Þjóðviljinn - 02.09.1979, Blaðsíða 24
DWÐVIUINN
Sunnudagur 2. september 1979.
Aðalsimi bjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til
föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum.
Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfs-
menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaöaprent 81348.
C 81333
Kvöldsimi
er 81348
nafn *
Nafn vikunnar aö þessu
sinni er Hilmar Jónsson
bókavörður I Keflavik. Hilm-
ar hefur verið mikið i frétt-
um undanfarna viku eftir að
hann uppiýsti aö Sjöfn Sigur-
björnsdóttir borgarhilltníi
Alþýðuflokksins heföi hvatt
hann tii þess að sækja um
stöðu framkvæmdastjóra
Æskulýðsráðs Reykjavikur
og heitiö honum stuðningi,
sem siðan varð önnur raunin
á, eins og sjálfsagt flestir
þekkja.
— Sjöfn Sigurbjörnsdóttir
kallar þig lygara þegar þii
segir að hiin hafi heitið þér
stuðningi i Æskulýðsráöi.
Hvað vilt þú segja um þaö?
— Ekkert annað en það, að
minar fullyrðingar standa.
Ég sagöi aö ég hefði verið
hvattur til að sækja um að
hennar tilstuðlan, og þaö
stendur.
— Taldir þú þig eiga ©iða
von til þess að ná kjöri sem
framkvæmdastjóri Æsku-
lýðsráös eftir stuðningsyfir-
lýsingu Sjafnar?
— Ég segi það ekki. Ég
held að þaö sé ákaflega erfitt
fyrir þjóðfélagsgagnrýnend-
ur eins og mig aö fá yfir höf-
uð nokkra opinbera stööu.
Égheld aö það sé mergurinn
málsins. Viö eigum undir
högg að sækja hvort sem það
er hjá öörum flokkum eöa
flokksbræðrum okkar. Ég
vildi láta reyna á það hvort
þetta hugarfar sé enn í gildi,
eins og mér hefur fundist það
vera þegar ég hef sótt um
stöður annars staðar frá nii-
verandi starfi minu.
— Nú ert þú Alþýöuflokks-
maður. Hafa viðbrögð Sjafn-
ar valdið þér vonbrigðum
sem dyggum flokksmanni?
— Að sjálfsögiu. Ég hélt
að þaö hefði veriö uppi í Al-
þýöuflokknum herferð um
heiöarleika i starfi og ég hélt
að þegar menn töluðu saman
þá gilti það.
■ — Hvaö þurfa menn að
vinna sér til ágætis til að
komast í „Who is who?”
(Hlátur) — Já, þvf satt aö
seg ja kann ég ekki skil á. Ég
fékk bréf um þetta og var
boöið þetta, og þeir sem ekki
eiga þessa bók geta sjálfsagt
farið á hvaða safn sem vera
skal til að f letta þvi upp, þeir
geta séö þar nokkra Islend-
inga.
Én eins og einhver blaða-
maður f Vfsi lætur aö þvl
liggja að ég sé svo lélegur og
varla marktækur nokkurs
staðar, þaðheld égaöséekki
mælikvarðinn til aö komast i
þessa bók.
-lg-
Litiö á störf verslunar-
fólks sem 2. flokks störf
„Ég er búin að vinna við marg-
vfsleg störf um ævina. Byrjaöi
fyrst að vinna úti þrettán ára
gömul og i verslun hef ég unniö i
nærri þrjátiu ár, þar af hef ég
verið hér i Glæsibænum i sjö
ár”.
Viðmælandi okkar er Sigriöur
Sigurðardóttir verslunarmaöur
og trúnaðarmaður starfsfólks i
kjörbúð Sláturfélags Suöurlands i
Glæsibæ. Hún hefur 229 þús. krón-
ur í mánaöariaun fyrir 40 stunda
vinnuviku, eftir 30 ára starf sem
verslunarmaöur.
Við hvað vinnur þú hér I versl-
uninni?
,,Ég hef sjálfsagt gripið niöur i
flest öll þau störf sem unnin eru I
verslun. Núna vinn ég við inn-
pökkun á brauöi og öðrum brauö-
vörum og uppröðun á þeim i hillur
verslunarinnar. Aöur var ég við
grænmetispökkun i kjallara, en
fékk að færa mig hingað upp þar
sem ég er asmasjúklingur og á
þvi erfitt með að vinna þar sem
frekar loftlaust er eins og á lag-
ernum.”
Hvernig er vinnutimanum hátt-
aö?
„Það er unniö frá 9-6 fjóra daga
vikunnar, en á föstudögum er
unnið frá 9-8 á kvöldin. Áöur fyrr
var unnið hér i versluninni til kl.
10 á föstudagskvöldum en það
hefur verið aflagt. Það má vel
koma hér fram I þessu sambandi,
að verslunarmenn er sú stétt sem
vinnur meira og minna alla daga
vikunnar og á öllum timum.
Þarna þarf aö gripa inn i. Ég held
að almennt sé verslunarfólk ekki
hrifið af opnun verslana um helg-
ar eins og mikið hefur verið rætt
um. Það skýtur lika skökku við aö
fólk þurfi að vera að versla um
helgar og langt fram eftir kvöldi
þegar allir eiga orðið isskápa og
eöa frystikistur til að geyma mat
I.
Byrjunarlaun 219 þús.
krónur
Hvernig eru launakjörin hjá
verslunarfólki i dag?
„Ég held aö yfir heildina séu
verslunarmenn með miölungs-
laun miðað við aörar starfsstéttir
hér á iandi. Launamál okkar hafa
veriö mikið til umræöu undanfar-
ið vegna úrskurðar geröardóms
um niðurröðun launataxta. óhætt
er að segja aö menn séu almennt
mjög óánægðir með niðurstööu
dómsins, enda sauð uppúr á ýms-
um stöðum, td. á Keflavikurflug-
velli.
Byrjunarlaun starfsmanna i
verslun eru i dag um 219 þús.
krónur á mánuði fyrir 40 stunda
vinnuviku. Aftur á móti eru þeir
hæstlaunuðu eins og ég sem hef
unnið verslunarstörf I nærri 30 ár
með aöeins 229 þús. krónur i laun
fyrir sömu vinnu. Þarna munar
ekki nema 10 þúsund krónum og
það bil finnst okkur sem unnið
höfum við verslunarstörf um ein-
hvern tima ekki vera alls kostar
rétt. Þetta gerir það ma. að verk-
um að fólk endist ekki til lengdar i
verslunarstörfum. Launamála-
stefnan hefur veriö sú að hækka
laun þeirra lægstlaunuðu sem er
auðvitaö sjálfsagt, en það má
þá ekki gleyma hækkunum til
allra hinna.
Nú ert þú trúnaðarmaöur á
vinnustaðnum: Hvernig hafa
samskiptin veriö við yfirmenn
fyrirtækisins?
„Okkur sem vinnum hér hefur
samist mjög vei við verslunar-
stjórann okkar, enda hefur fólk
fengið að vinna hér þannig að það
finni að þaöberi einhverja ábyrgö
á hlutunum. Við höfum tekiö upp
nokkurs konar deildarskiptingu
þar sem hver stjórnar sinu verki
sjálfurog þaöhefur haft mjög góö
Mánaðarlaun: Kr. 229 þús. fyrir 40
st. vinnuviku eftir 30 ára starf
1 ff 1 \ ■ m
. í / •% \ -JLÁ
1
Sigriöur Sigurðardóttir við vinnu sfna I verslun Sláturfélags Suöur lands í Glæsibæ: „Þaö er eins og að
berja höföi við stein, þegar maður er að fá fólk til að skilja hvar kjarabaráttan fer fram.” Mynd: — Leifur.
áhrif á allan starfsanda i verslun-
inni og það er fyrir mestu.
Samskiptin við yfirstjórn Slát-
urfélagsins hafa ávallt gengið vel
og allt fengist leiðrétt fljótt ef
eitthvað hefur ekki verið eins og*
það á að vera.”
Gengur ákaflega illa
aðfáfólk til
að sækja fundi
Nú sækir þú sem trúnaðarmað-
ur sjálfsagt flesta fundi sem
Verslunarmannafélagið heldur.
Hvernig er með annaö starfsfólk?
„Það er sannast sagna alveg
fádæma léleg fundasókn hjá okk-
ur f Verslunarmannafélaginu eins
og sjálfsagt viðast hvar annars
staðar hjá verkaiyðsfélögum.
Þaö er eins og þaö sé ekki hægt
að koma þvi inn hjá fólki að það
sé ekki nóg aö röfla og pexa eftir
að samningar hafa verið undirrit-
aðir heldur þarf að mæta á fundi
hjá félaginu og móta stefnuna
áður en gengið er til samninga.
Félagið kemur aldrei til með að
geta staðið eitt sér vörð um hags-
muni félagsmanna ef þeir taka
engan þátt I starfi þess.
Hvað er hægt að gera til aö
glæða áhuga starfsfólksins á þvl
að taka þátt I starfsemi félags-
ins?
„Þetta hefur mikið veriö rætt.
Þaö mæta kannski 50-60 manns á
Rætt við
Sigríði
Sigurðardóttur
sem starfað
hefur við
verslun
í nærri 30 ár
fundi i fleiri þúsund manna félagi.
En eins og ég sagði áðan þá
virðist erfitt að gera fólki þaö
Ijóst hvar kjarabaráttan fer
fram. Það er eins og að berja
höfði við stein.”
Fólk almennt búið
að missa verðskyn
Hvernig er að starfa í verslun?
„Mér hefur likað ákaflega vel
að starfa við verslun, og kannski
einna best að starfa hér. Það er
eins og að þegar maður fær aö
bera meiri ábyrgð á sinu starfi,
þá sé metnaðurinn og starfsgleöin
meiri og maður reyni að inna
starfið betur af hendi.”
Nú heyrir maður oft þegar
maður kemur inn I verslanir, að
viðskiptavinirnir láta skammir
dynja á afgreiðslufólkinu vegna
þess hversu vöruverðið er hátt.
Kannast þú við það?
„Já, ég hef orðið þó nokkuð vör
viö þetta. Verslunarmannastéttin
verður mikið fyrir barðinu á á-
kvörðun annarra aðila um hækk-
un á vöruverði. Það eru orðnir
það miklir dagprisar á sumum
vörum að ég held að fólk sé al-
mennt búið að missa verðskyn og
þvi ber minna á þessu en áður.
Eins er annar hvimleiður galli
sem viröist fylgja Islendingum,
en það er flýtirinn og stressiö.
Hér þekkist varla biðraðamenn-
ing i búöum og allir eru að flýta
sér. Afgreiðslufólkið fær svo að
heyra það óþvegið, ef fólk þarf aö
biða I nokkrar minútur eftir af-
greiðslu”.
Kvenfólkið er ragara
við að stjórna
Nú er kvenfólk I mikium meiri-
hluta I verslunarmannafélaginu
hér I Reykjavik, en samt er félag-
inu að mestu stjórnar af karl-
mönnum. Hvernig stendur á þvl?
„Jú það er satt, það eru aö visu
kvenmenn I stjórn felagsins en
það er eins og kvenfólkið sé rag-
ara við að taka þátt I stjórnun á
kjaramálum.
Ég tel hins vegar kvenmenn
ekki siður fullfæra um aö stjórna
þeim málum en karlmenmna”.
Er stéttaskiptingin of mikil inn-
an Verslunarmannafélagsins?
„Já það finnst mér. Sérstak-
lega skýtur skökku við að skrif-
stofufólk sem vinnur bæði styttri
vinnutima og við betri aðstæður
oftast, er á hærri byrjunarlaunum
en félagi þess úr verslunar-
mannafélaginu sem vinnur I
verslun. Þarna er um ósamræmi
að ræða sem þyrfti að lagfæra og
margt annað þessu Hkt mætti
nefna.”
Hver er munurinn á þvi aö
starfa I verslun i dag og fyrir 30
árum?
„Helsti og alvarlegasti
munurinn er sá að nú virðist litið
á verslunarstörf sem einhvers-
konar annars flokks störf. Hér
áður fyrr sóttust allir eftir þvi að
Framhald á bls. 21.
fhskandi
jogurtdrykkur
hollur
svaíandi