Þjóðviljinn - 08.07.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.07.1979, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. jdll 1979 RIKISSPÍTALARNIR Lausar stöður LANDSPÍTALINN HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast til starfa á húðlækningadeild og göngudeild spitalans. Einnig óskast HJÚKRUNAR- FRÆÐINGUR á húðlækningadeild 4 daga i viku, vinnutimi frá kl. 15.00 til 18.30. Upp- lýsingar veitir hjúkrunarforstjóri i sima 29000. KLEPPSPÍ T ALINN HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast til starfa á deild 11. Einnig vantar HJÚKRUNARFRÆÐINGA á aðrar deild- ir spitalans. Upplýsingar veitir hjúkrun- arforstjóri i sima 38160. Staða LÆKNAFULLTRÚA við Klepps- spitalann er laus til umsóknar frá 1. ágúst. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun áskil- in, ásamt góðri vélritunarkunnáttu. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspital- anna fyrir 20. júli. Nánari upplýsingar gefur læknafulltrúi spitalans i sima 38160. Reykjavik, 8. júli 1979. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5. SÍMI 29000 ■ *1 Felagsmalastofnun Reykjavikurborgar I)AGVISTL'N BARNA, FORNHAGA 8 SIMI 27277 Tvær fóstrur óskast, á dagheimilið Dyngjuborg frá 1. september ’79. Upplýsingar gefur forstöðumaður i sima ^ 31135______ Verðkönnun Stjórn verkamannabústaða i Reykjavik óskar eftir upplýsingum um verð á gólf- efnum vegna byggingar 216 ibúða i Hóla- hverfi. Nánari upplýsinga má vitja á skrifstofu Verkamannabústaða Mávahlið 4 Reykja- vik. Upplýsingum skal skilað á sama stað fyrir 24. júli n.k. RITARI Opinber stofnun i miðborginni óskar að ráða ritara frá 1. ágúst n.k. Góð vélritunarkunnátta, enskukunnátta og kunnátta i einu norðurlandatungumáli nauðsynleg. Umsóknir merktar ,,555” sendist af- greiðslu Þjóðviljans, Siðumúla 6 fyrir 15. júli. ÚTBOÐf Tilboð óskast I heimilistæki fyrir ibúðir aldraðra viö Dalbraut vegna byggingardeildar Reykjavikurborgar. Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3 Reykjavik. Tilboðin verða opnuö á sama stað þriðju- daginn 31. júll kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR ____________Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800____ Skagfirski Bændakórinn. Aftari röö frá vinstri: Sigurður Skagfield, Bjarni Sigurðsson, Pétur Sigurðs- son, söngstjóri og tónskáid, Kristján Hansen, Þorvaldur Guðmundsson. Fremri röð: Þorbjörn Björns- son, Sigurður Sigurösson, Sæmundur ólafsson og Benedikt Sigurðsson. í för með söng Fásinna væri að halda þvi fram að söngmenn séu fleiri og söngáhugi meiri i einum hreppi Skagafjarðar fremur en öðrum. Fólk úr flestum eða öllum sveitum sýsl- unnar hefur starfað i kórum, lengri eða skemmri tima frá þvi að slikur félagsskapur skaut fyrst rótum og fram á þennan dag. Karlakórar í Blönduhlíð Skagfirðingar a.m.k. vita, að um og upp úr 1960 var starfandi karlakór i' Blönduhlið, þótt hann sækti að sönnu til fanga út fyrir sveitina. Nefndisthann Feykir og starfaði lengst af undir stjórn Arna heitins Jónssonará Víðimel. Hitt er ýmsum ekki eins kunnugt, aðá árunum milli 1920 ogl9301itu einnig tveir karlakórar dagsins ljós þar i sveit, þótt hvorugur ætti sér langan aldur. Um og upp úr 1920 stjórnaði Gisli Magnússon, þá á Frostastöðum, nú i Eyhildarholti, karlakór, sem aðallega stóð saman af mönnum úr Út-Blönduhlið. Gisli fluttist frá Frostastöðum vorið 1923 og mun þá þessi starfsemi hafa lagst niður. Fáeinum árum seinna var enn fitjað upp á karlakórsstofnun að frumkvæði sr. Lárusar heitins á Miklabæ og var hann stjórn- andinn. Var sá kór nokkru fjöl- mennari en hinn fyrri. Mun hann hafa starfað i tvo vetur en leystist þá upp. Ekki er mér um það kunnugt, að tveir siðarnefndu kórarnir hafi nokkru sinni efnt til opinbers söngs, og hygg ég að svo hafi ekki verið. Fyrir þátttakendum mun það hafa vakað að syngja sér til hugarhægðar fremur en lofe eða frægðar. og efa ég ekki, að það takmark hefur náðst. Bændakórinn Um miðjan annan áratug þess- arar aldar hófust nokkrir skag- firskir bændur og bændasynir handa um merkilega félagsstofn- un. Þaö var söngfélag, sem hlaut hiö táknræna og yfirlætislausa nafn: Bændakórinn. Stofnendur Bændakórsins voru bjartsýnis- menn. Venjulegum mönnum virt- usterfiðleikarnir á vegi hins unga félagsskapar ekki aðeins torkleif- ir heldur jafnvel óyfirstiganlegir. Stofnendur munu að visu ekki hafa verið nema 9, aö söng- stjóranum meðtöldum. En þeir voru dreifðir um svæðið allt frá fremsta bæ i Sæmundarhlíð og út mhg rifjar upp minn- ingar frá skagfirsku sönglífi á Laxárdal. Samgöngutækni á þessum slóðum var með likum hætti og víðast hvar annarsstaðar gerðist á landinu i þá daga, eða á svipuðu stigi og á Söguöld. Menn treystu á hestana eða gengu ella. En þrátt fyrir alla þá marghátt- uðu erfiðleika, sem við var að etja, reyndist þó Bændakórinn llf- seigari en almennt mun hafa verið búist við i öndverðu. Stóð fyrir sínu og vel það Eflaust hafa félagar Bænda- kórsins komiö saman sér til ánægju og lifsfyllingar fyrst og fremst. Það gera allir, sem syngja. En þeir létu einnig alloft til sínheyra opinberlega og hlutu þá óskipta aðdáun þeirra, er á hlýddu. Skagfirðingar eruað visu söngglaðir mennog þaðsvo mjög, að þeim hættir jafnvel stundum til að taka viljann fyrir verkið umfram það, sem ýmsum öðrum þykir hæfileg tillitssemi. En Bændakórinn, sem aldrei var fjölmennari en sem svarar þre- földum kvartett, þurfti engan að biðja fyrirgefningar á söng sin- um. Kom þar einkum tvennt til: Kórinn naut forystu afburða gáf- aðs, næms og smekkvíss söng- stjóra, þar sem var Pétur heitinn Sigurðsson,og átti auk þess á að skipa góðum röddum, sumum jafnvel svo, að með hreinum yfir- burðum var, svo sem hinni ein- stæðu bassarödd Benedikts á Fjalli og tenórunum Sigurði Skagfield, Haraldi á Völlum og Þorbirni á Geitaskarði. En Bændakórinn leið undir lok þótt siðar yrði en margir bjuggust við i byrjun. Söngmenn dreifðust, sumir féllu frá og kórinn endur- nýjaði sig ekki. Siðast mun hann hafa sungið við vigslu brúarinnar á Grundarstokk og var þá raunar hættur æfingum. Upphaf Heimis En Skagfirðingar, sem um nokkurra ára bil höfðu notið sins Bændakórs undu ekki lengi kór- lausir. Eigi alllöngu seinna en siðustu tónar hans höfðu borist út yfir byggðir Skagafjarðar frá vigslu hinnar langþráðu og þýðingarmiklu samgöngubótar á Grundarstokk, tóku nokkrir áhugamenn um söngmál, sem staddir voru á „balli” i Húsey i Vallhólmi talmeð sér um það, að efna til stofnunar nýs karlakórs. Var fastmælum bundið að finnast nokkru seinna og hefja þá æfing- ar, ef fært þætti. Er þá komið að upphafi karlakórsins Heimis, sem nú hefur starfað i full 50 ár. Var hinn nýi kór með ánægjuleg- um hætti tengdur Bændakórnum gamla einskonar blóðböndum þvi næst fyrsti söngstjóri Heimis var einmitt Pétur heitinn Sigurðsson og tenórinn og bassan báru þeir uppi Haraldur á Völlum og Bene- dikt á Fjaili. Fjórir frumherjar: frá vinstri: Halldór Benediktsson, bóndi Fjalli, Jón Björnsson frá Hafsteinsstöðum, söngstjóri Heimis um áratuga skeið, Björn ólafsson, bóndi Krithóli, Björn Glslason, smiður, Reykjahlið við Varmahlið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.