Þjóðviljinn - 08.07.1979, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 08.07.1979, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. júli 1979 London Michael Pennington sem Berowne I „Love’s Labour’s Lost”. Það er skrýtin tilfinning að leggja upp í f lugferð án þess að f innast maður vera að f ara i f rí. Þegar ég lagði upp í þessa ferð hafði ég ekki aðeins hæfilegar áhyggjur af því að flug- vélin kæmist á leiðarenda, heldur var hugurinn einnig bundinn við hina flug- ferðina, — sem sagt frum- sýningu á leikverkinu ,,Flugleik“, sem við ætluð- um að sýna á 17. júni í stór- borginni.. Síðustu dagar fyrir ferðina voru bæði langir og strangir eins og gjarnan þegar frumsýning nálgast, auk alls um- stangsins vegna ferðar- innar. Ég var líka svo utan við mig þegar farið var upp í f lugvélina að ég týndi brottfararspjaldinu. Þessir þankar viku þó allir á leiðinni i áköfum viðræðum við sessunaut minn, sem reyndist vera bandariskur geðlæknir og hafði frá mörgu að segja af starfi sinu með fyrrverandi hermönn- um ;i Vietnam. Hann benti mér eindregið á að sjá kvikmyndina „Coming home” þegar ég kæmi til London, sem fjallaði einmitt um þá hlið Vietnamsstriðsins sem snjr að bandarisku hermönn- unum þegar heim kemur. Og ég átti ekki eftir aö sjá eftir að hafa tekiö þessari ábendingu. t London var tekið á móti okkur af þeim framámönnum tslendingafélagsins sem höföu veg og vanda af komu okkar og tilstandi. Er skemmst að segja að allar viötökur og fyrirgreiösla þessara landa okkar voru til slikrar fyrirmyndar, að lengi verður i minnum haft. t London var hafður stuttur stans og eld- snemma morguns þann 14. júni lagt upp i lest til Cardiff i Wales. Aður var búið aö pakka öllum pjönkum og leikmunum i bil sem ók öllu saman rakleitt I gegnum landiö að Leiklistarmiöstöðinni I Cardiff. Bilstjórinn var Inga Bjarnason, en hún og Nigel Watson sem bæði vinna við leik- listarmiðstöðina, stóðu fyrir komu okkar þangað. Þar áttum við sem sagt að hafa forsýningu þann 15. júni áöur en aftur yrði haldið til London. Okkur var komið fyrir hjá ýmsu góðu fólki i Cardiff, en mikið starf var fyrir höndum er þangaö kom eftir langa ferð i lestinni. Forsýning Leikhúsið var ákaflega skemmtilegt og fengum við ómetanlega hjálp við að koma sviðinu og hljómkerfinu upp. Ýmsir leikhópar hafa aðsetur i leikhúsinu og fengum við mikla hjálp frá þeim, m.a. lánuöu þeir okkur ævintýralega gott hljóm- blöndunartæki sem skilaði rödd- um okkar á silfurfati fram til áheyrenda. Við vorum satt að segja dálitið kviðin fyrir þessari sýningu, þar sem nær allir áhorfendur yröu enskumælandi en sá ótti reyndist ástæðulaus. Reyndar höföum viö hleypt áhöfninni á Greenpeace Warrior inn á æfingu fcjá okkur heima og fengiö þar svolitla þjálfun I að leika fyrir áhorfendur sem ekki skildu islensku. 1 snatri var ræða, sem flutt er af bandi i sýningunni, þýdd yfir á ensku og las Nigel Watson hana yfir islenskuna með miklum tilþrif- um. Sýningin gekk miklu betur en töldum alvarlegasta dæmið um óþrif og skit Englend- inga. Reyndar var baðaðstaðan mitt helsta áhyggjuefni i Cardiff, þvi við Guðlaug Maria, sem bjuggum saman i stóru rúmi hjá elskulegum barþjóni leikhússins (þ.e. hann vék úr rúminu) höfðum verið svo merkilegar að neita baðaðstöðunni þar heima, þar sem aivarlegur grunur lék á að risastór hundur húseigandans, sem bjó niðri hefði aðallega aðgang að baðkarinu. Höfðum við haft af þessu ýmsar njósnir og var grunurinn staðfestur er við fundum flösku af hundasjampó i baðkersbrúninni. — En þetta var útúrdúr. þvers og kruss með ræðum og lófataki. Næsti áfangastaður var boð i sendiráðinu og þegar við vorum búin að þvo af okkur málninguna var gengið frá svið- inu, pakkað niður og húsið sópað hátt og lágt. Þá var að setja á sig nýja málningu og fara i spari- fötin, þvi nú var friið loks að byrja. Ég var svo heppin að lenda hjá Jóninu, þegar fariö var að skipta liöi og koma okkur i hús eftir sendiráðsboðiö, þar sem maður hitti fjölda kunningja, gamla og nýja. Jónina hélt leikhópnum boð um kvöldið, en fyrsta kvöldið i Londin hafði dr. Valgarður Egils- son og Katrin Fjelsted boðið öll- Kvikmynd um stríð og afleiðingar Kvikmyndin „Coming Home”, margverðlaunuð fyrir leik og handrit, birtir kannski ekki nýjan sannleik um Vietnam fyrir þá sem geröu upp hug sinn i þeim efnum fyrir löngu. Hún minnir þó óhugnanlega á aö slikt strið skilur viða eftir ör. Myndin er einföld og auðskilin en spennandi og hæfi- lega rómantisk, og mjög áhrifa- rik. Hún segir frá hinum eilífa þrihyrningi, — eiginkonan maðurinn i striðinu lamaði her- maöurinn, — öll fórnardýr striðs- Hópurinn á Lundúnaflugvclli: Sigurjón, Guölaug Maria, Guörún, Erlingur, Kristinn, Brynja, Þórunn, Lilja, Valgarður og Geir óttar a myndina vantar Karl Sighvatsson og Hjördlsi sem komu seinna. bjartsýnustu menn þorðu að vona og fengum viö mjög upplifgandi og hlýjar móttökur áhorfenda. Þegar okkar sýningu var lokiö fluttum viö okkur yfir i annan sal þar sem annar leikhópur var á ferð með leikverk af öðrum ætt- um. Sýning sú samanstóö aö mestu af hreyfingum, sérkenni- legri ljósanotkun og frumstæöum hljóðum og var flutt af háskóla- leikhópi. Leikararnir voru út- ataðir i mold og drullu og kom nú loks skýring á drulluklessum I sturtuklefa leikhússins, sem við norrænar hreinlætisgyðjur Harold Pinter Cardiff var kvödd að morgni, öllu pakkað og haldið til London eftir skemmtilega daga og næsti áfangastaður var leikhúsið i Ealing Broadway i London. Svo heppilega vildi til að leikhúsið, sem er stórt, gamalt safnaðar- heimili, var við hlið bústaðar læknanna dr. Helga Valdimars- sonar og Guðrúnar Agnarsdóttur og fengu þau heldur betur yfir sig skellinn þegar við birtumst. Þurfti þegar i stað að ganga I ýmsar reddingar, þvi ekki var gerlegt aö taka öll nauðsynleg hljómtæki með i ferðina. Siðan var æft fram á nótt þann 16. og öllum holað niður á staðnum. Leikararnir inni i húsi hjá Helga og Guðrúnu en útpiskaðir aðrir aðstandendur, sem hvort eð var voru búnir að missa röddina, sváfu i leikhúsinu. Þjóðhátiðardagurinn rann upp bjartur og fagur og strax fyrir hádegi fóru Islendingarnir aö tin- ast að. Jónina ólafsdóttir, leik- kona og formaður tslendinga- félagsins, setti hátiðina úti á túni með miklum skörungsskap. Fluttar voru ræður og sungin ættjarðarlög og loks snæddur hádegisverður allt úti undir beru lofti. Hátiðarhöldin, sem voru geysilega fjölsótt, enduðu svo með sýningu okkar inni f leikhús- inu. Allt gekk þar að óskum, sýningin fékk ljómandi viðtökur og i lokin þökkuðu menn fyrir sig um hópnum heim, og hýstu þau lika stóran hluta hópsins. Nú var kominn timi til að huga að leiklistinni i London og þar sem ég hafði ekki marga daga til stefnu ákvað ég að reyna strax að fá miða. Fyrir valinu urðu sýningar á „Lady from the sea”, „Love’s Labour’s Lost” og „Betrayal”, auk þess sem ég sá kvikmyndina „Coming home” og leiksýningu i kráarleikhúsi sem nefndist „An evening of Chekhov”. Skal nú skýrt frá þessum viðburðum i fáum orðum hverjum og einum. Penelope Wilton ieikur Emmu i Betrayal." ins. Eiginkonan, leikin af Jane Fonda, og lamaði hermaðurinn, leikinn af Jon Voight, lenda i ástarsambandi á meðan eigin- maðurinn, leikinn af Bruce Dern, flýgur orustuvél i Vietnam. Lengi vel heldur maöur aö samúð leik- stjórans sé fyrst og fremst hjá parinu fyrrnefnda, ekki sist eftir aö CIA gefur heimkomnum eigin- manninum skýrslu um framhjá- hald eiginkonunnar. Endir myndarinnar kemur manni þvi gersamlega i opna skjöldu. Myndin er að flestu leyti mjög vel gerð, leikstjórn Hal Ashby og persónusköpun frábær, þótt ef til vill hefði mátt fá meira út úr hlut- verki Bruce Dern, sem þó er langerfiðasta hlutverk myndar- innar. Astarsenan á milii eigin- konunnar og lamaða hermanns- ins var frábærlega vel gerð og lik- legri til að gera meira fyrir bæklað fólk á þessu sviöi en lyf og læknar megna. Ef eitthvað ætti að finna að myndinn fannst mér tón- listin ofnotuð, en þaö er liklega frekar einkenni um almenna hljóðmengun stórþjóða en smekkleysi leikstjórans. Aö elska sjó Næst á dagskrá var rómuð sýning á verki Ibsens „The Lady from the sea” með Vanessu Redgrave i aðalhlutverki. Þessi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.