Þjóðviljinn - 13.07.1979, Blaðsíða 16
DJÚDVIUINN Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aðra starfs- <■ Ö1111 Kvöldsími 81348
Föstudagur 13. júli 1979 menn blaðsins i þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. O ÍJJJ
Húsnœðismálastjórn
2480 milj. kr. lán
veitt í ágúst-okt.
2 miljarða vantar til að fullnœgja lánaþörfinni
Húsnæöismá last jórn
hefur samþykkt lánveit-
ingar að upphæö saman-
lagt kr. 2480 miljónir til
greiðslu eftir 25. ágúst og
eftir 10. október.Er þar
með búið að veita hús-
næðismálalán í svipuðum
mæli og á sama tima und-
anfarin ár, en mikil óvissa
rikir um þann tíma sem
eftir er ársins og vantar
um 2 miljarða króna til að
fullnægja lánaþörfinni á
þessu ári, að því er ólafur
Jónsson i húsnæðismála-
stjórn sagði Þjóðviljanum.
ViöræBur hafa staBiB yfir viB fé-
lagsmálaráBherra um þennan
vanda.
Lánveitingar þær sem nú voru
samþykktar verBa sem hér
greinir:
Lokalán,(3. hluti) skulu veitt til
greiBslu eftir 25. ág. n.k. þeim
umsækjendum sem fengu frum-
lán sin greidd 25. ág. 1978 og miB-
lán sin greidd 10 mars 1979.
samtals 337 m. kr.
G-lán skulu veitt til greiBslu
eftir 1. okt. n.k. þeim umsækj-
endum sem lögBu inn umsóknir
um lán til kaupa á eldri ibúBum á
timabilinu 1. jan. 1979-1. aprfl
1979. samtals 1200 m. kr.
Frumlán (1. hluti) skulu veitt
til greiBslu eftir 1. okt. n.k. þeim
umsækjendum, sem sent höfBu
fokheldisvottorB til stofnunarinn-
ar fyrir 1. júli s.l. og áttu fullgild-
ar og lánshæfar umsóknir 1. júli
sl. samtais 360 m. kr.
Miðlán (2. hluti) skulu veitt til
greiBslu eftir 10. okt. n.k. þeim
umsækjendum, sem fengu frum-
lán sin greidd 1. aprll 1979. sam-
tals 400 m. kr.
Lokalán (3. hluti) skulu veitt til
greiBslu eftir 10. okt. n.k. þeim
umsækjendum sem fengu frum-
lán sin greidd 1. okt. 1978 og miB-
lán sin greidd 10. april 1979. Sam-
tals 183 m. kr.
-vh
Bensínið i 312 kr.
Olíuvandi í nefnd
Rikisstjórnin staðfesti á
fundi i gær ákvörðun verð-
lagsnefndar að heimila
hækkun bensins upp i kr. 312
á litra. Þetta þýðir að ekki
hefur verið felldur niður
söluskattur af veggjaldi, eins
og til umræðu tnun hafa
verið. Skattheimtuprósenta
rikissjóðs er þvi óbreytt.
I framhaldi af þessu var
ákveBið að rikisstjórnin
beitti sér fyrir þvi að aukinn
hluti af bensinverBi renni til
vegamála, og er nánar um
þaB fjallað i viðtali við Ragn-
ar Arnalds hér i blaðinu.
Engin ákvörðun var tekin
um hækkanir á svartoliu og
gasoliu. Var m.a. rætt um
tillögur Alþýðubandalagsins
um oliugjald á innflutning,
7% næstú 6 mánuði og 3%
aðra 6 mánuði. Engin
ákvörBun var tekin i málinu
og ákveðið aB skipa nefnd 3
ráðherra til að vinna frekar i
málinu og samræma sjónar-
miB. Munu i henni verBa þeir
Ólafur Jóhannesson, Hjör-
leifur Guttormsson og
Magnús H. Magnússon. eng
Norsk-íslensk fiskveiöinefnd
í undirbúningi
A vegum sjávarútvegs-
og utanríkisráðuneytisins
er nú unnið að því að
koma á norsk-íslenskri
f iskveiðinef nd til að fram-
fylgja þvi óformlega sam-
komulagi sem náðist í við-
ræðum Norðmanna og
islendinga um loðnuveið-
arnar við Jan Mayen á
dögunum.
Benedikt Gröndal utanrikis-
ráöherra dvelst nú i Bandaríkjun-
um og gegnir Kjartan Jóhanns-
son sjávarútvegsráðherra störf-
um hans á meðan. Er Þjóöviljinn
haföi samband viö Kjartan siö-
degis i gær, þá kvaðst hann ekki
geta gefið neinar upplýsingar um
gang þessa máls þar sem hann
væri nýkominn heim að utan og
heföi ekki haft tima i dag vegna
anna i rikisstjórninni til að setja
sig inn i máliö.
Þjóðviljinn haföi þá samband
viö Hörð Helgason ráðuneytis-
stjóra i utanríkisráöuneytinu og
innti hann frétta af þessum undir-
búningi. Höröur kvaðst litiB geta
tjáð sig um máliB en sagöi aö
reynt yrði aö flýta þvi að þessi
nefnd kæmist á laggirnai^ alla-
vega fyrir 23. júli en þá hefja
Norðmenn veiðarnar. |>j„
Bernhöftstorfan
Nú skal tekið til höndum
Torfusamtökin sitja ekki auð-
um höndum þessa dagana.
FriOun Torfunnar virOist loksins
i höfn eftir margra ára baráttu
og ekki seinna vænna að snúa
vörn I sókn og koma húsunum i
gott lag, borgarbúum til augna-
yndis og ánægju.
í vor var lokið við aö þrifa
húsin aö innan og nú standa
frekari framkvæmdir fyrir
dyrum. Undanfarin kvöld hefur
hópur fólks fengist viö að þrifa
lóðina aftan viö gamla bakariið,
þar hefur veriö sléttað og mold
borin á, enda á að tyrfa blettinn
á næstunni.
A laugardag á að hefjast
handa viö Landlæknishúsið þar
á aö setja gler i glugga og hefja
aðrar lagfæringar.
Eins og gefur að skilja kosta
framkvæmdir sem þessar nokk-
uð fé, en þeim peningum sem
safnast hafa sem ágóði af happ-
drætti samtakanna og jólasölu
verður varið til viðgerða.
Guðrún Jónsdóttir formaður
Torfusamtakanna tjáði Þjóð-
viljanum að mikið stæði til,
teikning af lóðinni er tilbúin og
ef þær áætlanir sem þar getur
aö líta komast i framkvæmd
biður Torfunnar glæst framtið
og var sannarlega tími til kom-
inn. -ká
A meðfylgjandi mynd er skipulagsuppdráttur af Torfunni og á honum sést að á svæðinu er gert ráð fyrir
leiktækjum, grasbölum, runnum, bekkjum, ogöðru þvier prýða má útivistarsvæöi I miöri borg.
A bilasölum borgarinnar er mikið framboö á stórum bilum, en fremur
dræm sala. Nú vilja allir eiga litla og sparneytna biia.
Spurningin er:
Hvað eyðir
hann miklu?
Samdráttur í sölu stórra bila
Oiian og bensíniö veröa greini-
iega viðfangsefni þessa sumars.
Rikisstjórnin ræöir máliöogbúist
er viö nýjum hækkunum. En
hvaöa áhrif skyldu umræður um
orkusparnað og eldsneytis-
hækkanir hafa á bilasölu og bila-
innflutning?
Þjóðviljinn hafði samband við
nokkra innflytjendur ogbilasala I
gær til aö forvitnast um hvort
samdráttar heföi oröið vart.
Hjá Sambandinusem flytur inn
mikiöaf stórum og eyðslufrekum
bilum fengust þær upplýsingar að
salan væri þokkaleg, verkfallið
hefði sett strik i reikninginn en þó
nokkur sala væri I nýjum bilum.
Hins vegar væri greinilega
dræmari sala á notuðum bllum.
Sömu sögu hafði sölumaður i
Heklu að segja. Hann sagöi að
menn hugsuðu sig um núna og
töluvert væri um að komið væri
meðstóra ameriska bila og boðin
skiptí.
„Hér áður spurði fólks hversu
hátt væri undir bilunum, en nú er
spurningin hvað billinn eyöir
miklu.” sagði sölumaöurinn.
A Bilamarkaönum við Grettis-
götuna fengust þau svör að
greinilega væri samdráttur i sölu
stórra bila. Það væri töluvert
framboð á þeim en þeir seldust
litið. Nú vildu allir litla og spar-
neytna bila.
Sölumanni Bilasölu Guðfinns
barsaman viðsiðasta ræöumann,
sagði að greinilega væri minni
hreyfing og mest sóst eftir litlum
bilum.
-ká
Skattskrá Norðurlands eystra
KEA langhæst
Skattskrá Norðurlands eystra
varlögð fram i gær. Heildargjöid
á einstaklinga nema samkvæmt
skattskránni 8.572 miljónum
króna, en þar koma til frádráttar
barnabætur og ónýttur persónu-
afsláttur að upphæð samtals um
1.188 miljónir. Heildargjöld á
fyrirtæki, að undanskildum
atvinnurekstrargjöldum, nema
1.372 miljónum.
Kaupféiag Eyfirðinga Akur-
eyri, KEA, ber langhæsta skatta
af fyrirtækjum eða 319.548.823
krónur. Næst i röðinni er Johns
Manvillehf. Húsavík, sem er gert
að greiöa 110.076.381 kr. Slipp-
stöðin á Akureyri greiðir kr.
99.144.933og Otgerðarfélag Akur-
eyringa hf. er með 79.190.157 kr.
ólafur óiafsson, lyfsali á Húsa-
vik, greiöir hæstu gjöld einstak-
linga, 10.647.134 krónur. Annar i
röð hæstu skattgreiðenda á
Norðurlandi eystra er Jóhann H.
Traustason, forstjóri á Akureyri,
með 10.483.282 kr. Ingólfur
Lilliendahl lyfsali á Dalvik
greiðir 9.822.615 kr. og Óskar H.
Asgeirsson, pipulagningamaöur á
Akureyri 9.713.778 kr.
—eös
Þjóðviljinn á morgun:
Blaðauki
um orkumál
í Þjóðviljanum á morgun verður hinn fyrsti af
þremur blaðaukum sem helgaðir eru orkumálum
og orkusparnaði. Blaðaukinn á morgun verður 8
síðuraðstærðog er í honum f jallað um orkumál og
orkusparnað á mjög breiðum grundvelli.
Ýmis góð ráð til orkusparnaðar verða i blað-
aukanum að finna, bæði í húsum og bílum.
L_________________:______J