Þjóðviljinn - 15.08.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.08.1979, Blaðsíða 7
Miövikudagur 15. ágúst 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Garðyrkjuskóli rlkisins að Reykjum i ölfusi hefur nú starfað i 40 ár. Hann var vigður á sumar- daginn fyrsta 1939 af þáverandi landbúnaðarráðherra, Hermanni Jónassyni. Fyrsti skólastjóri var Unnsteinn ólafsson, og gegndi hann þvi starfitil dauðadags 1966 en þá tók við skólastjórninni núverandi skólastjóri, Grétar Unnsteinsson. Nú hefur verið ákveðið að minnast afmælisins með veglegri garðyrkjusýningu, sem opnuð veröur á laugardaginn kemur, þann 18. ágúst,og lýkur henni 26. ágúst. Hefst sýningin kl. 14 á laugardag með móti nemenda, kennara, starfsmanna og boðs- gesta. Að garðyrkjusýningunni standa auk skólans: Búnaðarfélag lslands, Félag blómaverslana, Félag garðyrkjumanna, Félag skrúðgarðyrkjumeistara, Félag isl. garðmiðstöðva, Garðyrkju- félag Islands, Samband garðyrkjubænda, Sölufélag garö- yrkjumanna, Félag landslags- arkitekta, Skógrækt rikisins og Skógræktarfélag Reykjavikur. Á fundi, sem skólastjóri Garð- yrkjuskólans, Grétar Unnsteins- son, hélt með fréttamönnum s.l. mánudag jsagöi hann m.a., að ánægjulegt væri, aö saman félli við 40 ára afmæli skólans að nýtt skólahús væri nú á góðum vegi og þegar að nokkru tekið i notkun og jafnframt hefðu skapast mögu- leikar á fullkomnari og fjöl- breyttari rekstri garðyrkju- stöövarinnar. A garðyrkjusýningunni mun gefa að lita þverskurð af þvi hvar islenskir garðyrkjumenn eru á vegi staddir i ræktunarstörfum sinum, bæði hvaö varðar fram- leiðslu og tækni. Nemendur og kennarar verða staddir hér og þar um sýningarsvæðið til þess að fræða og leiðbeina sýningar- gestum. Grétar Unnsteinsson sagði m.a. á fundi sinum með fréttamönnum: „A undanförnum áratug hefur orðið gifurleg þróun á hinum ýmsu sviðum garðyrkjunnar almennti heiminum. Framfarir á þessum sviðum byggjast á auknum undirstöðurannsóknum og betri hagnýtingu þeirrar þekk- ingar, sem fyrir er nú, ásamt skipulegum ræktunaráætlunum. Islenskir garðyrkjumenn og þeir, sem að garðyrkjumálum vinna, verða að fylgjast vel með þeim nýjungum, sem koma fram á sjónarsviðið, hagnýta sér þekk- ingu erlendra tilraunamanna og staðfæra niðurstöður þeirra fyrir islenskar aðstæður, eftir þvi sem hægt er. En leggja verður mjög mikla áherslu á aö gera hagnýtar rannsóknir og undirstöðurann- sóknir á þessum sviðum I landinu, þar sem þess er þörf og hægt er að koma þvi við. Góð starfemenntun er þvi hér, eins og á öðrum sviðum, bæði þýöingarmikil og nauösynleg til þess að skapa þá undirstöðu, að hægt sé að hagnýta sér þá rækt- unartækni, sem völ er á nú*og standast sifellt harðnandi sam- keppni. Afmælissýningu þessari er einnig ætlað að sýna almenningi hvað áunnist hefur á liðnum árum og á hvern hátt viö getum hagnýtt okkur tæknina i þjónustu islenskrar garðyrkju.” Garðyrkjuskólinn er þriggja ára skóli. Að vetrinum er námið bóklegt en verklegt að sumrinu. Eftir fyrsta áriö velja nemendur um þrjár námsbrautir: ylrækt, skrúðgarðyrkju eða garðplöntu- námsbraut. Nemendur eru teknir inn i skólann annað hvert ár. Slðastliðinn vetur stunduðu 30 nemendur nám viö skólann en alls eru þeir orönir um 280. Um þaö bil tveir þriöju þeirra starfa við garðyrkju. Þegar nýja skóla- húsið verður fullfrágengið mun það rúma 50-60 nemendur. Frá Reykjum komast nemendur beint inn i garðyrkjuskóla á Norður- löndum og raunar einnig háskóla, meö nokkru viðbótarnámi. I tengslum við skólann er rekin garðyrkjustöð, sem nú er um 5 þús. ferm., auk sólreita og úti- ræktunarsvæða. I garðyrkju- stöðinnifer fram fjölbreytt rækt- un i sambandi viö kennsluna sér- staklega og ýms fræðslunám- skeiö , viösvegar um land, sem eru vaxandi þáttur I starfi skól- ans. Ennfremur er rekin all umfangsmikil tilraunastarfsemi, en á þann þátt hefur verið lögð | ■Mi í E* ^iÉÉÉii Wmm * 1 mh: 1 L,,.vv- *,< /4,. :ák~. JflHHtiew Gengið um trjáræktarstööina. F j ölbrey tt og vönduð garðyrkj u- sýning í tilefni af afmælinu vaxandi áhersla á undanförnum árum. Aukskólastjóra starfa við skól- ann þrir fastráönir kennarar: Auður Sveinsdóttir, landslags- arkitekt, Sigurður Þráinsson, garðyrkjukandidat,og Þórhallur Hróðmarsson, kennari. Þórður Jóhannsson, kennari, hefur verið aö rita sögu skólans. Aðgangur að garðyrkjusýning- unni er 2000,- kr. fyrir fullorðna en börn innan 12 ára aldurs fá ókeypis aðgang. —mhg Grétar Unnsteinsson skólastjóri útskýrir leyndardóma ylræktarinnar. Mynd: Það er blómlegt um ^ammMÉá 9B_____________ aö litast i húsakynnum Garöyrkjuskólans þar sem fréttamenn sitja fund mc IftriiiT'i Grétari skólastjóra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.