Þjóðviljinn - 30.06.1979, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. júnt 1979
Ólafur Halldórsson:
Jón Helgason áttræður
Allir tslendingar sem eru
komnir til vits og ára hafa heyrt
getiö um safn Árna Magnússonar
i Kaupmannahöfn; flestir hafa
hugmynd um hvaö þar er geymt
og hver var húsbóndi þar fram
undirsiöasta áratuginn. Mörgum
er miöur kunnugt um þau verk
sem eru unnin i Árnasafni eöa
hafa veriö unnin þar, og er þaö aö
vonum. Þaö er þó sannast aö
segja aö Arnasafn var um tvö
hundruö ára skeiö eitt höfuðvigi
islenskrar menningar,* þar hefur
ekki einungis veriö athvarf
margra ágætra manna sem vildu
stunda islensk fræöi, heldur hafa
þeir einnig haft framfæri af vinnu
sinni viö safniö.
Þegar Arni Magnússon lést
átti hann stærsta og merkilegasta
safn islenskra handrita sem
nokkru sinni haföi komiö i einn
staö. Meö þessu safni var fenginn
grundvöllur fyrir margvislegar
rannsóknir á Islenskri tungu og
þróun hennar, svo og islenskum
bókmenntum og sögu. bess er enn
að geta, að Arni Magnússon lét
eftir sig töluverðan auö. Eins og
kunnugt er gaf hann Hafnarhá-
skóla bækur sinar og handrit, en
af eignum sinum stofnaði hann
sjóð, og skyldi vöxtunum variö til
aö styrkja einn eöa tvo islenska
|Stúdenta til starfa viö handrita-
safnið. Þessi sjóöur var svo rif-
legur, aö allt fram á daga Sig-
uröar Nordals gátu þeir sem
fengu styrkinn lifaö þokkalegu lifi
af honum einum, en nú er hann að
heita má oröinn aö engu, eins og
aörir gamlir sjóöir á Noröurlönd-
um.
Viö finnum stundum til þess
meö nokkrum söknuöi aö sumir af
bestu mönnum þjóöarinnar hafa
alið aldur sinn aö miklu leyti i
Kaupmannahöfn, og getur jafnvel
komiö fyrir aö Arna gamla
Magnússyni hafi veriö sendar
miöur hlýjar hugsanir fyrir aö
kjótla handritunum úr landi og
freista þannig islenskra manna til
aö verja ævi sinni á turni. Þaö
getur veriö skemmtilegur leikur
að imynda sér hvernig hlutirnir
væru ef ýmislegt heföi verið
ööruvisi en þaö var: Hvaö heföi
oröiö um handritin ef Árni
Magnússon heföi aldrei flutt þau
úr landi? Viö getum lika spurt:
Hvaö heföi oröiö um Jón Sigurös-
son og hvernig heföi honum
vegnaö i baráttunni ef hann
heföi ekki átt athvarf I Arnasafni i
Höfn og sótt þangað þekkingu
sina? Aö hvaöa gagni heföu þeir
menn oröiö islensku þjóöinni og
þó sér i lagi fslenskum fræöum,
sem hafa gert garðinn frægan I
Árnasafni, ef þeir heföu oröiö
embættismenn hér heima?
Nýtir menn eru alls staðar til
gagns, en allt um þaö efast ég um
að þeir Islendingar sem hafa unn-
ið I Arnasafni heföu unnið þjóö
sinni meira gagn annars staöar
en þar.
Arni Magnússon var meö af-
brigðum glöggskyggn visinda-
maður og athugull. I rannsóknar-
aöferöum var hann langt á undan
sinum tima, og ennþá er fræði-
mönnum hollara aö athuga hvað
hann hefur haft til málanna aö
leggja. Hann lifði ekki svo lengi
aö hann gæti mótað fræðastörf I
safni sinu neitt að ráöi, en samt
sem áöur er eins og andi hans og
viðhorf til fræðanna hafi lifað allt.
fram á þennan dag I safni^hans,
að visu misjafnlega góöu lifi. I
Arnasafni hafa starfað menn eins
og Eggert Ólafsson, Grimur
Thorkelin, Konráö Gislason, Guö-
brandur Vigfússon, Jón forseti
Sigurösson, Finnur Jónsson próf-
essor, auk margra annarra sem
hafa veriö þar um nokkurra ára
skeiö, en annars unnið aöalstörf
sins annars staöar. Allir þessir
menn, ásamt ýmsum fræöi-
mönnum frá Noröurlöndum, hafa
gert Arnasafn að mikilsmetinni
stofnun meö þann oröstir, aö ekki
var heiglum hent aö setjast þar i
húsbóndasæti og ávaxta arfinn.
Það mátti þvi teljast til tiöinda,
aö áriö 1927 var þar geröur aö
forstööumanni tuttugu og átta ára
gamall Islendingur, Jón
Helgason, en reynsla rúmra
fimm áratuga hefur sýnt, aö sú
embættisveiting var ekki van-
hugsuð.
Jón Helgason er áttræöur i dag.
Hann er fæddur 30. júni 1899 á
Rauðsgili i Hálsasveit, sonur
Helga Sigurðssonar bónda þar og
Valgerður Jónsdóttur. Helgi faöir
Jóns var frá Háafelli i Hvitársiöu,
sonur Siguröar Guömundssonar,
Hjálmssonar, en frá Guðmundi
Hjálmssyni er rakin svonefnd
Háafellsætt, og voru þeir ætt-
menn meöal annars þekktir fyrir
sitt stóra nef, sem mér er sagt aö
hafi verið kallaö Háafellsnefiö.
Siöari kona Siguröar á Háafelli og
amma Jóns Helgasonar var
Þuriöur Jónsdóttir, Jónssonar
bónda i Deildartungu, Þorvalds-
sonar, sem Deildartunguætt er
rakin frá. Valgerður móöir Jóns
Helgasonar var dóttir Jóns
Guömundssonar sem bjó á Hlfð-
arenda I ölfusi og Ingibjargar
Loftsdóttur konu hans, Jón á
Hliðarenda var sonur Guömund-
ar Brynjólfssonar á Keldum á
Rangárvöllum, en frá honum er
komin Keldnaætt.
Jón Helgason missti fööur sinn
niu ára gamall og fluttist
skömmu siöar meö móöur sinni
til Hafnarfjarðar. Þaö mun
snemma hafa komiö i ljós aö af
honum væri meiri afreka aö
vænta i bóklegum fræöum en lik-
amlegri vinnu, en nánustu ætt-
ingjar hans höfðu ekki úr miklum
auöæfum aö spila og munu ekki
hafa getaö kostaö hann til náms.
Mér er sagt að þá hafi góöir menn
stuölað aö þvi aö hann kæmist I
skóla, og var Jón fyrst I Flens-
borgarskóla I Hafnarfirði, en
siöan I Menntaskólanum i
Reykjavik. Hann sat þó flestum
skemur i þessum skóla og lauk
stúdentsprófi 1916. Hann stundaöi
siöan nám i norrænum fræöum
viö Háskólann í Kaupmannahöfn
og^ iauk meistaraprófi 1923,
tiuttugu i og fjögurra ára, og
doktorsprófi við Háskóla Islands
1926, en var slöan kennari viö
Háskólann i Osló 1926-27. Ariö
1927 tók hann viö embætti for-
stöðumanns Arnasafns i Höfn og
1929 viö embætti Finns Jónssonar
og varö prófessor i islenskri
tungu og bókmenntum viö
Hafnarháskóla, þessum em-
bættum gegndi hann óslitiö fram
til 1969.
Jón Helgason lauk námi óvenju
ungur; starfsævi hans er þvi oröin
lengri en flestra jafnaldra hans
háskólagenginna, eöa rúmlega
hálfur sjötti áratugur. Þegar
hugað er aö verkum hans kemur
þó I ljós aö þessi langa starfsævi
hans er ekki ein nægileg skýring á
þvi hve miklu hann hefur komiö
i verk; þar hefur margt hjálpast
aö. Hann hefur æfinlega verið
þaulsætinn viö vinnuna, en auk
þess afkastamaöur meö ólik-
indum og þoliö ótrúlegt. Hér
kemur þaö einnig til aö
hann er með afbrigðum glögg-
skyggn og fljótur að átta sig á
vandanum, hvort hægt sé aö ráöa
fram úr honum og á hvern hátt.
Hann er meö öörum oröum hin
mesta hamhleypa viö vinnu, jafn-
vel svo aö okkur miölungsmönn-
unum getur fundist þaö
ómennskt, og veröur þó aldrei
annars vart en aö hann vinni verk
sin með fullkominni ró.
Jón Helgason hafði ungur aö
árum aflaö sér mikillar
þekkingar i islenskum fræöum
bæöi um islenska tungu og þróun
hennar og um islenskar bók-
menntir, en ekki hvað sist um
Islensk handrit. Einnig varö hann
snemma mjög vel aö sér I málum
og málsögu Noröurlanda, og
norðurlandamálin talar hann öll
og ritar, jafnt færeysku sem ný-
norsku, en eftir þvi sem ég best
veit hefur hann litiö lagt sig eftir
finnsku og grænlensku, enda er
þar komiö inn i aöra veröld. Viö
sem höfum verið aö bera okkur aö
læra eitthvaö, könnumst flest viö
að sá sjóöur vitneskju og fróö-
leiks sem viö höfum verið aö
safna i hefur veriö gjarn á aö
Einar Laxness:
TengUiður fortíðar og nútíðar
Ég vona, aö engum sé gert
rangt til, þegar Jón Helgason er
kallaður siöasti Hafnar-lslend-
ingurinn, þ.e. I þeim skilningi, aö
hann er slðasti tengiliöur við þá
gömlu fræðaþuli, sem lengi geröu
garöinn frægan á Hafnarslóð, iök-
uðu hin fornu norrænu fræöi, þar
sem Islenzk menningararfleifð
var sá kjarni, sem byggt var á.
Þennan þráð má rekja til 17. ald-
ar, þegar i'slenzk handrit voru
farin aö hafa aödráttarafl fyrir
alla' þá höfunda, sem vildu kryfja
til mergjar fornfræöi Noröur-
landa og stóöu á grundvelli Arn-
grims læröa, en hann hafði opnað
ókunnan heim fyrir norraenum
fornfræöingum.
Af þeim islenzku lærdóms-
mönnum, sem sátu viö rannsókn-
ir I Kaupmannahöfn, koma i
hugann menn eins og Þormóöur
Torfason, Arni Magnússon,
„studiosus antiquitatum” Jón
Ólafsson frá Grunnavik, — ogef
leiöin er stytt og horfiö til 19.
aldar manna: Konráö Gislason,
Jón Sigurðsson og Finnur Jóns-
son, en sá siöast nefndi var kenn-
ari Jóns Helgasonar f Hafnarhá-
skóla; siöan veröur Jón Helgason
sá maöur, er tekur beinlinis við
arfinum og hefur ávaxtaö hann,
svo að þar veröur ekki betur um
vélt. Þaö hefur hann gert með þvi
að afkasta óvenjulegu dagsverki
viö útgáfu óteljandi handrita,
sem krafizt hefur sérstakrar
fræðilegrar hæini viö handrita-
lestur, glöggskyggni og ekki sízt
natni ogþolinmæöi. Aukþesshef-
ur hann samið fjölda greina, fyr-
irlestra, ritgeröa og bóka, sem
mega teljast viö leikmanns hæfi;
má þar nefna hiö ágæta rit hans
„Handritaspjall” (1958), en þar
leiðir hann lesendur inn I þann Is-
lenzka fræöaheim, sem Jón hefur
alið aldur sinn i frá sinum ungu
dögum snemma á þessari öld.
„Þaö féll i hlut minn að hyggja
um sinn
aö handaverkunum þinum,
mér fannst sem ættir þú arfinn
þinn
undir trúnaöi minum”
segir Jón Helgason i kvæöi sfnu
„Til höfundar Hungurvöku”. 1
trúnaöi sinum hefúr hann reynzt
heill og sannur.
Flestir Islendingar, sem komn-
ir eru til vits og ára, þekkja Jón
Helgason sem eitt fremsta is-
lenzktskáld 20. aldar. Sá dómur á
viö hvort sem um er að ræöa
frumsamin ljóö eöa þýöingar er-
lendra kvæöa. Skáldæö hans er
ósvikin og tungutak hans ramm-
islenzkt, enda ber hann meira og
betra skynbragö á orðaforða og
lögmál islenzkrar tungu en nokk-
ur annar núlifandi maöur. Aö lesa
ljóö hans er hugönæmur, lær-
dómsrikur skóli hverjum manni
og hollt veganesti ungum löndum
hans, sem komizt hafa í kynni við
þau á menntabraut sinni. Við
lestur þeirra skynja menn, ekki
siöur en viö aö fletta handritum
fornum, „uppsprettulindir og niö-
andi vötn minnar tungu”, eins og
hann kveður i ljóöperlu sinni „1
Arnasafni”. Eöa hvílfkt samspil
skáldskapar, máls, stils, þjóö-
fræöi, sögu og landafræöi, fært i
búning hins agaða forms meö
„stuölanna þriskiptu grein”,
sem birtist I ljóði Jóns „Aföng-
um”; þar finnst mér einlægt
koma fram hin fullkomnu tök,
sem skáldið hefur á efnivið sin-
um; og þegar hlýtt er á kynngi-
magnaðan lestur höfundar sjálfs
á þessu kvæöi er sem listaverkiö
hefjist I æðra veldi.
„Liðiö er hátt á aðra öld;
enn mun þó reimt á Kili,
þar sem I snjónum bræöra beiö
beisklegur aldurtili;
skuggar lyftast og liða um hjarn
likt eins og mynd á þili;
hleypur svo einn með hærusekk,
hverfur i dimmu gili.”
Svo kveður Jón Helgason x upp-
hafserindi „Áfanga”; og áfram
rekur skáldið sig i hverju erind-
inu á fætur öðru eftir fjölmörgum
kennileitum landsinsogsögunnar^
með því aö bregöa upp heiilandi
og áhrifarikum myndum. Þetta"
ljóö ber þvi einstakt vitni, hversu
Hafnar-lslendingurinn Jón
Helgason hefur geymt fslenzks
þjóöararfs; hann er þjóölegastur
allra, þótt átt hafi heimili sitt á
erlendri grund i meira en sextiu
ár. I skjóli af „aldintré með
þunga og frjóa grein” skilja menn
kannski betur en ella gildi þessa
arfs fyrir litla þjóö á veraldar-
hjara ogjafnframt allan heiminn.
Um langan aldur lá heimili
Jóns og Þórunnar um þjóðbraut
þvera, efsvo má segja, þvi að þar
var jafnan opið hús fyrir íslend-
inga i' Kaupmannahöfn; gesta-
gangur var mikill, og Islenzkir
stúdentar og ferðalangar áttu i
þvi húsi eftirminnilegar ánægju-
stundir. Þegar mig hefur boriö
þar að garöi allt frá unga aldri,
íiafa húsráöendur tekið manni
opnum örmum, svo aö þaö hefur
veriö einna likast þvi' að koma tii
sins heima. Margra fróölegra og
skemmtilegra stunda hefur
maður þvi notiö á heimilinu á
Kjærstrupvej 33 og kynnzt þar
annarri hliö á Jóni Helgasyni en
þeirri, sem snýr út á viö, —
manninum á bak viö fornfræðin
og skáldskapinn, — og þeim
kynnum vildi ég ekki hafa misst
af. Mér eru I minni mörg siö-
kvöld, er ég hef dvalizt á heimili
Jóns, þar sem viö spjölluöum um
heima og geima, en þó framar
öðru forn tiðindi af Hafnarslóö og
þá litrlku persónuleika, sem þar
hafa aliö manninn i timans rás;