Þjóðviljinn - 08.07.1979, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 08.07.1979, Blaðsíða 24
DlOÐVIUINN Sunnudagur 8. júll 1979 Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. C 81333 Kvöldsími er 81348 Benedikt Gröndal í þessari viku tók Benedikt Gröndal utanrikisráöherra þá ákvöröun aö leyfa bandariskum hermönnum af Keflavikurflug- velli ótakmarkaöa útivist. Aöur höföu þeir hins vegar þurft aö vera komnir til hibýla sinna hálftólf aö kveldi. Akvöröunin mæltist illa fyrir A fimmtudag iagöist Benediki svo sjúkur en var á föstudag synilega oröinn heill á ný, þvi þá tók hann útivistarleyfiö aftur. Þjóöviljinn átti stutt spjall viö Benedikt um þessi mál. — Benedikt, teluröu ekki aö ákvöröunin um aö leyfa her- mönnunum ótakmarkaöa úti- vist hafi brotiö i bága viö stjörn- arsáttmálann? „Nei. Ég taldi ákvöröun mina hreint framkvæmdaatriöi en ekkistefnuatriöi. Svona mál eru bara afgreidd beint milli varn- arliösins og ráöuneytisins.” — En mér skilst þó aö ekki hafi legiö fyrir bón frá þvi sem þú nefnir „varnarliö”? „Nei, þetta var algerlega mitt frumkvæöi.’.’ — Hvernig stóö á þvl? „Kveikjan var sú, aö mikill fjöldi ameriskra blaöamanna var hér í kringum heimsókn Mondales varaforseta i vor og i greinum sem birtust eftir þá vestra var mjögleiöinlegur tónn varöandi þetta mál. Hermenn- irnir eru auövitaö lika menn einsog viö, og ég hef þá skoöun persónulega, aö við eigum aö reyna eftir megni aö skilja lif einstaklingsins frá pólitöcinni.” — Má þá lita svo á aö þaö hafi einungis veriö skrif I bandarisk blöö, sem ollu leyfisveiting- unni? „Þau voru kveikjan I minum huga, já..” — Finnst þér ekki ósæmilegt aö utanrikisráöherra islendinga láti skrif blaöamanna úti heimi hafa svona rnikil áhrif á sig? „Þaö veröur hver aö dæma fyrir sig. Ég hef nú þaö mikla reynslu, bæði innanlands og utan, að ég veitað stundum geta fáir bókstafir sem menn skrifa haft mikil áhrif.” — Nú finnst þér sjálfum rétt af mánnúöarástæöum aö leyfa hermönnunum ótakmarkaöa útivist. Myndiröu þá ekki svara játandi ef þeir bæöu um aö fá aö búa utan vallarins ,,af mannúö- arástæöum”? „Ég myndi athuga félagsleg- ar aðstæöur. Sennilega er hyggilegra aö láta þá búa fyrir innan. Það er ekki heldur svo mikil skeröing..” — Hefuröu oröiö var viö and- stöðu viö veitingu útvistarleyf isins I þingflokki Alþýöuflokks- ins? „Já, ég hef oröiö var viö þaö aö þingmenn Alþýðuflokksins, nokkrir— ekki allir, eru andvfg- ir henni.” — En hvaö olli þvi aö þú aft- urkallaöir leyfiö svona skömmu eftiraöþú veittirhermönnunum þaö? ,,Hin formlega ástæöa er sú, aö eftir öruggum upplýsingum sem éghef.þá erutanrikisnefnd Alþingis á móti leyfinu. Hún hefur aö vlsu ekki haldiö fund, en af yfirlýsingum i meölima hennar i fjölmiðlum er ljóst, aö nefhdin er á móti. Hún getur tekiö svona m ál upp og ály ktaö um þau. Þaö er hiö formlega til- efni.” — ÖS „Ár trésins” 1980: ur, Schierbeck landlæknir, sem vann sér margt til ágætis. Méðal annars lagði hann það á sig að læra islehsku af islenskum stúd- ent i Kaupmannahöfn til þess að geta fengið landlæknisembætti hér, en islenskukunnátta var skilyrði. Hann kom aö verulegu leyti fyrir ungbarnadauöa á Is- landi með ýtarlegri fræðslu fynr ljósmæður landsins. Hann taldi grænmetisneyslu Islendinga allt of litla og kom upp tilraunagarð- rækt þar sem hinn gamli kirkju- garður Reykvikinga stóö á horn- inu við Túngötu og Aðalstræti, þar sem hann gróðursetti m.a. trén sem fyrr var getið. Auk þess kom hann upp matjurtagarði þar sem nú stendur Lögreglustööin i Reykjavik, og er talinn framá- maður i garöyrkju hér á landi. Hafliöi fræddi okkur ennfremur á þvi að gljáviöirinn sem þarna er sé talinn mjög harðger og sanna það fleiri tré viöar um bæinn af þessum sama stofni. Eftir strið kom hingað annar gljáviðisstofn, en hann hefur ekki reynst eins harðger og sá danski sem land- læknir gróöursetti á sinum tima. Silfurreynirinn hinsvegar á færri afkomendur, þar sem honum er sáö með fræjum trésins, en fugl- arnir eru oftast á undan mannin- um að ná i þau. Neðst á Laufásveginum er einnig eitt elsta tré borgarinnar, við tröppurnar á Laufásvegi 5, en það er álmur frá 1906 og segir sagan aö rætur hans nái niður I Miðbæjarskólaport. Þegar grafið var i götuna komu hinar miklu rætur i ljós og fylgir sögunni að verkamenn hafi mokaö meö skeiðum af rótunum til þess aö eyöileggja þær ekki. Annar myndarlegur álmur stendur neðst á Túngötunni en hann er þó miklu yngri eða frá þvi á árunum á milli 1920-30, en hann hefur vak- ið athygli margra fyrir reisn og glæsileika. þs Þetta er silfurreynirinn, annaö tveggja elstu trjáa I Reykjavik, en bæöi trén standa i hinum gamla Vlkurkirkjugaröi. Hafliöi Jónsson, garö- yrkjustjóri borgarinnar lét búa garðinn í núverandi form og hefur mik- inn áhuga á að láta setja minningarspjald I garðinn um Georg Schier- beck landlækni, sem gróöursetti trén rétt fyrir aldamótin. Og þaö ætti að standa ýmsum lslendingum nærri aö gefa sllkt minningarspjald, þvf Schierbeck kom m.a. aö verulegu leyti i veg fyrir ungbarnadauöa á ís- landi. Elstu tré í Reykjavík Það eru ekki bara gömul hús í Reykjavík sem eiga sér langa sögu og duglega baráttumenn. Þótt gömul tré séu bæði færri og fyrir- ferðarminni, eiga þau sér líka merka sögu af við- skiptum við menn og nátt- úru. Þvi miður hefur trjá- vernd ekki verið mjög til umræðu fyrr en á síðustu árum er umhverfisvernd- unarmenn tóku baráttu fyrir tilveru þeirra með í verndunaráróður sinn. Ekki er lengra siðan en 10- 15 ár að eitt elsta tré bæj- arins, sem var gljávíðir er stóð á bakvið stjórnarráðs- húsið, var felldur, Hann var af sama stofni og elsti gljávíðir borgarinnar, sem einnig er elsta tré bæjarins ásamt nágranna sínum silfurreyni, en báðir standa á horni Aðalstrætis og Túngötu. Saga gamalla trjáa verður án efa rifjuð rækilega upp á næsta ári, sem skógræktarmenn hafa ákveðið að tileinka málefni sinu og verður árið nefnt ,,Ar trésins”. Er ætlunin að helga árið fræðslu i skógrækt, garðyrkju, og trjá- vernd og nota til þess ýmsar leiö- ir. Verður fjallað nánar um til- högun þessarar herferðar á aðal- fundi Skógræktarfélags Islands siðar I sumar og málið þá kynnt i fjölmiðlum. Viö brugöum okkur i bæinn meö ljósmyndara og skoðuðum nokk- ur af elstu trjám bæjarins en Haf- liði Jónsson garöyrkjustjóri gaf okkur ýmsar upplýsingar um sögu þeirra. Elstu trén eru talin vera frá 1884-6, en þau standa sem fyrr seg ir á Aðalstrætishorninu. Þau gróðursetti merkur maöur dansk- ÍÍIS'I ' íjs tftip - v\:' ImB áiíiSj m Nær Aöalstrætinu stendur hinn harögeröi gljáviöir, sem á marga af- komendur víöa og hefur staöiö af sér marga storma og snarpa um æf- ina. Þessi stofn hefur reynst miklu harögeröari en gljáviöisstofn sá sem fluttur var hingað til lands eftir seinni heimsstyrjöldina. Stór grein var söguö af þessu tré, þar sem hún slútti mjög yfir gangstéttina, en tréö er margklofið frá rótum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.