Þjóðviljinn - 23.06.1979, Page 14

Þjóðviljinn - 23.06.1979, Page 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. júnl 1979 Af Molbúum og moldvörpustarfsemi Hulduherinn hans Stef- áns ...Þaö er með þennan huldu- her sem kollega minum Stefáni Guðjohnsen er tamt að nefna svo. Um næstu mánaðamót hefst striðið. NU er bara hvort herinn rati á vigvöllinn. Ekkert hefur frést um fyrirkomulag mótsins, utan það sem birst hefur i þessum þætti fyrir all- nokkru, og í skrifum Stefáns. Ég spyr: hvenær koma for- ystan og landsliðið af fjöllum? Enn sem komið er hafa lands- liðspörin ekki sést á spilakvöld- um félaganna i sumar. Annað- hvort er um „alvöru” æfingar að ræða, eða að þeir nenna ekki að dorma innanum fjöldann. Þaðer ekki einu sinni hægt að geta f eyðurnar, þvi þetta er allt saman eins og tómið. Það er skammt i það að tombóluhátturinn verði á vali liðs og yrði það þá væntanlega i kjölfar móta. Þannig mætti slá tvær flugur i einu höggi: fjár- magna liðog losna við að senda það utan. Annars er EM- mótið i Sviss hvorki einkamál eins eða ann- ars. Með áframhaldandi leið- indamálum eins og þegar hefur orðið raunin, og ef ekki verður bót á, er oiðið mál aö endur- meta tilgang landsliðs og skyld- ur stjórnenda þess. Það efast enginn um að „hulduherinn” kann á vopnin sin* hitt er vafamál hvort þeir nenna að berjast. Ahuginn leynir sér, allavega. 30 pör hjá Ásunum Alls mættu 30 pör til leiks i sumarkeppni Asanna sl. mánu- dag. Keppt er eftir hinu vinsæla Mitchell-fyrirkomulagi, þar sem allir spila i einum riði. Úrslit urðu þessi (N-S áttir og A-V áttir) N-S: 1. Sigriöur Rögnvaldsdóttir— Einar Guðlaugsson 176 2. Skúli Einarsson— Þorlákur Jónsson 159 3. Guðmundur Páll Arnarson— Þorgeir Eyjólfsson 154 4. Ármann J. Lárusson— Sævin Bjarnason 152 1/2 5. Guðmundur Pálsson— SigmundurStefánsson 150 6.Haukur Ingason— Hjörleifur Jakobsson 148 1/2 1. Sigfús Þórðarson — Vilhj. Þ. Pálss. 161 1/2 Sverrir Ármannsson 150 1/2 2. Erla Sigurjónsdóttir— Dröfn Guðmundsdóttir 154 1/2 3. Albert Þorsteinsson— GuðniÞorsteinsson 152 4. Jakob R. Möller— Sverrir Armannsson 150.1/2 5. Jón Páll Sigurjónsson— Runólfur Pálsson 149 6. Halla Bergþórsdóttir— Sigurður Sverrisson 152 1/2 Keppnisstjóri var Jón Bald- ursson. Staða efstu manna i stiga- keppni Asanna 1979 er: 1-2. Þorlákur Jónsson 5 stig 1-2. Skúli Einarsson 5 sti.g 3-4. Erla Sigurjónsdóttir 4 stig 3-4. Dröfn Guðmundsdóttir 4 stig Næsta mánudag verður keppni framhaldið. öllum er frjáls þátttaka meðan húsrúm leyfir. Keppni hefet reglulega kl. 19.30. Góð þátttaka í Hreyf- ils-húsinu Alls mættu 40 pör til leiks sl. fimmtudag i Hreyfils-húsinu til keppni i sumarspilamennsku Reykjavikurfélaganna, en til samanburðar má geta'þess, að 30 pör mættu hjá TBK sl. fimmtudag. Helstu úrslit urðu þessi: A-riðill: stig 1. Magnús Halldórsson — Magnús Oddsson 268 2-3. Erla Eyjólísdóttir— Gunnar Þorkelsson 252 2- 3. Steinunn Snorradóttir— Þorgerður Þórarinsd. 252 4. Alda Hansen— Nanna Agústsdóttir 241 B-riðill: 1. Hrólfur og Oddur Hjalta- synir (Jón Bald.vm) 221 2. Steinberg Rikharðsson— TryggviBjarnason 177 3. Bjarni Jóhannsson— Magnús Jóhannsson 176 4. Egill Guðjohnsen— Sigurður Sverrisson 172 C-riðUl: stig 1. Jakob R. Möller— Sævar Þorbjörnsson 130 2. Hermann Lárusson— Sveinn Helgason 127 3- 4. Óli Már Guðmundsson— Þórarinn Sigþórsson 122 3-4. Sigriður Rögnvaldsd — SigurðurSigurjónsson 122 Keppnisstjóri er hinn sihressi Guðmundur Kr. Sigurðsson. Keppni verður framhaldið næsta fimmtudag i Hreyf- ils-húsinu við Grensásveg. Allir velkomnir. Bikarkeppni Bridge- sambandsins Þættinum hafa borist úrslit úr fyrsta leiknum i bikarkeppninni 1979. Sveit Tryggva Gislasonar bar sigur úr býtum á móti sveit Jóns Baldurssonar. Nokkuð óvænt það. Leikinn spiluðu fyrir sveit Tryggva: Guðlaugur N ielsen—Gisli Tryggvason og Gunnar Karls- son—Sigurjón Helgason. Þátturinn hvetur fyrirliða sveita að senda inn úrslit I leikjum sinum jafnóðum og þeir eruafstaðnir. Litið er að treysta á forystu Bridgesambandsins i þessum málum sem öðrum. Liðlegheitin þekkjast ekki Nú i vikunni fór fram bikar- leikur milli tveggja sveita i Reykjavik. Itilefni af þeim leik., fóru fyrirliðar fram á að fá að spila þann leik i skrifstofu Bridgesambandsms eitthvert kvöldið I vikunni, sem er sjálf- sagt mál, svo ekki sé meira sagt. Talað var við sjálfan for- mann sambandsins, sem tók þessa málaleitan afar óstinnt upp og neitaði að „lána” skrif- stofuna sina undir þann leik, nema sveitirnar greiddu keppn- isgjaldið fyrst... Nú verður að segjast, að vissulega er skrifstofa sam- bandsins góðra gjalda verð, en svo heilög er hún ekki að menn þurfi að litillækka sjálfa sig og knékrjúpa, til þess eins að fá að hirast þarna yfir plastspilum skamman tima úr kvöldi. Að sjálfsögðu varð litið um kveðjur milli stóra mannsins og lida mannsins, enda stóri maðurinn stressaður yfir væntanlegri landsliðsfór sinni, sem fulltrúi Islands á erlendum vettvangi. Hitt var öllu verra sem hann lét fara frá sér, i þessum skipt- um sínum af lánamálinu, við þann sem fór fram á að fá um- beðna skrifstofutil leiks. Það er ekki bjóðandi fólki sem unnið hefur fyrir Bridge á Islandi, að sjálfsögðu kauplaust. Forsetinn verður að minnast þess, að fleiri en hann leggja hönd á plóginn, sumir meira að segja án launakrafna. Þessir sömu menn hljóta að eiga rétt á lágmarkskurteisi i viðskiptum sinum við einstaka menn innan stjdrnar Bridgesambands Is- lands, jafnvel þó um sjálfan for- mann þess sé að ræða. bridge Umsjón: Ölafur Lárusson Forsetahjón- ín í heimsókn til Manar Nýjung í skemmtanalífínu: Hæfíleikakeppni Forseti Islands og frú Halldóra Eldjárn hafa þekkst boð lands- stjórnar eyjarinnar Manar að taka þátt i hátiðarhöldum þar i tilefni 1000 ára afmælis Tynwalds þings Manarbúa, dagana 23. til 28. júni n.k. Þau munu sitja boð landstjór- ans og hátiðarnefndar, svo og boð forseta þingsins. Þá munu forsetahjónin skoða fornminjar á eynni I fylgd forstjóra British Museum, og fara i skoðunarferðir um Mön, St. Patrick eyju. og Calf of Man. Þau munu einnig heimsækja verksmiðjur og fiskvinnslu- stöðvar. Siðasta dag heim- sóknarinnar verður haldið á fjallið Snaefell og siðdegis þann dag taka þau þátt i svokölluðum vlkingahátiöahöldum I Peel. Miklar umframbirgðir eru nii til i landinu af landbiinaðarafurð- um. Hótel Sögu rennur blóðið tii skyldunnar og hyggst stuðla að minnkun þeirra með þvl að bjóða i sumar upp á dýrlega lamba- kjötsrétti á föstudagskvöldum. Um leið verða jafnframt sýnd hin fegurstu klæði úr ull, sem Alafoss hefur saumað. Ennfremur hefur Hótel Saga ákveðið að lappa uppá fábreytt skemmtanalif borgarbúa, með þvi að efna tii danskvölda á föstu- dögum, og sérstakra hæfileika- kvelda á sunnudögum, þarsem hver og einn getur sýnt það sem i þeim býr. Gestir geta amk. hlegið sig máttlausa yfir mistökum ný- græðinganna ef ekki tekst betur til. Keppnin er skipulögð af hljóm- sveit Birgis Gunnlaugssonar og Dagblaöinu margfrjálsa og óháða. Hún kallast raunar „hæfi- leikarall” og kemur fáum á óvart, þvi siðdegisblöðin virðast þjást af einhvers Jconar rallfári þessa stundina. SIS og Stéttarsamband bænda standa m .a. að þessari nýbreytni. — ÖS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.