Þjóðviljinn - 08.07.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.07.1979, Blaðsíða 5
Sunnudagur 8. júll 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5 og Baez í hár út af Víetnam Fonda saman Tvær frægar konur eru nú komnar í hár saman út af afstöðu sinni til Víetnam, en sú var tíðin að þær börð- ust sameiginlega gegn af- skiptum Bnadaríkjamanna af Víetnam og voru báðar harðir andstæðingar Bandaríkjastjórnar á með an herir hennar börðust þar. Þessar konur eru Jane Fonda og Joan Baez. Bandarísk blöð hafa að undanförnu birt greinar þar sem þær atyrða hvor aðra fyrir afstöðu sína og ýmsir fleiri hafa stungið niður penna af þessu til- efni. Þetta byrjaöi með þvi að sam- tök sem Joan Baez stofnaði er nefnast „Humanitas” tóku upp baráttu gegn núverandi stjórn- völdum i Vietnam og m.a. skrif- aði Baez stjórninni bréf sem birt var (á hennar kostnað) i fjölda- mörgum bandariskum blöðum. Undir bréfið skrifuöu auk hennar vmsir af höröustu andstæðingum Bandarikjastjórnar frá dögum Vietnamstriðsins úr listamanna- stétt, en á listann vantaði þó ýmsa, m.a. Jane Fonda. Enda svaraði Jane Fonda þessu bréfi fljótlega með öðru bréfi til Baez og gagnrýndi hana ákaft fyrir að taka trúanlegar þær fréttir sem Bandarikjamenn og hin fallna Thieustjórn reyndi að breiða út. Fonda kvaðst efast um sannsögli þeirra vitna sem Baez beitti fyrir sig, og þótt hún dragi ekki i efa að um vissar þvinganir og erfiðleika væri að etja i Vietnam, væru frásgnir um þlóðbað uppspuni og sýndu aðeins afstöðu bandariskra ihaldsafla, sem teldu kommún- ismann verri en dauöann. Ýmsir fleiri hafa orðið til að taka mál- staö Fonda gegn Baez, sem þeir segja að hafi alltaf haft barnalega og tilfinningalega afstöðu til Viet- nam og er þvi jafnvel haldið fram að Baez sé á mála hjá CIA. Að sjálfsögðu hefur Baez svar- aö þessum ásökunum, sem m.a. birtust i Los Angeles Times, og i sama blaði segir hún að Jane hafi aldrei verið ,,anti-war”, aðeins „anti-imperialist” og þó að þær hafi báðar verið i Vietnam á sin- um tima, þá hafi forsenda gagn- rýni þeirra byggst á allt öðrum grundvelli. „Ég hef aldrei haft pólitiskan myllustein aö dragnast með, — ég trúi á fólk en ekki kerfi” segir Baez ennfremur. Vist er að sá klofningur sem fram hefur komið viða i afstöðunni til stjórnvalda i Vietnam i dag, á meðal þeirra sem ákafast börðust hlið viö hlið á sinum tima er ýmsum kærkom- inn, og hefur hin einarðlega af- staða Jane Fonda vakið mikla at- hygli um öll Bandarikin. Jane Fonda „Félagslegt verkefni v/ verð- andi foreldra’’ nefnist ráögjafa- nefnd sem Jafnréttisráð hefur falið framkvæmd á samnorrænu verkefni. Verkefniö tekur að hluta mið af Alþjóðaári barnsins 1979. Einn þáttur þessa verkefnis er könnun á hugmyndum foreldra um efni i bækling með fræðsluefni fyrir verðandi foreldra og uppal- Kristna æskulýðshreyfingin i Sviþjóð hefur gagnrýnt harölega ýmis sænsk fyrirtæki, sem starfa i Suður-Afriku. Telja þeir að fyrirtækin styðji aðskilnaöar- stefnuna, þar sem fjárhagur landsins blómgast fyrir tilvist þeirra og gerir aðskilnaðarstefn- una mögulcga. Æskulýðshreyfingin hefur sett upp fjölda veggspjalda viðsvegar um Sviþjóð og ákærir þar fjöl- þjóðafyrirtæki undir sænskri Joan Baez endur. Hefur spurningalista nú verið dreift til feðra og mæðra sem ýmist áttu barn i vændum eða voru nýorðnir foreldrar. Skilafrestur hefur verið fram- lengdur til 1. ágúst n.k. Ariðandi er að allir skili spurningalistan- um fyrir þann tima. Jafnréttis- nefnd ráðherranefndar Norður- landa fylgist með framvindu þessa verkefnis hér á landi. stjórn fyrir umtalsveröan stuðn- ing við þarlend stjórnvöld. Er þar um að ræða fyrirtæki svo sem Atlas Copco, Alfa Laval og SKF. Fréttabréf sænsku kirkjunnar segir um þessi mótmæli, að þau hafi verið orð i timatöluð. Skömmu siðar ákvað sænska þjóðþingið að banna alla nýja fjármögnun sæuskra aðila i Suð- ur-Afriku, og forsætisráöherra þess lands sagði af sér um likt leyti vegna mútuhneykslis, sem hann átti aðild aö. Spurningar til foreldra Æskufólk gagnrýnir fj ölþj óðafyrirtæki Franz Josef Strauss á grimudansleik — að sjálfsögðu búinn að gamalla höföingja sið. Josef Strauss kanslara- frambjóðandi Þá hefur langvarandi barátta Bæjaraleiðtogans Franz Josef Strauss loks borið árangur: Hann er orðinn sameiginlegur fram- bjóðandi hinnar kristilegu þýsku stjórnarandstöðu til æðstu met- orða: Kanslaraembættis I Sam- bandslýðveldinu. „Þessi maður ætti að hafa for- ystu fyrir öllum Þjóöverjum” er haft eftir Mao formanni eftir að hann haföi fengið þennan bolabit þýska afturhaldsins i heimsókn til sin i Peking 1975. Liklega hefur sá merki maður verið orðinn elliær undir það sið- asta, annars hefði hann varla óskað Þjóðverjum sliks kansl- ara, sem á Pinochet einræðis- herra i Chile aö einkavini. Strauss er rétt einsog Carstens Pipulagnir Nýlagnir, breyting- ar, hitaveituteng- ingar. sá sem gerður var að forseta nú um daginn fulltrúi hægra arms þýsku ihaldssamsteypunnar — annálaður andstæðingur lýðrétt- inda og slökunarstefnu, fádæma óheflaður en slyngur áróðurs- maður. Flokkur hans, CSU, hefur kom- ist upp i 62% atkvæða I Bæj- aralandi og þessa sterku stöðu hefur hann notað sér til að svin- beygja samstarfsflokkinn Kristi- lega demokrata, sem ekki hafa haft glæstum foringjum á að skipa undanfarin ár. Hneykslismál hafa fylgt Strauss alla hans pólitisku ævi og stundum hefur hann m.a.s. neyðst til að draga sig i hlé um stundarsakir, en alltaf flotið upp aftur. Hægrikratinn Helmut Schmidt hefði ekki getaö óskað sér betri andstæöings, enda eru ummæli I þá veru höfð eftir honum. En þó Schmidt njóti fádæma vinsælda af skoðanakönnunum að dæma hafa kristilegir demókratar verið i mikilli sókn að undanförnu, Sími 36929 (milli kl. 12 og l og eftir kl. 7 á kvöldin). unnu t.d. yfirburðasigur i kosn- ingunum til Evrópuþingsins. Það erþvialdreiað vita nema Strauss | geti senn klæðst kanslaraskrúöa. I St. Petersburg Florida Dimunafetó fyrirÚrvalswetó 9. 0 Brottför: 15. sept. 30. sept. 21. okt. 8. nóv. 26. nóv. vikur vikur vikur vikur vikur Dvalist veróur á Hotel Hilton Inn, St. Petersburg Beach, við Mexicoflóa. Hótelið er byggt í Austurlandastíl. Öll herbergi eru meö baði, loftkælingu, litasjónvarpi og svölum. Og það er svo sannarlega nóg að gera þarna, þú getur auk þess að sleikja sól- skinió: — farið á sjóstangaveióar — spilaö golf — jafnvel minigolf — leikió tennis — siglt seglskútu o.m.fl. Verðiö er 375.000.— Innifalið í verði eru flugferðir, gisting í tveggja manna herbergjum, fararstjórn og flutningur til og frá flugvelli. Brott- fararskattur er ekki innifalinn. ATHUGIÐ: Verðið er miðaó við að bókað sé 30 dögum fyrir brottför. Eftir það hækkar veróió. Aukaverð fyrir herbergi með eldhús- krók er 15.000.— á mann. Aukaveró fyrir eins manns herbergi er 58.000.— ATH. í sept. brottförum er 14.000.— aukagjald. Öll verð miðast við 28. júní 1979. FERDASKRIFSTOFAN URVAL VID AUSTURVÖLL SÍMI26900

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.