Þjóðviljinn - 13.07.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.07.1979, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. júli 1979 Viðrœður Sadat og Begins: Enn óvfst um árangur Begin forsætisráöherra tsraels kom heim í gæreftir tveggja daga viftræöur vift Sadat Egyptalands- forseta f Alexandrfu. Enginn beinn árangur viröist hafa náftst í þeim viftræöum þó báftir forset- arnir hafa lýst sig hæstánægfta meft þær. Begin kvaftst hafa náft „góftum árangri” en talsmenn hans neit- uftu aö gefa neinar ákveönar upplýsingar um viöræöurnar og niöurstööur þeirra. Sadat og Begin ræddu einkum um það deilumál sem engin lausn var fundin á i friöarsamning- unum, hvort Palestinumenn á herteknu svæöunum skuli fá ein- hvers konar sjálfsstjórn. Leiðtogarnir sögöust ekki hafa rætt nein „smáatriöi” i þessu sambandi, en viðræður embættis- manna rikjanna um sjálf- stjórnarmáliö hafa gengið mjög treglega að undanförnu. Það er þvi allt á huldu um niöurstöður leiötoganna. Þó sagði Sadat á blaöamannafundi aö honum heföi ekki tekist aö sannfæra Begin um aö Israelsmenn ættu aö hætta landnámi sinu á herteknu svæö- unum. Sadat mun koma til tsraels í ágústlok og freista leiðtogarnir þess þá enn aö ná samkomulagi um vanda palestinsku þjóöarinn- ar. Þess veöur að geta aö talsmenn Palestinuaraba hafa enga trú á sjálfstjórnarviðræðum Sadats og Begins, neita meö öllu þátttöku I þeim og lita ekki lengur á Egypta sem formælendur sina. Vietnamskir hermenn i Kampútseu: Hvenær halda þeir heim? Vietnamar œtla að kalla Nicaragua: Sandinistar sigurvissir Sandinistar I Nicaragua lýstu þvi yfir i gær aft fyrrum stuftningsmenn Somoza einræftis- herra myndu ekki sæta ofsóknum nái þeir völdum. Sandinistar sögftu lika aft þeim sem vildu fara frá Nicaragua þegar stjórn þeirra heffti tekift vift yrfti leyft þaft. I útvarpi skæruliðanna var lesin yfirlýsing þess efnis aö þegar bráöabirgöastjórn Sandin- ista hafi fengið öll völd veröi umsvifalaust lýst yfir vopnahléi. Yfirlýsingar útvarpsins bentu til aö Sandinistar teldu fullnaöar- sigur skammt undan þar eö Somoza ráöi nú engu nema höfuö- borginni. Flestir erlendir frétta- menn i landinu virðast á sama máli. í fyrradag hélt Somoza mikla ræöu þar sem hann haröneitaði aö láta af völdum og kvaöst mundu berjast þar til yfir lyki. Jafn- framt var algerri ritskoöun komiö á i höfuöborginni. Þaö var hald margra erlendra fréttamanna að Somoza væri þó oröin ljós vonlaus aöstaöa sin og hann væri nú fyrst og fremst að reyna aö tryggja aö þjóövaröliö hans og „frjálslyndi flokkurinn” fengju itök í stjórn landsins þó hann segði af sér. Slíkum tilboöum hafa Sandin- istar hingaö til visaö á bug. Þeir fullyrtu I gær aö gagnsókn Somozas heföi runniö út I sand- inn. Heimildarmenn Reuter sögöu að herforingjar þjóövarðliösins heföu undanfarnar vikur unn- vörpum sótt um vegabréfsárit- anir til Bandaríkjanna þó þeir þættust sigurvissir i opinberum yfirlýsingum. Flóttamenn skammt frá Managua. Rúmlega eitt hundraft þúsund Nicaraguabúar hafa oröift aft yfirgefa heimili sln siftan i september 1978. Reuter og Nicaragua Sem kunnugt er sækja is- lenskir fjölmiölar margt til Reuter-fréttastofunnar og margar erlendar fréttir eru þýddár beint af fjarritastriml- um hennar. Reuter hefur yfir sér virðu- legt yfirbragö áreiöanleika og hlutleysis, likt og Rikisútvarpið sækist eftir. Sósialistum er auð- vitað ljóst aö um eiginlegt hlut- leysi getur aldrei verið aö ræöa — gildismat ræöur mestu bæöi þegár vægi frétta er ákveöiö og ákveönir þættir taldir mikil- vægari en aörir til að lýsa ein- hverju ástandi. Það er hægt að nefna hundrað dæmi um aö I þessu efni hallast Reuter mjög á hina kapitalisku hliö. Hér skal bent á eitt vegna þess aö þaö varðar helsta er- lenda fréttaefniö núna: Nicara- gua. I gær sendi Reuter frá sér fréttaskýringu (news focus) um afleiöingar borgarastyrjaldar- innar i þessu landi fyrir önnur Miö-Amerikuriki, en slikar fréttaskýringar eru oft endur- sagöar i Islenskum fjölmiölum. Aö sjálfsögöu er ýmislegt rétt athugað I þessum pistli. En orö- færiö allt er talandi dæmi um þaö gildismat sem reynt er aö innræta lesendum eöa hlustend- um. Þaö er spurt um hvort ný Kúba sé framundan og mikið gert úr itökum „marxista” meðal óbreyttra liðsmanna Sandinista. Þar segir meðal annars: „óttast er (there are fears) að vinstri menn myndu ráöa mestu i stjórn sem væri studd af Sandinistum og tæki viö af Somoza”. Hver óttast þaö og af hverju? En það er óþarfi aö fyllast skelfingu. Bandarikin „reyna nú aö tryggja aö fleiri hófsamir (moderates) veröi teknir inn i hina nýju stjórn.” Burtséð frá þeirri spurningu hvaö það sé aö vera hófsamir i landi þar sem úrslitaátök standa yfir milli einræöisherra og frelsishreyfingar, en rétt aö hafa I huga hvaö Bandarikja- menn fóru fram á viö Sandin- ista: Þeir vildu aö tveir fyrrver- andi samstarfsmenn Somoza yröu teknir inn i stjórnina. Annar þeirra var yfirmaður þeirra hersveita Nicaragua, sem þátt tóku i innrásinni I Dómikanska lýðveldið 1965. Þegar Sandinistar höfnuöu þessu kostaboði sagöi Reuter I fréttaskeyti að nú væru taldar likur á enn meiri blóösúthelling- um I Nicaragua „vegna þess aö tilboöi Bandarikjastjórnar var hafnaö”. En höldum áfram meö frétta- skýringuna. Þaö er vikið aö ein- stökum löndum, þ.á.m. Hondúras sem herforingja- stjórn ræður og fylgir þessi setning: „óróa er tekið aö gæta meðal verkfólks (labour unrest) en vonast er til (there are hopes) aö þessar öldur sé hægt að lægja meö pólitiskum umbót- um.” Þessar tilvitnanir ættu að nægja til aö sýna glöggt frá sjónarhóli hvers Reuter skýrir sinar fréttir. Og svipað oröfæri má einatt finna I fréttunum sjálfum. Er nema von aö þaö oröalag skuli stundum slæöast inn I Is- lenska fjölmiöla að „hætta sé á” að stjórnin I Nicaragua falli. hg Herina heim frá Laos og Kampútseu Fyrir nokkrum dögum til- kynntu vietnömsk stjórnvöld þeim kinversku aö þau hyggftust draga heri sina útúr Laos og Kampútseu en létu þaft fylgja aft timasetning brottfararinnar yrfti ákveðin af stjórnum þessara þriggja landa án samráfts vift Klnverja. Klnverjar hafa löngum gert þaö aö skilyröi fyrir meiri sáttfýsi i viöræðunum viö Vietnama aö þeir dragi her sinn út úr Kampútseu, en Vietnamar segja þessi mál alls endi óviökomandi hvort ööru. Sjöunda umferö viöræöna þjóö- anna um landamæradeilur þeirra stendur nú yfir I Peking og virðist litiömiöa. Vietnamar hafa sakaö Kinverja um yfirgang á landa- mærum rikjanna en Kinverjar eru reiöir vegna flóttamanna- straumsins frá Vietnam. Fyrir nokkru hermdu heimildir i Thailandi aö til árekstra heföi komiö milli herliös nýju stjórnar- innar i Kampútseu og viet- namskra hermanna i noröaustur- hluta landsins. Gifurlegur matvælaskortur er I Kampútseu og er talin mikil hætta á hungursneyö. Vietnamar og nýja stjórnin i Kampútseu hafa fariö fram á hjálp frá alþjóöastofnunum til aö bægja þessari hættu frá. Portúgal: Geta sósíalistar myndað stjórn Mario Soares leifttogi portú- galskra sósialista fór þess á leit i fyrradag viö Eanes forseta aft hann boftafti ekki til kosninga i október heldur léti einhvern úr röftum sósialista efta einhvern sem nyti trausts þeirra reyna stjórnarmyndun. Efnahagsástand i Portúgal er bágboriö og þar hefur veriö st jórnarkreppa siöan Eanes svipti Soares forsætisráöherra embætti fyrri ári þegar upp úr samstarfi sósialista og Miðdemó- krata (ihaldsflokkur) slitnaöi. Forsætisráöherra þeirrar utan- þingsstjórnar sem siöast var viö völd, Carlos Mota Pinto, varö aö segja af sér i siöasta mánuöi vegna þess aö hann sætti sig ekki viö þær miklu breytingar sem þingið geröi á fjárlagafrumvarpi hans. Búist var viö aö Eanes myndi boöa til kosninga i haust en þær eiga annarsað fara fram á næsta ári. Slíkar kosningar vilja sósialistar sem eru stærsti flokkurinn á Jángi, fyrir allan mun forðast Soares ætlar sér ekki sjálfur aö mynda stjórn, en flokkur hans telur sig geta stjórnaö meö 37 óháöum sósialdemókrötum (sem höföu sagt skiliö viö fyrri flokk) þvi þannig ná þeir meirihluta á þingi. Kratarnir hafa hins vegar deild innbyröis um hvort þeir kæri sig um aö starfa meö sósialistum. Kommúnistar og sósialistar hafa aö visu meirihluta á þingi,enkalt hefur veriö á milli þeirra og kóln- aöi enn eftir aö sósialistar sam- þykktu tillögu á þingi sem sviptir verkalýössambandiö Intersyndi- cal (þar sem kommmúnistar eru atkvæöamestir) viöurkenningu stjórnvalda sem eina verkalýös- sambandiö. Mikil mótmæli uröu meðal verkafólks þegar þessi til- laga var samþykkt. Viröist sem leiötogar sósialista séuákveönir I þaö leita samstarfs til hægrifremuren vinstri. Stjórn Pintos, sem situr uns ný tekur viö, er 10. rikisstjórn Portúgals frá þvi byltingin var gerö 1974. Hægri flokkarnir I Portúgal vilja kosningar i haust,. og portúgölsk blöö sögöu i gær aö mjög liklegt væri aö Eanes forseti færi aö vilja þeirra. Skylab kemur smám saman í leitirnar Geysileg leit aft hlutum úr bandarisku geimstöftinni Skylab hófst austur af borginni Perth i Astrailu I gær. Þúsundir manna kepptust vift, til aft vinna til þeirra miklu peningaverftlauna sem blöft höfðu heitiðþeim sem fyrst finnur brot úr stöðinni. Búist er viö aö 1000 brot úr Sky- lab hafi dreifst yfir þetta svæöi. Fyrstir til aö finna eitt þeirra voru póstmaöur og tveir járn- brautastarfsmenn frá örlitlu þorpi 960 km austur af Pertti. Þeir voru reyndar aö leita aö einum Ibúa þorpsins en ekki hluta úr geimstöö þegar þeir rákust á furöu heillegan hólk (2xlm) við járnbrautarteina. Settu þeir fund sinn á vörubíl og héldu kampakátir af staö til næstu borgar i von um verölaun. I Ijós kom aö hólkurinn er úr Sky- lab. Ævintýramenn af öllum gerö- um halda þó leit sinni áfram á þessu svæöi. Eftir blööum aö dæma voru sumir Astraliubúar Bandarikja- mönnum gramir fyrir aö afstýra þvi aö Skylab brotlenti i N-Ameriku, aöeins til þess aö Astraliumenn fengjuhana i haus- inn. Ekki er þó vitaö til þess aö neitt tjón hafi oröiö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.