Þjóðviljinn - 23.06.1979, Page 9
Laugardagur 23. jlint 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
Or Ytri-Njarðvlk
Þegar Þjóöviljamenn voru á
ferBalagi um Suöurnesin fyrir
stuttu fannst þeim tilvaliB aB lita
viB i SkipasmiBastöB NjarBvikur
eBa slippnum eins og skipasmiBa-
stöBin er nefnd í daglegu tali.
ÞaB var greinilega nög aB gera
þennan eftirmiBdag þegar viB lit-
um þar viB, bæBi málarar, smiBir
og járnamenn á fleygiferB innan
um skipin sem voru einnig sum á
fleygiferB á athafnasvæBi slipps-
ins. Svo heppilega vildi til aB ver-
iB var aB sjösetja Hamravikina
KE þegar okkur bar aB garÐi, og
tókst okkur þvi aB króa einn
vinnuflokkinn af sem fylgdist
meB sjósetningunni, og veiBa upp
smá upplýsingar um starfsemi
slippsins og vinnuna almennt.
I slippnum starfa nU i sumar
um 80 manns, og er frekar skort-
ur á mannafla en hitt. ABallega er
þaB skólafólk sem kemur inn sem
aukafólk á sumrin, og er unniB öll
kvöld og allar helgar yfir sumar-
timann.
Menn ráBa þvi aB sjálfsögBu
hvort þeir vilja vinna alla þessa
aukavinnu, en þeim er sem sagt
boBiB upp á aB vinna hana, kæri
þeir sig um þaB.
Helst er skortur á starfsmönn-
um i járna- og smiöavinnu.
Yfir vetrartimann eru starfs-
menn SkipasmiBastöövar NjarB-
vikur um 50 talsins, en viB þann
hóp bætist siöan allstór hópur
nema úr málmiönaöardeild Fjol-
brautaskólans á SuBurnesjum,
en skólinn hefur aBstööu fyrir
kennslu i málmsmiöi i slippnum.
Alls voru8bátar og skuttogarar
1 slipp þennan daginn, en mögu-
legt er aB taka allt aö 10 báta i
Hamravikin KE 75 hefur verið snurfusuö til og rennur léttilega til sjávar á ný, en viö bryggjurnar bföa margir bátar óþreyjufullir eftir aö
komast aö i slippnum.
Staldrað við í Slippnum
slipp I einu. Njarövikurslippurinn
er einn sá stærsti á landinu, og
var okkur tjáö aö yfir höfuð væru
að jafnaöi jafn margir bátar i
slipp i Ytri Njarðvik og samtals í
slippunum i Reykjavik og Hafn-
arfiröi.
Mesta vandamáliö væri hversu
örtrööin væri ávallt mikil á vorin
aö lokinni vertiö, en þá væri eins
ogallirvildukoma sinum bátum i
slipp sama daginn.
Helsta þörfin nú fyrir endur-
bætur og stækkun er aö sögn
starfsmanna sú, aö Utbúa við-
legukant svo aöstaöa skapist fyrir
þá báta sem biBa eftir aö komast
upp islippinn, ogeins er oröin full
þörf á aö stækka athafnasvæöiö
uppi á landi, og eru þegar hafnar
framkvæmdir sem munuþýða að
hægt veröur aö bæta þremur bát-
um viö það sem fyrir er, þannig
aö I allt á aö vera hægt aö taka 13
skip i slipp I einu.
Við tókum eftir þvi, aö I slippn-
um eru engir stillansar notaðir
þegar veriö er aö mála bátana,
heldur eru lyftarar með körfu-
búnaöi notaöir i staðinn.
Starfsmenn sögðu þetta vera
mikla framför og flýtti fyrir við
starfiöog aö öllu leyti miklu hent-
ugra heldur en gamla lagiö. Alls
eru f jórir slikir körfulyftarar nú i
notkun þe. tveir stórir og tveir
minni.
Stærsti bátur sem tekinn hefur
veriö upp i slippinn er skuttogar-
inn Aöalvik frá Keflavik, en hUn
er rúml. 650 tonna togari.
Meöan Þjóöviljamenn stönsuöu
i slippnum var veriB aB vinna i
bátum og togurum alls staöar aö
af landinu.
Einn var bUinn aö fá nýtt stýr-
ishús, annar nýjan byröing, þann
þriöja var langt komiB meö aö
mála, sá fjóröi var á ieiö I sjóinn
aftur, og þannig mætti lengi halda
áfram.
Allir fá þeir aö sjálfsögöu ein-
hverskonar snyrtingu og jafnvel
lika styrkingu, áBur en þeir renna
niBur sleöabrautina út úr slippn-
um I leit aö fengsælum fiskimiö-
um, — eða siöasta þorskinum,
hver veit? — lg.
Körfulyftarinn auðveldar og flýtir mikiö fyrir viö málningarstörfin, sem er einn stærsti hlutinn viB slippvinnuna. Fjær á myndinni sést I ný-
smiBað stýrishús úr alúminium sem veriB er aB koma fyrir á loBnubát.
„ Unnið er öll kvöld og allar helgar”