðjar, þarna.
Þetta er gott ahhh! Svona já (Njáll kemur
meðljósið. Við Hreðjar) Þetta er nóg. Þakka
þér fyrir gæskurinn.
Grímur húskarl: A ég að setja sellýsi, há-
karlalýsi,, þorskalýsi, eða hrossaflot á
blessaðan lýsislampann.
Gunnfríður húsfreyja: Settu á hann hrossa-
flot, góurinn, og réttu mér trunkinn. Við
kveikjum svo á hinum áður en Brandur
byrjar húslesturinn.
Eygló heimasæta: Mamma. Þegar ég kembi,
á ég þá ekki að tá ullina milli handanna á
mér og kemba hana svo í kömbunum.
Gunnfríður húsf reyja: Rétt er það nú gæskan
og eins og þú sérð eru kambarnir með
skafti útúr miðjunni.
Hreðjar vinnumaður: Gaman væri að vita
hvers vegna hausinn er 8 — 9 þumlungar og
tindarnir f jórir þumlungar eða vel það.
Gunnfríður húsfreyja: Það er nú til þess,
Hreðjar minn, að hægt sé að taka ullarvisk,
stinga honum á tindana, taka annan
kambinn með hægri hendinni og hinn með
vinstri og kemba milli kambanna, greiða
svo úr viskunni, lyppa upp í lófa sér og
leggja f rimlameisinn eða láinn.
Hreðjar vinnumaður: Já, það var og. Lengi
skal manninn reyna.
Brandur bóndi: Jæja, gott fólk, þá er rétt að
byrja húslesturinn.
Eygló heimasæta: Já pápi minn. Ó pápi minn
hvað ég hlakka til.
Brandur bóndi: Réttu mér Saltarann, heillin.
Hann liggur þarna á lausholtinu.
Eygló heimasæta: Nei pabbi, lestu heldur úr
Jónspostjllu. Það er svo miklu skondnara.
Gunnfriður húsfreyja: Mig syfjar. Ætli gesta-
komu sé von? Eitthvað sækir að mér.
Njáll niðursetningur: Óví eða viva va óvivi
diða á veði vivi.
Gunnfríður húsfreyja: Þegi þú bölvaður
ódrátturinn þinn og sestu þarna á fletið.
Njáll niðursetningur: óví eða viva va óvivi
diða á veði vivi.
Brandur bóndi: O, leyfðu nú blessuðum
aulanum að fara með Hávamálin sín:
„Óvíst er að vita hvar óvinir sitja á fleti
fyrir."
(Þrjú þung högg heyrast framan úr
göngunum. Snati ærist, húsfreýja hrekkur
uppaf værum blundi, allir spretta á fætur
og horfa hver á annan, óttaslegnir).
Brandur bóndi: Hér er ei allt með felldu. Hví
er ei guðað á gluggann og þó komið framá
miðja vöku.
Njáll niðursetningur: óvt eða viva...
Gunnfríður húsfreyja: Þegi þú bölvaður
ódrátturinn þinn. (Fólkið þegir)
Snati hundur: Voff! voffvof f voff!!!!! voff!
voff! voffvoffvoff!!!
Brandur bóndi: (Sparkar íhundinn) Þegiðu!
andskotans kvikindið þitt!!
Rödd hreppstjórans: (Guðará gluggann) Hér
sé guð.
Allt heimilisfólkið í einum kór: Guð blessi þig.
Gunnfríður húsfreyja: Nú það er sjálfur
hreppstjórinn.
Allir: Gaman, gaman!!
Lokasöngur: (Allir)
Talið er að fortíðin sé fróðleg
fögnum allir, sjónvarpið það veit
að elliglöp eru óskaplega þjóðleg
einkum þegar komið er í sveit.
Flosi.
Karl Kvaran á Kjarvalsstöðum:
A llar kindur
eiga sér nöfii...
Karl Kvaran hefur opnað mál-
verkasýningu aö Kjarvalsstööum
sem veröur opin fram á sunnu-
dagskvöldiö 1. jiíll. Þarna eru 41
verk. Litir sem kaDaöir eru
hreinir eöa sterkir og hrislast niö-
ur um þá s vartar Hnur. Stórverk I
sniöum. Stærsta sýning Karls.
Viðerum minntir á þaö, að Karl
Kvaran hefur sýnt mikla staö-
festu i þróun afstraktmálverks,
hann hefur fylgt þvi eftir meöan
flestir aörir af hans kynslóö, ein-
att kenndir viö September, hafa
fitjaö upp á ýmsu ööru. Hvemig
stendur á þessari tryggö?
Ætli þaö sé ekki vegna þess aö
þaö eru svo miklir möguleikar i
þessu tjáningarformi, segir Karl i
stuttu spjalli.
Þaö tala margir um að ég noti
sterka liti. Ég vil svara því til, aö
mér finnst mikils um vert aö láta
litina halda slnum sérkennum,
halda sinum uppruna, hreinleika.
Línur, stærð
Linurnar svörtu? Ég hefi alitaf
haft mikinn áhuga á linu I mál-
verki. Og i seinni tíma myndum
hefi ég lagt meiri áherslu á hrynj-
andi i linum. Og mér finnst aö ég
þurfi aö hafa myndirnar stórar i
sniðum einmitt út af linunni. Ég
hefi reyndar ekki oröiö var viö aö
menn kvörtuöu yfir því aö mynd-
irnar væru of stórar fyrir þeirra
húsakynni. Satt aö segja hefi ég
þá reynslu aö stórar myndir selj-
ist tiltölulega best. Kannski er
þaö af því aö menn byggja stærri
hús en áöur, ég veit þaö ekki...
Bankasaga
Við sátum úndir stórri mynd
sem Gunnlaugur Þóröarson vildi
kalla Landsbanka Islands en ber
ásýningunni nafniö Gustur. Þessi
mynd haföi meö annarri eftir
Karl veriö fest upp i Landsbank-
anum til reynshi, til tveggja mán-
aöa. En þaö urðu aldrei nema
tveir dagar. Myndirnar voru
teknar niöur og settar niöri i
kjallara. Þaö komu fram ýmsar
tillögurum ástæöurnar. Voru þær
of örvandi fyrir tölvuvætt fólk?
Eöa var Gustur of likur islenska
peningakerfinu (hringur i hring)?
Starfsfólkiö vildi þetta ekki,
sagði höfundur þessa sérstæöa
listastríðs í banka — og gat vel
lumaö á fleiri sögum i þessa veru.
Mannanöfn
Myndirnar heita ýmsum nöfn-
um — ein er kennd viö fallöxina
frönsku, önnur viö konu ágæta,
hin þriöja viö Dorian Gray — sú
saga var flutt I útvarpi um svipað
leyti og myndin varö til.
Nöfnin eru ekki visbendingar
frekar en mannanöfn, sagði Karl.
Allar kindur heita einhverjum
nöfnum og þvi ekki myndir?
Og þar meö var fjölmiölaran-
um lokið. Karl viöurkenndi aö
þær gætu veriö erfiðar. Ég var aö
því spuröur áöan af hverju þessi
mynd væri öðruvisi en hin. Þessu
er ekki hægt að svara. Ég veit þaö
ekki, maöur tekur ekki eftir sllku
sjáifur...
áb.
Kari Hvaran og ao oakl hans Oustur: petta tjáningarform hefur
mikla möguleika... (Ljósm.: Leifur).