Þjóðviljinn - 08.07.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.07.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 8. júll 1979 Sigurður Líndal og syndir verkalýðshreyfingarinnar Sigurður Li'ndal prófessor hefur verið að punda á verkalýðshreyf- inguna og forystu hennar. Verst þykir honum að rétti til verkfalla er enn á lofti haldið. Verkföll eru ofbeldisverk aö hans dómi, þau eru andstæð vitsmunum, þau koma niður á launafólki sjálfu, þau eru strfð allra við alla, þau bæta ekki kjörin, þau eru i ætt viö fjárkúgun. Hér við bætist aö for- ystulið verkalýðshreyfingarinnar skQur ekki þjóðfélagið. kann ekki að gagnrýna það, heldur fram biekkingum um kjör manna, ber ekkert skyn á hagræðingu. Nú siðast var Sigurður að tala um stúdenta við háskólann og fannst þeir slappir: Ein helsta ástæðan fyrir þvi var sú, að þeir hefðu lært af verkalýðshreyfingunni sem heimtaði og heimtaði og gerði ekki kröfur til sjálfrar sin. Við munum þess ekki dæmi, að jafn hatrömm tQraun hafi veriö gerð áratugum saman til þess aö gera verkalýöshreyfinguna aö allsherjarsökudólgi f samfélag- inu. Það er ekki aö undra þótt menn séu reiöir. Það væri eitt- hvað skrýtið ef þeir væru það ekki. Þurfa ekki að lita á verkalýðs- hreyfinguna sem heilagakú fýrir þvi. Af hundasúrum hunang En skammademba prófessors- ins getur átt sér jákvæðar hliðar. Sigurður Li'ndal er ekki skrýmsli tilaöbrennaá báli. Hann þjappar saman svotil öllu þvi sem menn vQja punda á verkalýðshreyfingu hérog i nálægum löndum. Og þótt hans ræða sé rammur hægri- mjöður, má einnig greina I henni atriðisem velmættirekast á i tali þeirra sem telja sig óralangt til vinstri þótt í öðru samhengi væri. Allt getur þetta orðiö lærdóms- rikt, brýning. Hvaö segir ekki Shakespeare kariinn: Svo máoss fljóta af hundasúrum hunang, og siöaspeki af fólsku fjandans sjálfs. Af mörgu er aö taka. Við skul- um láta okkur nægja eina hliö málsins. Hver er fyrirmyndin? Þótt undarlegt megi viröast er sem Sigurður Lindal oghans likar geri ráö fyrir þvi, að verkalýös- hreyfingin sé rikjandi afl, ráði viöhorfum I samfélagi, ráöi þvi hvað menn telja eftirsóknarvert. Svo er látið sem einmitt á vett- vangi verkalýðshreyfingar fæöist allt sem kallað er heimtufrekja, lifsþægindagræðgi, striö allra gegn öllum, aukið misrétti, jafn- vel hyskni námsmanna. Hér er snúið viö samhengi hlut- anna. Þvi neitar enginn, að verka- lýðshreyfingin hefur haft veruleg áhrif á samfélag af okkar gerö. En fyrst og siðast blasir sú stað- reynd við, að þegnar erualdir upp við borgaraleg viðhorf, borgara- lega lifsskoðun — og einnig þeir sem koma viö sögu I verkalýös- hreyfingu. Og við erum alin upp á því skeiöi, þegar gamlar borg- aralegar dyggðir (iðjusemi) eru á undanhaldi fyrir þvi sem Sigurð- ur Lindal og fleiri kalla að „heimta allt af öðrum”. Oft og mörgum sinnum höfum við rif jað upp góða vinstriþulu: öflugur neysluiðnaöur.vitundarsmiði sem stendur gQdum fótum bæði I aug- lýsingaiönaði og skemmtiiönaði gerir mikinn usla 1 sálartetrinu. Það er þessi samslungni iönaður sem býr tQ fyrirmynd um eftir- sóknarvert lif og fer þar mest fyrir stöndugu fólki, sem getur haft mikiö umleikis I einkaneyslu ogþarf ekkineittaö starfa, að þvi er best verður séö. Það er þessi magnaði iönaður sem beinlinis framleiðir óánægju, reynir að gera alla vansæla með íbúðina, bilgreyið, útlitið, fatnaðinn og sannfærir þá um að þeir þurfi að kaupa eitthvað nýtt og stórfeng- legt, vQji þeir menn heita. Holl og góð Við lifum i samfélagi þar sem samkeppnin er holl og góð, þaö er hún sem knýr áfram fram- farirnar, og hún sæmir sigurveg- arana verðlaunum fyrir frammi- stöðuna I formiefnislegra gæöa — það heitir að komast áfram i lif- inu (og andskotinn hirði þann aftasta). Það er dyggð að græða fé, auögast. Alþýðlegar hand- bækur umokkar góöa og frjálsa markaöskerfi, segjaaðsá sem hugsar vel um eigin hag hafi gegnt skyldum sinum við sam- félagið með prýöi. Sá sem selur vöru sina dýrt er þjóðfélaginu dýrmætur. Ef hann selur útlend- ingum er hann þjóðhetja, jafnvel þótt hann selji á okurverði. Ef hannerslyngursölumaöur sinnar vöru og þjónustu heimafyrir, þá er hann að byggja upp auðsæld, hann er að „veita atvinnu”. Og á þessum vettvangi hefur það aldrei verið góð latína að fara með s jálfsgagnrýni, iörast óheiðarlegra skattaframtala, játa yfirfærslu dýrrar einka- neysluyfir á fyrirtækin, lýsa þvi yfir aö grimmileg viöskiptastriö séu þjóðhagslega óhagkvæm eöa annað þessháttar. Vinstriskrif Eftir Árna Bergmann um þá hluti eru talin nið og of- sóknir. r Osaltir upp úr pækli Siðan kemur Sigurður Lindal — og hann er ekki einn á báti — og hneykslast á þvi að launafólk og verkalýðshreyfing hafi ekki slitið sig undan þeim viðhorfum, því siðferði, þvi gildismati, sem þess- ar aðstæðuralaaf sér. Launafólk, samtök þess og forystumenn, eiga aðstanda á miklu hærra sið- feröisstigi en þeir sem ráða fyrir auöog landi (og kannski ættu þeir að þakka það kompliment sem i sllkri tilætlunarsemi felst). Þeir sem selja vinnuafl eiga að sýna miklu hærri samfélagsþroska en til dæmis þeir sem selja bila og tannkrem. Það eru þeir sem eiga að skQja og viðurkenna i verki þarfir og möguleika samfélags- ins. Þeir eiga aö setja umhyggju fyrir náunganum ofar eigin hag meö samstöðupólitik. Einmitt þeir eiga að sleppa ósaltir upp úr pækli sérhyggjunnar sem hefur veriö heQt yfir allt samfélagið. Gagnrýni frá vinstri Hér með er komið að sérkenni- legum skyldleQta sem sýnist vera á milli hægrigagnrýni Siguröar Li'ndals og gagnrýni ýmissa vinstrisinna á verkalýðshreyf- ingu og flokka. Þvi marga lang- hunda hafa sósialistar fyrr og siðar skrifað til að vara við þvi sem þeir vildu telja borgaralegar tiUineigingar I starfi og fram- göngu verkalýðssamtakanna. Vara við þvi, að hún mengist af rikjandi viðhorfum, að hún láti kröfúr einkaneyslunnar hafa for- gang, vara viö að einstakir vel settir hópar launafóUcs taki sig út úr krafti sérstöðu sinnar og sundri bráðnauðsynlegri sam- stööu. En þessi gagnrýni frá vinstri stafar auövitað af þvi, aö menn vita að ef borgaraleg viðhorf til samkeppni, einstaklingshyggju, einkaneyslu sigra á öllum vett- vangi, þá kelur sósialismann á báðum fótum, máski króknar hann i hel, og hver má þá lifga hann við? Afneita eigin afkvæmi Þegar hægrisinnar þykjast hafa efni á að býsnast yfir þvi' að samtakarétti sé misbeitt, sérhlif- in heimtufrekju vaði uppi i samfé* laginu, að sérhagsmunapot kljúfi samfélagið I herðar niður og þar fram eftir götum — þá eru þeir vissulega aö tala um raunveruleg fyrirbæri. En það er höfuðfölsun að gera verkalýðshreyfinguna að ábyrgðaraöila. Þegar háborgara- legir málflytjendur eru aö býsn- astyfir „flugstjórum”, „uppmæl- ingaraöli” eöa einhver jum öðrum hópum I þvi skyni að koma óorði á verkalýðshreyfinguna eins og hún leggur sig, þá eru þeir blátt áfram að reyna aö sverja af sér eigin afkvæmi, og hefur það aldrei þótt manndómsiðja. Aldrei kom ég þar nærri, sagöi Pétur Gautur sem hafði eignast í trölla- gleði afsproigi sem skakklappa var, rétt eins og hann sjálfur „haltur á sinninu”. Og flúði. Syndir verkalýöshreyfingar- innar — sannar, oghálfsannar og upplognar — stafa ekki af þvi aö hún sé of hvass fleinn i holdi þjóðarlikamans, heldur einmitt af þvi aö hún er eitt af liffærum þessa sama kropps. -áb. * sunnudagspistíll m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.