Þjóðviljinn - 13.07.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.07.1979, Blaðsíða 8
BORGARMAL 8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. júll 1979 Föstudagur 13. júli 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Sigurður Harðarson skrifar: ÞÉTTING BYGGÐAR ...en aö sjálfsögöu ber aö foröast vanhugsaöar breytingar á skipulagi.. Breytingar á skipulagi I bréfi sinu talar Ingimar fyrir rétti þeirra ibúa, sem fyrir eru — þeir hafi á vissan hátt keypt sér útsýni og aðgang að útivistar- svæðum, sem ráð hafi verið fyrir gert i skipulagi. Þetta er að vissu leyti rétt — almennt séð eiga I- búarnir rétt á þvi gagnvart borgaryfirvöldum, að þau gangi ekki á gæði ibúöarumhverfis þeirra með vanhugsuöum breytingum á skipulagi. An þess aðég ætli á nokkurn háttaö verja þau fjölmörgu dæmi um slik vinnubrögð, sem viðgengist hafa hér I þeim efnum, tel ég ó- hjákvæmilegt aö borgaryfirvöld áskilji sér rétt til breytinga á skipulagi þegar timar liða og að- stæöur breytast. Hitt er ljóst, að allar slikar breytingar eru við- kvæmar gagnvart þeim, sem vanist hafa ákveönu umhverfi og jafnvel útsýni gegnum árin. Verður þvi að grundvalla þær á traustum forsendum og I sem mestu og bestu samráöi viö þá sem þær snerta. Tilviljim og endurmat Endurmat á notkun lands hlýt- ur alltaf aö koma upp er timar liöa, og þar sem s.k. græn svæði hafa tengst umræðunni um þétt- inguna, er ekki úr vegi að átta sig Svæöin I Fossvogi (innan þess sem ætlaö var Bogarspitalanum) og kringum öskjuhliöarskólann voru ekki ætluö til útivistar heldur til ann- arra nota. Þá var mikill uppgangur I byggingariönaöi og nóg af landi I Breiðholti... hafin yfir alla umræðu um aöra hugsanlega notkun. Má nefna sem dæmi Oskjuhliö, Laugardal, Elliöaárdal. Þaö er fyrst með Aðalskipulaginu 62 — 83,sem heildarskipulagergert — á timum þegar Reykjavik er i ör um vexti og mikill uppgangur i byggingariðnaði og öllu efna- hagsllfi, og nóg af byggingarlandi i Fossvogi og Breiðholti. Það var þviekki veriö aðeyða dýrmætum tima i aö velta fyrir sér einhverj- um skæklum innan um þá byggö, sem fyrir var og þaö land sem skipulagi hafa fengið grænan lit eru e.t.v. ekki alltaf svo traustar að þær megi ekki endurmeta fremur en ýmislegt annað i skipu- lagsmálum borgarinnar. Ljóst er þó, aðfara verðurmeð mikilli gát i slikt endurmat eins og áður seg- ir, ekki eingöngu vegna um- hverfishagsmuna ibúanng,heldur lika vegna hættunnar á þvi, að þar meö sé verið að loka ákveön- um möguleikum til að byggja ýmiss konar þjónustustofnanir fyrir ibúana, sem siöar meir kann að veröa þörf fyrir. veriö frátekin til annarra nota. 1 fyrsta lagi er um að ræða svæöi I Fossvogi, sem liggur inn- an þess svæðis, sem ætlað hefur veriö Borgarspitalanum. Endan- leg afmörkun lóðar Borgarspital- ans hefur ekki fariö fram en sýnt þykir að þar megi koma fyrir töluverðri ibúðarbyggð. í öðru lagi er um að ræða svæöið kringum öskjuhliöarskól- ann og Veðurstofuna sem skv. skipulagi er ætlað undir stofn- anir, einkum sérkennslustofnanir en ekki er lengur reiknað með skv. skipulagi er útivistarsvæöi, en skiiur þó eftir verulegan hluta þess. Þegar úthlutað var lóðum i næsta nágrenni þarna á si'num tima geröi skipulag hins vegar ráð fyrir öháhýsum af þeirri gerð sem fyrir er, en 3 vorubyggð, svo með öllu óviöbúnir ættu amk. ekki upprunalegir ibúar þarna að vera. Hitt svæði er i Sogamýrinní, nánar tiltekið i totunni milli Suðurlandsbrautar og Miklu- brautar — dæmigert afgangs- svæöi, sem ekki hefur verið byggt á vegna þess, að Suöurlands- Aðför að grænum svæðum? I bréfi til skipulagsyfirvalda, er birtist I Þjóðviljanum þann 4. júli s.l. fjallar Ingimar Karlsson um þær hugmyndir, sem nú eru til umræðu varöandi þéttingu byggðar innan núverandi byggingarsvæða borgarinnar. Bréf Ingimars er á margan hátt góð byrjun á málefnalegri um- ræðu um málið og get ég aö mörgu leyti tekið undir hugleið- ingar hans um rétt borgaranna til umhverfis sins, um giidi úti- vistarsvæða og mikilvægi þess, að hlustað sé eftir áliti fólks áður en til lokaákvörðunar kemur I þessu máli sem öðrum. — Reynsl- una af hinu gagstæða er öllum kunnugt um. 1 þeirri von, að framhald verði á umræðunni tel ég rétt aðkoma á framfæri betur en hingað til þeim sjónarmiðum og röksemdum, sem liggja um- ræddum þéttingaráformum til grundvallar — ekki sfst þar sem rauði þráöurinn i bréfi Ingimars er sá, að þéttingin sé bein aöför að hinum s.k. grænu svæðum borgarinnar. Sá skilningur á rót sina að rekja til málflutnings þeirra, sem reynt hafa að gera þessi áform tortryggileg með þvi að tala um, að nú séu áætlanir uppi um að byggja á allflestum grænu svæðunum. dáh'tið á þessu hugtaki. Reykja- vik vestan Elliðáa hefur að mestu leyti byggst upp án þess að til væri heildarskipulag, þar sem vandlega væri metið og vegið með tiiliti til heildarinnar hvernig háttað skuli notkun á öllu landi. Tilviljun hefur i mörgum tilvik- um ráöið t.d. hvar skilin hafa verið eftir opin sævði, nema þar sem augljós náttúrferurð eöa sérkenni hafa svo aö segja veriö ekki var fyrirsjáanleg þörf fyrir undir aðra starfsemi fékk þvi heitið „grænt svæði”. Þannig voru svæði meðfram hraðbraut- um, eða inní gatnamótaslaufum auðkennd á sama hátt og t.d. Hljómskálagarðurinn eða Oskju- hliðin. Með þessu er ekki verið að segja, aðallar ákvaröanir um úti- vistarsvæði hafi verið vanhugs- aðar — heldur hitt, að forsendur fyrir ýmsum þeim svæðum, sem i Eru ekki græn svæði Varðandi hin 5 opnu svæði borgarinnar, sem athyglin beinist nú að vegna þéttingarinnar, er vert aðbenda á, aö 3 hin stærstu þeirra eru alls engin græn svæöi — hvaö þá útivistarsvæöi — sam- kvæmt skipulagi, heldur hafa þau slikri uppbyggingu þar. 1 þriðja lagi er svo svæðið með- fram Suðurlandsbraut vestan Glæsibæjar, en það er einnig stofnanasvæði og var á sinum tima ætlað undir menntaskóla þann, sem nú er I Vogaskóla. Þá er komið að þeim tveim svæðum, sem kallast mega græn svæði. Annað þeirra er viö Austurbrún og Vesturbrún og sneiðir þar eitthvað af þvi sem brautin var þá aðalsamgönguæð- in út úr bænum og þvi byggð sunnan hennar ekki I samhengi við byggðina norðan við. Eflaust hefúr einnig hjálpað til, að dýpra er þarna niður á fast og þvi ekki talin ástæða til að byggja þarna meðan völ var á öðru og betra by ggingarlandi. I þeim hugmyndum, sem nú eru uppi varðandi þetta svæöi er reiknaö meö þvi, að Suöurlandsbrautin borg og vegalengdir allar þvi miklar og ferðir dýrar — ekki bara fyrir einstaklingana beint heldur einnig óbeint vegna gifur- legs kostnaðar sem leggja þarf i byggingu og viðhald gatna- kerfis og rekstur strætisvagna. Betri nýting borgarlandsins þýðir þvi meiri hagkvæmni i rekstri borgarinnar, þetta með fyrirvara þó um það sem áöur segir um gæöi umhverfisins o.s.frv. Fyrir- Þcltinu á byspð gctur átt rctt á sír, cn sú byggð scm fyrir er á þann rétt, að ibúarnir hafa rétt til að njóta þcss útsýnis og þcirrar útivistaraðstöðu scm gcrt hafði vcrið ráð fyrir i skipulagi. Bréf til skipulagsyfirvalda góö byrjun á málefnalegri umræöu. verði íbúðargata og tengist ekki yfir I Miklubraut og Breiðholts- braut eins og nú. Varðandi gildi svæðisins til útivistar hefur verið litið svo á, að nálægð annarra og betri svæða til útivistar, svo sem Laugardals og jafnvel Elliðaár- dals gerði þetta svæði fremur þýðingarlitið. En væntanlega fá- um viöað heyra álit fleiri á þvi. Rök fyrir þéttingu En á hvaða rökum byggjast siö- an þéttingarhugmyndirnar? Þróun byggðar i borg er alltaf háö ýmsum ytri aðstæðum. Reykjavik heftir um árabil veriö i hraöri uppbyggingu vegna mik- illar fóiksfjölgunar og þenslu i byggingariðnaði —þangað til nú. Þróunin hefur snúist við af ýms- um ástæðum, sem ekki verða raktar hér, ibúum borgarinnar fækkar og byggingarstarfsemin hefiir dregist saman. Við sjáum sem sagt fram á, að þörfin fyrir ný ibúðarsvæði miðað við sömu þróun i ibúafjölda er ekki jafn sjálfsögöoghún virtist fyrir fáum árum og tiltölulega fáar i- búðir þurfi til viðbótar til að full- nægja þörfinni. Þessi þróun gæti snúist við i einhverjum mæli, en meðan svo er ekki liggur i augum uppi, að borgaryfirvöld eru ekki áfjáö i aö leggja úti miljarða- kostnaö við að brjóta nýtt land undir byggö, sem óvist er að þörf verði fyrir. Meðan þetta millibils- ástand varir og óséð verður hvaða stefnu þróun ibúafjöldans tekur, er eölilegast aö byggja það, sem byggja þarf innan núverandi byggingarsvæða borgarinnar. Það fellur að sjálfsögðu lika vel að fjárhags- stöðu borgarinnar, þvi meö þessu móti má gera töluvert margar lóðir byggingarhæfar fyrir lágmarkskostnaðeöabrot af þvi, sem þaðmundi ella kosta á ó- numdu landi. En þéttingaráformin eiga sér fleiri rök og ekki ómerkari: Reykjavik er mjög dreifbyggð sjáanleg þróun orkumála ætti aö styrkja þessi rök ennbetur. Fleiri rök mætti nefna — mikilvæg lika: Höfuöorsökin fyrir þeirri miklu umferð sem nú er um borgina á vissum timum og fyrirsjáanlegt er að muni aukast verulega,verði ekkert að gert, liggur I þvi mikla ósamræmi, sem er milli annars vegar fjölda vinnustaða á svæö- inu vestan Kringlumýrarbrautar. oghins vegar þessvinnuafls, sem býr á sama svæði. Ferðir til og frá vinnu veröa þvi langar og or- saka nær óleysanleg vandamál á ákveðnum stöðum I gatnakerfinu á morgnana og kvöldin. Meira jafnvægi þarna á milli — þ.e. fjölgun ibúa og takmörkun á aukningu vinnustaða — eykur lik urnar á þvi, að umferðin minnki og verði jafnari en ella. Takist þetta ekki verður erfitt að halda aftur af Fossvogsbraut og Hliöar- fæti, sem mundu eyðileggja raun- veruleg útivistarsvæði. Virk umræða Að lokum þetta: Reynsla undanfarinna ára kennir okkur, að ákvarðanir i skipulagsmálum er nauðsynlegt aðkynna og ræða i tima og áöur en lokaákvörðun er tekin. Sú vinna, sem fram hefúr farið fram að þessu hefur beinst að þvl að kanna stöðu umræddra svæða i borgarmyndinni og tengsl þeirra við umhverfiö og aðliggj- andi þjónustustofnanir. Þegar umræðu um þessi svæði er lokiö innan þeirra nefnda og ráða, sem hlut eiga að máli, er ætlunin að kynna málið rækilega fyrir al- menningi áður en lokaákvörðun um nýtingu þeirra verður tdcin. Virk þátttaka i umræðum um þessi mál — ekki bara þeirra, sem eru umræddum hugmyndum andsnúnir heldur lika þeúra sem þeim eru fylgjandi — er þvi mikil- væg fyrir alla þá aðila, sem segja slöasta oröið. Einnig væri fróð- legt aö heyra sjónarmið manna varðandi hvers konar byggð stefna beri að á viðkomandi svæöum ef úr verður og um ann- að hvaðeina er máli skiptir. Sigurður Harðarson ■ af erlendum veitvangi I Mikil olía undir danska Norðursjó — en danska ríkið fær næstum ekkert af gróðanum Eftir að botni Noröursjávar hafðiverið skipt á milli þeirra rikja, er lönd eiga að þvi hafi, var lengi svo að sjá að feitustu bitarnir hefðu komið I hlut Breta og Norðmanna, vitaskuld fyrst og fremst vegna ollunnar, sem þar fannst. Minni sögur fóru lengi af skákinni, sem kom ihlut Dana. Þar fannst þó einnig olia sem um munar. Það, sem helst vekur athygli I þvi sam- bandi er þó liklega hve herfilega danska rikið lét snuða sig við- vikjandi þessari kærkomnu auðlind. Nú er giskað á, að um miðjan næsta áratug geti olia og jarð- gas úr danska hluta Norður- sjávar fullnægt orkuþörf Dana að einum þriðja. Ýmsir sérfræðingar eru enn bjart- sýnni. Mörgum kom þetta á ó- vart, en ef þetta reynist rétt, hefur hér heldur en ekki hlaupið á snærið hjá Dönum. Skortur á eigin orkulindum er einn stærsti vandi Dana I þeirra þjóðarbú- skap. Danmörk hefur hvorki kol eða vatnsorku og flytur inn svo að segja alla sina orku. Sá inn- flutningur veldur margskonar efnahagsvandræðum, svo sem mjög óhagstæðum greiðslujöfn- uði I versíunarviðskiptum við útlönd. Danska ríkiö fær hunguriús Að sögn Dagbladet I Osló eru tvær orsakir til þess, aö olian i danska Norðursjó hefur fariö svo leynt til þessa. I fyrsta lagi hafa þessar auðlindir fundist smátt og smátt, ekki nema litið i einu og það þvi aldrei þótt stór- tiöindum sæta. I öðru lagi hefur danska rikið sáralitiö yfir oli- unni i sinum hluta Norðursjávar að segja, gagnstætt þvi sem er met Bretum og Norömönnum. A dönsku skákinni er voldugt sam band stórfyrirtækja svo til alls- ráðandi. Allar horfur eru á þvi að það eigi ævintýralegan gróða fyrir höndum, en aö það sem danska rlkið fær verði ekki nema skitur á priki. Ekki er þess að vænta að þetta muni I ■ I ■ I öldurmennið á myndinni er A.P. Möller, forstjóri útgeröarfyrirtækis með sama nafni. Hann var 85 ára, þegar myndin var tekin, en þó nógu ern til þess að honum tókst að vefja fulltrúum dönsku stjórnarinnar rækilega um fingur sér I oliumálum. mælast vel fyrir i Danmörku, ef það kemst i hámæli, og þess- vagna vill umrætt stórfyrir- tækjabandalag sem minnstar umræður um dönsku oliuna hafa. Stærsti aðilinn I fyrirtækja- bandalagi þessu, sem lempaði út úr danska rikinu einkarétt eða þvi sem næst til oliuvinnslu á þessu svæði, er sá kunni olíu- hringur Shell, sem á 40% hluta- fjárins. í öðru lagi er þaö danska skipaútgerðin A.P. Möller með 30% og oliuhring- arnir Chevorn og Texaco með 15% hvor. Bandalag þessara stórlaxa nefnist Dansk Under- grunds Consortium (DUC) og fékk sérleyfi sitt til oliuvinnslu 1962. Sá samningur gildir i 50 ár, hvorki meira né minna. Einstök kostakjör Sérfræðingar um oliumál segja að önnur eins kostakjör séu einsdæmi fyrir oliuvinnslu- fyrirtæki nú á timum. Yfirráðin á svæðinu og yfir vinnslunni þar eru nær algerlega i höndum DUC, og danska rikiö fær ekki nema 8,5% hagnaðarins fyrir sinn snúð. Dönsku oliusvæðin eru gjarn- an kennd við forn- og sagnkon- unga þjóðar þessarar. — Dan, Gorm hinn gamla og Skjöld, son Öðins. Fyrst var framleiösla hafin á Dansvæðinu og var það þegar 1972. Framleiðslan þar er nú um hálf miljón smálesta ár- lega. Giskaö er á að á Dan- svæðinu séu um 20 miljónir smálesta af oliu undir hafsbotn- inum. Að liönu tæpu ári hefst svo framleiðsla á svæöi kenndu við Gorm gamla, og þar eiga aö vera um 25 miljónir smálesta af oliu. Þar er búist viö árlegri framleiðslu upp á tvær miljónir smálesta. Þriðja svæðið, er hef- ur nafn af Skildi, á að geta gefið af sér eina miljón smálesta um árið, en óljóst er enn hversu mikið af olíu þar er undir botn- inum. Fleiri svæði, sem sum hafa enn verið litt rannsökuð og önnur alls ekki, gefa verulegar vonir. Þaö eru þvi miklar likur á þvi að i framtiðinni veröi Danir ekki eins sárlega háðir öðrum rikj- um I orkumálum og þeir hafa verið til þessa. Meira að segja er aldrei að vita nema þeir verði eftir nokkur ár að miklu leyti sjálfbjarga um oliu og jarðgas. Hins vegar er þetta mikið feimnismál fyrir dönsk stjórn- arvöld, sem sömdu svo hrika- lega af sér að erlend og innlend stórfyrirtæki koma til með að fá mestallan gróðann. Dagbladet/dþ. Starfsemi SÁA að sprengja utan af sér húsnœðið Vilja kaupa Tónabæ SAA hefur óskaö eftir samning- um við borgina um kaup á þvl umdeilda húsi, Tónabæ, en sem kunnugt er bárust engin tilboð I húsið þegar það var auglýst til sölu fyrir hálfu öðru ári. Borgar- ráð hefur enga afstöðu tekið til erindisins en vlsað þvi til um- sagnar Æskulýðsráðs. Hilmar Helgason, formaöur SAA, sagði i samtali viö Þj óðvilj- ann i gær, að samtökin sem nú eru um 9000 manns i, ættu að geta fjármagnað þessi kaup, þó aö þvi tilskyldu að Reykjavikurborg, sem rekur fjölskyldudeild áfeng- isvarna i samvinnu við SAA flytti þá starfsemi einnig i Tónabæ og fjármagnaði þann hluta kaup- anna. Þá sagði Hilmar aö SAA hefði einungis hug á aö kaupa efri hæð hússins, þannig aðekátar og æskulýðsráð gætu áfram haft að- stöðu I kjallara húsins. Hilmar sagði mikla þörf fyrir húsnæöi af þessu tagi. Starfsemi fjölskyldudeildar væri að sprengja allt húsnæði i Lágmúl- anum utan af sér, og svo mikil að- sókn væri i námskeiö sem þar eru haldin fyrir fjölskyldur áfengis- sjúklinga að biölistar væru á þau fram i októbermánuð. Deildin sem Reykjavikurborg rekur, sem fyrr segir, hefur um 30 fer- metra húsnæði og þegar nám- skeiðin eru haldin 5 kvöld vikunn- ar eru allir gangar þéttsetnir. Hver einstaklingur sækir nám- skeiðið tvisvar i viku i tvo mán- uði. Hilmar sagði að nú væri um 60 áfengissjúklingar i meðferð á vegum samtakanna ogijóstværi að ekki væri minni þörf fyrir að- stoð við fjölskyldur þeirra. Þá sagði hann Tónabæ geta nýst sem skemmtistað fyrir þá sem ekki treystu sér út á almenna vinveit- ingastaði og raunar myndi hús- næðið nýtast samtökunum til alls annars en meðferðarinnar sjálfrar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.