Þjóðviljinn - 02.09.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.09.1979, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 2. september 1979. UOBVIUINN Málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis t lgefandr: Útgáfufélag l>jóöviljans Kramkvæmdastjóri: Kiftur Bergmann Kitstjorar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson. Kréttastjóri: Vilborg Haröardóttir l msjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekslrarstjóri: Clfar Þormóösson Auglvsingastjóri: Rúnar SkarphéÖinsson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Om Stefánsson, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson. iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. I.jtismyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. L'tlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ölafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla: Guömundur Steinsson, Kristfn Pétursdóttir. Símavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún BárÖardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: SlÖumúla 6. Reykjavik, «fmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Olíusvínaríið verður að stöðva # I vor sem leið kom mikil óáran yfir þjóðina. Oiuverð hækkaði upp úr öllu valdi, raskaði rekstrargrundvelli í atvinnurekstri og kastaði ógnarskugga yfir afkomu al- mennings. Ríkisstjórnin reyndi eins lengi og unnt var að komast hjá því að leggja auknar byrðar á herðar al- mennings, en svo fór að lokum, að olíuverð var hækkað mjög verulega. Og sökum þess að viðskiptakjör koma nú inn i útreikning verðbóta á laun, þá verður nokkur kaup- máttarrýrnun nú 1. september, sökum olíuhækkananna. Um það bil sem ákveðið var að hækka verð á olíu voru olíufélögin uppi með mikil kvein um vonda afkomu sína og hótanir um að þau myndu hætta að afgreiða olíur ef ekki yrði komið til móts við kröfur þeirra um hækkað verð á olíuvörum öllum. # Olíufélögin hafa jafnan virst mjög stöndug fyrirtæki á íslenskan mælikvarða, þótt þau hafi barmað sér og kvartað undan því að hagnaður þeirra væri ekki mikill í hlutfalli við veltuna. Þetta hefur mönnum jafnan þótt heldur undarlegt, ekki hvað sist með tilliti til þess hve dugleg félögin eru við að f járfesta. Nú hefur Þjóðviljinn bent á hve lítið er að marka bókhald olíufélaganna. Það sýnir sig nefnilega að félögunum er heimilt að afskrifa 30% af birgðum sínum í árslok á hverju ári. # Það er ekkert smáræði sem þeir þarna fá að afskrifa. Um síðustu áramót hafa þeir samkvæmt þessari reglu liklega afskrifað um 2 miljarða króna, og í árslok 1977 afskrifuðu þeir um hálfan annan miljarð. Á tveimur undanförnum árum hafa þeir því látið gufa upp olíu fyr- ir um þrjá og hálfan miljarð, eða nokkuð nálægt 5 milj- örðum á verðlagi dagsins i dag. Til samanburðar má geta þess að þetta samsvarar nokkurnveginn því fé sem fjármálaráðherra telur sig vanta í ríkiskassann. Á undanförnum tíu árum hafa þessar afskriftir numið um 20 miljörðum á núverandi verðlagi, og er það vægt reikn- að. # Sósialistar hafa jafnan gert til þess kröfu að olíufé - lögin verði þjóðnýtt. Hafa þeir byggt þá kröfu á því að fáránlegt væri að viðhalda þreföldu dreif ingarkerf i fyr- ir olíu sem kæmi til landsins í einu skipi. Það mætti spara skrifstof ukostnað og dreifingarkostnað með því móti. Auk þess sem sú starfsemi sem þarna er um að ræða sé svo mikilvæg að rétt sé að hið opinbera hafi með henni f ullt eftirlit. Nú hef ur bæst við enn ein röksemdin. • Ef olíufélögin væru nú í almenningseigu, er enginn vaf i á að þau gætu skilað 2-3 miljörðum meira til sam- eiginlegra þarfa þjóðfélagsins en þau gera nú. Þeir pen- ingar kæmu sér óneitanlega vel nú, þegar f jármálaráð- herra kref st þess dag hvern að auknir skattar verði lagð- ir á almenning til þess að endar náist saman hjá ríkis- sjóði. En þá er að benda f jármálaráðherra á þann mögu- leika að þjóðnýta olíufélögin, eða í það minnsta að af- nema nú þegar þessi fáránlegu hlunnindi. Eða er Fram- sóknarf lokkurinn svo gjörsamlega í klóm olíuauðvalds- ins hjá SIS að hann sé reiðubúinn að horfa aðgerðarlaus á þetta svinarí? Einnig er ástæða til að spyrja sið- væðingarmennina í Alþýðuflokknum hvort þeir telja ekki meiri ástæðu til að snúast gegn þessu svínaríi heldur en aðskammast út í Hæstarétt, eða kref jast þess að ungt fólk sem er að koma yf ir sig húsnæði þurf i að borga allt að50% ársvexti? Það væri verðugt af mælisverkef ni fyr- ir ríkisstjórnina og f lokka hennar að þjóðnýta olíuf élögin á þessu ári sem nefnt hefur verið ár barnsins, en er í raun ár olíunnar. Föngum sleppt Margt hafa kúbönsk yfirvöld gert til afi angra afturhal.sliö i heiminum, en fátt hefur þó fariö jafnilla fyrir brjóstiö á þeim sem hæst gaia um mannréttindi og lýöræöi en sú ákvöröun sem tekin var á s.l. hausti aö póli- tiskir fangar skyldu látnir laus- ir. Allar götur siöan hafa veriö aö birtast ööru hverju litlar fréttaklausur um aö svo og svo margir fangar hafi veriö látnir lausir, og þess þá jafnan getiö aö þetta gangi nú allt hægt og stirölega, og aö Fidei Castro standi sig ekki sem skyldi I þessu máli. Morgunblaöiö býöur lesend- um sinum stundum upp á þýdd- ar greinar um þjáningar af völdum heimskommúnismans. Ein sllk birtist 18. ágúst s.l. og nefnist „Gúlag undir suörænni sól”. Höfundur er einhver Christopher Jones, sem ekki er gerö nánari grein fyrir. Skemmst er frá þviaö segja,aö grein þessi er einhver sá mark- lausasti þvættingur sem Morg- unblaöiö hefur bir t um Kúbu, og er þá mikiö sagt. Hingaö til hefur enginn þoraö aö nefna hærri tölu en 20.000 i sambandi viö fjölda pólitiskra fanga á Kúbu, en Kristófer þessi gerir sér litiö fyrir og tvöfaldar töluna. Greinhans hefst á þess- um fleygu oröum: „Kúbumenn, þessir krossfar- ar hinna kommúnisku hugsjóna, láta sér mjög annt um álit sitt meðal rikja þriöja heimsins og tU aö treysta stööu sina fyrir væntanlegan fund þeirra i Hav- ana i sept. n.k. hétu þeir þvi aö þeir skyldu láta lausa 3000 af 40.000 pólitiskum föngum þar i landi. Viö þessi heit sin hafa þeir ekki staöiö, þvert á móti benda siöustu atburöir tii end- urtekinna ofsókna á hendur kúbönskum andófsmönnum”. Siöan kemur löng raunarolla um hrikaleg afdrif manna sem „sitja I fangelsi á Kúbu” fyrir aö hafa skrifaö ljóö. Nenni ég ekki aö elta ólar viö þann sam- setning, en leyfi mér þó aö benda á, aö einn þessara manna, Herberto Padilla, sem sagður er „sitja inni” siöan 1971, var i raun handtekinn þá og sat inni i nokkra daga. Hon- um var hinsvegar sleppt lausum ogslöustu fréttir af honum eru þær, aö kúbanskt forlag gaf ný- a Kubu lega út þýöingar hans á enskum ljóöum. Bandariska blaöiö Christian Science Monitor veröur varla sakaö um óhóflega Kúbuaödá- un, en i þvi blaöi mátti lesa 31. janúar s.l.: „um þessar mund- ir rikir mun meira tjáningar- frelsi á Kúbu en nokkurn tima á þeim 20 árum sem liðin eru frá þvi dr. Castro komst til valda.” A fyrstu árum kúbönsku bylt- ingarinnar, þegar gagnbylt- ingarstarfsemi stóð sem hæst og skemmdarverk af ýmsu tagi voru daglegt brauö, komst tala „pólitiskra fanga” á Kúbu upp i 20.000. Þessi tala hefur siöan fariö hraölækkandi, vegna þess aö Kúbumenn voru ekki aö byrja á þvi i fyrrahaust aö sleppa föngum, heldur hafa þeir veriö aö þvi árum saman. 1 fyrrahaust var svo komið a ö fjökli „pólitiskra fanga” var u.þ.b. 4000 manns. Þessir menn höföu allir veriö viöriönir skemmdarstarfsemi af ein- hverju tagi, og sumir þeirra voru sdcir um glæpi framda fyrir byltingu, á dögum Batista einræöisherra. í september hófust viöræöur Fidels Castro viö fúlltrúa kúb- anskra útlaga, búsettra i Bandarlkjunum og vlöar. Meöal annars sem þeir ræddu voru „fangamálin” og niöurstaöa viöræðnanna varö sú, aö Castro bauöst til aö láta lausa 3600 Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar fanga, meö þvi skilyröi aö Bandarikjastjórn veitti þeim fanganna sem þess óskuöu land- vistarleyfi i Bandarikjunum, svo og fjölskyldum þeirra. 400 fanga treysti Castro sér ekki til aö láta lausa og eru þaö ýmist menn sem eru i tengslum viö hryöjuverkasveitir sem enn eru viö lýöi („Viö viljum ekki auövelda þeim starfsemina” — sagöi Fidel) eöa menn sem eru sekir um svo alvarlega glæpi aö almenningur á Kúbu myndi risa upp og mótmæla, væri þeim sleppt. í júni s.l. haföi 1900 föngum verið sleppt úr haldi, en aöeins 335 þeirra voru þá farnir til USA. Astæöan er tviþætt: I fyrsta lagi vilja margir fang- anna veröa eftir á Kúbu, og i ööru lagi hafa bandarisk yfir- völd veriö treg til aö láta föng- unum og ættingjum þeirra vegabréfsáritanir i té. Þaö er nefnilega tvennt ólikt, aö halda fagrar ræöur um mann réttindi eöa taka á móti stórum hópum afbrotamanna og fjöl- skyldum þeirra. Margir þessara manna geröust afbrotamenn beinlinis fyrir tilstilli CIA eða undir áhrifum þess linnulausa andkommúniska áróðurs sem dunið hefur á KUbumönnum I 20 ár gegnum útvarpsstöðvar staö- settar á Florida. Þaö viröist þvi nokkuð augljóst aö Bandarikja- menn hafa skyldum aö gegna viö þetta fólk. Kúba er ekki Gúlag, sem bet- ur fer. Amnesty International hefur staöfest aö á Kúbu sé pyntingum ekki beitt I fangels- um. Samtökin hafa einnig fallist á þá skýringu kúbanskra yfir- valda aö þeir menn sem setiö hafa I fangelsi fyrir gagnbylt- ingarstarfsemi sitji þar ekki fyrir skoöanir sinar, heldur fyrir ákveðnar aögeröir, þar sem ofbeldi hefur veriö beitt. — ih. — eng.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.