Þjóðviljinn - 08.07.1979, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 08.07.1979, Blaðsíða 19
Sunnudagur 8. júll 1979 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 19 Háskólabió: j Hættuleg hugarorka Hér er sagt frá rithöfundi, sem býr yfir þeim yfir- | náttúrulega krafti aö geta látiö slys gerast meö þvi J að beita eigin hugarorku. Og það er sama hversu 1 reynt er að ryöja þessum magnaöa rithöfundi úr ! vegi, alltaf starfar heili hans af jafn miklum þrótti. i Þetta er spennandi mynd og þolanleg skemmtun ■ sem slik, auk þess koma fram i henni margir ágætir | leikarar. Laugarásbió: j Nunzio Mönnum er oft sagt þaö til hróss, aö þeir séu ungir ' i anda. Það getur hins vegar haft ýmis vandkvæði i för með sér, þegar þritugir menn þroskast ekkert andlega frá þvi þeir voru pollar. Söguhetjan i myndinni lifir i heimi hasarblaöanna og dreymir um að vera Superman. Atvikin haga þvi þó þannig, að hann fær ósk sina uppfyllta.... Hér er höfðað til viðkvæmni áhorfandans. svo að mjög tilfinningasömu fólki er ráðlagt að hafa vasa- klút við höndina, þegar stigandin i myndinni byrj- ar fyrir alvöru. Regnboginn: Drengimir frá Brasilíu Einn Hitler var sjálfsagt nóg — hvað þá 94 slikir. Lækni, sem starfaði meðal nasistanna hefur tekist með sérstakri aðferð, sem ekki verður útskýrö nán- ar hér, ,,að búa til” drengi, sem eru nákvæmar eftirgerðir af Hitier sáluga, ekki aðeins að útliti heldur lika hvað skapferli snertir. Aðstandendum myndarinnar hefur tekist bæri- lega að gera jafn ótrúlega sögu sannfærandi, en lik- lega er það helst handritahöfundinum að þakka. Aftur á móti er meðhöndlun einstakra atriða nokk- uð misjöfn. Þaulreyndir leikarar eru i aðalhlut- verkunum, en gervi Laurences Olivers hæfir honum best. Stjörnubió: Maöurinn sem bráðnaöi Það er heldur ömurlegur dauðdagi að frjósa i hel. Þó hlýtur sá dauðdagi, að bráðna eins og smjer að vera ennþá ömurlegri. Þau örlög biða þó geimfara nokkurs eftir för hans til Satúrnusar. Þetta er heldur ógeðfelld mynd, en hinu er ekki að neita, að sæmilega hefur tekist að skapa andrúms- loft, þrungið spennu, meö kvikmyndatöku og elektróniskri tónlist, þó að sú aðferð, sem hér er notuð, sé engan veginn ný af nálinni. Austurbæjarbió: Risinn Leikstjóri: George Stevens Bandarisk frá 1955 Kvikmynd þessi naut mikilla vinsælda, þegar hún var sýnd hér fyrr á árum, og það er ekki ólik- legt að hún eigi enn eftir ,,að slá i gegn” — allavega geta þeir, sem komnir eru um miðjan aldur farið að rifja upp gamlar minningar. Það krefst hins vegar þolinmæði að sitja yfir rúmlega 3ja klst. sýningu, en þeim, sem hafa gaman af stórbrotinni sögu, ásamt hæfilegum skammti af melódramatik, ætti þó varla að leiðast. Og ekki spillir, að átrúnaðargoðið gamla, James heitinn Dean, var sérstæður og skemmtileg- ur leikari. Nýja bió: Heimsins mesti elskhugi Leikstjóri, handritshöfundur og aðalleikari: Gene Wilder. Kvikmyndaverið Regnboginn auglýsir eftir heimsins mesta eiskhuga. Hann á að vera svar þess viö Rudolf Valentino, sem er á samningi hjá Para- mount-félaginu. Einn þeirra, sem býöur sig fram i þetta hlutverk er Rudy Valentine (leikinn af Gene Wilder) en honum hafði ekki gengiö sem best i þeirri vinnu, sem hann hefur haft hingaö til. Þetta er bráðfyndin mynd á köflum, einkum fyrri hluti hennar, þó stundum sé skotið yfir markiö. Ýmsar manngeröir i aukahlutverkum eru dýrlegar. Tónabió: Njósnarinn sem elskaöi mig Leikstjóri: Lewis Gilbert. Þetta er skrautleg James Bond mynd meö hinni nýju 007 hetju, Roger Moore, sem tók viö af Sean Connery, eftirað sá siöarnefndi var farinn aö eldast ogfitna. Gifurleg tækniumgjörð um þunna frásögn, en ekki skal þvi neitaö að ákveðinn húmor er i myndinni, sem hæöist aö sjálfri dellunni. Þetta er tilvalin mynd fyrir fólk, sem nennir að sitja á þriðja tima undir eldglæringum, sprengingum og alls kyns tæknifurðum. Fyrir þá sem hafa áhuga á kvik- myndatöku er byrjunaratriðið kannski með þvi besta sem gert hefur veriö i þeirri grein. í résa mittis, enda eru hlutverk þau sem hún fær flest á þeirri linu. Vlsir. Utanríkismál úr lofti Benedikt við flugumferðar- stjórn Vlsir Merk sjúkdómsgreining öskar sigraði i bráðabana —• i Toyota golfkeppninni Tfminn. Spyr sá sem ekki veit En þar sem Alþýöublaöið er einnig málgagn skattgreiðenda, þá er kannski eölilegt aö spurt sé: Er sex og upp i tiu ára nám nauö- synlegt fyrir veröandi fasteigna- sala? VG í Alþýöublaöinu. Skyldi vera átt viö hjart- að? Raquel Welch er mjög fyrir augað, en leikhæfileikar hennar liggja aö mestu á milli háls og Vandræðalaust með her- lögreglu Ekki mun hafa komið til teljandi vandræða en þó varð her- lögregla að fjarlægja varnarliðs- mann úr Hollywood á laugar- dagskvöld. Dagblaðið. Heimsvaldastefna Rússa afhjúpuð Rússnesk orðabók fyrir Islend- inga og aukin ferðalög milli rikjanna Morgunblaðið. vísna- mál % Umsjón: Adolf J. Petersen / augum blikar eðlis þrá Margt er hverfult i heimi hér, hvort til bóta má telja er óvist. Visindin hafa fært nýja tækni inn i dagleg störf manna og létt af þeim stritinu, óneit- anlega bætt hag manna og gert þeim lifið öllu betra, eða svo teljum við það vera. Tæki sem áður þóttu góð og gild eru ekki lengur þeir kostagripir sem ómissandi voru, þeim hefur verið vikið til hliðar og ekki taldir nýtilegir. I tilefni þess er þessi visa: Nú er gamalt farið flest fátt af sliku hirði, það sein áður þótti best þykir einskis viröi. Fjölmiðlarnir hafa tekið að sér að fræða og „skemmta” lýðnum sem þá tekur við þeim og þeirra framleiðslu næsta fegins hendi; þá þarf fólk ekki að hugsa sjálft fyrir þeim þáttum lifs sins. Kvöldvökur með lestri ljóða og sagna á heimilum mun nú algjörlega óþekkt. Þó á annarri öld væri lýsti Sigurður Breiðfjörð þessum breyttu þjóðfélagsháttum i man.söng að rimum af Tristr- ani á þennan hátt: Þótti áður þjóðunum þokka-ráð og æra, máls af láðum Ijóðunum liljum þráða tæra. Bauga hliöum semja sinn söngva bliðan þorra kunnu friðu fornskáldin fyrri tiða vorra. Öllu standi aftur fer okkar landi er vikið skálda anda hefir hér hnignað fjandans mikiö. Það var áöur auðvelt spaug ef inenn þráðu bjargir, niöur i láðið dimman draug dauðan kváðu inargir. Þá voru kvæðin fim og fljót fram sem ræða barin, ef að stæði i þeim hót öll voru gæðin farin. Tófan átti ekki gott óðs við háttinn snjalla, hlaut hún þrátt (þess vitum vott) voluö lágt að falla. Þyrfti eina fjöður fá flokkur sveina ótrauður krummi meina kenndi þá kveðinn steina-dauður. Draugs i hami út og inn oft var frama lestur, áfram laminn andskotinn, eins og taminn hestur. Færi að reiöast greppa geð, gjöröust bleyður klökkvar, létu heiðurs hróöri meö heilar skeiðir sökkva. Ef skáldum frama þjóðin þá þorði ama I geði, var með sama sálin frá synda hamnum kveðin. Eyjafirði gerði gys að og hermdi eftir Jóni er varð skapbrátt og kvað: Þú, sem mæddum manni geð meiðir án saka og raka, annað eins hefur áður skeð og þú rækir niður hnéö á kaldan klaka. Um kvöldiö fór maðurinn fram i Eyjafjörð, en féll á hálku, svo leggjarhöfuðið brotnaði. Lá hann i þvi mestan hluta vetrar og gekk haltur upp frá þvi. A öllum timum haia „ákvæöaskáldin” gripiö til hagmælskunnar. Þegar Simon Dalaskáld var eittsinn viö öl i Reykjavik, ætlaði lögreglan að taka hann i sina umsjá; þá kvað Simon: Sonur Hjálmars ef ég er allan tálma grciðir. Skulu álma hlynir hér hrljar skálma leiðir. Lögreglunni þótti vissara að hafa ekki meiri afskipti af Simoni, þvi vera kynni að þannig ættaður maður væri sterklega ákvæðinn. Enn yngri maöur en Simon, var Teitur Hartmann, hann kvað sér til varnar: Ennþá finnst mér ýmsir menn á mig vilja leita. Hagmælskuna hef ég enn, henni mun ég beita. Það fer ekki milli mála að Teitur veit hvaða afl getur búið i orðsnilld einnar stöku. 1 næstu visu (höíundar ekki getið) er ljóst að höfundur hennar er sér þess vel meðvit- andi að rimuð orðgnótt getur haft áhrif, sem duga i barátt- unni við andstæðinginn. Þú vilt bjóða byrginn mér með betri Ijóðafleini, en ég skal sjóða sál úr þér á sjálfs þins hlóöarsteini. 1 siðustu Visnamálum var Visuhelmingur að gamalli visu. Beðið var um siðari helming hennar ef einhver vissi, svo og um höfund henn- ar. Svar við þesssari beiðni kom frá Jóni Erling á Elliheimilinu Grund, sem segist hafa lært visuna þegar hann var ungur og sé hún eftir Stefán Vagns- son. Þannig er þá visan: Astin kvikar kvendum hjá, sem kollótt prik á svelli, 1 augum blikar eðlisþrá, ætla ég hvikull skelli. Frá afgreiðslufólki Þjóðvilj- ans kom skýring á þvi hvers- vegna Björn Jónsson i Swan River fékk ekki Þjóðviljann 13. og 14. april er einföld. Blaðið kom ekki út þessa daga vegna páskahalds. Afgreiðslu- fólkinu varð þvi að orði: Þessi gengin iþrótt er að oss þrengir betur, kveðið enginn hölda hér húfu af drengjum getur. Björn viö Svanafljót í sút saknar blaösins góður. Komma-Mogginn kom ei út af kristnihaldi móður. Þegar Sigurður Breiðfjörð kvaö þennan mansöng voru lögfræðingar ekki á hverju strái og menn gerðu upp mis- kliðar sinar á annan hátt, ým- ist með hnefunum eöa þá þvi sem sveið meira undan — en það var ákvæöavísan. Mörg skáld voru talin geta kveðið lán og ólán yfir annan, kveðið niður drauga eða vakiö þá upp með ákvæðavisum. Ýmsir þekkja söguna af þvi þegar séra Jón Þorláksson á Bægisá gekk haltur um götu á Akur- eyri og oflátungur framan úr Þessu þyrfti Björn að svara allrækilega. Ritari Visnamála dregur i efa, aö þó blaðamenn Þjóðviljans trúi á guð að þeir hafi farið i kirkju um páskana, og segir svo: Gjarnir að skunda guði á vatd, ganga þrönga vegi. Kommar iðka kristnihald en kirkjuferðir eigi. Þeirra sál er trúnni tryggð, traust í öllum greinum, hugsa margt um himnabygg? helst þó svona I leynum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.