Þjóðviljinn - 15.08.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.08.1979, Blaðsíða 16
wwn v/fHi v MiOvikudagur 15. ágúst 1979 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum_: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaðaprent 81348. S 81333 Kvöldsími er 81348 Flugleiöir: Hækkun á utan- lands far- gjöldum í bígerö Fyrir skömmu ákváðu flugfélögin 1 iATA-samtökunum að hækka fargjöld sín úm 18% „vegna eldsneyt- ishækkana" einsog það hét. En einsog kunnugt er, þá er Flugfélag Is- lands meðlimur í IATA/ en Loftleiðir hins vegar ekki. Til að forvitnast um, hvort rikisstjórnin megi vænta hækkunarbeiðni frá Flug- leiðum f kjölfar IATA hækk- unarinnar leituðum við til Helgu Ingólfsdóttur hjá kynningardeild Flugleiða. Hún upplýsti, að Flugleiðir heföu í hyggju að fara fram á samsvarandi hækkun og hjá IATA. Að sögn hennar verð- ur slik beiðni lögð fyrir rikis- stjórnina, og meira að segja er þegar búið að reikna út hver fargjöldin á Evrópu- leiðum Flugleiða verða eftir hækkunina, sem er þó enn ekki búið að veita fyrirtæk- inu. Flugleiðir virðast þvl næsta vissir um, að beiðnin verði samþykkt! — ÖS t sfðustu viku var sumarbliða á Austurlandi en nú hafa veöur skipast i lofti og sumariö loksins komið fyrir norðan. Þessa mynd tók eik austur á Sföu I siðustu viku og á henni eru systkinin Erna og Svein- björn f heyskap hjá afa sinum Matthfasi Olafssyni bónda á Breiðabólstað á Siðu. LEIGJENDAMÁLIN Framkvœmda- stjórastaðan hjá æskulýðsráöi Frestað í borgar- ráði Ráðningu framkvæmda- stjðra Æskulýðsráðs Reykjavikur var i gær frest- að á fundi borgarráðs, en sem kunnugt er fékk Ómar Einarsson fulltrúi hjá Æsku- lýðsráði 5 atkvæði í æsku- lýðsráði en Gylfi Kristins- son, forseti Æskulýðssam- bands Islands 1 atkvæði. 1 fulltrúi I ráðinu sat hjá við afgreiðsluna, en lét bóka að hann teldi báða þessa um- sækjendur jafnhæfa. Búast má við að borgarráð taki málið fyrir á fundi sin- um I næstu viku. — AI Hvað líður kynningu laganna? Sveitarfélögin skipa húsaleigunefndir 1 blaðinu I gær var sagt frá við- skiptum leigjanda i Mosfellssveit við fulltrúa laga og reglna þar i sýslu og kom fram að þeir ágætu herrar telja sig ekki þurfa að fara eftir þeim lögum sem i gildi eru um réttindi leigjenda. 1 framhaldi af þessu máii vakn- ar sú spurning hvernig og hvenær félagsmáiaráðuneytið ætlar að kynna lögin um húsaleigusamn- inga. Við eftirgrennslan kom I ljós að nefnd er starfandi á vegum fé- lagsmálaráðuneytisins og á hún að semja tillögur um væntanlega kynningu. 1 nefndinni eiga sæti Jón Sigurpálsson fh. ráðuneytis- ins, Jón Asgeir Sigurösson f.h., Leigjendasamtakanna og Sigurð- ur Sigurðsson f.h. húseigendafé- lagsins. Að sögn Jóns Asgeirs hefur nefndin haldið nokkra fundi en ekki hefur enn verið gengið frá neinum tillögum. Hins vegar er nýbúið að senda sérprentun lag- anna til allra bæjarfélaga á land- inu, en i lögunum er m.a. ákvæði um að kjósa skuli nefndir sem annist framkvæmd tittnefndra laga. Útreiknmgar LÍÚ um Fiskveiðasjóðslánin: OF SVARTSÝNIR % segir Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri A Óvíst þó með verkefni í nýsmíðum Ég held aö útreikningar Llú séu óhagstæðari en ástæða er til — sagði Gunn- ar Ragnars forstjóri Slipp- stöðvarinnar á Akureyri. Þjóðviljinn hafði sam- bandi við hann i framhaldi af útreikningum Llú um lánakjör Fiskveiðasjóðs. Þessir útreikningar út- vegsmanna benda tii að það sé ómögulegt með öllu fyrir útgerðarmenn að iáta byggja fyrir sig skip, þvi mestallt aflaverðmætið fari í greiðslu afborgana og vaxta. — Mér sýnist aö útkoman hafi verið gefin fyrirfram og siðan reiknað inn i hana — sagði Gunn- ar. — Þarna eru ótalmörg atriði sem endalaust má deila um. T.d. finnst mér þaö aflaverðmæti sem þeir gefa sér i útreikningunum allt of lágt. Ég hef sjálfur reiknað þetta dæmi út og fæ aðra útkomu en LttJ. Og ég held að minir útreikn- ingar séu engu verri en þeirra. Það er hinsvegar alveg ljóst að verðtrygging hefur aukist mjög og að byggingavisitalan er óhag- stæðari en gengistryggingin. En ég held að það hljóti að jafna sig til lengri tíma. Ég reiknaði dæmiö út fyrir Sig- urbjörgu, nýjasta skipið okkar, sem við afhentum I vor. Ég reikn- aði dæmið bæði meö Fiskveiða- sjóðslánum og svo einnig einsog um eintóm erlend lán væri að ræða. Og ég fekk það út að Fisk- veiðasjóðslánin væru hagstæðari. Hinsvegar verðum við mjög varir við minni áhuga á nýsmlði. Það er aðeins hreyfing, en alltof lltil. Það er mjög óljóst með framhaldið hjá okkur, og nú er komiö fram yfir þann tíma að við þyrftum að hafa eitthvað ákveðið verkefni I höndum til að geta skipulagt af viti — sagði Gunnar að lokum. — eng. Gunnar Ragnars A næstu vikum verða nefndirn- ar væntanlega kosnar og geta leigjendur þá snúið sér til þeirra ef þeim sýnist aö lögin séu brotin á sér. Þess má geta að á borgar- ráðsfundi I gær báðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins enn um frestun á skipun þessarar nefndar I Reykjavik þar sem þeir hafa ekki tilbúna tilnefningu slns full- trúa I nefndina. Innan Leigjendasamtakanna hefur verið rætt um að gefa út sérstakan bækling um réttindi leigjenda, en eins og nú stendur hafa samtökin ekki fjárhagslegt bolmagn til sllkra framkvæmda, þar sem þau félög sem upphaf- lega stóðu að stofnun þeirra hafa algjörlega svikist um að greiða fjárframlög sín, enda er ekki einu sinni hægt að greiða starfsmanni laun. I málefnum leigjenda er þvl enn margt óunnið, en kynning laganna hlýtur að vera brýnasta verkefnið, einkum ef menn ætla að traðka á þeim, eins og dæmin sanna. — ká Samdráttur hjá SVR? Beiðni um hækkun var synjað af samgönguráðuneyti Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf frá samgönguráðuneyt- inu, þar sem beiðni um 28,3% hækkun á fargjöld- um Strætisvagna Reykja- víkur var synjað. Allir fulltrúar í borgarráði stóðu að ef tirf arandi bók- un: „Borgarráð mótmælir mjög eindregið synjum stjórnvalda á beiðni um hækkun strætis- vagnafargjalda og telur hana i algjöru ósamræmi við þarfir Strætisvagnanna til að geta haldið uppi nauðsynlegu al- menningsvagnakerfi. Telur borgarráð enn brýnna nú vegna sihækkandi benslnverðs að strætisvagnarnir geti rekið sem besta þjónustu. Fáist ekki eðlileg hækkun á fargjöldum strætisvagnanna til samræmis við aðrar hækkanir, hlýtur það óhjákvæmilega að valda samdrætti I rekstri þessa nauðsynlega þjónustufyrirtæk- is.” — ká

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.