Þjóðviljinn - 02.09.1979, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 02.09.1979, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. september 1979. vísna- mál *k Umsjón: Adolf J. Petersen n/ Flestu orka ftjóðin vœn Ekki er gott aö maðurinn sé einn, stendur einhversstaöar skráö á bókfell, reyndar haft eftir skapara Adams, sem geröi sér litiö fyrir og tók rif úr sköpunarverkinu og bió til konu sem fékk hiö hversdags- lega nafn Eva. Þaö varö til þess aö Adam fylltist af kven- semi og leit Evu girndaraug- um. Þegar Adam Evu sá, eðlishvöt og girndin vöktu i honum vffnisþrá, viö tók konumyndin. Þaö er vist nokkuö langt siö- an þau Adam og Eva undu sér i aldingaröinum Eden. Ætiö siöan hafa karlar og konur litiö hvert annaö hýrum aug- um, þó meö misgóðum af- leiöingum sem dæmin sanna. Astin blossaöi 1 fyrstu en kólnaöi þegar frá leiö, hýru augun oröin köld og fráhrindandi, brostnar vonir orðnar tál og angur sem reynt hefur svo veriö aö dylja meö þögninni, þó hafa margir gerst opinská- ir og ort um óhöpp sin I þeim efnum. Flestir sem ljóð hafa lesið kannast viö ástarharminn i kvæöinu Meyjarmissi eftir séra Stefán Ólafsson i Valla- nesi 1619—1698, er hefst meö þessu erindi: Björt mey og hrein mér unni ein á Isa- köidu landi. sárt ber og mein fyrir silkirein sviptur þvi tryggöabandi. Löngu fyrr en séra Stefán Ólafsson kvaö sinn Meyjar- missi, voru rimurnar Geö- raunir ortar. Þar segir höfundur frá, er ferjumaöur flutti meyjar um flóö fram. Varð mér fyrir eg veitta far veigaskorðum prúðum, báturinn hljóp svo brátt á mar að brakar i ölium súðum. Fiestu orka fljóðin væn er fyrðum nærri liggja, menjalindin mjúka bæn marga náir að þiggja. Ferjumaðurinn hefur greinilega oröiö hrifinn af einni meynni sem þá ætlar aö springa af harmi ef ekkert gerist nema augnaskotiö eitt: Þegar viö leggjum linspöng á logandi ást I hjarta, ef sprundiö ekki spjallast má þá springur vifið bjarta. En ef svo brúöurin bregst, þá hefst angriö i þanka hvers ferjumanns: Bæöi hefur það bragna hent, ef brúðir af þeim ganga, sárlega hefur þá storgin brennt sárt um ævi langa. Höfundur segist svo vita um mann sem vildi heldur deyja en lifa i ástarsorg: Vissi ég einn svo vaskan mann, varð hann jungfrú þreyja, sárlega upp af sorgum brann, sjálfur kjöri að deyja. Hver sem angrið ýta fær af ungum stoltar kvinnum, það mun ganga geöinu nær, getégþaöseintúr minnum Sem margt annaö i heimi hér, leggst ástarbraskiö misjafnt á mannfólkiö, einn veröur hryggur, annar glaöur og hamingjusamur. Þaö skipt- ist I tvö horn: Höldum bjóðast hlutir tveir hvað mun meira skilja? annan særir sorgin meir en sýnir öðrum vilja. Sá mun garpurinn gleöjast vel gulls af yppifriöi, annan særir sorg i hel sárt til dauðs með striði. Þá er miklu betra aö deyja en lifa viö slikan ástararmóö: Hver sem missir menja laut maður er sviptur auöi, skjótlega hverfur skemmtan braut, skárri en miklu dauði. Sorgir taka að særa fast, seggja brjóst með nauöum, grefur sig inn um girndar, past, og ganga af mörgum dauöum. Fáriö gengur um fryggðar völl sem fljúgi eitur-naöra, brýtur I sundur brjóstin öll, sem brotni hver við aðra. Þótt fólk hafi dundaö sér viö aö elskast, þá hefur þaö ekki látiö sér þaö nægja, en boriö all-riflegan skerf af ást til hesta og hefur kveöið um þá loflegar visur, einsog sjá má af þessari visu Jóhannesar úr Kötlum: Blakkar frýsa og tej gja tá, tungliö lýsir hvolfin blá, knapar rlsa og kveðast á, vikna vfsur til og frá. Þetta kemur fram i vlsu Hallgrims J ónassonar: Hófatak og fáksins fjör finn ég vaka 1 svörum. Létt á baki I fleygiför flýgur staka af vörum Þegar eitthvað amaöi aö, þá var einna best aö leita til hestsins og finna þann unaö sem hann gat veitt. Björn S. Blöndal kvaö: Þegar glettin bölsins brek . byrgja þétt að vonum, fótaléttan fák ég tek og fæ mér sprett á honum. Svo uröu hryssurnar ástfangnar ekki siöur en meyjarnar, eins og Hjálmar Stefánsson á Vagnbrekku seg- ir um Golu slna: Heitir Gola hryssa stinn, hún er I fola bráðskotin, brýtur I mola meydórn sinn, mörg eru svola tilfellin. Þaö er hægt aö meta hestinn meira en prest I stól, eins og segir i þessum gamla húsgang: Gráa hestinn met ég minn meira en prest á stólnum, þó hann lestur semji sinn og sé á besta kjólnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.