Þjóðviljinn - 11.08.1979, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 11.08.1979, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 11. ágúst 1979 Gallerí Suðurgata 7 EINLEIKSTÓNLEIKAR PETER BRÖTZMANN saxófónar og klarinett i Norræna húsinu i dagkl. 16.00 og Stúd- entakjallaranum á sunnudag kl. 21.00. Hreint land — fagurt land Rækjuveiðar mnf jarða á komandi haustvertíð Umsóknafrestur um leyfi til rækjuveiða i Arnarfirði, ísafjarðardjúpi, Húnaflóa og Axarfirði á vertiðinni 1979-80 er til 1. sept- ember n.k. 1 umsókn skal greina nafn skipstjóra og heimilisfang, ennfremur nafn báts, umdæmisnúmer og skipaskrár- númer. Umsóknir sem berast eftir 1. september verða ekki teknar til greina. Sjávarútvegsráðuneytið, 10. ágúst 1979. Konan min og móðir okkar Karlinna G. Jóhannesdóttir, frá tsafirði, Heiðmörk 68, Hveragerði, andaöist i Landsspitalanum 10. ágúst. Jón Jónsson Margrét Jónsdóttir Kristin Jónsdóttir Þórarinn Jónsson Sigurður Albert Jónsson. Bókiðnaðardeildin hefur yfir góðum tækjabúnaði að ráða við verklegu kennsluna og á þessum myndum sést framleiðsluhring- rásin þegar unnið er að gerð bókar. Fyrst er það setningin, þá uppliming, prentun og siöast bókband. B ókiðnaöardeild Iðnskólans: Innritun stendur nú yfir Innritun stendur nú yfir i Bók- iðnaðardeild Iönskólans i Reykjavik, og stendur hún fram til 15. ágúst nk. Innritunin fer fram i Iðnskólanum á Skóla- vörðuholti. Bókiðnaðardeildin eða verk- námsskóli fyrir bókiðnir tók til starfa haustið 1977. betta er þvi þriðja starfsár deildarinnar sem hefst nú i haust. Námið stendur i fjögur ár og er helmingur námsins verkleg þjálfun i bókagerðarfyrirtækjum undir eftirliti skólans, en hin tvö árin er kennt við mjög full- komnar aðstæður i Iðnskólanum. Inntökuskilyrði eru þau að hafa náð 15 ára aldri og hafa lokiö grunnskólaprófi eða ööru þvi prófi sem jafngildir þvi. Ekki er skilyrði að nemendur hafi gert samning við'meistara. Fyrsta námsárið stunda allir I deildinni sama námið en síðan skiptast nemendur niöur eftir völdum sérgreinum. Meginmarkmiöið með náminu er aö kynna nemendum öll störf I bókiðngreinum, og veita þeim þá innsýn I þá möguleika sem hver iðngrein veitir og þær kröfur sem hver iðngrein gerir til færni og þekkingar iðnaðarmanns. Þeir nemendur sem hyggjaá nám í bókiðnaðardeild Iðnskólans eru eindregið hvattir til að innrita sig sem fyrst en eins og áður sagði er siðasti innritunardagur miðvikudaginn 15^ ágúst. -lg Lögberg-Heimskringla: Jón Ásgeirsson hættir Haraldur Bessason prófessor I Winnipeg og Margrét Björgvins- dóttir kona hans hafa verið ráðnir ritstjórar Lögbergs-Heims- kringlu, vikurits Vestur-íslend- inga i Kanada. Taka þau við starfinu af Jóni Asgeirssyni sem verið hefur ritstjóri þar vestra undanfarin tvö ár. Auk þeirra sóttu um ritstjóra- stöðuna: Helgi Pétursson, Guö- brandur Gislason, Guörún Jörundsdóttir og Ingibjörg McKillop. Útgáfustjórn Lögbergs-Heims- kringlu réð ritstjórann að þessu sinni, en við tvær undangengnar ráðningar hefur nefnd sú sem fer með opinber samskipti Islend- inga og V-Islendinga valið úr umsækjendum. _ai Af veiöum í Reykja dal 1. ágúst höfðu 230 laxar veiðst á 4 stangir f Reykjadalsá og Ey- vindarlæk, S—Þing, og er það heldur lakari veiði en f fyrra en þá var metveiði á vatnasvæðinu. Veiði hófst 14. júní og var treg framan af, en skv. fregnum frá Halldóri Valdimarssyni veiði- verði á Laugum, hefur veiðin verið þolanleg upp á siðkastið. I Vestmannavatni stunda bændur silungsveiði i net og hafði fengist 121 lax I netin 1. ágúst s.l. A vatnsvæði Reykjadalsár og Eyvindarlækjar eru þvi komnir á land um 350 laxar alls. Leigutaki er Stangveiðifélag Húsavlkur. Málid í tóm- stundum Það eru margir sem hafa gaman af tómstundavinnu ýmiss konar. Postulinsmálun og tré- málun eru hvor tveggja gamlar heimilisiðnaöargreinar, sem hafa rutt sér mjög til rúms á seinni árum. I Litnum I Súðumúla er hægt að fá margs konar hluti til að mála á, bæði úr postulini og tré. Veröið er ákaflega mismunandi eftir þvi hvaöa hlutur er keyptur, en þegar búiö er aö mála á hlutinn er hann orðinn annað og meira en það fjöldaframleiðsluskraut sem „prýðir” mörg heimili. Þarna fást lika litir og penslar til að nota við málunina. Meðal þess sem fæst úr postulini má nefna ösku- bakka, lampafætur, könnur, krukkur, vasa og skálar, en úr tré fást m.a. skrin, skápar, hillur, diskar og kertastjakar. Lögsagan Framhald af 1 son sig efnislega samþykkan til- lögu Ólafs Ragnars. ,,Ég lít svo á aðkomin sé sam- staða Alþýöub^ndalags og Sjálf- stæðisflokks í landhelgisnefnd- inni”, sagði ólafur Ragnar „en fulltrúar Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks treystu sér ekki til að taka afstöðu til tillagnanna. Viö Matthias lögðum rika áherslu á að ákvaröanatöku yrði hraðað ogþótt þingmennog ráðherrar Al- þýðufiokksins væru ekki i bænum mætti það ekki tefja hana. Jafn- framt mótmæltum við að einka- simtöl og fundarhöld erlendis á flokksfundum væru vettvangur fyrir málið. Það ætti eingöngu aö vera í höndum formlegrar við- ræðunefndar sem skipuö væri fulltrúum allra isl. þingftokk- anna.” — ekh Bændur Framhald af bls. 2 Þessar ásakanir urðu að sögn þeirra til þess að þeir uröu aö flytja upp f sveit og búa þar við mjög bág kjör. Karlar, konur og börn tóku þátt í mótmælunum. Reuter segir aö á sama tima hafi önnur mótmælastaöa verið haldin annars staðar i borginni þar sem örkumlahermenn mót- mæltu slæmum aöbúnaöi. A hverjum degi koma hundruö manna til Peking meö klögumál sin. 1 borginni er veggur þar sem andófsmenn festa upp , margs konar spjöld oft nefndur „Lýð- ræðismúrinn”. Fjölgun Framhald af bls. 3. fjarðar. Hins vegar kvað hann ekki auövelt aö fá fólk I rann- sóknarstarfann, hann væri hvorki sérlega vel borgaður né vel þokkaöur af „viðskiptamönnum” skattaeftirlitsins. Aðspurður kvaö Garöar erfitt að segja til um, hvernig þessi aukni mannafli hefði nýst i eftir- litinu. Mennirnir hefðu ekki veriö ráðnir fyrr en i sumar, og það tæki nokkurn tima að kynnast starfinu. Það væri þvi of snemmt aö segja, hvernig féð hefði komið fram í efldu eftirliti. ÖS Torfan Framhald af bls. 16 endurreisnar á húsunum. „Þá reynir á, hvort meirihluti . Alþingis er fylgjandi þvi að húsunum verði haldið til haga” sagði Ragnar að lokum. „Fáist á hinn bóginn ekki fé, þá verður að endurskoða málið uppá nýtt. Þvi versta leiðin sem hægt er að fara i málinu er að láta húsin grotna niður. -ÖS SKIPAUTGtRB RIKISINS M.S. ESIA fer frá Reykjavlk þriðjudag- inn 14. þ.m. vestur um land I hringferð og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: isafjörð Siglufjörð, Akureyri, Húsa- vlk, Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakkafjörð, Vopnafjörð, Borgarfjörð eystri og Seyðis- fjörð. [SKIPAÚTGCR9 RIKISINS M.S. Baldur fer frá Reykjavik þriðjudag- inn 14. þ.m. til Breiðafjarð- arhafna. Vörumóttaka á mánudag og til hádegis þriðjudag. SKIPAUTGtRe RIKISINS M.S. Coster Emmy fer frá Reykjavik föstudag- inn 17. þ.m. vestur um land til Akureyrar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Pat- reksfjörð (Tálknafjörð og Bíldudal um Patreksfjörð), Þingeyri, ísafjörö (Flateyri, Súgandafjörö og Bolungar- vik um ísafjörö), Noröur- fjörð, Siglufjörð og Akureyri. Vörumóttaka daglega til 16. þ.m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.