Þjóðviljinn - 23.06.1979, Qupperneq 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. júnl 1979
Laugardagur 23. júnl 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Eitt af því sem staðið hefur
þróun iðnaðar á Islandi
fyrir þrifum er að ekki
er til heildarstefna
fyrir islenska iðnþróun.
Tillaga iðnaðarráðherra getur
orðið bót á því.
Olíuverðhækkanir að
undanförnu bitna harðast
á útgerðinni.
Mjög miklir ónýttir
möguleikar eru til að spara
stórar fjárhæðir þar,
takist að vinna svartolíu
á þann hátt að
fiskiskipaflotinn geti
notað hana.
Skortur á pólitískum
skilningi á gUdi iðnþróunar
Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra hefur nú
gegnt embætti sínu í tæpa 10 mánuði. Eitt fyrsta
embættisverk hans var að skipa nef nd til að gera tillögur
um mótun heildarstefnu í iðnaðarmálum og efla sam-
starf aðila iðnaðarins. Nef nd þessi, Samstarfsnefnd um
iðnþróun, hef ur nú skilað áliti og hef ur Þjóðviljinn kynnt
efni skýrslu hennar á undanförnum vikum. í dag ræðir
blaðið hins vegar við iðnaðarráðherra um skýrslu
nefndarinnar, um þá þingsályktunartillögu sem hann
lagði fram um iðnþróun s.l. vor, um verkefni þau sem
unnin eru í ráðuneytinu hans, olíukreppuna o.fl.
Hjörleifur Guttormsson var
fyrst spuröur um að hve miklu
leyti þær tillögur, sem fram koma
i skýrslu samstarfsnefndarinnar,
væru samhljóöa tillögum og
stefnu sem Alþýðubandalagið
hefur sett fram um islenskan iðn-
að.
Tillögurnar
samhljóða
stefnu AB?
— Alþýðubandaiagið fór með
iönaðarmál i vinstri stjórninni
1971-1974 er Magnús Kjartansson
var iönaðarráðherra. A þessum
árum var mikill vöxtur i isl.
iðnaði og var þá vissulega tekið
stefnumarkandi á ýmsum
málum, þar á meðal kannaðir
ýmsir nýiðnaðarkostir, sem
sumir hverjir liggja hér enn
til athugunar i ráðuneyt-
inu. Magnús beitti sér jafnframt
fyrir stofnun Iðnrekstrarsjóös og
sett var á fót iðnþróunarnefnd.
Hún hóf störf 1973 og skilaði
viðamikilli skýrslu i júni 1975 um
„Eflingu iðnaðar ” á næstu 10
árum. t þessari skýrslu er gerð
úttekt á sviði iðnaðar og þróunar-
kostum hans. Þessi nefnd var
hins vegar ekki flokksnefnd
fremur en Samstarfsnefndin sem
ég skipaöi s.l. haust og mun
starfa áfram. Ég tel raunar að of
litið stefnumarkandi starf hafi
veriö unnið á vegun Alþýðu-
bandalagsins sjálfs að iðnaðar-
málum á þessum árum og átti
það trúlega þátt i nokkurri mis-
klíð, sem gætti innan flokksins
um einstaka þætti iðnaðarmála
og þá fyrst og fremst varðandi
orkufrekan iðnað, svo sem um
hugsanlega járnblendiverk-
smiðju. Afstaða til þessa var hins
vegar tekin á landsfundi AB
haustið 1974 og skömmu síðar var
sett á fót orkunefnd flokksins sem
skilaöi af sér áliti undir heitinu
„Islensk orkustefna”, tveimur
árum siöar. Sú stefnumótun sem
unp'ð var að innan Alþýðubanda-
íagsins á þessum árum varðandi
orkufrekan iðnað og orkumál
leiddi til þess aö ég hygg að
nokkurt hik kom á málsvara
erlendrar stóriðjustefnu, en á
þessum tima var m.a. i athugun
hjá rikisstjórn Geirs Hallgrims-
sonar tilboð frá Alusuisse um
Intergraláætlunina, sem fól i sér
verulega stækkun álversins,
aðild auðhringsins að virkjunar-
rannsóknum og uppbyggingu
orkuvera og álverksmiðja.
Stefna Alþýðubandalagsins frá
þessum tima endurspeglast I
samstarfsyfirlýsingu núverandi
stjórnar og svipuð viðhorf bæði til
orkumála og erlendrar stóriðju
eiga fylgi hjá hinum stjórnar-
flokkunum, sérstaklega innan
Framsóknarflokksins.
Fyrir siðustu kosningar setti
Alþýðubandalagið fram kjör-
oröið „islensk atvinnu-
stefna”, þar sem fram komu all-
nákvæmir þróunarkostir ein-
stakra greina atvinnulifsins m.a.
á sviði iönaðar. Þessi stefnabirt-
ást að nokkru i frumvarpinu um
stjórn efnahagsmála o.fl. s.l.
vetur, en inn i þau fékk AB m.a.
tekinn kafla um áætlanagerð og
hagræðingu i atvinnurekstri. A
liðnum vetri starfaði svo sérstök
iðnaðarnefnd á vegum mið-
stjórnar flokksins og tel ég að
ýmislegt úr starfi hennar hafi
komið að gagni við mótun fyrir-
liggjandi tillagna um iönaðar-
stefnu. Alit samstarfsnefndar
um iðnþróun endurpeglar hins
vegar engan veginn viðhorf
Alþýðubandalagsins i öllum
greinum, enda ekki stefnt að sllku
eins og ljóst má vera, er litið er á
þann hóp sem kvaddur var til
starfa i nefndinni. Ég er engu að
siður ánægður með störf nefndar-
innaríöllum aðalatriðum. Henni
er ætlað aö draga fram vissar
meginlinur á sviði iðnaðarmála,
sem breið samstaða gæti
myndast um, og ég vænti góðs af
starfi nefndarinnar framvegis.
1 sambandi við þetta er rétt að
fram komi að ég tel alltof litiö
hafa verið um stefnumótandi
vinnu á vegum islenskra stjórn-
málaflokka og á það einnig við
um AB. Þar með er engan veginn
sagt að flokkarnir geti vænst þess
að ná öllu sinu fram, þótt búið sé
að stilla áttavitana, sist af öllu I
samsteypustjórn margra flokka.
Framkvæmd
tillagnanna hafin
— Ef við víkjum aðeins að
þingsályktunartillögunni, Hjör-
leifur. Nú er gert ráö fyrir I
skýrslu samstarfsnefndarinnar
að skjótra atgerða sé þörf á
Hjörleifur Guttormsson iðnaðar-
ráðherra.
Spjallað
við Hjörleif
Guttormsson
iðnaðarráð-
herra um
iðnaðarstefhu,
orkumál,
embættis-
mannavald
o.fl.
ýmsum sviðum iðnaöar-
mála. Tillagan þin kemur hins
vegar ekki til umræðu fyrr en
næsta vetur og getur orðið biö á
afgreiðslu hennar. Er iðnaðar-
ráðuneytið I samráði við við-
skipta- og fjármálaráðuneytin
byrjaö að vinna að framkvæmd
sumra þeirra tiliagna, sem
kynntar hafa verið?
— Þingsályktunartillagan var
lögð fram i vor I kynningarskyni
og ætlunin er að endurflytja hana
næsta haust, ef til vill eitthvað
breytta. Tillögunni er m.a. ætlað
að vekja umræðu um iðnaðarmál
á Alþingi og utan þess og fá fram
afstöðu manna. Astæða er til að
undirstrika, að hún er þó aðeins
grunnur þar sem yfirbygginguna
vantar, og geri ég ráð fyrir að
menn sakni m.a. úttektar á ein-
stökum greinum iðnaðar, skýrari
tillagna um þróunarkosti og ný-
iðnaö.
Hér i iðnaðarráöuneytinu er
sumpart hafinn undirbúningur að
framkvæmd þeirra hugmynda
sem fram koma i tillögum um
iðnaðarstefnu I samvinnu við
ráðuneyti og fleiri aöila. Hingað
til hefur hins vegar tilfinnanlega
vantað skýrari markmið til að
byggja á iðnþróun, þ.e. sam-
ræmda iðnaðarstefnu, og með
þingsályktunartillögunni er verið
að reyna að ráöa bót á þvi. Við
reyndum þegar á sfðasta vetri að
bæta úr ýmsum aðkallandi
vandamálum samkeppnisiðnaðar
okkar, m.a. var felld niður
innborgunarskylda á hráefni og
háfin endurskoðun á reglum um
afurða- og rekstrarlán til iðnfyr-
irtækja. Endurbóta er þörf á fjöl-
mörgum sviðum að þvi er varðar
starfsskilyrði iðnaðar i landinu og
þar verða fyrirtækin sjálf auð-
vitað að leggja sig fram um leið
og hið opinbera plægir akurinn,
betur en gert hefur verið hingað
til.
55
55
Oliuborpallur. Munu tslendingar horfa á sllkt undan Norð-Austurlandi i framtiöinni?
Býrókratískur
vandi iðnaðar
— Hvaða vanda skapar það
fyrir iðnaðinn, að hann á undir
a.m.k. þrjú ráðuneyti að sækja
um fyrirgreiðslu,og að i iðnaðar-
ráðuneytinu eru möguleikarnir á
skjótum lagfæringum á aðbúnaði
liklega minnstir? Er iðnaðar-
ráðuneytið ef til vill of valdalltið?
— Ég get fyllilega tekið undir
það að skort hafi á samræmd tök
stjórnvalda i máiefnum iðnaðar-
ins, en það mun einnig gilda um
fleiri atvinnugreinar. Þar vil ég
þó ekki skella skuldinni á eitt
ráðuneyti fremur en annaö. Ég
hygg, að takmarkaður árangur til
hagsbóta fyrir innlendan iðnað á
undanförnum árum hafi ööru
fremur stafað af of litlum póli-
tiskum skilningi á gildi iðn-
þróunar fyrir islenskt atvinnulif
og jafnframt hafi skort á að
vandamálin væru skilgreind,
m.a. þau sem horfa áð hinni opin-
beru stjórnsýslu, i fáum oröum
sagt — skortur á iðnaðarstefnu.
Við getum hins vegar aldrei'
vænst þess að eitt ráðuneyti hafi
alla þræði i hendi sér, en miklu
má þó ná fram, með jákvæðu
samstarfi og fylgni i kjölfar eðii-
legrar stefnumótunar.
— Þvi er stundum haldið fram
að embættismannakerfið geti
stundum verið nýjum ráðherrum
óþjált, sérstaklega þegar sósial-
isti kemur I ráðuneyti sem póli-
tiskur andstæðingur hefur stýrt
um langan tima. Hver er skoðun
þin á þessu?
— Ég get ekki svarað þvi ját-
andi að embættismannakerfið sé
Olfuhreinsunarstöð i tran. Iönaðarráöuneytið er að láta endurskoða áætlun um byggingu einnar sllkrar
hér á landi.
Arnarhvoll. Er of mikið gert úr hinu svonefnda embættismannavaldi? Hjörleifur segir I viðtalinu að af
sinni reynslu standi embættismenn ekki i vegi fyrir breytingum þó i einstökum tilvikum geti þeir haft
möguleika á að tefja fyrir og sveigja tilvarðandi afgreiðslu mála.
þrándur I götu. Of rlkrar til-
hneigingar gætir hjá stjórnmála-
mönnum að skella skuldinni á
embættismenn. Af stuttri reynslu
get ég ekki séð að þeir standi I
vegi fyrir breytingúm, þó aö I
einstökum tilvikum geti menn í
opinberum störfum haft mögu-
leika á aö tefja fyrir eða sveigja
til varðandi afgreiðslu mála. A
hitt skortir oft frekar, að stjórn-
málamenn viti hverju þeir vilja
ná fram og skýli sér á bak við em-
bættismennina. I þessu sambandi
vil ég benda á atriði sem ég tel að
nokkru valdi um sundurvirkni i
stjórnkerfinu okkar, en það er að
ráðuneytunum sjálfum hefur
veriö haldið I kreppu varðandi
starfslið og aðbúnað á sama tima
og ýmsar stofnanir er undir þau
heyra hafa bólgnað út, oft á óljós-
um forsendum og án þess að skýrt
liggi fyrir hvert vera skuli hlut-
verk þeirra.
Þetta virðist mér einnig gilda
að nokkru um sjálft Alþingi, þ.e.
aöstöðu og aöbúnað alþingis-
manna og á ég þá við annaö en
launakjör.
Innlent eldsneyti
— Oliuveröhækkanirnar eru aö
veröa Islendingum þungar I
skauti. Hvernig ætlar iðnaöar-
ráðuneytið að mæta þessum
vanda?
— Oliuverðhækkanirnar sjá
fyrir þvi að enginn þarf að kviða
atvinnuleysi hér I þessu ráðuneyti
á næstunni. Við vorum raunar
byrjaðir aö athuga margt varð-
andi orkusparnað, áður en verð-
hækkanirnar dundu yfir, þvi að
jafnvel þá var þörf, en nú er
nauðsyn að flestra mati. Við
leggjum þvi rika áherslu á orku-
sparnað á sem flestum sviðum,
ekki sist þar sem innflutt elds-
neyti kemur til sölu, og tillögur
okkar þar að lútandi eru nú i
deiglu hjá rikisstjórninni. 1 þvi
sambandi skiptir ekki minnstu að
koma sem fyrst á nýtingu inn-
lendra orkugjafa I staö hinna inn-
fluttu, alls staðar þar sem hag-
kvæmt getur talist. Það tekst
væntanlega aö verulegu leyti
varðandi húsahitun á næstu árum
og hiö sama þarf að gerast i vax-
andi mæli i atvinnurekstri, en þar
þurfa viða að koma til tækninýj-
ungar. A sviði samgangna hefur
rikt meiri óvissa til þessa, en
nokkur ástæða virftist vera f.il
bjartsýni að þvi er varöar fram-
leiðslu á innlendu eldsneyti i
framtlðinni. Innlent eldsneyti
gæti byrjað að komast I gagnift
. frá og með miðjum næsta áratug.
Hér á ég við framleiöslu á vetnir-
afuröum s.s. metanóli, en fram-
leiðsla á þvi viröist vera mjag ná-
lægt þvi að verða samkeppnisfær
miðað við það verð, sem hæst hef-
ur orðið á bensini á siðustu mán-
uðum. Að stefnumörkun og undir-
búningi nauðsynlegra rannsókna
og tilraunastarfsemi á þessu sviði
er nú unnið hér I ráðuneytinu.
Olía viö Islands
— A undanförnum árum hafa
vaknað spurningar um hvort oliu
gæti verið að finna I Isienska
landgrunninu, t.d. út frá Norð-
Austurlandi. Einnig hafa borist
beiðnir frá oliufélögum um að fá
leyfi til rannsókna. Hvaða athug-
anir eru I gangi I ráðuneytinu
varðandi þessi mál?
— Þótt ekki sé með öllu útilokað
að einhversstaðar geti oliu verið
að finna i íslenska landgrunninu
er taliö langt i land að unnt verði,
af tæknilegum ástæðum, að nýta
hana eða stunda boranir á miklu
dýpi. Skipuleg leit hefur ekki far-
iðfram þótt útlendum aðilum hafi
tvivegis verið veitt takmarkaö
rannsóknarleyfi. Ég tel að áöur
en lengra er haldið á þessari
braut eigi að marka almenna
stefnu varðandi rannsóknir á is-
lenska landgrunninu og átta sig á
hvernig við sjálfir getum best
staöið að málum, þótt samvinna
við útlendinga varðandi visinda-
rannsóknir og almenna þekking-
aröflun hljóti einnig að koma til.
Viö eigum ærnar orkulindir þótt
ekki sé um oliu að ræöa og komi
hún i leitirnar siðar heldur hún
óskoruðu gildi ekki sist sem hrá-
efni til iðnaðar.
Oliuhreinsunarstöð
— Er einhver athugun I gangi I
ráðuneytinu varðandi byggingu
olluhreinsunarstöðvar?
— Við höfum beðið Orkustofnun
að lita yfir gamla áætlun og
endurmeta kostnað um oliu-
hreinsunarstöð hérlendis, en við
höfum fyrirfram ekki trú á aö hún
reynist hagkvæmur kostur þótt
sjálfsagt sé að lita á málið.
Einnig eru i undirbúningi at-
huganir á hvort til greina komi
úrvinnsla svonefndra þyngri oliu-
tegunda og jafnvel vinnsla úr
svartoliu, sem talið er að nægilegt
framboð kunni að verða á næstu
ári, en engu er hægt að spá um
niöurstööur fyrirfram.
— Einhver lokaorð?
— Ég vil ieggja á það áherslu,
að viö þurfum að glöggva mun
betur en hingað til hvernig best
verður staðið að hagnýtingu
islenskra auðlinda og þá um leið
hvernig við stillum saman inn-
lendum atvinnuvegum i stað
þeirrar togstreitu og ein-
strengings, sem alltof mikið hefur
sett mark sitt á umræður um
þróun þeirra. Iðnaðarstefna á
þannig aðeins að vera þáttur i
viötækri atvinnuþróun. Þátttaka
almennings, i þeirri umræðu og
uppbyggingu atvinnulifsins
sjálfs, stjórnun og starfi á hverj-
um vinnustað, er ekki siður for-
senda fyrir þvi að sæmilega takist
til og unnt reynist að stilla saman
kröftunum til að tryggja hér ekki
aðeins þjóðlegt sjálfstæði, heldur
einnig góð lifskjör til frambúðar
og menningu sem rís undir nafni.
—Þig
Fiskiðjuver þar á meðal
loðnubræðslur nota óhemju
mikið innflutt eldsneyti.
Hér þarf að verða
breyting á með nýtingu
innlendra orkugjafa.
Vetrarmynd frá Eskifirði
Hús í mörgum
sjávarplássum
eru að mestu hituð upp
með oliu.
Hafnarfjörður
er útgerðarstaður sem hefur
hitaveitu. Hann stendur því miklu
betur að vígi varðandi kostnað
við húshitun, eins og aðrir
hitaveitu-væddir staðir,
heldur en byggðarlög sem eru
háð innfluttu eldsneyti.