Þjóðviljinn - 11.08.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.08.1979, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. ágúst 1979 MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haróardóttir Omsjónarmaóur Sunnudagsbiaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Olfar Þorrftóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson Blaðamenn: Aifheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvörður: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigrföur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ólafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiðsla: Guömundur Steinsson, Kristfn Pétursdóttir. Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóðir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slðumúla 6, Reykjavlk, sfmi 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf. Tillögur Alþýðu- bandalagsins • Nauðsynlegt er nú að mynda sterka samstöðu um ís- lenska afstöðu í Jan Mayen deilunni við norsk stjórnvöld ef takast á að verja hagsmuni Islendinga í samninga- þrefi við Norðmenn. Alþýðubandalagið hefur nú tekið frumkvæði í þessu máli og tryggt þingmeirihluta fyrir ákveðnum tillögum sem leggja á til grundvallar í samn- ingaviðræðum. Jan Mayen deilan hefur verið í höndum utanríkisráðherra og sjávarútvegsráðherra að mestu til þessa. Sem stjórnarflokkur hefur Alþýðubandalagið ekki lagt f ram eigin tillögur þar til nú vegna þess að ráð- herrar Alþýðuf lokksins höfðu veg og vanda að undirbún- ingi viðræðna við Norðmenn. • Síðustu vikur hef ur Jan Mayen deilan hinsvegar þró- ast þannig að horfir til öngþveitis. Slælega hefur verið haldið á málstað íslands og ráðherrar Alþýðuf lokksins hafa kosið að vinna að málinu á vettvangi einkasamtala við skoðanabræður sína í Noregi og á f lokksf undum nor- rænna jafnaðarmanna. Þá hefur verið vanrækt að freista samstöðu stjórnmálaflokkanna í þessu máli, en jafnan áður í landhelgismálum hef ur það verið reynt til hins ítrasta í því skyni að treysta málstaðinn og sýna út- lendingum fram á einhug Islendinga. • Við þessar aðstæður hefur Alþýðubandalagið nú haft f rumkvæði að tillöguf lutningi í landhelgisnef nd og f ram komið að tillögur þess njóta stuðnings Sjálfstæðisf lokks- ins. Ólafur Ragnar Grímsson byggði tillögur sínar á fundi landhelgisnefndar í gær á þremur atriðum í val- kostum Matthíasar Bjarnasonar sem hann hafði áður lagt fram í nefndinni. I þessari tillögu sem flutt er að höfðu samráði við ráðherra Alþýðubandalagsins og flokksformann er kröfugerð Islendinga skýrð og skerpt til muna frá því sem ráð var fyrir gert í hugmyndum Benedikts Gröndals að umræðugrundvelli. • Það er meginefnið í tillögu Alþýðubandalagsins, sem ástæða er til að ætla að njóti meirihlutafylgis á Alþingi eftir stuðningsyfirlýsingu Matthíasar Bjarnasonar að þegar í stað fari fram formlegar viðræður við Norð- menn um Jan Mayen. Islendingar setji fram kröfur um sameiginlega fiskveiðilögsögu, og jafnan rétt beggja til að nýta allar auðlindir hafs og hafsbotns. I tillögunni er auk þess gert ráð fyrir sameiginiegum fiskverndunar- aðgerðum, íslensk-norskri fiskveiðinefnd fyrir Jan Mayen svæðið og að íslenska landhelgisgæslan hafi heimild til að fylgjast með veiðum allra skipa á Jan Mayen svæðinu. © Fulltrúar Alþýðuflokks og Framsóknarf lokks treystu sér ekki til þessaðtaka afstöðu til tillögu Alþýðu- bandalagsins á f undi landhelgisnef ndar. Þess verður að vænta að það dragist ekki úr hömlu að þeir geri upp hug sinn þannig að hægt sé að fara að vinna að málinu af fullum krafti og sameiginlegu afli. Bolle ákveði lokadaginn • Fulltrúi Alþýðubandalagsins í landhelgisnefnd hefur opinberlega sett f ram þá kröf u að Eyvind Bolle sjávar- útvegsráðherra Noregs ákveði nú þegar hvaða dag f næstu viku Norðmenn hætti loðnuveiðum við Jan Mayen. Norsk stjórnvöld haf a verið að hóta fslendingum með því að þau geti ekki stöðvað veiðarnar við umsamið mark. Þetta er að sjálfsögðu f jarstæða þvf nú um helgina má ætla að Norðmenn verði búnir að veiða um 70 þúsund tonn af þeim 90 þúsund tonnum sem ef nislegt samkomu- lag varð um í Reykjavíkurviðræðunum. Það er því Ijóst að90 þúsund tonna markinu verður náð í næstu viku. • Það er þvi krafa Alþýðubandalagsins til norska sjávarútvegsráðherrans að hann stöðvi veiðarnar á eðli- legan hátt með því að ákveða nú þegar lokadag loðnu- veiðanna með nokkrum fyrirvara á sama hátt og hann ákvað upphafsdag þeirra. — ekh Heiöursbróöirinn i TBO, þáverandi forsætisráöherra Geir Hallgrimsson, hefur hér veriö sæmdur Noröurlandakrossinum af Alvar Westman stórmeistara, sem á myndinni sést klappa fyrir krýningunni ásamt Rune Gustafsson stórriddara og Lars Larsson. Myndin er tekin á Stórherradeginum i Reykjavik I júli ’77 og er úr TB-Tidende. Leynireglan Eitthvaö hefur veriö hvislaö um þaö á liönum árum aö yfir- menn Reykjavikurborgar heföu meösér leynireglu og Dagblaöiö var svo vinsamlegt aö geta hennar aö nokkru sl. fimmtu- dag. >ar kemur fram aö I regl- unni séu 67 félagar, þar af um helmingur virkur, þeir hittist mánaöarlega, og ekki sé rætt um pólitik á fundum. Yfirleitt er mönnum boöiö aö gerast félagar en þaö viröist alveg hafa gleymst aö bjóöa hinum nýju stjórnendum og embættis- mönnum sæti i reglúnni. Algjör tilviljun er sögö hafa ráöiö þvi aö einungis Sjálfstæöismenn eru vígöir inn í regluna, sem er hluti af virðulegum samtökum æöstu embættismanna i bæjarmálum á Noröurlöndum, og ber heitiö Tjaneste Brödrenes Orden. Stórherra- dagurinn Klippara þótti fróölegt aö kynna sér þessa reglu eitthvaö nánar og komst yfir nokkur ein- tök a málgagni hinnar norrænu stórstúku TB-reglunnar, sem heitir TB Tidender. Svo skemmtilega vill til aö þar er meöal annars fjallaö um Is- landsheimsókn áriö 1977. Þess skal getiö aö ritstjóri TB Tidender á lslandi er Guömund- ur Vignir Jósefsson, Gjald- heimtustjóri. í júll er semsagt haldiö upp á 10. Stórherradag- inn i Reykjavík I tilefni 25 ára afmælis TB-reglunnar i Teykjavik. Bróöir Jónas B. Jónsson fyrrum fræöslustjóri var lffiö og sálin I móttökunum sem hinir 130 reglubræöur annarsstaöar af Noröurlöndum kunnu vel aö meta. í TB-Tidender eru reglubræður sérstaklega hvattir til þess aö mæta I lokaveisluna meö öll „þjónustumerki” reglunnar auk annarra beiöursmerkja. Heiðursbrœður Heiðursbróöir Gunnar Thor- oddsen þáverandi iönaöarráö- herra hélt veislu. Heiöursbróöir Birgir lsleifur Gunnarsson þáverandi borgarstjóri hélt hátiöarræöu og veislu. Heiöurs- bróöirGeir Hallgrimsson, fyrr- verandi borgarstjori og þáver- andi forsætisráöherra, fékk Noröurlandakross TB regl- unnar sem er æösta heiöurs- merki hennar aö þvl aö best veröur séö. TB-reglan viröist vera byggö upp á svipaöan hátt og sagt er aö Frimúrarareglan og Odd- fellow-reglan séu skipulagöar. Aö minnsta kosti geta menn klifraö upp metoröastiga reglunnar meö þvi aö taka ákveöin stig, og kostar þaö um tiu þUsund krónur aö taka prófin. Bróöir Rune Gustafsson sæmdi allmarga reglubræöur sjöttu gráöu TB-reglunnar i Is- landsheimsókninni, en hUn hlýtur aö vera mjög fin þvi hana öðluðust af Islendingum Guö- mundur Vignir Jósefsson, Haukur Pétursson, Jón Sigurös- son, Þór Sandholt og Olafur Halldórsson. Hvort hærra er hægt aö komast innan TB-regl- unnar I stigum er klippara ekki kunnugt, en allavega eru framantaldir sjöttu gráöu reglubræður. Já, þaö var mikiö tilstand á Stórherradaginn I Reykjavik, þegar Geir Hallgrimsson var geröur aö Stórherra og sæmdur Noröurlandaoröunni. Ekki ónýtt aö vera vel metinn bróöir i Bilderberg og TB-reglunni. Þú ert það sem bróðir þinn gerir þig að Um tilgang TB-reglunnar viröist ekki einu sinni TB-Tidender vera visst I sinni sök. Reglublaöiö segir m.a. frá tilraunum reglubræöra til þess aö skilgreina tilgang reglunnar: Talaö er um logen og er liklega réttast aö þýöa þaö méö stúku, en samanlagöar TB stúkur hér og þar mynda TB reglunna: „Stúkan er afdrep”, ..Stúkan er drengskapar- vinútta”, „Stúkan er mánaöar- iegt frikvöld”, „Stúkan erhelgi- siöir og siöfræöi”. Þannig eru svörin mörg og hafa þann kost aö þau eru öll rétt aö mati TB-Tidende. Þaö kemur nefni- lega I ljós aö: „Þiö hafiö ailir saman rétt fyrir ykkur. Þú ert nefnilega þaö sem einhver ein- stakur bróöir gerir þig aö.” Stúkan er ekki eitthvaö sem er gefiö i eitt skipti fyrir öll. Nei, STCKAN er aöeins eitt- hvaö, sem ER þegar bræöurnir koma saman og skapa hana.” Barnaskapur? Af þessu aö dæma getur stúkan vel veriö eitt hér og annaö til aö mynda i Svlþjóö og Noregi. Aö minnsta kosti má ætla aö pólitiskur litur á reglu- bræörum sé ekki eins einhlitur annarsstaöar á Noröurlöndum og hér. Sagan skýrir þaö mál vafalaust aö miklu leyti. En ástæöa er til þess aö spyrja ýmissa spurninga um eöli og áhrifavald stúkunnar hér. Alveg er hún dæmalaus þessi mikla þörf Islenskra karl- manna til þess aö tengjast drengskaparböndum I klUbbum. Sumir þeirra manna sem fylla TB-flokkinn I Reykjavik eru lika félagar i Frimúrarareglunni, Oddfellow, Lions, Kiwanis og hvaö þeir nU heita karlaklúbb- arnir. Samhugurinn sem myndast i slikum klúbbum er ærinn og þessir viröulegu em- bættismenn vefja sig dularhjúpi leynilegra reglusiöa, heiöurs- merkja og skringilegra stööu- heitainnanreglunnar. Allt þetta eykur sjálfsagt á meövitund þeirra um eigiö mikilvægi og þýöingu iborgarkerfinu. Og þaö má vera aö leyndin yfir starf- seminni sé fyrst og fremst sprottin af þörf til þess a'ö dylja barnaskapinh"I regiúhald* inu. Dulið vald? En á máUnu eru margar aör- ar hliöar. Hin innri samstaða getur i litlu samfélagi eins og i Reykjavik þar sem embættis- menn og æöstu borgarmálapóli- tikusar hafa veriö Ur einum flokki i hálfa öld einnig komiö fram i embættisathöf num reglubræöra. Samstaöa I stUk- unni og samstaða um embættis- veitingar. Samhygö á reglu- fundum og samsekt i pólitiskri spillingu. Samtök embættis- manna um aö koma málum fram I borgarkerfinu af þvi aö þeim kemur svo vel saman á stúkufundum. Leynileg sam- staöa innan reglunnar um barnalega siöi og sameiginlegt leyndarbrugg i borgarkerfinu. AUir eru reglubræöur góöir drengir og góöir drengir standa saman. Borgarstjórn mætti aö end- ingu gjarnan upplýsa hvaö borgarsjóöur hefur borgaö meö þeim reglubræörum á siöustu árum til starfsemi Tjaneste Brodernes Orden f Reykjavik. —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.