Þjóðviljinn - 30.06.1979, Page 7
Laugardagur 30. júní 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Umsjón:
Guðrún Ögmundsdóttir
Hildur Jónsdóttir
Hjördís Hjartardóttir
/
Kristín Astgeirsdóttir
Sólrún Gísladóttir
Aö þessu sinni tekur Jafnréttissíðan upp þráð sem slitnaði fyrir nokkrum vikum — kynningu á bókum.
Stöðugt streyma nýjarbækurá markaðinn. I dag segjum við frá skáldsögu sem út kom i Bandaríkjunum í fyrra
og tveimur norskum viðtalsbókum við konur og karla sem vakið hafa mikla athygli.
Ameríski draumurinn
Bandarisk skáklsagnagerö
hefur látiö mikiö aö sér kveöa
'allt frá striöslokum. Margir frá-
bærir höfundar hafa tætt i
sundur bandariskt þjóöfélag og
lýst öllum þess skámaskotum,
en fáar konur hafa veriö i þeim
hópi. A allra siöustu árum hefur
oröiö breyting þar á, og er
skemmst aö minnast bóka
Ericu Jong sem vöktu mikla
athygli. Siöan hefur mikiö vatn
runniö til sjávar og m argar kon-
ur tekiö sér penna i hönd. Sá bók
sem vakti hvaö mesta athygli á
siöasta ári var skáldsaga
Marilyn French, The Women’s
Hoom (Kvennaklósettiö) sem er
stór og mikil saga eins og titt er
um bandariskar skáldsögur.
Bókin hefur selst I geysistóru
upplagi og hefur þegar veriö
gefin át bæöi i Danmörku og
Sviþjóö.
Marilyn French er kennari
viö háskóla i USA og er þetta
fyrsta bók hennar.
Sagan segir frá Miru sem 38
ára gömul sest á skólabekk áriö
1968. Staöurinn er
Harvard-háskólinn þar sem
mikil þjóðfélagsumræöa fór
fram þessi umbyltingarár sem
sagan segir frá. Miru finnst hán
ekki passa inn i umhverfiö og
felur sig löngum á klósettinu
milli tima til aö foröast sam-
skipti viö stúdentana sem flestir
eru miklu yngri en hán. Smám
saman breytist viöhorf hennar,
hún kynnist góöu fólki og verður
þátttakandi i stúdentauppreisn-
inni og kvennabaráttunni.
Að ná sér i mann
Stór hluti sögunnar f jallar um
uppeldi Miru og skólaár. Hún
kemur úr millistéttarumhverfi
sem einkenndist áf fátækt,
einhæfni og föstum venjum.
Móöir hennar er óhamingjusöm
og eina hugsjónin sem
hún innrætir dóttur sinni er að
komast úr þessu umhverfi og
eignast góðan (rikan) mann.
Miru er ekki ætlað annaö hlut-
Vikur nú sögunni til Norcgs.
Þar i landi komu út bækurnar
Kjerlighetens lykke og ulykke
áriö 1977 (Ást i hamingju og
óhamingju) og Menn og elskere
áriö 1978 (Karlmenn og elsk-
hugar). Höfundarnir eru
Wenche Margarethe Myhre og
Ashild Ulstrup en ekki kunnum
viö nein frekari deili á þeim. t
fyrri bókinni éru viötöi og frá-
sagnir 22 kvenna, en i þeirri siö-
ari segja 25 karlmenn frá.
Hvað vitum við
hvert um annað?
Eins og nöfn bókanna gefa til
kynna fjalla þær um ástina,
einkalifið og kynlifiö, þessi við-
kvæmu svið sem hingaö til hafa
talist til bannsvæða. Enda fór
svo að bækurnar vöktu mikla
athygli, ekki vegna þess að fólk
hneykslaðist, heldur vegna þess
að I þessum bókum var mönn-
um opnuð sýn inn i llf annarra,
og eins og oft vill verða kemur i
ljós að vandamál sem einn bælir
innra með sér og telur vera sitt
sérmál, sinn stóra galla, reynist
vera sameiginlegt vandamál
fjölda manna.
Að vera kona í Bandaríkjunum
skipti en að giftast (eins og eðli-
legt þótti á þessum árum), enda
verður sú raunin. Sagan rekur á
skemmtilegan hátt hvernig
hjónabandamarkaðurinn geng-
ur fyrir sig meðal þessa
fólks, stefnumótin, útibióin, og
setur á veitingahúsum. Stelpa
má aldrei vera ein á ferð, hún
verður aö hafa einhvern
ákveðinn til að bjóöa sér út,
ellegar verður hún að sitja
heima.
Og Mira nær sér I mann,meira
að segja nokkuð efnilegan þvi
hann er i læknisfræði, þau eiga
að visu fátt sameiginlegt, hann
les öll kvöld og hún þjónar hon-
um, elur honum börn og vinnur
fyrir heimilinu á meðan hún
getur.
Lif i úthverfi
Þróun hjönabandsins er rak-
in, barneignirnar.flutningar I ný
hverfi eftir þvi sem efiiahagur-
inn batnar, þar til komiö er út i
úthverfi i smáborg. Þar lifa
húsmæðurnar einangraðar, þær
gera ekki annað en að sinna
matseld, þvottum og uppeldi,
auk þess að keyra kallinn og
krakkana út um allar trissur.
Eina ánægjan er stundirnar
sem þær eiga saman við aö
spjaila ogdrekka kaffi, en þrátt
fyrir náinn samgang tala þær
aldrei um sin vandamál
(friðhelgi einkalifsins). Sumar
eru ófullnægðar og óhamingju-
samar, ein er kaþólsk og hrúgar
niður börnum gegn vilja sinum
(allt fyrir páfann). Mennirnir
vinnamikiö, eru þreyttir þegar
heimerkomiðogþráþaðeitt að
planta sér framan við kassann
og dotta og fá frið fyrir látunum
I krökkunum.
Þar kemur að maður Miru
„yngirupp hjá sér”, þau skilja
og nú þarf hún aö fara aö vinna
fyrir sér á nýjan leik.
Sektarkenndin heltekur hana,
henni finnst hún hafa brugðist I
þeim hlutverkum sem henni var
ætlað að leika I sjónarspilinu
mikla, sem eiginkona, móðir og
húsmóðir. 1 fyrstu verður
drykkjuskapur hennar úrræði,
en siðan reynir hún að skapa sér
nýjan grundvöll með þvi að
hefja nám.
Smám saman tekst henni að
skapa sér sjálfstæða tilveru,
hún veröur þátttakandi i þjóðlif-
inu eftir aö hafa veriö kúgaöur
þjónn, einskis metin og ekki
neitt.
Ameríski
draumurinn
Með sögu Miru er Marilyn
French að sýna lif bandariskra
kvenna úr millistétt sem vita
ekkert um þaö sem gerist i
kringum þær. Ofsóknir
McCarthy-timans koma þeim
ekki við. Vletnamstriðið snertir
þær ekki.þarnaer sábandariski
almenningur sem kaus Johnson
og lét sér fátt um finnast þótt
verið væri að murka liliö úr
bændaþjóð I Asiu. Þvi er ákaf-
lega vel lýst hvernig þetta fólk
reynir að lifa samkvæmt
ameriskadraumnum um auöog
hamingju, allt er slétt og fellt á
yfirborðinu, en undir kraumar
óhamingja og tilgangsleysi, öll
vandamál eru bæld niöur.
Þegar karlarnir þola ekki
meira, stinga þeir af og konurn-
ar sitja uppi með krakkana og
vandamálin.
Hvemig látum við
fara með okkur
Sagan byggir að miklu leyti á
reynslu höfundarins. Hennar
eigiö lif artaði sig likt og lif
Miru.
Marilyn French byrjaöi á
þessari sögu 1972 og var þá
nokkuö bjartsýn á að konur
væru að breyta bandarisku
samfélagi. En þá gerðust at-
burðir sem höfðu mikil áhrif á
lif hennar og skoðanir. Dóttur
hennar var nauögað og við yfir-
heyrslurnar og réttarhöldin
komst Marilyn French að þvi
hve kvennafyrirlitning og
kvennakúgun á sér djúpar ræt-
ur. Sagan tók nýja stefnu,
ásökunartónn gegn samfélaginu
náði yfirhendinni. Hún hrópar
tilokkar: Konur, hvernig látum
við fara með okkur!?
Fyriroidiur hér viö nyrsta haf
er bókin ákaflega fróöleg lesn-
ing, bæði sem úttekt á banda-
risku samfélagi og sem lýsing á
mótun kvenna og hlutverkum.
Þvi miður er ég hrædd um að
allt of margt sem þar er tekið
fyrir eigi við i okkar samfélagi,
smáborgaralegir lifnaðarhætt-
ir, lifsgæöakapphlaupiö og hlut-
verkaskipti kynjanna er sama
markinu brennt þar sem hér, en
hversu lengi þurfum viö að blða
eftir slikri úttekt á islensku
samfélagi?
Um einkalíf
Karlmenn i Noregi ræddu
mikið um, að i bókinni um kon-
urnar hefðu komiö fram atriði
sem þeir hefðu ekki haft hug-
mynd um, og sömu sögu hafa
konurnar að segja. Það er nú
svo, að þrátt fyrir kannanir og
sáifræðirannsóknir þá vitum við
svo ósköp litið hvert um annað,
hvað aðrir hugsa og hvernig
þeim liður. Þess vegna veröur
það sláandi þegar fólk segir op-
inskátt frá hjónabandi sinu,
fyrstu reynslu af kynlifi, ófull-
nægju, sambandsleysi milli
kynjanna og fleiru sem varðar
mannleg samskipti.
Reynsla kvenna
Höfundarnir hafa gert sér far
um að velja fólkið þannig að það
sé á öllum aldri og af öllum
stéttum. Konurnar eru á aldrin-
um 19-76 ára, ýmist giftar eða
ógiftar, fráskildar eða ekkjur og
ein býr með annarri konu. Þaö
sem greinarhöfundi kom mest á
óvart voru frásagnir af bernsku
kvennanna. Þar kemur I ljós aö
flestar eiga einhverjar minn-
ingar um dularfulla atburði,
fullorðnir karlmenn voru að
sýna sig og káfa á þeim, ein
varð til dæmis að þola það að
pabbi hennar lét bliðlega að
henni á kvöldin, en hún svaf i
rúmi foreldra sinna. Fæstar
geröu sér ljóst hvað
þarna var á ferðinni, en sið-
ar meir veröa minningar sem
þessar ógnvekjandi. Þá er
að nefna hversu margar eru
ófullnægöar, þær geta ekki talaö
við manninn sinn eða kærasta
um kynlifið, þora ekki að krefj-
ast réttar sins, en lifa áfram i
ófullnægjunni og leika i rúminu.
Þá eru nokkuð merkar frásagn-
ir sem stillt er upp hvorri gegn
annarri, þar sem kona sem
heldur við giftan mann segir frá
og hins vegar eiginkona sem
veit að maðurinn hennar heldur
framhjá henni.
Reynsla karla
1 bókinni um karlmennina 25
er ekki siður margt fróölegt, en
það sem vakti athygli mina er
það hversu margir kvarta und-
an skorti á bliðu frá konum,
mæöur þeirra visa þeim frá sér,
þegar þeir verða 8-10 ára þá
eiga þeir aö vera stórir strákar
og ekki aö sýna neinar tilfinn-
ingar. Þá kvarta þeir mikið
undan þvi að konur sýni ekki
frumkvæði i samskiptum kynj-
anna og alltaf sé ætlast til þess
að þeir séu hinir sterkari. Það
kemur sem sagt i ljós að margir
eru hreint ekkert hrifnir af þvi
hlutverki sem karlmanninum er
ætlað i fjölskyldunni og kynlif-
inu.
Þá kemur fram að flestir
þeirra hafa átt litið saman að
sælda við föður sinn og sakna
þess mjög á fullorðinsárum.
Umrœðu er þörf
Þannig mætti lengi halda
áfram, viðhorfin eru mismun-
andi og sögurnar margar, en
þegar upp er staðið þá veröur
lesandinn enn sannfæröari en
áður um það að mannleg sam-
skipti eru á villigötum.
Hvað sem menn segja um
„kynlifsvandamál” og „einka-
lifsumræðu” I niðrandi merk-
ingu, verður ekki fram hjá þvi
gengiö aö þaö hlutverka-
munstur sem mótast hefur á
umliðnum öldum i samskiptum
kynjanna þarf breytingar við,
það skiptir okkur öll máli og
umræða um kynlif, einkalif og
fjölskyldu er nauðsynleg ef við
ætlum einhvern tima að breyta
einhverju.