Þjóðviljinn - 23.06.1979, Blaðsíða 6
G SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 23. júní 1979
r
Málfrelsissjóöur Islands:
Fjárhagur
er þröngur
Rœtt við Silju Aðalsteinsdóttur vegna
nýgengins VL -dóms yfir SAM
Málfrelsissjóöur sem til þessa
hefur greitt rúmlega 2 miljúnir
krúna I styrki til 5 manna sem
dæmdir hafa verið i fébætur fyrir
skrif sin um VL-inganna, er nú
fremur rýr og væri vel þegið ef
velunnarar sjúðsins hugsuöu til
hans þessa dagana og greiddu
Dýrara
að synda?
AB tillögu iþróttaráös
borgarinnar hefur borgarráö
samþykkt aö sækja til verö-
lagsyfirvalda um hækkun á
gjaldskrá sundstaöanna,
sem nemur 22% aö meöal-
tali.
framlög inn á glróreikning 31800-
0.
Þetta kom m.a. fram i samtali
viö Silju Aðalsteinsdóttur einn
stjórnarmanna Málfrelsissjóös i
gær, en tilefni samtalsins var ný-
genginn dómur yfir Siguröi A.
Magnússynirithöfundi.sem skýrt
var frá I Þjóöviljanum I gær.
Siguröur var dæmdur til þess aö
greiöa VL-ingum 750.000 krónur I
ærubætur og vexti af ærubótum.
Silja sagöi aö fjár til sjóösins
heföi veriö aflaö meö ýmsum
hætti, en aöallega meö frjálsum
framlögum frá velunnurum hans.
Sagöist hún búast viö aö fjár-
hagurinn vænkaöist eitthvaö meö
haustinu og kvaö það af og frá aö
sjóðurinn heföi lokiö hlutverki
sinu eftir aö dómar eru gegnir i
öllum VL-málunum, — sjóöurinn
myndi aö sjálfsögöu gegna áfram
þvi hlutverki sinu að verja
tjáningarfrelsi manna. _AI
Neskaupstaður fimmtugur
Afmælishátið
á nœstu grösum
Fimmtiu ár eru nú liöin, siðan
Neskaupstaöur öðlaðist kaup-
staðarréttindi en það gerðist 1.
janúar 1929. Þessara timamúta
verður minnst með veglegum há-
tiðahöldum austur þar nú á næst-
unni. Munu þau hefjast fimmtu-
daginn 5. júli n.k. og standa I fjúra
daga.
Dagskrá hátiöahaldanna er
mjög fjölbreytt og til hennar
vandað á allan hátt. Burðarásr"
hennar eru listaverkasýningar,
listflutningur I tali og tónum,
frumsýning á nýju fslensku leik-
riti, iþróttakeppni, barnadag-
skrá, o.fl. o.fl.
A afmælishátiðina munu koma
hópar frá vinabæjum Neskaup-
staöar, Stavangri I Noregi og Es-
bjerg i Danmörku og leggja þeir
sinn skerf til hátiöahaldanna.
Nánar veröur sagt frá væntan-
legum hátiöahöldum I Neskaup-
staö eftir helgina.
— mhg
Sérfrædingar um hækkun greiösluhluta
sjúklinga:
Getur leitt til sjúkra-
húsvistar af efna-
hagsástæðum
Vilja fella niöur gjaldiö hjá vissum hópum
Sérfræðingafélag lækna
samþykkti á fundi sínum nýlega
ályktun um aö með öllu væri
óeðlilegt, að hækkaður greiðslu-
hluú sjúklinga úr 600 I 2000 kr.
fyrir sérfræðilæknishjálp og
rannsóknir utan spitaia, sé látinn
taka til örorkubótaþega, ellilif-
eyrisþega og yfirleitt til fólks með
mjög langvarandi sjúkdóma og
skerta starfsorku af þeim sökum.
Benti fundurinná nauösyn þess
aö létta þessari greiöshtbyröi af
ofannefndum sjúklingahópum og
félagið sendir frá sér eftirfarandi
greinargerö um þetta mál:
Hér er um aö ræöa tilfærslu á
greiðslum þannig að greiðslur frá
sjúkratryggingum lækka, en hjá
sjúklingum hækka greiöslur aö
sama skapi. Þessar hækkanir
lenda með mestum þunga á þeim
sjúklingum, sem einkum þurfa á
sérfræöiþjónustu aö halda og
minnsta greiðslugetu hafa. Þetta
getur leitt til óbærilegrar
greiðslubyröi fyrir öryrkja, aldr-
aða og aöra sem hafa skerta
starfsgetu vegna sjúkdóma. Af
þessu geta m.a. hlotist eftirtalin
vandkvæði:
a) Efnalitlir sjúklingar geta
þurft að neita sér um nauösyn-
lega sérfræöiþjónustu og lyf af
þessum sökum.
b) Óhjákvæmilegt getur oröiö
aö leggja sjúklinga inn á sjúkra-
hús ekki eingöngu af heilsufars-
ástæðum heldur að nokkru leyti
vegna efnahags einstaklingsins.
Slikar ráöstafanir kosta meira
fyrir sjúkratryggingarnar en
nemur þeim sparnaöi, sem fæst
Framhald á blaðsiöu 18.
Fyrirsögn brenglaðist
Fyrirsögn um ráöstafanir i
oliumálum brenglaöist i blaöinu i
gær og gaf ranga mynd af inni-
haldi fréttarinnar.
Fyrirsögnin gaf I skyn aö vænta
mætti bráöabirgöalaga um oliu-
málin I næstu viku, en ekkert slikt
kom fram i fréttinni. Rétt átti fyr-
irsögnin aövera: Bráöabirgðalög
I athugun?
Halldór Laxness flytur erindi sitt á Snorrahátið I hátiðasal Háskólans,—Ljósm. Leifur
Halldór Laxness á Snorrahátíð í gær:
Við erum staddir
1 miðju heimsins
„Var Snorri Sturluson
höfundur sagnfræöirita eftir
þeim kröfum sem geröar eru I
gildri sagnfræöi? Ég svara þvf
meö þeim einföldu svörum sem
bjóöa sig fram sjálf. Hér stóö
heldur ekki til aö tina eina og
eina frásögn út úr verki Snorra
og — til aö mynda aö ein væri
trúanleg og önnur hengi i þvi aö
vera rétt og á einum staö færi
Snorri bersýnilega villur vegar
— samkvæmt þýska dæminu :
hier irrt sich Goethe. Oröin rétt
og rangt veröur i þessu sam-
bandi, held ég, aö setja i gæsa-
lappir eins og nokkurskonar
barnamál. Ég fylli einfallega
flokk þeirra sem telja Heims-
kringlu, en þó einkum buröarás
hennar, ólafs sögu helga, óviö-
jafnanlegan vitnisburö um þann
mann sem bókina samdi.
Spurningin um hvort Ólafs
saga hins helga hjá Snorra sé
sönn eöa login er þó kannski
ekki frumstæöari en þjööir hinu-
megin á hnettinum' myndu
spyrja i liku tilfelli. Þegar viö
lesum ólafs sögu helga erum
viö staddir i miöju heimsins, og
gleymum þvi ekki aö Snorri
Sturluson var svo skálda aö ekki
varö viö minna unaö en taka af
honum höfuðiö.
Þaö er til á útlendu máli orö
sem heitir souverain. Þetta orö
er haft um keisara og páfa en
ekki vanalega konunga. Maöur
sem lýst er meö þessu oröi hann
hefur vald til aö segja hverjum
sem er fyrir verkum en taka
ekki viö skipun frá neinum.
Enginn i nema maöur af
þessari gráöu skrifar bók eins
og Ólafs sögu helga...”
Þessi voru niðurlagsorð
merkrar ræöu sem Halldðr
Laxness hélt I gær á hátiö sem
haldin var til aö minnast 800 ára
afmælis Snorra Sturlusonar.
Halldór byrjaöi ræöu sina
einmitt á fyrrgreindri
spurningu um Snorra sem
höfund sagnfræöirita eöa
„sannra” rita, lagöi siöan
mestan part út af ólafs sögu og
meöferö á Ólafi konungi i öörum
textum, islenskum og norskum.
Halldór spuröi einnig eftir þeim
mönnum á Islandi og Noregi
sem nú um stundir væru llklegir
til aö rita svo sanna og góöa bók
um sorgarbyröi heimsins.
Athöfnin hófst meö þvi aö
blásarar fluttu Ár vasa alda.
Gunnlaugur Þorvaldsson
prófessor setti hátiöina. Aö
lokinni ræöu Halldór lásu þau
Silja Aöalsteinsdóttir, Oskar
Frá sýningunni i Bogasal — Ljósm. Leifur
Halldórsson og Sverrir
Hólmarsson úr verkum Snorra.
Snorrasýning
Siöan var opnuö sýning i
Bogasal, sem haldin er að til-
hlutan rikisstjórnarinnar eins
og hátiöin. Hönnuöur þeirrar
sýningar var Steinþór Sigurös-
son. Þar er aö finna handrita-
blöö forn, gamlar og nýjar
skreytingar við verk Snorra, út-
gáfur og þýöingar á þeim á
fjölda tungumála. Einnig geta
menn tylltsér og heyrt lesiö upp
úr Heimskringlu.
Sýningargestir gáfu aö vonum
einna mestan gaum þvi erindi
sem myndlistarmenn hafa haft i
glimu sinni viö Snorra og segja
þær niöurstööur margt úr
menningarsögu. Hér höfum viö
undarlega ruglaöar goöamyndir
úr Hitlers-Þýskalandi,
sköpunarsögu norsks skóla i
bókaskreytingu — og þrjár
spánnýjar sovéskar grafik-
myndir eftir Prokoféf úr
Snorra-Eddu og er ein kimu-
legust: þar stendur tröllkonan
Gjálp beggja vegna árinnar
sem Þór og Loki eru að svamla
yfir og hefur nær drekkt þeim —
en Þór hefur tekiö upp stein og
vill stemma á aö ósi.
Þarna var margt læröra
manna. Helgi á Hrafnkels-
stööum gekk aö Halldóri
Laxness og geröi sfnar athuga-
semdir um Snorraræöuna og fór
vel á með þeim.
— áb