Þjóðviljinn - 02.09.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 02.09.1979, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. september 1979. Sunnudagur 2. september 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 ár frá upp- hafí seinni heims- styrjaldar ' í ! „Þá var Leipzig orðin eitt logandi eldhaf" * 9 '■ 'f£Í v j t Ug'm w 19p|MJÍ i ii If ■ ‘*ÍÍBs j *, í $ í ©SS ff 1 g m ;-|É W Hjónin dr. Matthias Jónasson og Gabriela, fædd Graubner, á heimili sinu aö Þinghólsbraut 3 i Kópavogi. Skápurinn er frá Þýskalandsárum þeirra,en á borðinu er bókin Lokuö sund eftir dr. Matthias sem hann skrifaði eftir aö striöinu var lokiö um hörmungar fólksins þar og tslendinga sem voru á heimleiö. Mvndir• Já/ Það er rétt. Ég var f ‘ búsettur í Þýskalandi öll 12 Leifur árin sem þúsund ára ríki TpYti" Hitlers stóð, sagðí dr. ‘ Matthías Jónasson eftir að GFr hafa boðið blaðamanni og Ijósmyndara Þjóðviljans til stofu að Þinghóisbraut 3 í Kópavogi. Þar tóku þau Gabriela, kona hans, á móti okkur af mikilli gest- risni og féllust fúslega á að veita viðtal um dvöl sína í Þýskalandi á stríðsárun- um. Tilefnið var að í gær, 1. september, voru 40 ár liðin frá upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. Dr. Matthías stundaði nám við háskólann í Leipzig 1930 — 1935 og var síðan kennari við sama skóla til stríðs- loka. Gabriela er hins vegar þýsk að uppruna og giftust þau árið 1937. „Við erum fyrir nákvæm- ar dagsetningar" — Muniö þiö daginn sem striöiö hófst? Dr. Matthlas: Þaöstóö nú svo á aö ég var staddur á Islandi þá. Ég haföi veriö á þingi fyrir Islenska menntamálaráöuneytiö I Genf og fór beint frá Sviss til lslands þetta sumar til aö gefa skýrslu um þingiö. Þegar strlöiö braust út hraöaöi ég mér aftur heim til Þýskalands þar sem kona min var meö lltiö barn og annaö á leiöinni. Fór ég þá I gegnum Skandinavlu. Gabriela: Ég dvaldi hjá frænd- fólki mlnu á stórum búgaröi I Damgarten skammtfrá Rostock I N-Þýskalandi. Þegar ég kom niöur þennan morgun var ákaf- lega fagurt veöur og fólk sat I friösæld undir stóru tré úti I garöi og var aö drekka morgunkaffi. En ég tók strax eftir þvi aö allir voru mjög þögulir og þegar ég kom sagöi frændi minn: „Stríö hefur brotist út I morgun”. Ég spuröi hvaöa dagur væri og þá sagöi hann: „Þaö er 1. septem- ber. Viö Þjóöverjar erum fyrir nákvæmar dagsetningar”. Þetta siöasta var meint sem háö. Þaö var engin hrifning rikjandi I þessum hóp. Fólk mundi of vel fyrri heimsstyrjöldina. Mér varö strax ljóst aö þetta var sögulegur dagur en haföi auövitaö ekki hug- mynd um allar þær hörmungar sem áttu eftir aö fylgja I kjölfar- iö. Dr. Matthlas: Ég er nú ekki sammála þvi aö ekki hafi rlkt stemmning fyrir striöinu. Hitler fylkti ungu kynslóöinni alveg á bak viö sig. Unga fólkiö hugsaöi sem svo: Viö höfum fengiö sterk- an mann. Hvaö getur staöiö á móti honum? Eldri kynslóöin kann aö hafa veriö efagjarnari vegna reynslunnar úr fyrra striöi. öilum gert að heilsa með Heil Hitler-kveðjunni — En segöu mér dr. Matthlas. Var ekki erfitt aö vera prófessor viö þýskan háskólaánþess aö taka beina afstööu meö nasismanum?, — Bæöi kennarar og stúdentar skiptust í tvær andstæöar fylk- ingar og I háskólanum I Leipzig uröu margir prófessorar aö sætta sig viö ýmsar takmarkanir. Ég man t.d. eftir pófessor Hans Driesch. Hann varö uppvls aö þvl aö hafa mælt meö gyöingi I prófessorsstööu. Honum var gef- inn kostur á aö draga meömælin til baka eöa segja upp. Hann svaraöi: „Þaö er um ekkert val aö ræöa hjá mér. Ég biö einfald- lega um lausn.” Annar kennari minn, prófessor Theodor Litt, stóö allan tlmann eins og blá- grýtisklettur gegn öllu sem nefndist nasismi og gagnrýndi opinskátt I ritum sinum hug- myndafræöi nasismans. Litt varö mörgum mönnum og þ.á m. mér stoö og stytta og viö tókum mikiö miö af baráttu hans. Annars haföi ég dálitla sérstööu sem útlend- „Ég reyndi að halda alltaf réttu fram og láta ekki undan í neinu.Þannig varði ég einstaklingsfrelsi mitt sem er mér ákafiega dýrmætt” segir Matthías ingur. öllum var t.d. gert aö heilsa meö Heil Hitler-kveöjunni. Ég vék mér undan þvl og sagöi: Ég er útlendingur. A ég aö heilsa meö nafni foringja ykkar? Þetta komst ég upp meö og varö aldrei fyrir miklu aökasti. — Varstu ekki kvaddur I herinn? — Jú, mikil ósköp. En ég fram- vísaöi minu islenska vegabréfi og var þaö tekiö gilt og ég beöinn af- sökunar. Ég held aö enginn tslendingur, sem var I Þýska- landi á þessum árum hafi þurft aö ganga i herinn. „Hefur guð yfirgefið okk- ur?" — Hafði ekki striöiö strax mikil áhrif á llf Þjóðverja? — Þaö var strax tekin upp skömmtun en fólki leiö sæmilega vel fyrsta veturinn. Menn höföu enn von um aö samiö yrði um friö og voru bjartsýnir vegna hinna miklu yfirburða sem þýski herinn haföi sýnt. Ég man aö einn sam- kennari minn sagði: „Foringinn er alveg hættur aö skip^a sér af stjórn strlösins. Nú er hánn bara að hugsa um uppbygg- ingu háskólanna.” Þessi bjart- sýni entist ekki lengi. Einn morg- un var ég á leiö til vinnu og þá sagði einhver I strætisvagnin- um að Þjóöverjar heföu ráöist á Rússland. Þaö varö þögn i vagn- inum og svo heyröi ég aö gam- all maöur sagöi: „Nú erum viö- búnir aö fá þaö sem allir vitrir herforingjar hafa varaö viö. Styrjöld á báöum vlgstööv- um.” Þá held ég aö Þjóöverjum hafi fyrst blöskraö og þeir séö aö komiö var aö þvi sama og I fyrri heimsstyrjöldinni. Herförin inn I Rússland gekk vel fyrst i stað en svo fór rússneski herinn aö veita viönám og rússneski veturinn aö salla niöur þýska herinn. Þá fór bölsýnin aö ná taki á fólki. Gabriela: Eitt sinn var ég aö koma heim I kolniðamyrkri þvi aö þá var allt myrkvaö á kvöldin og næturnar. Þá vék sér aö mér ó- kunnur maöur og ég hélt að hann ætlaöi aö spyrja til vegar en hann spuröi aðeins: „Hefur guö yfir- gefiö okkur?” — örvænting hefur fariö aö grípa um sig? Gabriela: Já, og þá fóru menn aö halda I þá von aö undravopniö kæmi sem leysa mundi allan vanda. Flestir vissu náttúrulega aö þetta undravopn var tálvon en samt var fólk alltaf aö tala um það. Að halda heimili — Hvernig gekk aö halda heim- ili þegar liöa fór á s’tfiöiö, Gabri- ela? — Fyrst I staö var kjötskammt- urinn 500 grömm á mann á viku en400gr. ef kjötiö var beinlaust. Slðustu 3 árin var þessi skammt- ur kominn niöur I 300 grömm. Þá voru skömmtuð 900 grömm af sykri á mann á mánuöi, jafnt á börn sem fullorðna, en 125 grömm af smjöri á hvern fullorðinn og 250 grömm á barn. Börn fengu hálfan pott af mjólk á dag en fullorönir enga. Kaffi og te fékkst ekki nema kannski pinulitill skammt- ur einu sinni eöa tvisvar á ári en eftir loftárásir var stundum út- hlutaö dálitlu meiru. Eftir loftá- rásirnar miklu á Leipzig 4. des- ember 1943 var ég I heilt ár hjá frænku minni upp i sveit I Pomm- ern og það var mun betra. Alltaf var hægt aö lauma einhverju und- an. Einnig var ástandiö betra t.d. I Berlin en Leipzig þvi aö höfuö- borgin átti aö vera einhvers konar sýningargluggi fyrir heim- inn. — Þú hefur ekki fylgt fjölskyld- unni i sveitina, dr. Matthias? — Ég veiktist um svipað leyti, . fór til Kaupmannahafnar og lá þar i nokkra mánuöi og fékk góöa aöhlynningu. ‘ — Af hverju veiktistu? — Ég held aö veikindi min hafi fyrst og fremst stafað af næringarskorti. Ahugamál okkar var framar öllu aö halda llfi I börnunum og þaö var ekki auö- velt. Þau gengu fyrir meö allan mat en ég vann mikiö svo aö ég haföi ekki nægilega mikla nær- ingu til aö halda þrótti. — Hörgulsjúkdómar hafa farið aö segja til sin? — Já, matarskammtarnir miö- uöust líka viö þá vinnu sem menn unnu. Verkamenn I erfiöisvinnu fengu t.d. eitthvaö stærri skammta en ýmis gamalmenni fóru afskaplega illa út úr þessu. Þau dóu mörg úr hungri. Mér er minnisstæður aldraður málara- meistari sem viö fengum til aö mála hjá okkur stofu. Um kvöldið þegar ég var aö koma úr vinnu sá ég einhvern mann liggja á göt- unni og þegar ég fór að gæta aö var þaö þessi maður. Hann lá þarna meövitundarlaus. Ég tók hann upp og bar hann I fanginu til baka upp á 2. hæö. Þetta var stór maöur en samt var hann fisléttur. Hann var ekkert orðinn nema beinin. Tveimur dögum seinna dó hann. Leynirit og útrýmingar- búðir — Uröuö þiö ekki vör viö út- rýmingu gyöinga? — Eftir þvl sem leiö á styrjöld- ina fóru aö siast út þeir ógnarat- buröir. Skammt frá okkur var hæli fyrir vangefiö og geöbrengl- aö fólk. Þegar fór aö þrengja aö á öllum sviöum og nauösyn þótti aö bjarga lifi særðra hermanna fóru aðstandendur þessa vanheila fólks aö fá tilkynningar um lát þess þó að allt heföi bent til þess aö þaö gæti lifaö áfram. Þá var fariö aö útrýma þvl þúsundum saman. Þetta mæltist afskaplega illa fyrir og ýmsir fóru aö efast um aö allt væri eins hreint i pott- inn búiö og látiö haföi veriö I veöri vaka. Leynirit meö ýmsum upp- lýsingum fóru aö ganga sem trúnaöarmál milli manna og viss hópur menntamanna vissi betur „Þegar fór að halla undan fæti fyrir Þjóðverjum og við vissum að þeir lugu til um vígstöðuna fórum við að hlusta á BBC sem útvarpaði á þýsku. Svo einn góðan veðurdag komu leynilögreglumenn heim... ” hvaö var aö gerast heldur en illa upplýstur almenningur. Gabriela: Þaö kom hingað I Kópavoginn I heimsókn til okkar fyrir skömmu þýsk kona af gyöingaættum og hún var aö tala um aö þaö væri lygi aö viö ÞjóÖ- verjar heföum ekki vitað hvaö var aö gerast. En viö fengum ekki vitneskju um þaö fyrr en um sein- an. Viö gátum ekkert gert nema þá upp á þaö aö veröa sjálf send I útrýmingarbúðir. Dr. Matthias: Það var helst kaþólska kirkjan sem tók af skar- ið. Faulhaber kardináli flutti einu sinni þrumandi ræöu af stólnum og mótmælti þessum atburöum og sagöi aö þeir stríddu bæöi gegn mannlegu og kristilegu siögæöi. Hann tók eftir þvi aö tveir græn- klæddir menn sátu I kirkjunni og kepptust viö aö skrifa upp þaö sem hann sagði. Þá sagöi kardlnálinn: „Þiö þurfiö ekki að hafa fyrir þvi aö skrifa þetta upp. Ég skal afhenda ykkur ræðu mlna aö lokinni messu”. Margir kaþólskir prestar hættu llfi slnu með andófi slnu gegn nasistum. Hver njósnaði um annan — Var mikið um njósnara? — Þeir voru á hverju strái og hver njósnaöi um annan. Enginn þoröi aö segja skoöun sina þvi aö alltaf var einhver sem njósnaöi. Viö uröum aö vera mjög varkár. Þegar fór aö halla undan fæti fyrir Þjóðverjum og viö vissum aö þeir lugu til um vigstöðuna fór- um viö aö hlusta á BBC sem út- varpaöi á þýsku. Viö geröum þaö aö visu ekki oft þvl aö við bjugg- um I fjölbýlishúsi. Svo einn góöan veöurdag komu leynilögreglu- menn heim og sögðust ætla aö taka útvarpstæki okkar. Ég sagöi þeim aö ég ætlaöi aö kref jast þess aö fá þaö aftur og þeir voru nú ekki mjög trúaöir á aö þaö gengi en skrifuöu samt niöur númeriö á tækinu. Svo fór ég á stööina og sagöi aö mér þætti ósamræmi I þvi aö vera faliö aö kenna ungri kynslóð en ekki treyst til aö hafa útvarp. Haföi ég þann háttinn á aö biöja alltaf ,um háttsettari og háttsettari yfirmenn þvl aö Þjóö- verjar eru allir hræddir um að hafa gengiö lengra en reglugeröin segir til um. Þetta haföist aö lok- um og viö fengum tækiö aftur. Leipzig jöfnuð við jörðu á einni nóttu — Segöu mér frá þvi þegar Leipzig var lögö I rúst, Gabriela. — Aö kvöldi 3. des. 1943 var ég á leiksýningu I frægu og gömlu leikhúsi I miðborginni þar sem m.a. ýmis af verkum Schillers höfðu veriö frumsýnd á slnum tima. Þetta var siöasta leik- sýningin I þessu húsi þvi aö dag- inn eftir var þaö rjúkandi rúst. A- rásin hófst kl. 4 um nóttina og var öll miöborgin jöfnuö viö jöröu þ.á m. flestar háskólabygg- ingarnar, óperan, pósthúsið o.s.frv. Viö bjuggum i úthverfi og voru flugvélarnar búnar meö all- ar þungu sprengjurnar þegar kom aö húsi okkar og slapp það viö skemmdir. Litlar sprengjur eöa skot féllu þó umhverfis húsiö. Um morguninn fór ég meö tvær fötur aö búgaröi sem var um 20 minútna gang frá og pumpaði upp vatni þvl aö borgin var algjörlega vatnslaus og gaslaus. Aöaljárn- brautarstööin i borginni var eyði- lögö en innanborgarlestir gengu áfram frá stöövum I úthverfum. Þangaö fór ég meö börnin min tvö og komst meö miklum töfum noröur I Pommern á búgarö frænku minnar, kom börnunum þar fyrir og fór aftur til baka til aö sækja föt og , fleira þess háttar. Þá var borgin oröin eitt logandi eldhaf svo aö við ekkert varö ráöið. Eldurinn greip hverja húsarööina af annarri. — Þú varst ekki i Leipzig þegar þetta geröist, dr. Matthlas? — Nei, ég lá þá á sjúkrahúsi I Kaupmannahöfn eins og fyrr sagði en þegar kona mln lagöi af staö áleiöis til Danmerkur meö börn okkar tvö fylgdi ég þeim til Berlinar og kom þeim I járn- brautarlest sem átti aö fara til Warnemiinde sem er ferjuhöfn yfir sundiö til Danmerkur. Ég vonaöi aö þau yröu komin til Kaupmannahafnar daginn eftir. Þaö fór á annan veg. Þessi ferö Gabrielu meö tvö ungbörn tók hálfan mánuö. Tvær loftárásir voru geröar á Berlln nóttina sem viö vorum þar. Þegar ég kom aftur til Leipzig var mikilli loftá- rás á þá borg nýlokið. M.a. eyöi- lagðist járnbrautarstööin. Allar samgöngur I borginni voru lam- aöar. Þegar ég var , á leiö heim fótgangandi rakst ég á yfirmann minn og vin, prófessor Theodor Frings, hinn fræga germanista, þar sem hann var aö reyna aö verja hús sitt fyrir eldinum. Allar rúöur voru sprungnar I löngum húsarööum vegna sprengju- þrýstingsins. Eldurinn greip hvert húsiö af ööru og viö sáum inn i logandi ibúöirnar þar sem báliö lék um stofur og húsbúnaö. Meö þessum hætti varö borgin eldinum að bráö. Flótti og helfrosin lík með teinunum — Hvaö varö slöan um ykkur? — Veturinn 1944 — 1945 sett- umst viö aftur aö i Ibúö okkar i Leipzig, bæöi af þvi að ég haföi skyldum aö gegna viö kennslu og Gabrielu leiddist aö vera upp á aöra komin. Gabriela: Eitt kvöld kom ég heim úr heimsókn til blindrar konu sem ég heimsótti reglulega og þá sagöi Matthlas: „Nú hafa Rússar fariö yfir Oderfljótiö” og þá sagöi ég: „Þá skulum viö fara frá Þýskalandi” Þetta var I janú- ar 1945. Næsta dag sótti hann um leyfi til aö fara úr landi. Dr. Matthias: Ég spuröi kon- una mina hvaö ég ætti aö segja og hún svaraði: „Segöu bara sann- leikann. Þaö er þaö eina sem dug- ir eins og nú er ástatt.” Þaö tók siöan 4 vikur aö fá leyfið og þegar viö loks fórum i mars sóttu Rúss- ar ákaft fram og fólk flýöi I skelf- ingu og ráðlaust frá vígllnunni. Lestirnar voru yfirfullar og hel- frosin llk lágu meöfram teinun- um. Þó voru járnbrautarstarfs- mennirnir duglegir aö halda uppi reglu. Við fórum ekki samtimis þvi aö ég vildi ljúka kennslunni I Leipzig. Þaö tók Gabrielu 14 daga aö komast til Kaupmannahafnar, leiö sem venjulega tekur einn dag aö komast. Boðið að hlusta á foringj- ann á 126. bekk —■ Komust þiö einhvern tima i persónulegt tæri viö Hitler? Dr. Matthías: Mér var einu sinni boðið aö hlusta á hann á kaupstefnu I Leipzig. Ég fékk boö um aö mér væri sýndur sá sómi aö hlusta á foringjann á 126. bekk i tiltekinni höll. Ég sagði nei þvi aö ég væri ópólitlskur útlend- ingur. Ég sáriðraöist seinna þess- arar ákvöröunar minnar þvi aö þetta var eina tækifæriö sem mér bauöst til aö sjá þennan ógæfu- mann. Gabriela: Égsá hann einu sinni þar sem hann ók um götur ILeipz- ig. Mér fannst hann vélrænn aö sjá eins og sýningargluggabrúöa. Hann staröi beint fram fyrir sig og veifaði hvorki né brosti til fólksins. Hann var meö kaskeiti á höfðinu, sem hann tók aldrei ofan. Ætli hann hafi ekki verið meö stálhjálm undir. — Nú varst þú andvigur nasist- um, dr. Matthias. Hvernig gastu þraukaö öll þessi ár? — Ég reyndi aö halda alltaf réttu fram og láta ekki undan I neinu. Þannig varöi ég ein- staklingsfrelsi mitt sem er mér á- kaflega dýrmætt. Mér fannst þeir lika komast best i gegnum þetta sem þannig fóru að. —GFr Rætt við hjónin GABRIELU og dr. MATIHÍAS JÓNASSON sem voru búsett í Þýskalandi öll striðsárin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.