Þjóðviljinn - 23.06.1979, Side 12
12 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. júní 1979
Jóhannes Steinsson
Eirlkur Bjarnason
Stefán Guömundsson
Kjartan Ólafsson
í míiuimgu skípyerjanna
af Hrönn frá Eslafirdi
t hljóðum harmi drúpa menn
höföi i dag. Sorgarlag hefur sær-
innsungiöEskifirði. Agætir dáða-
drengir eru i' einni andrá horfnir i
hafsins djúp. Heimabyggð þeirra
er sleginmyrkum rúnum hryggð-
ar og trega og sá djúpi tregi berg-
málar i brjóstum manna viðs
vegar, ekki sizt um Austurland
allt. A slikum stundum er erfitt
um orð og aðeins skal hér fáum
og fátæklegum orðum minnst
mætra drengja.
t kaupstaðnum við Eskifjörð er
nú skarð fyrir skildi. Mikið mann-
val var á Hrönn, þegar hún fórst,
mikil og hörmuleg blóðtaka ekki
stærra byggöarlagi. Ég þekkti þá
félaga mismikið, var málkunnug-
ur öllum, en við suma átti ég nán-
ari kynni en aöra. t huga mér
leiftra myndir liðinna ára, ljós-
brot sem glitra frá kynnum, sem
i hvivetna voru hin beztu. Traust-
leikinn og æðruleysið í fari
Jóhannesar skipstjóra, elskuleg
ljúfmennska Eiriks Bjarnasonar,
hlýr hressileiki Stefáns
Guðmundssonar, hljóðlát rósemi
Sveins Eirikssonar, hýrt bros
þess góða drengs Kjartans frá
Byggðarholti og innileikinn i fari
Gunnars Hafdals, þegar inn úr
skelinni var komið. Allt mun
þetta og ótalmargt fleira merla I
minningunni um þessi horsku
hraustmenni, hali vammi firrða.
Hér er ekki ætlunin að rekja
æviferii hvers einstaks, en allir
höfðu þeir að baki dagsverk gott
og giftudrjúgt, þó hinzta dægur
bæri að svo alltof, alltof fljótt.
1 ómældri þakkarskuld stendur
þjóðin öll viö islenzka sjómenn,
þess skyldi minnztoftarogbetur,
ekki si'zt varðandi aðbúnað allan,
öryggi og almenn lifskjör. Þar
duga hvergi háfleyg orð á hátiðis-
dögum eða harmatár hryggðar á
sorgarstund, heldur átök og
barátta fyrir bættum hag oglifs-
skilyrðum öllum sjómannastétt-
inni til handa.
Hér hæfir ekki mikið meira en
geta þess, sem sameiginlega ein-
kenndi alla þessa menn: karl-
mennskan, dugurinn, drenglund-
in. Það voru eðliskostir, sem þá
alla prýddu. Eiriki kynntist ég
bezt, hann var einn af minum
beztu samherjum á Eskifirði, en
svo varum fleiri úr þessum hópi.
Þar fór einstakur mannkosta-
maður, sem allir mátu og báru
traustoghlýhug til. öll min kynni
voruþaráeinnvegoghonum færi
égsérstakar þakkir I söknuði og
eftirsjá. Eins hlýt ég að minnast
sérstaklega Stefáns Guðmunds-
sonar, þess góða og hjartahreina
drengs, sem ævinlega var hinn
sami, hvað sem á gekk. En eitt
stendur ofar öllu öðru: við erum
lostin sárum trega, djúpum
harmi vegna þessa óvænta og
hörmulega slyss.
Eðlilega reikar hugurinn helzt
til þeirra, sem nú eiga um sárt að
binda og blessunar skal þeim öll-
um beðið af einlægum saknaðar-
hug.
Eiginkonum og börnum þeirra
Eiriks og Jóhannesar skulu færð-
ar sérstakar samúðarkveðjur.
Aldraðri móður Stefáns, foreldr-
um þeirra Sveins og Kjartans og
ekkisizt góðvini minum Ingvari I
Dölum og konu hans, foreldrum
Gunnars Hafdals færi ég einlægar
samúðarkveðjur.
Baráttuhetjunni okkar i
Neskaupstað, Bjarna Þórðarsyni,
sendi ég hlýjustu kveðjur minar.
Orðs er eðlilega vant á stund sem
þessari. Minningin lifir ogmerkið
Sveinn Eiriksson
Gunnar llafdal Ingvarsson
stendur, þó maðurinn falli, er
með réttu sagt.
Minning þessara mætu heiðurs-
manna verður öllum syrgjendum
þeirramikil huggun harmi gegn.
Eg bið allar góðar vættir að
veita þeim styrk I sárri sorg
þeirra. Kveðjur minar eru yljað-
ar hlýrri þökk og heitri samúð.
Þeim horfnu skal helguð virðing
okkar allra, svo sem þeir áttu
skilið.
Blessuö sé minning þeirra
allra.
Helgi Seljan.
I dag m.a
,,Aginn hefst með því
ad sópa gólfid”
Halldór Reynisson, blaöamaður ræöir viö Svein „Patton’
Eiriksson, slökkviiiösstjóra á Keflavlkurflugvelli.
iiÍiÍiÍiíiÍiÍiÍiÁiÍiÁiÍiiÍiÍiíiíiikÍíÁiÍiÍiÍiÍ^
,,SáI manns er
i brúðunni”
„Mér finnst brúöuleikhúsiö vera sameining myndlistar og
leiklistar,” segir Jón E. Guömundsson, brautryöjandi I brúöu-
leikhúsmálum á tslandi. ,
Vinsældalistinn eins árs
- 20 plötur i verðlaun
Kvörtunar-
þjónusta
Akureyri
Nýstofnuö neytendasamtök á
Akureyri héldu fund meö blaöa-
mönnum i síðustu viku til aö
kynna starfsemi slna; þar kom
fram ma. aö fréttabréf hefur
veriö gefiö út og dreift I mjög
stóru upplagi og von sé á ööru
innan skamms. Sjálfboöaliöar á
skrifstofu samtakanna veita upp-
lýsingar og leiðbeina fólki eftir
bestu getu, bæöiþeim sem hyggja
á einhver kaup og einnig þeim
sem hafa orðiö fyrir tjóni vegna
kaupa á vörum og þjónustu, svo-
nefnd kvörtunarþjónusta.
Tilgangur kvörtunarþjónustu
er i rauninni tviþættur. I fyrsta
lagi að aðstoða viðkomandi ein-
stakling viö aö fá tjón sitt bætt og
i öðru lagi aö komast með þessu
móti að þvi hvar skórinn kreppir
að, til þess að unnt sé að vinna
fyrirbyggjandi, ekki aðeins að
reyna að fá þessum tjónþola
bættan skaöann, heldur að koma i
veg fyrir að samskonar atvik
endurtaki sig hjá einhverjum
öörum.
Neytendasamtökin taka e kki að
sér að aðstoða þá sem telja sig
hafa o röiö fyrir t jóni vegna kaupa
á vöru eða þjónustu nema sá hinn
sami hafi áöur leitað réttar slns
við seljanda. Hafi ekki samist
milli þeirra er sjálfsagt að leita til
samtakanna.
Neytendasamtökin hafa ekkert
úrskurðarvald. Neytendadóm-
stólar eruekki til hér á landi, þótt
þá sé að finna vlða erlendis. Þvi
má I rauninni segja með sanni að
Neytendasamtökin geti ekki
gert neitt sem hver og einn getur
ekki gert sjálfur. Munurinn er
helst sá aö hægt er að styðjast við
hliðstæö dæmi, hægt er að
koma til almennings upp-
lýsingum um það sem vel eöa illa
gengur og veita þannig aðhald
eða hrós, eftir þvi sem við á, og
siöast en ekki sist standa svona
samtök alltaf sterkari en einstak-
lingurinn.
KVEÐJUORÐ
Ingunrt
Jónsdóttir
Nálægö dauöans er friöur,
þegar andartakiö er langt og tregafullt
eins og sól, sem ekki sér enda sinn,
ert þú eins og barn,
sem leitar eiliföarinnar i spegli.
Andi ljóss og friöar
finnur hamingju þina
I einu litlu gleym-mér-ei. Björt.
Minning
Ingibjörg Ingvarsdót
F. 9.11.1918
D. 16.4.1979
Fáein kveðju- og minningarorö.
Ingibjörg var fædd og uppalin á
Grund i Vestur-Hópi, dóttir hjón-
anna Ingibjargar Sigurbjörns-
dóttur og Ingvars Sveinssonar.
Kynni okkar hófust, er hún
fluttist til Eskifjarðar og giftist
móðurbróður minum Einari Sig-
urjónssyni. Bjuggu þau I sama
húsi og tengdaforeldrar hennar.
Það kom I hlut Ingibjargar að
gæta bús og barna framan af ár-
um, þvi Einar var fjarverandi frá
heimilinu við sjómennsku og ver-
tiöarstörf. Rækti hún þau störf af
dugnaði og myndarskap.
Ingibjörg var greind kona, bók-
elsk og vlðlesin, en við sem þekkt-
um hana munum sérstaklega
minnast hennar vegna hannyrða
hennar. Allt lék i höndunum á
henni og þær voru ófáar peysurn-
ar, sem hún prjónaði á börnin,
barnabörnin og aöra ættingja.
Var undravert hverju hún kom I
verk, einkum eftir að hún kenndi
þess lasleika, er dró hana til
dauöa.
Ég vil að lokum þakka henni
samfylgdina, og þá umhyggju, er
hún sýndi móðurforeldrum mln-
um alla tíð.
Far þú i friöi. A-s-
(Þjóöviljinn biður velviröingar
á þvi að þessi minningargrein
birtist svo löngu eftir að hún
barst. Ritstj.)