Þjóðviljinn - 15.08.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.08.1979, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Mi&vikudagur 15. ágúst 1979 Olíulekinn í Mexíkóflóa: Enn mikil mengunarhætta Enn er mikil hætta á olíumengun viö strendur Texas þrátt fyrir hreinsun- arstörf, að þvi er vísinda- menn á svæðinu sögðu í gær. Þeir lýstu því yfir að hættunni hefði síður en svo verið bægt frá, oliubrák, sem rekið hefur yfir Mexí- kóflóa, nálgaðist strendur Texas með um 20 km hraða á sólarhring. Hér er um gifurlegt magn ollu að ræða sem komið er úr borholu Með flothylkjum einsog þessum er reynt aö koma I veg fyrir að olian komi að strönd Texas. sýðst i Mexik^flóa sem „gaus” 3. júni s.l. í gær skolaði hafið einum þremur oliuspildum (ca 40 fer- metra hver) á strönd Padre eyju undan Texas og fleiri nálgast jafnt og þétt. Hreinsunarstarf héfur mest miöast við baðstrend- ur ferðamanna og enn sem komið er hefur mjög litil olia borist inn i innhöf á þessu svæöi. Eitthvað er um að fuglar hafi orðiö menguninni að bráð Eftir óeiröirnar í gœr: Loft lævi blandið í Teheran Fremur kyrrt var f Teheran i gær en loft þó lævi blandið eftir tveggja daga óeirðir vegna árása fylgismanna Khomeinis á vinstri- sinna sem mótmælt hafa skerð- ingu prentfrelsis i landinu. Innanrikisráöherrann fyrir- skipaði byltingarvarðmönnum að leysa upp allar mótmælaaðgerðir I borginni sem ekki hefðu leyfi yf- irvalda. Engar meiri háttar aðgeröir voru i borginni I gær, nema hvað fylgismenn Khomeinis gerðu nokkrar atlögur að vinstri mönn- um i háskólanum. Fámennir hóp- ar þeirra köstuðu grjóti að eitt þúsund stuðningsmönnum Fed- ayeen skæruliða sem saman voru komnir skammt frá aðalstöðvum samtakanna, en þær voru her- teknar i gær. Um 3000 stuðningsmenn Muja- hedin skæruliðanna söfnuöust saman við aðalstöðvar þeirra og sættu einnig grjótkasti en ekki kom til neinna átaka. Mörg hundruð manns höfðu komið i að- alstöðvarnar i fyrrinótt þar sem búist var við aö harðskeyttir fylg- ismenn Khomeinis myndu gera atlögu að þeim einsog öðrum bækistöðvum vinstrisinna. Er sagt að aðalstöðvar Mujahedin Stífla brást á Indlandi Þúsundir fórust Að minnsta kosti þúsund manns létu lífið í borginni Morvi á Vestur-lndlandi, þegar stífla skammt frá henni brast á laugardag- inn. Gífurleg flóðbylgja skall þá yfir borgina og undan- farna daga hafa björgun- arflokkar unnið við að hjálpa þeim sem slösuðust og misstu heimili sín og draga lík upp úr eðjunni. Opinberir aðilar segja að 1000 manns hafi farist en indversk blöð segja að talan sé fremur á milli 5 og 10 þúsund. Morvi er 60 þúsund manna borg og skemmdir eru metnar uppá 10 miljarða króna. Stíflan virtist ekki hafa þolað það álag sem myndaðist eftir tveggja vikna monsún-rigningar. samtakanna séu virki líkastar. Mujáhedin skæruliðarnir eru islamskur hópur en þeir hafa haft nokkurt samstarf við Fedayeen skæruliðana alveg siðan þessir tveir hópar báru hitann og þung- ann af töku her- og lögreglustöðva keisarastjórnarinnar I febrúar siðast liðnum. í stjórnlagabings- kosningunum 3. ágúst, sem þó voru ólýðræöislegar, hlaut fram- bjóðandi Mujahedin í Teheran 300 þúsund atkvæði. Fedayeen samtökin sögðu i flugriti i gær að þau myndu ekki efna til mótmæla næstu daga til aö foröast að gefa afturhaldsöfl- um undir fótinn. Atökin i Teheran þessa daga virðast i raun snúast um það hvort vinstrisinnum verði áfram kleift að starfa ofanjaröar I Iran. Ofafemi Awolowo, sjötugum leið- toga Sameiningarflokks Nigeriu, hafði verið spáð sigri I forseta- kosningunum. Kosningar í Nígeríu V aldatíð her- foringja lokið Endanleg úrslit forsetakosn- inganna i Nigeriu sem fram fóru á laugardag eru ekki kunn og verða ekki fyrr en eftir nokkra daga. Fyrstu tölur benda þó til þe ss að Nnamdi Azikiwe fyrrum forseti hafi unnið óvæntan sigur. Forsetakosningarnar eru fimmtu kosningar i landinu siðan i júlibyrjun, sem fram fara sam- kvæmt nákvæmri áætlun um við- töku kjörinnar stjórnar í stað þeirrar herforingjastjórnar sem setiö hefur að völdum i 13 ár. Fréttaritari Dagens Nyheter i höfuðborginni Lagos segir að kosningaþátttaka hafi verið fremur dræm i fyrri kosningum sumarsins til hinna 19 fylkis- þinga, og beggja deilda sam- bandsþingsins (einnig voru kosn- ir fylkisstjórar). tforsetakosningunum álaugar- daginn, — þar kepptu 5 frambjóð- endur — mun þátttaka hins vegar hafa verið mikil meðal þeirra 48,5 miljóna sem eru á kjörskrá. Samkvæmt fyrstu tölum er Azi- kiwe efstur, Alhaji Shehu Shagari (ákafur talsmaður frjálsra mark- aðsafla og erlends fjármagns) annar og Obafeme Awolowo i þriðja sæti. Ekki er þó alveg að marka þessar tölur vegna dreif- ingar atkvæða, t.d. vann Awo- lowo, sem lagt hefur nokkra áherslu á félagslegur umbætur, mikinn sigur I höfuðborginni Lag- os. Nigeria er aö verða eitt helsta stórveldi Afriku, með röskar 80 miljónir ibúa og miklaroliulindir. bar eru þó lika mikil pólitisk og félagsleg vandamál og um 250 þjóðflokkar munu vera innan landamæra rikisins. FRETTASKYRING n m Uppbyggingarstarf er efst á dagskrá byltingarstjórnarinnar i Nicaragua núna. Landiö er al- gerlega i rústum. Stjórnin hefur reynt að tryggja sér velvild sem flestra erlendra rlkja svo hún fái frið til innanlandsstarfa. bað telst til undantekninga ef fréttastofur segja eitthvað frá Nicaragua núna, uppbygging I eftirbyltingarsamfélögum gefur yfirleitt litið tilefni til fréttahas- ars. Nema nógu mikið sé um af- tökur á liösmönnum gömlu stjórnvaldanna. bvi er ekki til að dreifa i Nicaragua. I fyrra- dag létu Sandinistar meira að segja lausan Eddie Monterrey, ofursta úr þjóðvaröliðinu, manninn sem tók Augusto Cesar Sandino af lifi 1934 að skipan Somoza eldri. Tomas Borge innanríkisráð- herra og róttækur Sandinista- leiðtogi, sagði við Monterrey árásum og tilheyrandi) sem greip einræðisstjórnina undir lokin eyðilögöust flestar verk- smiöjur borganna og búist er við að þjóðarframleiöslan muni dragast saman um 15-20%. Erlendar skuldir nema 1.3 miljörðum dollara og hungrus- neyð vofir yfir ef aðstoð berst ekki fljótt. Fyrstu ráðstafanir bó blaðamaður Nouvel Obs- ervateur kvarti undan þvi að þaö sjáist ekki mikið til nýju stjórnarinnar og að meðlimir hennar séu á sífelldum þeytingi um önnur lönd, hefur hún þegar gripiö til stórtækra ráðstafana. Bankar landsins hafa verið þjóðnýttir m.a. til aö stemma stigu viö fjármagnsflótta (sem nam um 250miljónum dollara á fyrstu dögum stjórnarinnar). Lendur Somoza-fjölskyldunnar Sandinistar á veröi um nótt I fátækrahverfi ur hafa látið á sér kræla. Managua. Leyniskytt- IHvert stefnir Nicaragua? þar sem hann fór grátandi út um fangelsishliðiö: „Farðu heim, gamli maöur, og reyndu að friða samvisku þfna.” Sjálfur sat Borge i sjö mánuði hlekkjað- ur, keflaður og meö bundið fyrir augun I fangelsi Somoza yngri. Hetjuskapur Sandinista I bar- áttunni gegn einræðinu verður ekki dreginn I efa. bess meiri ástæðu hafa sósialistar til að gefa gaum að þróun mála þar núna, hvert er markmið upp- byggingarstarfsins, að hvers konar samfélagi er stefnt? Land í rústum 1 Nicaragua búa um 2,7 mil- jónir manna (heimildum ber ekki alveg saman um það). 30 þúsund létu lifiöí borgarastyrj- öldinni, þriöjungur Ibúa missti heimili sfn, 750 þúsund hafa enga atvinnu. Yfirvöld vonast til að geta ■ bjargaö kaffiuppskerunni, en I óttast er að 3/4 baðmullarupp- J skerunnar fari i súginn, en Ibaðmull hefur yfirleitt veriö 1/4 hluti útflutnings landsins. í I ■ I ■ I i ■ I j j i ■ I i i (um þriðjungur besta ræktar- landsins) hafa verið þjóðnýttar. Enn sem komiö er hefur aðeins litlum hluta þess verið dreift meöal hinna 60 þúsund land- lausra bænda, hitt er áfram undir umsjón rikisins. Fjármagn Somoza hefur lika verið þjóönýtt og sumir telja að stjórnin ráði nú um 60% efna- hagslifsins. Hins vegar hefur verið tilkynnt að ekki verði um frekari þjóönýtingar að ræða, hvorki á eigum innlendra kapi- talista né erlendra stórfyrir- tækja, hvort sem sú ákvörðun er endanleg eða ekki. _ Fullt félagafrelsi er I landinu og tilkynnt hefur verið að aðeins þeir hermenn þjóðvarðliösins sem hafa gert sig seka um pyndingar og viölika glæpi verði dregnir fyrir rétt, en fjöldaaf- tökur komi ekki til geina — dæmið fyrrnefnda af Monterrey staðfestir þetta. Fred Murphy, fréttaritari bandariska blaðsins Interconti- nental Press I Nicaragua, segir aö þessum ráðstöfunum hafi uppbyggingarhugur sé i ibúum. Sandinistar gefa út dagblað, Barricada, og mikill mannfjöldi hefur boöiö sig fram I uppbygg ingar- og varðsveitir verka- manna (CDTS). Orð eru dýr bað er ekki nema skiljanlegt að Sandinistar reyni að halda vinsamlegum samskiptum viö nágrannarfkin, þar með talin Bandarikin, en stjórnvöld þar eru erkifjendur þjóðarinnar i Nicaragua. Enginn skyldi heldur lá þeim þó þeir kenni ekki stjórn sina við sósialisma, þeim er ljóst að orð eru dýr á þessum slóðum og gjarnan mega menn minnast þess aö byltingarstjórnin á Kúbu kenndi stefnu sina ekki við sósialisma fyrr en i april 1961 (valdatakan varö um áramótin 1958/9). Avinningur byltingarinnar eru tvimælalaust miklir, en sú spurning hlýtur að vakna hvort stefna meirihluta bráðabirgða- stjórnarinnar að gera bandalag hrófla ekki við erlendum fjár- festingum geti ekki stefnt þeim I voða. Lýðræði hefur veriö ákaf- lega skammlift i flestum Mið- og Suöur-Amerikurikjum. Og viðast hvar hefur ekki staðið á borgarastéttinni að gera banda- lag við innlend og útlend aftur- haldsöfl til varnar hagsmunum sinum. Vestrænu auðvaldsrikin virð- ast þessari stefnu fegin, einkum keppast sósialdemókratar við aö ná vinsamlegum samskipt- um við nýju stjórnvöldin. bað er táknrænt að leiðtogi sendinefnd- ar þeirra til Managua er Mario sá Soares sem gerðist bjarg- vættur kapitalismans i Portúgal i byltingarumrótinu þar. Vitað er að meðal Sandinista eru uppi mismunandi skoðanir á framtlðarstefnunni. Mestu skiptir að Nicaragua-búar fái að gera þau mál upp viö sig sjálfir, án „ihlutunar vestrænna lýð- ræöisinna.” (heim.i Socialist Challenge, Nouvel Observateur, Reuter, — hg j^kemmdaræöijvijmeð^ Jofb_ ^eriTmjög veftekiö oynjkuí _ Jö jjnnSa^kapjtaj^a^ _ Intercontinratai^es^ ^ - HJ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.