Þjóðviljinn - 08.07.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.07.1979, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. júli 1979 UOmiUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóöfrelsis t tgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir L'msjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson Rlaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson. íþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: SigríÖur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ólafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir SigurÖsson. Afgreiösla:Guömundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristln Pét- ursdóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna SigurÖardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavlk, slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Að minnast Snorra Átta hundruð ára afmælis Snorra Sturlusonar er minnst með ýmsum hætti: við fáum hátíðarútgáfu af4 Heimskringlu, Halldór Laxness hefur haldið merka Snorraræðu, nú er opin í Bogasal Þjóðminjasafnsins Snorrasýning á vegum ríkisstjórnarinnar. í sýningar- skrá segir Kristján Eldjárn, forseti (slands, meðal ann- ars: • „Arf leifð Snorra Sturlusonar til vor er bókmenntir: edda og saga. Sú arf leifð hef ur ekki tvistrast og glatast eins og hin efnislegu gæði, heldur þvert á móti haldið gildi sinu fullu og vaxandi og borið fagran ávöxt með þjóð vorri og víða um lönd. Hún hef ur lifað með kynslóð- unum og lifir enn, um hana hefur gróið og grær enn, í fjölda bóka skrifaðra og prentaðra, verkum lærdóms- manna, skálda og hverskonar listamanna. Á slíku mun enginn endir verða, þvi að arf leifð Snorra er með sanni einn sá brunnur lifandi vatns sem ekki þrýtur hversu mjög og lengi sem af er ausið." • Erf itt mun reynast að bæta við, eða orða með nýjum hættiþaðsem Kristján Eldjárnog Halldór Laxness hafa í tilefni af mælisins sagtog skrifað um þýðingu þess arfs, sem Snorri Sturluson er einn ágætastur f ulltrúi fyrir. En menn geta, hver með sínum hættijagt áherslu á þýðingu þessarar arf leifðar f yrir það fólk sem nú er ofar moldu. I vetur leið notaði Morgunblaðið til dæmis tækifærið til að dást að auðlegð Snorra og viðra hugmyndir um auð- valdiðsem bakhjarl lista. Alþýðubandalagið í Reykjavík ætlar aftur á móti að ef na til ferðalags um Snorraslóðir í Borgarf irði nú í lok mánaðarins. Slík pílagrímsför er vel til fundin og réttmæt staðfesting á mikilvægi íslensks menningararfs í hugarheimi og starfi íslenskra vinstri- sinna. Það er því afar mikilvægt að við sameinumst um að gera þessa ferð sem allra skemmtilegasta og glæsi- legasta. Nicaragua • Þegar þessar linur eru skrifaðar fer hátt orðrómur um að Somoza, einræðisherra í Nicaragua, sé að flýja land, og vitað er að samsektarmenn hans um blóðugt stjórnarfar í þessu Mið-Ameríkuríki reyna hver sem betur getur að komast úr landi og til Bandaríkjanna. • Það er ekki nema eðlilegt; áratugum saman hafa Bandaríkin staðið að baki Somozaf jölskyldunni, sem rekið hef ur Nicaragua eins og sitt einkafyrirtæki. Þaðan hefur Somoza fengið efnahagsaðstoð, þar hafa liðsfor- ingjar hans verið þjálfaðir, þaðan hefur hann fengið vopn. Eftir því sem Sandinistum og öðrum stjórnarand- stæðingum hef ur vaxið f iskur um hrygg, hafa Bandarík- in reynt að taka sér stöðu úr nokkurri f jarlægð og nú síð- ast lýsir Vance utanríkisráðherra því yfir, að Somoza skuli fara f rá og þjóðleg sáttastjórn taka við. En um leið vilja Bandaríkjamenn koma því svo fyrir, að herlið frá Samtökum Ameríkuríkja verði látið annast svonefndar sættir. Eins og fyrri dæmi sanna (m.a. frá Dómín- kanska lýðveldinu 1965) þýðir þetta f raun, að þótt Bandaríkin vilji losna við jafn illræmdan einræðisherra og Somoza, þá hafa þau enn meiri áhuga á að koma í veg fyrir að þjóðfrelsishreyf ing Sandinista fái að njóta dýr- keypts sigurs og byrja á þeim gagngeru þjóðfélags- breytingum sem veruleikinn hefur sett á dagskrá. • Nicaragua er og hefur verið sígilt dæmi um fram- göngu bandarískrar heimsvaldastefnu í Rómönsku Ameríku. Margháttaður stuðningur við herforing jaklíku eða einræðisherra hefur verið réttlættur með því, að þannig mætti halda byltingaröflum í skefjum -- og tryggja hagsmuni bandarískra auðhringa um leið. Þegar svo einræðisherrann hef ur gengið sér til húðar er reynt að losna við hann — en koma málum um leið svo f yrir að ekkert breytist sem máli skiptir. Sem betur fer eru engar líkur á því að alþýða Nicaragua láti hið banda- ríska dæmi ganga upp. * úr aimanakínu Burtséö frá oliumál- inu eru tvö mál um þessar mundir öörum fremur f brenni- deplinum hér á landi. Her- stöövarmáliö, sem næsta hljótt hefur veriö um i tfö núverandi miö-vinstristjórnar er allt f einu komiö i hámæii út af þvi kyn- lega tiltæki utanrikisráöherra aö veita bandarfskum hermönn- um á Keflavikurflugvelli full- komiö feröafrelsi um landiö jafnt tslendingum sjálfum, og þaö án þess aö bera þaö undir samráöherra sína. Aöur var Jan Mayen, einn sá staöur i ger- völlum heimi sem þorri tslend- inga til þessa hefur haft hvaö minnstan áhuga á, kominn á hvers manns varir út af deilunni viö Norömenn um loönuna þar i grennd. Auk þess er ekki grun- laust aö olia kunni aö leynast undir hafsbotninum I grennd viö ey þessa. Segja má aö tslendingar hafi til þessa veriö furöu kæruiausir um þau þurrlendissvæði, sem eru næst þeim i norðurátt, en til þess má vitaskuld finna eöli- legar ástæður. Síðustu áratug- menn hefðu fengið það í höfuðið aö endurreisa nýlenduveldi Hákonar gamla, eða eitthvaö i þá áttina. Land Eiríks rauða 1925 innlimuðu Norömenn Svalbaröa, en þaö er nú sök sér, þvi aö til þeirra eyja hafa þeir tvimælalaust meiri rétt en aðrar þjóöir. Verst var að vegna slettirekuskapar stórveldanna fengu þeir ekki yfirráðarétt sinn þar viðurkenndan nema meö afarkostum, sem nú valda þeim ýmsum óþægindum i samskipt- unum viö Sovétmenn. Nokkuð öðru máli hlýtur að gegna um Jan Mayen, af framangreindum ástæöum. Svo mikið fjör var i norsku „heimsvaldastefnunni” um þessar mundir að 1931 helg- uðu norskir leiöangursmenn Noregi allmikil svæði á Austur- Grænlandi. Norska stjórnin (Bændaflokkurinn, eins og Mið- flokkurinn núverandi þá hét, var þá við völd) samþykkti þetta og var einn hluti nýlendu þessarar kallaöur eftir Eirlki rauða. Danir stukku auðvitaö Herinn burt — til Jan Mayen ina hefur athyglin fyrst og fremst beinst að þvi aö færa fiskveiðilögsöguna út i eðlilega stærö, enda þar veriö um að ræöa spurninguna um þaö, hvort íslendingar hefðu mögu- leika á að vera áfram til sem sérstök þjóð. En nú hefur sá slagur unnist og þvi timi til kominn aö gefa gaum ýmsum atriðum, sem til þessa hafa litt komist aö i hugarheimi lands- manna. Heimsveldisf lipp Norð- manna Um Jan Mayen er það fyrst og siöast að segja að engin ástæða er til þess fyrir Islendinga aö viðurkenna yfirráð Norðmanna á eyju þessari. Jan Mayen ligg- ur öllu nær Islandi en Noregi (um 550kilómetra norðaustur af Langanesi) og miðað við lands- lag á sjávarbotninum er hún einnig tengdari Islandi en Noregi. Og þaö væri lika mikill misskilningur að halda að yfir- ráð Norömanna á eyjarkorni þessu (sem er 372 ferkílómetrar aö stærð og 53 kilómetrar á lengd) byggðust á einhverju sem hægt væri aö kalla sögulega hefð. Það var ekki fyrr en 1929, sem þeir helguöu sér eyna og er ekki til þess vitað aö þeir hafi fyrst séð ástæðu til þess að bera það mál undir Islendinga, sem þó voru þá orðnir sjálfstæöir. Það var raunar ekki laust við að nokkurt heimsveldisflipp væri á Norömönnum árin milli heimsstyrjaldanna. Þeir voru fyrir skömmu lausir úr brösóttu rlkjasambandi við Svia og má svo að oröi kveða að þá fyrst hafi þeir náö fullu sjálfstæði eftir aö hafa i yfir fimm aldir þjónað undir erlenda valdhafa. I efnahagslifinu var mikill upp- gangur og iðnvæðing, útgerðar- menn kaupskipaflotans, sem . Nordahl Grieg og Johan Falk berget lýsa i Heiður vor og vald og Bör Börssop, höfðu rakaö saman óhemju striðsgróða I fyrri heimsstyrjöld. Þaö var engu Hkara en norskir ráöa- upp á nef sér og klöguðu fyrir Alþjóðadómstólnum I Haag, sem dæmdi þeim i vil, þótt segja megi meö sanni að réttur Dana til Grænlands sé enn minni en Norðmanna. Ofan á þetta eign- uöu Norömenn sér á þessum árum heilmikii jöklaflæmi á Suðurskautslandinu og kenndu viö drottningar sinar og prinsessur. Beggja þjóða vandi Veiðihagsmunir, einkum viö- vlkjandi hvölum og selum, munu hafa átt einhvern þátt I þessu auk heldur siöbúins metnaöar i þá átt að verða ný- lenduveldi. Hér er ekki veriö að leggja til að íslendingar krefjist þess endilega að þeir fái full yfirráð á Jan Mayen, þótt ekki sé rétt að útiloka þann möguleika. En lág- mark er aö Islendingar hafi þar yfirráö og umsjón að minnsta kosti til jafns við Norðmenn. Spurningin er hvort sjálf eyjan Jan Mayen geti ekki oröið bræðraþjóðum þeim báðum, sem hér um ræðir, að nokkru gagni. Og þá er aftur komið að herstöðvamálinu. Þar er um vanda beggja þjóða að ræða, þvl að heföu tslend- ingar ekki tekið við bandarísk- um her i land sitt, er liklegast að Norömenn hefðu orðið aö veita honum viötöku, og svoleiðis vilja þeir umfram flest annað foröast. En hvernig væri þá að jafna þetta mál með þvi að flytja margumrædda herstöð frá Miðnesheiöi og noröur á Jan Mayen? Suðurhluti eyjarinnar er heldur láglendur, hraun og móberg. Þar ætti þvl aö vera möguleiki á að koma fyrir flug- velli, ásamt með svipuöum mannvirkjum og herinn hefur á Keflavikurflugvelli. Hagkvæmt fyrir Nató Með þessu myndu tslendingar losna við viðkvæmt innanlands- deilumál, sem að öðrum kosti verður ekki séð fyrir endann á, svo aö ekki sé minnst á alla þá spillingu og leiðindi, sem alltaf fylgja herstöðvum, ég tala nú ekki um ef þær eru erlendar. Þetta myndi lika draga stórum úr llkunum á þvi að tslendingar yrðu þurrkaðir út i næstu heimsstyrjöld, sem þeir að öðrum kosti geta verið nokkuö vissir um. Og lega Jan Mayen á hafsvæðinu milli Grænlands og Noregs er þannig aö herstöö þar ætti frá sjónar- miöi Nató að geta komið að svipuðu — eöa jafnvel meira — gagni en stöð á Miðnes- heiði. Meö þessu móti myndi „framlina hins frjálsa heims” (orðalag nýviðtekins yfirmanns á Kefla vikurflugvelli) færast fram og nær óvininum, svo að hernaðarlega séð ætti þetta beinllnis að vera hagkvæmt fyrir Nató, ekki sist þar sem svo er aö heyra að Sovétmenn hygg- ist á næstunni kalla kjarnorku- kafbátaflota sinn, væddan eld- flaugum er draga næstum hvert á land sem er á noröurhelmingi hnattarins, i skjól undir Ishettu Noröurheimskautsvæðisins. Og þótt litil sé, hefur Jan Mayen engu siður en tsland þann ómetanlega kost frá Nató- sjónarmiöi að geta verið „ósökkvanlegt flugvélamóöur- skip ef I þaö færi. Og frá al- mennu mannúðarsjónarmiði hefur smáeyja þessi þann ómetanlega kost aö vera óbyggö. Sovétmenn yröu líklega æfir Vitaskuld yrðu samt sem áður margir óhressir, ef eitthvað yrði farið að gera i þessu máli. tslenskir herstöðvasinnar hugsa þessi mál yfirhöfuð ekki og vilja engar umræður um þau, hvað þá nokkrar breyt- ingar. Bandarikjamenn og Norðmenn vilja auðvitað óbreytt ástand lika, þaö er af ýmsum ástæðum þægilegast fyrir þá og þeim yrði engin skotaskuld úr þvi aö finna upp ótal ástæður — sannar og ósannar fyrir þvi aö óhagstætt væri aö hafa herstöð á Jan. Mayen. Og Sovétmenn yröu lik- lega æfir. Þeir myndu trúlega sjá I þessu vélabrögð Nató, til þess gerð aö komast I betra færi viö Kólaskaga og kafbátaflot- ann I Noröur-tshafi. Þá er það spurningin hvort tslendingar þurfa endilega að halda áfram uppteknum hætti um að beygja sig fyrir kröfum og hagsmunum annarra rikja, þegar um hern- aðar- og öryggismál er aö ræða. —áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.