Þjóðviljinn - 30.06.1979, Side 9
Laugardagur 30. júnl 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
rýrna, og stundum er sá lærdóm-
ur sem viö ætluBum aö grlpa til
horfinn úr sjóönum, eöa grafinn
undir ýmsu ööru og ekki tiltækur
þegar á þarf aö halda. En hinn
hæsti höfuösmiöur hefur gefiö
Jóni Helgasyni bæöi rúma og
trausta geymslu fyrir þann fróö-
leik sem hann hefur aflaö sér á
lifsleiöinni- i þann sjóö er gott aö
sækja, enda hafa margir notfært
sér það, og sjaldnast komiö aö
tómum kofunum.
Til þess aö gefa mönnum
nokkra hugmynd um störf Jóns
Helgasonar skal ég geta hins
helsta sem hann hefur skrifaö og
gefiö út. Forveri hans, Finnur
prófessor Jónsson, var dugmesti
útgefandi sem haföi starfaö viö
Arnasafn, og munu sennilega fáir
hafa gert ráð fyrir aö eftirmaöur
hans mundi komast honum
framar, en sú varð raunin á.
Fyrsta ritiö sem Jón Helgason
gaf út var Heiöreks saga, sem
kom út 1924 á vegum rauöa
félagsins svokallaöa, og er
kannski vissara aö taka fram aö
nafngiftin var dregin af litnum á
kápunni á ritum félagsins og átti
ekkert skylt viö stjórnmál, en
félagið heitir réttu nafni Samfund
til Udgivelse af gammel nordisk
Litteratur. Fyrir þetta félag gaf
Jón einnig út litla bók, brot úr
Vlga-Glúms sögu og Gisla sögu
Súrssonar, kom út 1956, og
Hákonar sögu ívarssonar, sem
hann gaf út ásamt Jakobi
Benediktssyni 1952. Eitt stærsta
verk sem Jón hefur unnið aö er
Saga Ólafs konungs hins helga,
sem var lokiö 1941, tvö bindi
samtals 1163 blaösiöur. Nú á þaö
ekki saman nema aö nafninu til
þegar talaö er um aö menn gefi út
bækur. Oft er kallaö aö menn gefi
út bækur, þótt þeir geri ekki
annaö en aö sjá um endurprentun
á eldri útgáfu, og aö visu getur
þaö oröiö mikiö verk, ef útgáfan
er endurskoöuö og borin saman
við frumrit. En Saga ólafs
konungs hins helga er þannig
unnin, að textinn er prentaöur
stafrétt eftir aöalhandriti, en
siöan er texti þess borinn saman
viö önnur handrit, sum heil, sum
skert og sum rytjur einar,
samtals á fjóröa tug handrita og
handritabrota, og mismunur
textanna prentaöar neöanmáls,
en I eftirmála eru prentaöir viö-
aukar sumra handrita og gerö
grein fyrir öllum handritum sög-
unnar, ferli þeirra og skyldleika,
eftir þvi sem vitaö veröur. Þegar
ég byrjaöi aö fást viö útgáfur
sem þannig voru unnar, leist mér
svo á, aö útgáfa Jóns á ólafs sögu
helga mundi vera þokkalegt ævi-
starf fyrir meöalmann. Aö visu
vann Jón ekki einn aö þessari út-
Framhald á blaösiöu 12.
af slikum fróöleik er Jón Helga-
son sem að likum lætur hafsjór,
og hann dregur oft upp ógleyman-
legar myndir, rikar af kimni og
skemmtilegheitum i þeim frá-
sagnarstil, sem honum einum er
lagiö. Þegar hlustaö er á Jón
Helgason á góöri stund greina frá
nánum kynnum sinum af islenzk-
um Hafnarvérum.sem eiga rætur
sinar á 19. öld, verður manni enn
ljósara en ella hvilikur tengiliöur
hann er við löngu liðinn tima, svo
að ekki er út i bláinn mælt að
nefna hann siðasta Hafnar-ls-
lendinginn. Fyrir allar þær sam-
verustundir, sem ég og mitt fólk
hefur oröið aönjótandi með Jóni
Helgasyni, og hlýtt viömót, er ég
ævinlega þakklátur.
Á áttræöisafmæli Jóns Helga-
sonar færiéghonum og fjölskyldu
hans einlægar heillaóskir um leiö
og ég þakka honum ómetanleg
kynni og vinskap; — fyrir hitt,
fræðin og ljóðin, þakkar þjóðin
öll, og getur staðfest sannleiks-
gildi hinna hógværu oröa hans i
kvæöinu fyrrnefnda, ,,Til höfund-
ar Hungurvöku”, þar sem hann
yrkir svo:
„Þvi ef til vill gæti ég
eitthvaö séö
sem öörum tekst ekki að finna,
og ef til vill væri mér
eitthvað léð
sem ekki er i vörzlum hinna.”
Einar Laxness.
Bjami Einarssom
Á áttræöisafrnæli
Jóns Helgasonar
I haust eru 63 ár síöan seytján
ára gamall stúdent sigldi til
Kaupmannahafnar til að lesa
norræna málfræöi I háskólanum.
Hann hét Jón og var Helgason.
fæddur að Rauösgili I Hálsasveit
i Borgarfiröi syðra, en haföi und-
anfarin átta ár átt heima i Hafri-
arfiröi. Þar hafði hann stundaö
nám I Flensborgarskóla og siðan i
Menntaskólanum I Reykjavik.
Löngu seinna minntist hann hlý-
lega Islenskukennara sins i
Flensborgarskóla, séra Janusar
Jónssonar, sem fyrstur haföi
skýrt honum skáldskaparmál.
(Tileinkun i ritgerð um fornan
kveöskap Norömanna og íslend-
inga).
Háskóli Islands var þá fárra
ára gamall og þar kenndi merkur
fræöimaöur, Björn M. Olsen, þau
fræöi sem Jón hafðihugá að læra,
en Jón mun þótt ungur væri hafa
haft grun um aö hann myndi eiga
kost á viðtækara námi íHafnar-
háskóla. Auk þess nutu Islenskir
stúdentar þá forréttinda á Garði,
áttu vist húsnæöi eða fjárstyrk
um fjögurra ára skeiö. Jón átti þó.
aldrei vist á Garði.
Þá var Arnasafn til húsa i há-
skólabókasafni viö Fiólstræti og
lengi siöan. Jón átti eftir aö sitja
þar langa ævi, en ekki kom hann
þar inn fyrir dyr fyrsta vetur sinn
i Höfn. Finnur Jónsson var þá
prófessori islenskri tungu og bók-
menntum i Hafnarháskóla og
áttti aö baki langan starfsaldur
sem háskólakennari og útgefandi
fornrita og höfundur bókmennta-
sögu. Hann heftir fljótlega veitt
hinum unga landa sinum athygli,
þvi aö Jón haföi ekki verið nema
eitt ár I Kaupmannahöfn, þegar
Finnur mælir meö honum viö
próf. Oscar A. Johnsen, sem
þangað var kominn frá Noregi til
aö ráögast viö Finn um fyrirhug-
að stórvirki, Utgáfu Ölafs sögu
helga hinnar sérstöku eftir
Snorra. Johnsen vantaði aöstoö-
armann og segist svo frá I for-
mála verksins aö Finnurhafi bent
honum á ungan stúdent, Jón
Helgason, „hvem han gav sin
beste anbefaling for dyktighet og
paiitelighet”. Jón tók þessu boði,
og var hvorttveggja aö þetta var
verkefni aö hans skapi ognokkur
þóknun taörahönd. Svo fór aö Jói
vann aö þessu verki I mörg ár og
var oröinn 42 ára gamall og pró-
fessor fyrir löngu, þegar prentun
lauk 1941. En lokiö haföi hann
sinu verki fyrir löngu þó aö prent-
un drægist. Og er ekki þess aö
dyljast aö þetta stóra og vanda-
sama verk vann Jón einn aö lang-
mestu leyti. 1 formálanum rekur
Johnsen skiptisin viö Jónöll þessi
ár eftir þvi sem verkinu miöaöi
áfram og veitir um leiö yfirlit yfir
lærdómsframa Jóns, þvi aö hann
byrjar á aö titla hann stúdent,
síöan kandidat, þá doktor og loks
prófessor. Alls er útgáfan 1163
blaðsiöur i tveimur þykkum bind-
um og er enn fáanleg hjá Kjeld-
skriftfondet i Ösló.
Jón haföi raunar byrjaö sinn
langa útgefandaferil löngu áöur
en ólafs saga helga kom út. Ariö
1924 var prentuð Hreiöreks saga
(Hervarar saga ok Heiöreks
konungs), og siöan hefur hvert
verkiö rekið annaö, og kom það
nýjasta út fyrir hálfum mánuöi
(Gamall kveðskapur, Hiö isl.
fræöafélag). Veröur sá starfsfer-
ill ekki rakinn i stuttu máli, en á
sjötugsafmæli hans var birt rita-
skrá Jóns og hefur margt bæst viö
siðan, bæöi fornritaútgáfur og rit-
gerðir, og vist er aö hann á 1
fórum sinum margvísleg verk
mislangt á veg komin. Oft hefur
hann af ýmsum ástæðum lagt
verkhálfunnin til hliöar og siöan
tekiö til viö þau aftur aö lokn-
um mörgum öörum verkum.
Snemma á háskólakennaraárupa
sinum tók hann saman norræna
fornbókmenntasögu handa nem-
endum sinum, sem er uppseld
fyrir langa löngu, en hann hefur
ekki fengist til aö leyfa endur-
prentun, og aö likindum af þeim
sökum aö hann hefur taliö sig
þurfa aöendurskoðahanaog ekki
getað séö af tima til þess. En
seinna samdi hann áöur nefnda
ritgerð um fornan kveöskap
Norðmanna og Islendinga fyrir
safnritið Nordisk kultur (1953).
. Sú ritgerð er þvi miöur ekki til á
islensku.
Undirstaöa allra fornbók-
menntarannsókna er traustur
texti. Þetta er mikilvægara en
þorri manna gerir sér grein fyrir.
Jafnvel bókmenntakennara virð-
ist oft skorta skilning á þessu,
eins og sjá má á ýmsum skólaút-
gáfum fornsagna. Engin fornsaga
og ekkert fornkvæði er til i upp-
haflegri mynd sinni, allt hefur
brenglast og aflagast meira og
minna I eftirritum og mörg kvæöi
sjálfsagt þegar I munnlegri
geymd. Verkefni textafræöinnar
er aö rannsaka eftir þvi sem unnt
er feril ogvaröveislu hvers texta
og vinna úr þeirri rannsókn að-
gengilega prentaða útgáfu þar
sem öllu er til skila haldið sem
handrit hafa aö geyma, auk hand-
ritalýsingar og athugunar á af-
stöðu þeirra sin á milli. Fyrir
kemur einatt aö prenta veröur
fleiri en einn texta ritverks og þá
samhliöa ef unnt er, og aö auki
neðanmáls öll lesbrigði annarra
handrita, stórogsmá. Þó aö slik-
ar útgáfur eigiaökoma aö fullum
notum fræöimönnum sem rann-
saka bókmennta- og menning-
arsögu og málfræöi, er ekki þvi að
leyna aö flestum öörum þykja
þær heldur ófýsilegar aflestrar,
einkum vegna stafsetningar, sem
vitanlega veröur eftir þvi sem
unnt er aö vera I samræmi við
handritin. Þess vegna ætti aö
gera meira en gert hefur veriö af
þvi aö nota þessar útgáfur sem
undirstööu undir læsilegar sagna-
og kvæöaútgáfur.
Fyrir mörgum árum barst i tal
milli okkar Jóns að maður nokk-
ur, landi okkar, sem sökum hæfi-
leika og aðstæöna heföi mátt
vænta afverkaá þessusviöi, virt-
ist þvi frábitinn. Þá varð Jóni að
orði: „Undarlegt er aö hann skuli
ekki hafa löngun til aö búa i' hag-
inn fyrir þá sem á eftir koma”.
öll elja Jóns, og hún er mikil, hef-
ur einmitt beinst aö þessu marki.
Hann hefurekki látið sér nægja aö
vinna þau verk sem birst hafa á
prenti undir hans nafni. Allir sem
til þekk ja vita aö hann hefur verið
óniskur á tima sinn viö að leiö-
beina ungum fræöimönnum sem
hjá honum hafa stigið sin fyrstu
spor á þessari braut, lagt þeim
verkefni upp I hendur og siðan
fylgtþeim aö lokamarki. Og ófáir
eru þeir sem til hans hafa komiö
af óörum löndum meö hálf-
köruö verk og beiöst þess aö fá
þau gefin út á hans vegum. Hann
kann að hafa látib suma synjandi
frá sér fara, en þeir mörgu sem
komustundir hans áraburömáttu
heita hólpnir, þvi aö Jón sparaöi
þá enga fyrirhöfn til aö verkin
mættu vera sem best úr garöi
gerð, og á þaö jafnt viö um efni og
efiiismeöferö sem frágang og
prentun. Einu sinni vissi ég til að
Jón kastaöi tölu á þau verk sem
þá stundina var veriðaö vinna að
á hans vegum, og reyndust þau
rúmir fimm tugir.
Það varð hlutskipti Jóns Helga-
sonar þegará æskualdri aö leggja
rækt viðþannarfsem Islendingar
eiga dýrastan auk landsins sjálfs,
tunguna og bókmenntirnar. Aö-
stæður réöu þvi að þetta starf
varð aðeins unniö erlendis. Þeir
Islendingar sem dvalist hafa
langdvölum fjarri fósturjöröinni,
vita að það er fáum tregalaust
hversu vel sem mönnum kann aö
vegna i efnalegu tilliti, aö lifa
lengi gestur meðal framandi
þjóba. En öllu má venjast og
heimþráin lætur ef til vill ekki
mikið á sér bæra hversdagslega.
En á hljóðum einverustundum
hverfur hugurinn heim, og þá
verður sumum ljóð á munni: Jó-
hann Sigurjónsson kveöur Heim-
þrá og Jón Helgason yrkir t vor-
þeynum, en löngu fyrr hafði Jón-
as Hallgrimsson ort Nú andar
suöriö.
Hér skal ekki fjölyrt um skáld-
skap Jóns Helgasonar. Þaö er
ekki mikiö aö vöxtum sem birst
hefur á prenti, en þvibetur þekkt.
Hann heíur aldrei þráö skáld-
nafn, eins og hann segir i' eftir-
mála fyrri ljóöabókar sinnar, og
þvi lagt litla rækt viö þessa gáfu.
„Yrkiegmértilhugarhægöar, en
hvorki mér til lofe né frægðar,”
var einu sinni kveöið.
Það hefur leitt af stööu Jóns
Helgasonar erlendis að hann hef-
ur skrifað meira á dönsku en is-
lensku. Þetta hefur jafnvel orðið
hálfgeröur vani hjá honum, svo
aö hann hefur á siöari árum eftir
aö hann lét af embætti stundum
skrifað á dönskuþær greinar sem
raunar áttuumfram allt erindi til
landa hans. Aöþessu er mikil efitir-
sjá öllum þeim sem kunna aö
meta vel stilaöa Islensku. Still
hans lætur ekki mikið yfir sér,
þar er ekki sóst eftir málskrúöi
eða mergjuðum orðatiltækjum,
en einhvernveginn finnst manni
að hann hafi ævinlega rétt orð á
réttum stað. Málalengingar eru
engar, stutt á milli staðreynda,
en ekki laust viö glettni og oft
þegar minnst varir. Ef ég væri
spurður, hver iþrótt ég héldi að
Jóni væri kærúst, myndi ég hik-
laust svara: að tala og skrifa is-
lensku. Ég myndi vilja bæta við:
islensk tunga er ástriöa hans. I
rauninni hefur tungan verið viö-
fangsefni hans og iþrótt alla ævi.
Þó aö Jóni hafi veriö hlift viö
þvi mestan hluta ævinnar að lesa
islensk dagblöð að staðaldri, er
honum vel ljóst kreppuástand is-
lensks ritmáls um þessar mundir.
Hann skrifaöi um það i Fróni 1945
hve brýn þörf væri á íslenskri
orðabók sem tæki yfir málið frá
upphafi, skýröi torveld orð og
væri „athvarf og nægtabúr þeim
sem vildu vanda mál sitt og heyja
sér oröaforöa. Þar yrðu lika að
vera leiðbeiningar um orð sem
skylt þykir aö varast I sómasam-
legri islensku. Skýringar al-
gengra orða mætti einatt spara,
en hinsvegar þyrfti aö vera
gnægö dæma um notkun oröanna
i margvislegum samböndum, og
framar öllu riflegar tilvisanir til
annarra orða og orðatiltækja
skyldrar merkingar.” Jóntilfærir
siðan sem dæmi, hvers maður
ætti aö veröa visari, ef flett væri
upp á reiðast i sllkri orðabók:
mér sinnast, mér þykir, mér
rennuri skap, þykknar I mér, sig-
ur I mig... Augljóst er aö mikið
vantar á aö orðabók Menningar-
sjóðs fullnægi þessari kröfu, enda
hefði hún þá orðiö aö vera miklu
stærri. Vilji menn forvitnast um
oröalag af ýmsu tagi, þá er 55 ára
gömui tslensk-dönsk oröabók
Blöndals enn þrautalendingin að
viðbættri Danskri orðabók með
islenskum þýðingum frá 1851 eftir
Konráö Gi'slason.
Sjálfur haföi Jón um eitt skeið
nokkurn hug á að setja saman
handbók um islenskt málfar, og
er óbætanlegur skaöi að ekki
skyldi veröa af þvi. Helstu menn-
ingarþjóðir eiga flestar margvis-
legar handbækur af þvi tagi, og
þykja þar sjálfsagöar á boröum
allra þeirra sem fást aö jafnaði
viö aö skrifa á móðurmálinu.
Jón Helgason er löngu orðinn
einskonarþjóösagnapersóna bæöi
hérlendis og i Kaupmannahöfn.
Fyrr á árum, einkum eftir strið,
meöan Árnasafn (siðar Arna-
stofnun) var enn I miðri Kaup-
mannahöfn, bar oft viö að is-
lenskir feröamenn litu inn og
báðu um að fá aö s já handrit. Jóni
og öörum sem þar unnu var satt
aö segja heldur litið um þetta gef-
ið, enda varsafnið vinnustaöur en
ekkisýningarsalur. Þó mun hann
yfirleitt hafa tekið þessum trufl-
unum meö þolinmæði, sýnt bækur
og tekið menn tali, þvi aö jafnan
hefur honum leikið forvitni á aö
heyra tungutak landa sinna. En
ekkier þviaö leyna aö hann hefur
ekki altént veriö aldæla og þá átt
til aö gera fólki bilt við meö gam-
ansömum uppátækjum og ýkjum.
Fræg er „ritvél Arna Magnússon-
ar”, heljarmikiö ritvélarskrifli,
liklega frá fyrstu árum aldarinn-
ar, sem lengi stóö á boröi hans i
Árnasafni.
Nú er Arnastofnun komin i nýtt
húsnæði Hafnarháskóla úti á
Amakri, er þar viö Njálsgötu i þvi
hverfi sem heitir Islandsbryggja.
Jón situr þar enn hvern virkan
dag og iðkar hin fornu fræði. En
hér heima er hann nú staddur á
afmælisdaginn i hópi
vandamanna og vina. Þá afmæl-
isósk á ég besta honum til handa
að hann megi enn njóta marara
góöra vinnudaga. B.E.