Þjóðviljinn - 13.07.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.07.1979, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. júll 1979 DJOBVIUINN Málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóöfrelsis t'tgefandi: Otgáfufélag Þjófiviljans Framkvæmdastjóri: Eióur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haróardóttir L msjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Olfar Þortbóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson Hlaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson. Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla:Guömundur Steinsson, Kristfn Pétursdóttir. Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. ttkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Gúömundsson. Ritstjóm, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavlk, sfmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Upplýsingastríð um smjör og smjörlíki • Heilbrigðir lifnaðarhættir og þar með skynsamlegt mataræði eru fastagestir í umræðu f jölmiðla, og er að sjálf sögðu ekkert eðlilegra. Eftir að tókst að kveða niður ýmsa skæða sjúkdóma, ræðst heilsufar í æ ríkara mæli af því hvernig menn sjálfir kjósa að fara með líkama sinn. • Fátt er þá of tar á dagskrá en það, hvernig menn geta forðast hjarta- og æðasjúkdóma eða að minnsta kosti skotið þeim á frest sem lengst. Miljónir manna í vel- ferðarríkjum gleypa í sig fáanlegar upplýsingar um skaðsemi ákveðinna fæðutegunda fyrir hjarta og æðar og reyna að laga sig eftir þeim eins og sjálfsaginn leyf- ir. • í þessu samhengi hefur vakið nokkra athygli sam- antektsem birtisthér í Þjóðviljanum í vikunni um smjör og smjörlíki. Þar var rif jað upp að mikil skrif um skað- semi mettaðra fitusýra sem finnast í dýrafitu hafi breytt að verulegu leyti neysluvenjum manna. Ekki síst með þeim hætti, að smjörneysla hefur verið á undan- haldi, en smjörlíki, sem einu sinni þótti ómerkilegur staðgengill góðrar vöru rétteinsog gervikaffi, hefur sótt fram. Á þeim forsendum að smjörlíkisf ita sé sótt til jurtaríkisins og væru þær f itusýrur ómettaðar og hvergi nærri eins skaðlegar og þær sem f innast í smjöri. • Samantektin greindi frá auknum efasemdum vís- indamanna um þessa kenningu. Skoðanir eru enn mjög skiptar um þetta mál hjá læknum og fæðusérfræðing- um, en ekki verður betur séð en að þeir hallist æ meir að því að sýkna smjörið og lýsa því yf ir í leiðinni að öf I- ug útmálun á ágæti smjörlíkis sé skrum mestan part. • Þetta mál vísar út fyrir sjálft sig með ýmsum hætti. Við höf um séðá undanförnum árum, hvernig furðulega margir menn hafa komið sér upp mjögbláeygðritrú á vísindi, ekki sist læknavísindi, og látið þá trú eins og koma í staðinn fyrir kirkju eða flokk eða hugsjóna- hreyfingu einhverskonar. Hér sýnint komið enn eitt fróðlegt dæmi um það hve grátt þessi trú getur leikið áhangendur sína og att þeim útí ráðvillt gönuhlaup. • Annað er þó miklu verra. I smjörlíkisumræðunni kemur það greinilega fram, hvernig voldugir auðhring- ar hagnýta sér með slóttugum hætti það sem er til um- ræðu hjá læknum og heilsufræðingum. Auðhringir eins og Unilever, sem ræður beint og óbeint yfir gífurlegum hluta hinnar arðsömu smjörlíkisframleiðslu, hefur með þaulhugsaðri innrætingarherferð gert ker.ningar og til- gátur um mataræði að óvefeng janlegri staðreynd í vit und fólks og breytt venjum þess í samræmi við það. í leiðinni erum við neydd til að spyrja um heiðarleika vís- indanna. Að minnsta kosti er það svo, að ýmsir læknar saka aðra starfsbræður sina um að hafa verið á mála hjá hinum voldugu smjörlíkishringum, tekið í eigin- hagsmunaskyniþáttíaðskapa í vitund almennings „já- kvæða mynd” af framleiðslu þeirra. Þýska rannsókna- sambandið (Deutsche Forschungsgemeinschaft) kemsl t.d. að þeirri niðurstöðu að „ekki verði útilokað að við- skiptalegir hagsmunir hafi í einstaka tilfellum leitt til einhliða túlkunar vísindalegum niðurstöðum eða jafn- vel til útbreiðslu ósannaðra skoðana". Þetta er vægt til orða tekið — en þeir sem dýpra taka í árinni sýkne smjörið, en finna ýmsar hættur á bak við smjörlíkis- brosið. • Upplýsingastríðið mikla um sálir neytenda er háð með þeim aðferðum sem heimta sívökula og gagnrýna af- stöðu af hverjum og einum. —áb Bara 900 þúsund I nýjasta hefti tímaritsins Frjálsrar verslunar er okkur gerð grein fyrir þeirri voðalegu staðreynd að islenskir fram- kvæmdastjórar eru með þeim allra lægst launuðu i Evrópu. Eru tölur til tindar, og kemur þá i ljós sú voðalega staðreynd að vesalings framkvæmdastjór- arnir hafa ekki nema 900 þúsund krónur I laun að meöaltali á mánuði. Þarna eru þvi hin raunveru- legu olnbogabörn okkar þjóðfél- agsfundin, ogþvíhljótum við að krefjast þess af ASÍ, að tekin verði upp hörð barátta fyrir þvi að þessi laun verði hækkuð verulega og fari allavega upp fyrir miljón á mánuöi. Takist ekki aðfá þvi framgengt leggur Þjóðviljinn til að stofnaður verði „Fórnarl-undarsjóður rikisins” með þaö markmið að «styðja fátæka heildsala til endurhæfingar i betur launuð störf. Laun framkvæmdastjóra í fyrir- tækjum með allt að 2 milljarða króna veltu. Þúsundir kr. Land á mánuðl Sviss 2.390 V-Þýzkaland 2.140 Belgía 2.110 Bandaríkin 1.830 Danmörk 1.710 Frakkland 1.550 Holland 1.490 Svíþjóð 1.430 Spánn 1.150 Noregur 1.090 (talía 1.055 Bretland 1.025 ísland 900 Finnland 750 ■ Enn ein sönnun þess að tsland • er „láglaunasvæði”. J Niðurgreiðslur ! eru kjarabót Og meðan við erum með hug- ■ ann viðlágtekjufólk, þá bendum | við á samþykkt miðstjórnar ■ Alþýöusambands Islands frá ■ þvi fyrr i vikunni, þar sem mót- mælt er minnkandi niður- ! greiðslum á landbúnaðarvör- I um: „Rikisstjórnin hefur nú dreg- ið úr niðurgreiðslum á land- ■ búnaðarafurðum og hækkuðu þær þvi um 7 — 9% um siðustu mánaðamót — og fyrirhugað mun aö draga enn frekar úr ! niðurgreiðslum. Þessi minnkun niðurgreiðslna kemur harðast niður á tekju- ■ lægstu hópum þjóðfélagsins, [ einkum barnafólki, og mun m draga úr neyslu landbúnaðar- L............... Árnað heilla Sextugur á sunnudaginn Karl Sæmundarson, um- sjónarmaður í ölfusborg- um, verður sextugur á sunnudaginn 15. júli. Karl hefur tekið drjúgan þátt í baráttunni. Hann starfaði lengi í iðn sinni sem hús- gagnasmíðameistari og siðan að verslunarstörf um í mörg ár. Þá var hann í allmörg sumur gæslumað ur á Þórsmörk. ASl vill viðhalda niöurgreiösl- unum, þannig aö hið holla smjör verði ódýrara en ella. vara. Miöstjórn Alþýðusam- bands Islands mótmælir því þessari ákvörðun rikisstjórnar- innar og varar alvarlega við þvi, að haldið sé áfram á þessari braut.” Undir þetta hlýtur Þjóðviljinn að taka og brýnir þvi ráðherra Alþýðubandalags og Framsókn- ar til að láta ekki blaðrið i kröt- unum ráöa ferðinni um of. Það verður þó að viðurkennast að þeim er vorkunn að eiga að koma vitinu fyrir þá i land- búnaðarmálum.og vitnum við i þvi sambandi til viðtals við Eið Guðnason, fulltrúa Alþýðuflokks i Harð- ærisnefnd. Viðtalið birtist i Alþýðublaðinu: „Þessi nefnder þvi annarsvegar að fjalla um vandamál sem skapast vegna góðæris og mikillar framleiðslu og hinsvegar þau sem skapast vegna harðæris — og erfið- leika”, segir Eiður. Og þá er okkur spurn: Hvað ætlar nefnd- in að gera i meðalári? Norskur bandamaður Mörgum hefur þóttnóg um á- kveðni og hörku Norðmanna i Jan Mayen málinu og talað um að frændur séu frænd- um verstir. Þvi er það ánægju- efni að sjónarmið Islendinga virðast samt eiga nokkurn hljómgrunn i Noregi og mörg- um virðist þykja nóg um út- þenslustefnuNoregsá höfunum. I leiðara blaösins Dagbladet segir þannig fyrir skömmu: „Þótt fyrir þvi séu augljósar röksemdir að vernda fiskistofn- ana og það þurfi augljóslega aö taka tillit til fiskimannanna sem kjósenda, hefur Noregur nú tek- ið afstöðu sem er í andstöðu við alla sanngirni. Sem eitt af mannfæstu löndum Evrópu höf- um við nú þegar lagt hald á geysistór hafsvæði. Rétt eins og 200 milna lögsagan umhverfis meginland Noregs sé ekki nóg, og við að auki gerum kröfur til hafsvæðanna viö Svalbarða, þá stöndum við einnig fast á kröf- um okkar um efnahagslögsögu við Jan Mayen. Þetta hefur valdið verulegum vandræðum i samskiptum við norræna bræðraþjóð, sem Noregur hefur jafnan haft hin allra bestu sam- skipti við. Það ástand sem nú rikir milli Islands og Noregs er allt annað en viðkunnanlegt og eiginlega ónauðsynlegt, sama hve mikið stjórnmálamennirnir þvo hendur sinar og reyna að varpa sökinni á slitunum yfir á íslendinga. Okkur er aðeins kunnugt um einn stjórnmála- mann sem hefur þorað að kalla hlutina sinum réttu nöfnum án tillits til þess hver kynni að móðgast. Það er Guttorm Han- sen, sem hefur varpað fram hugtakinu „Norskur haf-imper- ialismi” (eða norsk heims- valdastefna á höfunum. þýö.). Þetta lýsir þeirri stööu sem við höfum komið okkur i”, segir Dagbladet. Lausmœlgi ráðherra Einhver vis maður sagði ekki fyrir löngu, að meginvandinn i stjórnarsamstarfinu væri ekki málefnaágreiningur, heldur lausmælgi sumra ráðherra. Ekki hefur Steingrimur Her- mannsson dregið úr þessum vanda með klaufalegu hjali sinu um að gengisfelling væri væntanleg. Það hefur jafnan verið talið eitthvert versta glapræði sem stjórnmálamanni getur orðið á að auglýsa hugsanlegar aðgerð- ir á borð við gengisfellingu. Kannski hefur hinum sein- heppna formanni Framsóknar oröið meira á i messunni með þessum ummælum, heldur en með mjög illa þokkaðri em- bættisveitingu sinni núnýverið. —eng Lausmælgi og óvinsælar em- bættisveitingar eru á góðri leið með að gera Steingrim að manni vikunnar. Karl Sæmundarson Þess skal getið, sem gert er I frásögn hér i blaöinu af afmælishátið Bændaskólans á Hvanneyri féll niður að geta um eina gjöf, sem skól- anum var færð við umrætt tækifæri. Var það áletraður veggskjöldur úr silfri, frá Öskari Hjartarsyni á Grjót- eyri, gefinn til minningar um fööur hans, Hjört á Grjót- eyri, sem fyrstur manna sótti um skólavist á Hvann- eyri. Er Öskar á Grjóteyri hér meö beðinn afsökunar á þessum mistökum, sem ein- göngu skrifast á reikning blaðamanns. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.