Þjóðviljinn - 13.07.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.07.1979, Blaðsíða 7
Föstudagur 13. jdll 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Af hverju voru kosningamar í Geithellnahreppi ógildar? Af hverju fóru fram nýjar kosningar? Af hverju fékk þá nreirihlutinn engan mann kjörinn, en minnihlutinn alla? Kristinn Guðmundsson rekur þetta sérstæða mál í eftirfarandi grein, sem hér er birt lítið eitt stytt. Fyrir nokkru birtust fréttir i dagblööum um aö kosning heföi fariö fram i Geithellahreppi i Suöur-Múlasýslu, vegna þess, aö félagsmálaráöuneytiö, heföi ógilt kosninguna, sem fór fram 1978. I einu blaöi var fyrirsögnin: „Meirihlutinn fékk engan mann kiörinn. Minnihlutinn fékk alla. hreppsnefndarmennina”. Ekki er óliklegt aö ýmsir hafi dregið þá ályktun af þessu, aö eitthvaðmeira en litiö væri bogiö viö þessa kosningu, þvi að þaö svipt kjósendur lögvernd- úöum stjórnarskrár- og kosn- ingarétti að hluta. Og aö einn atkvæöaseðill heföi ekki veriö tekinn til greina. Ætla mætti aö þeir, sem kæröu, hefðu engin af- skipti haft af undirbúningi og framkvæmd kosninganna. En það var þó ööru nær. Efsti maöur I-listans átti sæti i kjörstjórn og stóö, að öllum aögerðum hennar ágreiningslaust, eins og glöggt kemur fram i fundargerö frá 17. júli. Kristinn Guðmundsson: í stríði við stjórnvöld mun algerteinsdæmiþarsem lög og réttur eru einhvers virt, að úrslit verði eins og aö framan greinir. En i svona kosningum, sem voru ekki annað en skopleik- ur, settur á sviö samkvæmt fyrir mælum félagsmálaráöuneytisins, getur allt gerst. Einnig þaö aö meirihlutinn fái engan mann kjörinn, en minnihlutinn alla. Viö kosningarnar 1978 komu fram tveir listar, H-listi félags- hyggjumanna og I-listi óháðra. Orslit urðu þau, að H-listi fékk 3 menn kjörna en I-listi 2. Fyrsti fundur hinnar nýkjörnu hrepps- nefndar var haldinn 5. júli. Ekki varð þá annars vart en allir hreppsnefndarmennirnir, einnig fulltrúar I-listans, teldu sig starfa að hreppsmálum sem löglega kjörnir. Þeir tóku m.a. þátt i öll- um kosningum, sem fram eiga að fara i upphafi kjörtimabils, svo og afgreiðslu annarra mála, er fyrir lágu. Og fundargerö undir- rituðu þeir án nokkurra athuga- semda. Kæran Þrem dögum seinna kærðu svo aðstandendur I-listans kosning- una, ogmeöal þeirra sem undir- rituðu kæruna var annar hrepps- nefndarmaður listans. Aöalatriði kærunnar voru þau, aö kjörseðlar voru lagðir fram i opnum umbúðum i byrjun kjör- fundar, að kærendur höföu haft spurnir af þvi að eitt x fram- an við listabókstaf gilti bæði fyrir hreppsneínd og sýslu- nefnd, að kærendur höföu fregnað, að kjörstjórn hefði Þá var annar maö.ur listans umboðsmaður á kjörfundi, og var þeim þvi vel kunnugt um hvernig kosningarnar höfðu fariö fram. Ráðuneytið ógildir Hreppsnefndin felldi úrskurö á þann veg, aö kæran skyldi ekki tekin til greina. A þessa niöur- stööu gat félagsmálaráöuneytiö ekki fallist „þegar af þeirri máls- ástæðu, sem kemur fram undir fyrsta lið”, og var ógilding kosn- inganna byggð á 75. gr. laga um alþingiskosningar. Þá var lagt fyrir kjörstjórn að láta fara fram kosningar að nýju. Við, sem stóðum aö framboði félagshyggjumanna og unnum kosninguna teljum engan vafa leika á þvi, að hreppsnefndin, sem kosin var 25. júni' sé lögleg og úrskurður félagsmálaráöuneytis- ins hrein markleysa. Þvi til stuðnings má benda á það, aö i kosningalögunum kemur fram sú meginregla, aö verulegir gallar á framboði eða kosningu, sem ætla má, að hafi haftáhrif á úrslit, geti valdið ógildingu. En að sjálfsögðu hvilir sú skylda á þeim, sem dæmir eðaúrskurðar, að færa rök fyrir þvi að svo hafi verið. 1 þessu tilfelli var það ekki gert. Um svipað leyti fékk þetta sama ráðuneyti aðra kosningakæru til meðferðar. Þar voruhelstu kæru- atriði: Kjörstjórn var ekki kosin fyrr en kvöldið fyrir kjördag og engir kjörseðlar voru til þegar kjósendur mættu, en voru útbúnir á kjörstað. Þessa kosningu tók ráðuneytiö gilda með tilvisun til laga um SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR, en hversvegna var nú ekki slegið upp i lögum um kosningar til Alþingis,og hér var þó sami dómari að verki? Kjörstjórn segir af sér I fyrstu var ætlunin eftir aö ráðuneytið hafnaði tilmælum um éndurskoðun að visa málinu til dómstóla. Enáðurentil þesskom varð kjörstjórn sammála um að segja af sér. Þar sem efsti maður I-listans var i kjörstjórn, þótti lik- legt, að þar með væri þetta mál úr sögunni. En félagsmálaráðuneytið vildi ekki samþykkja afsögn kjör- stjórnar, og skeyti til sýslumanns sent 1.11. segir, aö kjörstjórnin hafi ekki lokið störfum fyrr en hún hafi séð um að lögleg endur- kosning hafi farið fram. Þangað til haldi hún umboði sinu. A fundi, sem sýslumaður átti með kjörstjórn 8. nóvember reyndi hann að fá kjörstjórnar- menn til þess. að breyta afstöðu sinni og taka upp störf að nýju, þar sem kosning væri að hans áliti óumflýjanleg. Sýslumaður ákvað síðan að auglýsa kosningu. En sá var þó hængur á að hversu vel sem leitað var fannst enginn lagabókstafur fyrir þvi að það væri I verkahring sýslumanns að auglýsa kosningu. Aftur á móti eru nokkuð skýr ákvæði I lögum um að sveitar- stjórn eigi að auglýsa kosningu. En hún átti hvergi nærri að koma samkvæmt fyrirmælum ráðu- neytisins. Þessi kosning fórst fyrir, vegna þess, að félagsmálaráðuneytið gaf ekki réttum aðilá fyrirmæli. Þettá verður enn augljósara þegar það'er athugað, að kærur vegna Alþingiskosninga eru senjj- ar dómsmálaráðuneyti og það auglýsir siðan kosningu ogákveð- ur kjördag. Kærur vegna hreppsnefndar- kosninga erusendar hreppsnefad ogþvi er rökrétt, að hún ákveði og auglýsi kjördag og tilkynni kjör- stjórn hvarog hvenær kosningfer fram.og siðan annast kjörstjórn þá þætti kosninga, sem henni ber samkvæmt lögum. En kosningar, sem aðrir auglýsa án samráðs við hreppsnefnd eru kjörstjórn óvið- komandi. Milli Heródesar og Pila- tusar (Næst segir frá þvi að sýslu- maður reyndi að telja kjörstjórn á sitt mál á fundi 8. nóv. sl. en tókst ekki. Þvi hefði verið rökrétt að hreppsnefnd tæki við málinu og framkvæmdi fyrirmælin) Eftir aðkosningin, sem auglýst var 17. des. féll niður, kom röðin loks að hreppsnefndinni. t skeyti frá sýslumanni 22. desember þ.e. 2 1/2 mánuði eftir að kosning átti að fara fram i seinasta lagi, bein- ir sýslunefnd þeim tilmælum til hreppsnefadar, sem kosin var 1974, að kjósa kjörstjórn. Þar sem hreppsnefnd var ekki kunnugt um, að félagsmálaráðu- neytið hefði samþykkt afsögn kjörstjórnar, þótti rétt að kanna hvortsúafstaða væri breytt. Svar við fyrirspurn þar að lútandi barstfrá sýslumanni Ibréfi dags. 18. jan. þar segir m.a. „Ég svara að sjálfsögðu ekki fyrir félags- málaráöuneytið” Viö vorum þvi jafn nær um afstöðu þess. Næst var þá að reyna að toga svar út úr hinu háa ráöuneyti, og um leiðvarvakin athygli á hinum erfiða og óvenjulega vanda, sem hér hafði skapast vegna aögerða þess. l9.febrúarfékkegsvoeftir- farandi skeyti: „Sem svar viö bréfi yðar vill ráðuneytið taka fram.Sýslunefnd Suður-Múlasýslu ber að sjá til þess, að hreppsnefndarmál Geit- hellahrepps komist á lögmætan grundvöll sbr. 92. gr. laga nr. 58/1961. Sér þvi ráöuneyti ekki ástæðu, að svara fyrrgreindu bréfi, að svo komnu máli.” Nú var komið annað hljóð i strokkinn. Nú er ráðuneytið sýni- lega að reyna að velta vandræð- um, sem þaðsjálftstofnaöi til,yfir á sýslunefnd. En þarmeðvarlikakomiði veg fyrir, að hreppsnefndiíi gæti nokkuð aðhafst, þar sem dcki kom til álita að kjósa nýja kjör- stjórn fyrr en skýr svör fengust við þvihvortumboð kjörstjórnar, sem kosin var 1978, væri i gildi, þar til hún hefði látið fara fram löglega uppkosningu sbr. skeytið frá 1.11. eða hvort þetta væri breytt og umboð hennar fallið niður, án þess kosning hefði farið fram. Þessari spurningu varð skilyrð- islaust að svara. En hér þraut ráðuneytið viskuna. Og þvi varð hreppsnefnd að hafna tilmælum sýslumanns. Sýslunefndarþáttur Eins og kemur fram i skeyti fé- ‘lagsmálaráðuneytisins til hreppsnefndar 19. febrúar taldi ráðuneytið, að sýslunefndbæriað sjá um, að hreppsnefndarniál Geithellahrepps komist á lög- mætan grundvöll. En einsogmál- um var nú komið var þetta allt annað en auðvelt. (I þessu sambandi var þess get- ið, að sýslunefnd hafði ógilt kosn- ingu sýsluneindarmanns Geit- hellahrepps á þeirri forsendu að óheimilt væri að kjósa hrepps- nefhdog sýslunefnd á sömu kjör- seðlum. Telur greinarhöfundur samt fullvist að þannig hafi ein- mitt verið kosið i ýmsum hrepp- um sýslunnar og viðar og heflii ' þvi átt að dgilda allar sýslunefnd- • arkosningar ef eitt hefði átt að ganga yfir alla) Ljóst er að sýslunefnd taldi þrjár leiðir koma til greina. 1 fyrsta lagi, að sýslunefnd kjósikjörstjórn. Enfyrir þvi voru þó engin sett lagaákvæði eins og sýslumaður orðar það. Þá taldi sýslunefnd ekkiliklegt, að H-lista menn mundu taka þátt i kosning- um, sem væru framkvæmdar með þeim hætti, og hafði áhyggj- ur af þvi hvaða afleiðingar það hefði. Svo virðist, sem sýslunefnd hafi talið þesa leið allt annað en álitlega. 1 öðru lagi, að félagsmálaráðu- neytiðskipi hreppsnefnd,eftir til- lögum sýslunefndar. Þetta úr- ræði er talið reist á sanngirnis- sjónarmiðum og vænlegast til lausnar þessu viðkvæma og erf- iða deilumáli. I þriðja lagi, að biða átekta. Það var svo I samræmi við önnur vinnubrögðæðsta yfirvalds I sveitarstjórnarmálum að hafna þeirri leið, sem sýslunefnd taldi reista á sanngirnissjónarmiðum, Framhald á 14. siðu Frá lesendum Hringvegur Þegar Aronistar afturhaldsins ætla að fara að koma hringvegin- um í varanlegt ástand með hjálp hernámsliðsins dettur mér i hug önnur lausn sem ég ætla hér að kynna meðan timi er til. Lausn min fellst i þvi að koma hernum úr landi og taka 1500 hjón úr flóttamannabúðum Palestinu- araba i húsnæði það sem Soldát- um Dauðans er ætlað á Keflavik- urflugvelli. Þetta fólk gæti gert hugmynd Aronista að veruleika. Verið i friðsamri vinnu við að koma hringveginum i lag, gegn þvi að fá að fara heim til sins ætt- lands að 5 árum liðnum. Israels- menn yrðu að bita i það súra epli. Aðrar frjálsar þjóðir gætu tekið Palestinuaraba I sama prósentu- vis miðað við fólksfjölda og við, þannig að flóttamannabúðirnar tæmdust á stuttum tima og þar með yrði friðsamlegra I Austur- löndum nær. Hugsanlega gætu Sameinuðu þjóðirnar fjármagnað þetta og fylgst með. En að 5 árum liðnum færu Leila Kelet og Arafat og ætt- stofn þeirra til Palestinu. Hvort sem Gyðingum likar betur eða verr. Gyðingar hafa sjálfir verið heimshornaflækingar og ættu að verakunnugirþvi hvaðerað vera eyðimerkurráfari með ekkert ættland. Bjarni Kristjánsson. Geðvemd Það má með sanni segja að orð- ið geðvernd er nánast abstrakt hlutur i islensku máli, svo litið er gert til að aðstoða fólk i þeim efn- um, sem þó snerta þvinæst allt mannfólk að einhverju leyti. T.d. má nefna hversu fáir vita hvernig aðstoða má fólk, sem fætt er með geðrænan sjúkdóm og getur t.d. ekki tjáð sig rétt. Þá á að leiðrétta fólkið nokkrum sinnum, um það bil 5 sinnum og mun það þá geta sagt setninguna rétta eftir að leiðréttingin er fengin frá heil- brigðum manni. A þann hátt þarf ekki að loka slikt fólk inni á geð- sjúkrahælum á eftir að leiðrétt- ingunum er lokið. Það lærir þá að spjara sig að mestu leyti sjálft. Ekki er þá þörf á neinni hjúkrun lengur, en fólkið þarf á dálitlum leiðbeiningum og leiðréttingum að halda við og við sérstaklega vegna þess að það hefur ekki fengið leiðbeiningar fyrr., heldur verið látið vera afskiptalaust að mestu. Nú verður fólk stundum geðsjúkt án þess að vera fætt þannig. Venjulegast er það þann- ig að það hefur ekki notið heil- brigðs kynlifs og byrjað að hata fólk. Þetta fólk getur stundum verið hættulegt þjóðfélaginu og á að sjálfsögðu ekkert erindi á geð- sjúkrahæli heldur á að vistast i fangelsum þar til það er ekki hættulegt umhverfinu á nýjan leik. 1 fangelsum ætti i miklu rik- ari mætti að reyna að aðstoða fólk við að ná fótfestu i tilverunni á nýjan leik. Þar á að fara fram kennsla i eðlilegu samlifi og mætti gjarna taka sér til fyrir- myndar kennslutilhögum Freuds | sem var sérstaklega sniðin til I þess aðfá glæpsamlegar tilhneig- ! ingartil þessaðhverfa. Þessiftök sem glæpastarfsemi hefur i' fór með sér hverfa þá með hjálp góðra manna og það góða hefur á nýjan leik yfirhöndina. Unnur Jörundsdóttir Fíflaskrif Arni Jóhannsson hringdi og sagði að ef hann væri Svavar Gestsson færf hann i meiðyrða- mál við ritstjóra Morgunblaðsins. „Við höfum alltaf átt góð við- skipti við Rússa” sagði Arni „ og nú erum við að reyna að selja þeim meiri karfa. Ég vil nú bara spyrja „sálmaskáldið”, Matthias Jóhannessen hvort það séu ekki landráð að vera með eilifar svi- virðingar um þjóð sem aldrei hef- ur gert neitt á hluta okkar. Það gæti endað svo, að Rússar vildu hvorki selja okkur oliu eða kaupa af okkur fisk. Og ég óska ekki eftir þvi að atvinnu islenskra sjómanna verði ógnað vegna ein- hverra fiflaskrifa i Aðalstræti 6” sagði Arni að lokum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.