Þjóðviljinn - 13.07.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.07.1979, Blaðsíða 5
Föstudagur 13. júll 1979 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 5 í stuttu máli Skátamót í Viðey Skátamót verður haldið i Viðey 13. — 15. júli n.k. Það eru Landnemar sem gangast fyrir mótinu og er það skipu- lagt sem flokkamót fyrir allt landið. Dagskráin miðast við. flokksverkefni viðsvegar á eyjunni og einnig verður keppt I „Viðeyjarleikum”. Mótsgjald er 5000 kr. og felst i þvi mótsmerki, bæklingur, bátsferöir og kvöldhressing. Kynning á inn- hverfri íhugun Hérlendis hefur Innhverf ihugun (Transcendental Meditation technique) verið kennd i um fimm ár á veg- um Islenska íhugunarfé- lagsins. Aðferðin er kennd á stuttum námskeiðum af kennurum sem þjálfaðir hafa verib hjá Maharishi Mahesh Yoga. Námskeiðin hefjast jafnan með almennri kynningu, sem öllum er opin. Næsta kynning fer fram miðviku- daginn 18. júli að Hverfis- götu 18, kl. 20.30. Einnig verður kynningarfyrirlestur að Möðruvöllum (MA) Ak- ureyri fimmtudaginn 19. júli kl. 20.30. A fyrirlestrum þessum verður nánar fjallað um áhrifamátt aðferðarinn- ar á sviði heilbrigðis ein- staklings og samfélagsins. Blómarósir Alþýðuleikhúss- ins: Þrjár rósanna kljást við verkstjórann i kaffitima. Ljósm. Leifur Blómarósir í sumarfrii Sýningum Alþýðuleikhúss- ins á „Blómarósum” eftir Ólaf Hauk Simonarson fer nú að fækka vegna sumarleyfa en leikritið hefur verið sýnt i Lindarbæ i júni og júli við mjög góða aðsókn. 1 ágústmánuði mun leik- hópurinn leggja upp i leik- ferð með „Blómarósir” og sýna víðsvegarum landið og verður það þriðja leikferð Alþýðuleikhússins á þessu leikári. Barnaleikritið „Vatnsber- arnir” voru á tveggja mán- aða leikferð i mars og aprll og nú stendur yfir leikferð með „Við borgum ekki, við borgum ekki”, sem sýnt var fyrir fullu húsi i Lindarbæ i allan vetur. A sama tima og „Blóma- rósir” fara i' leikförina hefst svo vetrarstarf Alþýðuleik- hússins með æfingum á nýju verki, segir i frétt frá leik- húsinu. Leiðrétting Missagt var i frétt i blað- inu i gær, aö Þingvallanefnd ætlaöi að halda fund i gær, þar sem ákveðið yrði hvort leyfi fengist til töku atriöa i kvikmyndina „Söguna um Sám” á Þingvöllum. Eins og fram kom siöar i fréttinni var þessi fundur haldinn i fyrradag og ákvörðun um málið þá frestaö um óákveð- inn tima. I: Bsaa&ai Lokið verður við dreifikerfi hita veitu um Oddeyrina á þessu ári Svona litur Eiðsvallagatan út um þessar mundir. Ljósm. Sig. Rúnar Evrópumót hestamanna 1979 Evrópumót hestamanna verður að þessu sinni haldið i Hollandi dagana 24.-27. ágúst,n.k. Ferðir á mótið eru skipulagðar af tveimur aðilum: Samvinnuferðum-Land- sýn og nokkrum Fáksfélögum. Samvinnuferðir-Landsýn hafa, að beiðni stjórnar Lands- sambands hestamannafélaga, ákveðið að skipuleggja tvær mis- munandi ferðir til Apeldoorn. 1 fyrsta lagi beint flug á Evrópu- mótið og er verðið aðeins kr. 121.500. Gist er þá á tjald- stæðum, sem ferðaskrifstofan út- vegar. í öðru lagi verður tu boöa 11 daga ferð og komið við i þremur löndum. Lagt verður af stað 17. ágúst og gist i Luxemborg. Þá tekur við þriggja daga bilferð um Holland og þriggja nátta dvöl i Amsterdam. Að afstöðnu hesta- mannamótinu verður svo tveim dögum eytt i Kaupmannahöfn. Ferð þessi kostár kr. 246.800. I þvi verði er allt flug innifalið ásamt gistingu, akstri, skoðunar- ferðum o.fl. Bent skal á, að fólk getur notað flugkostnaðinn meir en einvörðungu til heimsóknar á hestamannamótið. —mhg Innflutt lyf 80% verömætisins — Mest kemur frá Danmörku t frétt frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu um innflutning segir að um 80% af heildar verðmætum lyfjasölu héi á landi séu innflutt lyf. Mest er flutt inn frá Danmörku eða um 35%. Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir virðist innkaupsverð lyfja til íslands að meðaltali vera svipað þvi sem gerist i Danmörku og Sviþjóð, en nokkru hærra en i Noregi. í ljós hefur komið, að sum dönsk fyrirtæki reyna að selja lyfjavörur sinar hingað á sama verði og til danskra lyfjabúða, þ.e. um 10% yfir innkaupsverði heildsala i Danmörku. Einnig hefur verið gerður samanburður á verði i Englandi og kemur i ljós að verðlag er svipað. Þrjú fyrir- tæki skera sig úr hvað varðar verð og standa samkomulags- umleitanir yfir við þau um lækkun innkaupsverðs. Samkvæmt útreikningum lyfjaverðlagsnefndar hækkaði innkaupsverð að meðaltali um 5% á árinu 1978 og fyrstu sex mánuði þessa árs hefur engin hækkun orðið. Bœjarstjórn Eskifjarðar: Bessastaðaánirkjun og orkufrekan iðnað A fundi Bæjarstjórnar Eski- fjarðar 28. júni s.l. urðu miklar umræður um atvinnumál og orkumál á Austurlandi. Bæjar- stjórnin samþykkti samhljóða eftirfarandi áskorun: „Bæjarstjórn Eskifjarðar skorar á rikisstjórn að nú þegar verði tekin ákvörðun um Bessastaðaárvirkjun. Bæjar- stjórnin leggur á það þunga áherslu að raforkuþörf fjórð- ungsins verði mætt með raforku- framleiðslu innan fjórðungsins og telur orkuskort standa veru- lega fyrir eðlilegri atvinnu- uppbyggingu austanlands. Bæjarstjórnin telur eðlilegast að næsta verkefni á sviði orku- freks iönaðar verði beint til Austurlands, t.d. má þar nefna hugmyndir um byggingu methanolverksmiðju.” Hitaveita Akureyrar: Áætlanir standast Allar horfur eru á að framkvæmdir við Hita- veitu Akureyrar standist áætlun. Út leit að visu fyrir á tímabili/ að far- mannaverkfallið mundi valda þar einhverri röskun en það leystist þó áður en svo yrði að ráði. — Við erum á fullri ferð með að leggja dreifikerfi um bæinn, sagði Ingi Þór hjá Hitaveitu Akureyrar. Er ráð fyrir þvi gert, að i lok þessa árs nái dreifikerfið til 70-75 % húsa i bænum. Ætlunin er svo að ljúka lagningu dreifi- kerfisins á næsta ári. Eftir er núna t.d. miðbærinn, gamli inn- bærinn og eitt hverfi uppi á Brekkunum, sem er nær ein- göngu kynt með rafmagni. — 1 ár erum við, sagöi Ingi Þór,—að ljúka við Oddeyrina og austari hluta Glerárhverfis jafn- framt þvi, sem verið er að leggja i nýtt ibúða- og iðnaðarhverfi i norðurenda bæjarins. Þá stendur yfir bygging á 5000 tonna miðlunargeymi við Súlu- veg, ofan við bæinn og lagning æðar að honum. Framkvæmdum við hann á að ljúka i haust, eins og öðrum þeim verkefnum sem unnið er að núna. Verið er og að ljúka við byggingu dælustöðvar við Þórunnarstræti. Eftir er að bjóða út fram- kvæmdir við lagnir um siðari hluta Ongulsstaðahrepps. 1 fyrra var lagt um fyrri hluta hreppsins og ráðgert að ljúka við siðari hlutann i ár. Verður verkið væntanlega boðið út nú bráölega. Borun stendur nú yfir á Ytri- Tjörnum og er Narfi þar að verki. Gengur hún vel. Einnig er hafin borun með höggbor við Grýtu, en hún er nokkru innar i firðinum en Ytri-Tjarnir. — mhg Leiðrétting frá iðnaðar- ráðuneytinu I frétt i Þjóöviljanum laug- ardaginn 7. júli 1979 er greint frá þvi að iðnaðarráðuneytiö hafi skilað skýrslu til at- vinnumálanefndar Húsavik- ur um möguleika á stofnun húseiningaverksmiðju þar I bæ. Hér er ekki alls kostar farið rétt með. Einu afskipti iðnaðarráðuneytisins af þessu máli eru þau, að þaö hefur látið gera hagkvæmn- isútreikninga fyrir slika verksmiðju og voru þeir framkvæmdir af Rannsókn- arstofnun byggingariðnað- arins. Skýrslan sem lögð var fyrir atvinnumálanefndina og um er rætt i greininni var aftur á móti unnin af Ás- mundi Asmundssyni verk- fræðingi. —Þig Rafsuðumenn — réttingamenn Oskum eftir að ráða: 1. Rafsuðumenn 2. Réttingamann Upplýsingar á skrifstofum vorum á Kefla- vikurflugvelli daglega,einnig i Lækjargötu 12, Iðnaðarbankahúsinu, efstu hæð föstu- daginn 13. þ.m. kl. 14-16. í I íslenskir Aðalverktakar s/f laðberar óskast Simi 81333 DIOBVIUINN SELTJARNARNES: Sólbraut (frá 16. júli) AFLEYSINGAR REYKJAVÍK: Stuðlasel (21. júli - 27. Kaplaskjól (nú þegar til 26. júli og 8.-12. ágúst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.