Þjóðviljinn - 04.07.1979, Síða 9
Miðvikudagur 4. júli 1979 ÞJÓÐVILJJNN — StÐA 9
9 9
Ossur
Skarphéöins-
son ritar
fréttaskýringu
Það hefur verið ærið forvitni-
legt aö fylgjast með skrifum
Morgunblaðsins um oliumálin
siöustu vikur. A sama tima og
oliuvandinn er að kollsigla helstu
atvinnuvegi landsins þá er
Morgunblaöið ekki ábyrgara i
máli sinu en svo, að það lætur
liggja að þvi að lausn fáist með
þvi einu að Svavar Gestsson fljúgi
austur á bakka Volgufljóts og
rabbi þar við ráðamenn sovéska.
Svavar baö um
viðrœður
Sannleikurinn er auðvitað sá,
aö málið er miklu flóknara og
erfiðara viðfangs en svo, aö per-
sónuleg skirskotun Svavars
Gestssonar höggvi á rætur þess
vanda, sem heil þjóð á við að
glima.
A hinn bóginn skulu menn hafa i
huga, að það er nokkur timi liðinn
síöan viðskiptaráðherra fór fyrir
hönd rikisstjórnarinnar þess á
leit við sovéska ráðamenn, að
fyrirhuguðum viðræðum um við-
skipti landanna, yrði flýtt einsog
kostur væri.
t þeim viðræðum hugðist
Svavar leggja alla áherslu á
breytta verðviðmiöun i oliukaup-
um okkar frá gerskum.
Eftir skrif fjölmiðla ætti öllum
að vera ljósar lyktir málsins.
Sovétmenn neituðu viöræðum.
Þeir hafa einfaldlega ekki áhuga
á þvi að ræða viö Svavar Gestsson
né aðra meðlimi islensku rikis-
stjórnarinnar um breytt oliukaup
að sinni.
Þrátt fyrir að viðskiptaráð-
herra hafi farið fram á viö-
ræöurnar viö Sovétmenn og þeir
neitað, skrifar Morgunblaöið I si-
fellu, að Svavar Gestsson þori
ekki að styggja Rússa og sæmir
hann einkunnum á borð við
„trúnaðarmaður Sovétrikjanna á
tslandi”.
Rutl á Morgunblaðinu
Eftir að rikisstjórnin fór þá lýö-
ræðislegu leið að hafa stjórnar-
andstööuna með i ráðum við
lausn oliuvandans skrifar
Morgunblaðið ekki öðruvisi en
þannig að allt frumkvæði að þeim
bjargráöum, sem rikisstjórnin
hefur gripið til, sé undan Sjálf-
stæðisrifjum runnið.
Norsku ráöherrarnir Knut Frydenlund og Eyvind Bolle áttu ásamt fleiri Norðmönnum viðræður við íslendinga um sföustu heigi. tJtúr þvi kom
meðal annars norskt tilboð um oliusölu á mun hærra veröi en Kotterdamprisar Sovétmanna. Hvaða nafngiftir ætii Morgunblaðið velji Norö-
mönnum af þvi tilefni? (Ljósm. G.E.)
Morgunblaðið
og olíumálin
Engin málefnaleg umrœöa —
rógur um einstaka ráðherra
Það er hið eina sem blaðið hef-
ur til málanna að leggja I verstu
orkukreppu sem tslendingar hafa
hratað i. Þannig segir blaðið I
leiðara á sunnudag, að „bersýni-
legt var, að rikisstjórnin gat ekki
áttað sig á, hvaða tökum hún ætti
að taka þetta vandamál. Formað-
ur Sjálfstæðisflokksins kom henni
til aðstoðar...”
„Geir má halda það sem hann
vill”.
Ólafur hló...
Þegar Þjóðviljinn bar þetta
undir Ólaf Jóhaðnesson i fyrra-
dag, hló hann einungis góðlátlega
og sagði: „Geir má sosem halda
það ef hann vill”.
Jafnframt lét Ólafur þess getið,
aö rikisstjórnin hefði lagt drög að
lausn vandans mörgum vikum
áður en Geir Hallgrimssyni datt
það ráð i hug að skrifa henni
bréf...
Eigi að siður ber maðurinn með
alvarlegu augun þau ósannindi á
borö fyrir lesendur Morgunblaðs-
ins á sunnudaginn var, aö hvorki
Svavar Gestsson né rikisstjórnin
hafi hreyft breyttri verðviömiðun
i oliukaupum frá Rússum og
klykkir út með þvi að kalla þetta
„alveg ótrúlegt aðgerðarleysi” af
hálfu viðskiptaráðherra.
Ótrúlegt
aðgerðarleysi?!
Hiö ótrúlega aðgerðarleysi felst
sennilega i þvi að
— Svavar Gestsson hefur átt
fjölmarga fundi með sovéska
sendiherranum og verslunarfull-
trúa hans um oliumálin.
— að á þessum fundum hefur
Svavar þráfalt Itrekað óskir
rikisstjórnarinnar um viðskipta-
einungis
viðræður með megináherslu á
oliumálunum.
— að hann beitti sér fyrir skip-
an sérstakrar nefndar um oliu-
málin, sem átti að kanna til hlitar
öll oliuviöskipti Islands, nefndar
sem hefur unnið ótrúlega mikið
starf á ótrúlega skömmum tima.
En kannski felst hið ótrúlega
aögerðarleysi helst i þvi, að
Svavar Gestsson hefur ekki bol-
magn til að knýja rússneska
björninn til eins eöa neins, fremur
en aörir.
Geir Hallgrimsson er drjúgur yfir
sjálfum sér I viðtali við Morgun-
blaðið sl. sunnudag og segist þar
vera „ánægður með viðbrögð
rikisstjórnarinnar við bréfi
minu”.
Norska olían
Ein af áviröingum rikisstjórn-
arinnar er að dómi Morgunblaðs-
ins sú staöreynd, að hún hefur
ekki keypt oliu frá Norðmönnum.
Af þvi tilefni hefur blaðið slegið
upp stórum tölum, sem sýna
sparnaðinn, sem Islendingar
hefðu unnið við að kaupa oliur frá
Noregi.
Þetta gerir blaðið blygðunar-
laust þrátt fyrir
— að Bjartmar Gjerde orku-
málaráðherra Noregs hafi upp-
lýst, mas. i viðtali við Mbl., aö
tslendingar hefðu ekki getað
keypt oliu frá Norðmönnum fyrr
en 1980-1981.
— að oliukaup þaðan eru háð
þvi, að oliuvinnsla á risaborpall-
inum Statfjord beri góöan árang-
ur. Hann er hins vegar ekki að
fullu kominn i gang, eins og Mbl.
hefur sjálft greint frá.
— að oliusala frá Noregi sé aö
mestu leyti I höndum alþjóölegra
oliufélaga. En þau hin sömu oliu-
félög hafa ekki getað útvegað
okkur oliubirgðir á Rotterdam-
prisum, hvað þá á lægra verði
eins og forstjórar allra oliufélag-
anna á tslandi hafa staðfest.
Hvað kallar Mbl.
Norðmenn?
t viðræöunum við Norömenn
um siðustu helgi, þar sem þeir
vildu ekki viðurkenna rétt okkar
til auðlinda á Jan Mayen-hryggn-
um, var borin fram ósk um kaup
á 40 þús. tonnum af svartoliu frá
Noregi.
1 gær varð ljóst, að svar hafði
borist i formi tilboðs til Oliuversl-
unar tslands. Tonnið af oliu i
sambærilegum gæöaflokki við
sovésku oliuna átti að kosta okkur
200 dollara.
Sama olia kostaði okkur i vik-
unni 142 dollara frá Sovétrlkjun-
um. Fyrir það kallaði Morgun-
blaöið sovétmenn arðræningja,
okurkarla, braskara og hörmang-
ara.
Hvaða nafngift ætlar nú
Morgunblaðið að velja frændum
okkar Norðmönnum?
ÖS
Aðalfundur Þörungavinnslunnar
Hagur vænkast
Þann 30. júni 1979 var aðal-
fundur Þörungavinnslunnar h.f.
haldinn i Félagsheimili Reyk-
hólahrepps að Reykhólum. Fund-
inn sátu um 70 manns, hluthafar,
starfslið fyrirtækisins og gestir.
Hlutafé fyrirtækisins er nú 120
millj. kr„ en hluthafar eru 170.
Rikissjóður er eigandi aö 75%
hlutafjár, en sveitarfélög, fyrir-
tæki og einstaklingar eiga 25%
hlutafjár.
Sýnt er nú að full tök hafa náðst
á öflun hráefnisins og aö þau tæki,
sem upphaflega voru keypt til
þess verks, geta skilað þvi magni
af hráefni, sem verksmiðjan get-
ur unniö úr. Nú streyma að með-
altali 35-36 1/sek. af 112-114 gráö-
ur C heitu vatni og er þar nægur
varmi til að gefa þau þurrkaf-
köst, sem réiknað hafði verið
með. Arið 1978 var aflað nærri 12
þús. tonna af blautu þangi og
afurðirnar urðu 3000 tonn af
þangmjöli, sem að mestu var selt
samkvæmt samningi til Alginate
Industries Ltd. i Skotlandi.
Staðið undir vöxtum
Samkvæmt reikningum fyrir-
tækisins urðu rekstrartekjur á
siðastliðnu ári 292 millj. kr„ en
þar af voru tekjur af útflutningi
280 millj. kr. Restrargjöld voru
239 millj. kr„ og framlegð til
vaxta og afskrifta þannig 53 millj.
kr„ en áriö 1977 varö beint rekstr-
artap 48 millj. kr. Vextir og verð-
bótahækkanir af lánum nema 95
millj. kr. og afskriftir eru reikn-
aðar 90 millj. kr„ þannig að
reikningslegur halli er 134 millj.
kr. Þess má geta að inni I rekstr-
argjöldum felast verulegar end-
urbætur á framleiðslutækjum.
Með þessu hefur rekstrarstöðu
fyrirtækisins veriö snúið við, svo
að fyrirsjáanlega verður hægt aö
hefja endurgreiðslu lána og vaxta
af þeim. Stefnt er að þvi að á yfir-
standandi ári skili reksturinn
framlegð sem nægir fyrir vaxta-
greiðslum og 1981 verði unnt að
greiða vexti og afborganir meö
•fullum þunga.
A fundinum kom fram að um
þessar mundir eru nokkrir erfið-
leikar á mörkuðum fyrir þör-
ungaafurðir, m.a. vegna tilkomu
nýrra framleiðenda á þörungum
sem hráefni til alginatvinnslu.
Meðal annars hafa Norömenn
orðiö að draga úr framleiöslu
sinni á þangmjöli á þessu ári. Hag
Framhald á blaösiðu 14.
Þörungavinnsian að Reykhólum er komin á traustan grundvöll.