Þjóðviljinn - 14.09.1979, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.09.1979, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Föstudagur 14. september 1979—202. tbl. 44 árg. Bráðabirgðalög um auknar tekjur til rikissjóðs Fjárlagafrumvarpiö er í fœöingu Fjárlagafrumvarp næsta árs var enn til umræðu á rikisstjórnarfundi i gær,og reyndist ekki unnt að fá neinar upplýsingar um efni þess hjá ráðherrum eftir þann fund. Frumvarpið hef ur enn ekki verið afgreitt frá ríkis- stjórninni þar sem það hef ur verið til umf jöllunar um nokkra hríð. Verður það væntanlega tilbúið og lagt fram strax í upphafi þings, sem kvatt hefur verið saman 10. október n.k. —Al. 2,7 miljarðar í auknum SJA VIÐTAL VIÐ LÚÐVÍK SON Á SÍÐU 3 Á mánudag voru gefin út bráðabirgðalög um nýja tekju- öflun fyrir ríkissjóð og hækkar söluskattur skv. þeim úr 20% i 22% og tímabundið vörugjald úr 18% í 24%. Ráðstöfunartekjur ríkissjóðs hækka þvi á þessu ári um 2,7 miljarða og framfærslu- vísitalan um 1,6%. Kröfu Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks um að verðhækkanirnar sem þessar ráðstafanir leiða af sér, yrðu ekki bættar í kaupi, var hafnað af Alþýðubandalaginu. sköttum Spariskirteinin kölluð inn aftur Vitlaus fjármála- ráöherra Spariskirteini rikissjóös i 2. flokki þessa árs, sem átti að byrja aö selja I gær, voru snarlega kölluð inn aftur. Astæöan: í staö undir- skriftar núverandi fjármála- ráöherra, Tómasar Arna- sonar, voru þau undirrituö af Matthiasi A. Mathiesen, for- vera hans. Sighvatur Jónasson hjá af- greiöslu Seölabankans staö- festi þetta viö Þjtíöviljann i gær. — Þaö varö prentvilla, sagöi hann. óvart notuö gömul klisja. Spariskirteinin voru prent- uö iFinnlandi og erusamtals aö fjárhæö 2,7 miljónir króna, i fjórum verögildum frá 10 þús. kr. uppi hálfa mil- jón. Nú veröur aö prenta þau upp o g ekki vitaö hvenær þvi veröur lokiö en vonandi áöur en enn skiptir um ráöherra. — vh. 1 texta bráöabirgðalaganna segir að framvinda rikisfjármál- anna það sem af er árinu hafi ver- ið óhagstæð og lakari en ráö hafi verið fyrir gert i fjárlögum. Hafa útgjöld rikissjóös fariö fram úr á- ætlun af ýmsum ástæöum, m.a. vegna hækkaðs oliustyrks, ó- breytts hlutfalls niöurgreiöslna á landbúnaðarvörum en einnig vegna mun þyngri vaxtabyröi rikissjóös vegna hávaxtastefn- unnar sem knúin var fram gegn stefnu Alþýðubandalagsins. Hækkun söluskatts tekur gildi n.k mánudag en vörugjaldið hækkaöi 12. þ.m. 30% vörugjald er óbreytt nema hvaö þaö hefur verið fellt niöur af ýmsum vörum til tónlistar- og Iþróttaiökana, m.a. af hljómplötum meö is- lensku efni, i samræmi viö þings- ályktun frá siöasta vetri. Skattheimta þessi bætir stööu rikissjóös um 2,7 miljaröa á þessu ári, en þegar hefur verið ráöstaf- aö 4,5 miljöröum króna af tekjum næsta árs til greiöslu á rekstrar- útgjöldum yfirstandandi árs og mun veröa tekiö skammtimalán sem þvi nemur. Lúövik Jósepsson, formaöur Alþýðubandalagsins segir i við- tali viö Þjóöviljann I dag aö þær leiöir sem samstarfsflokkarnir i rikisstjórninni hafi knúið fram til lausnar vandanum muni hækka verðlag og auka veröbólguna. Hann segir m.a. aö þaö sé litiö vit I þvi aö knýja fram vaxtahækkun en koma svo nokkrum mánuðum seinna og heimta hækkun á sölu- skatti til aö geta greitt vextina. 3% hækkun segja atvinnu- rekendur Vinnuveitendasamband islands staöfesti I gær sam- komulagiö sem gert hefur veriö I kjaradeilu Grafiska sveinafélagsins og atvinnu- rekenda. „Samkomulag þetta felur i sér 3% meöal- tals kauphækkun og er þvi I einuogöllu í samræmi viö þá launamálastefnu, er Vinnu- veitendasamband Islands hefur fylgt á þessu ári,” seg- ir I fréttatilkynningu frá Vinnuveitendasambandinu. Eins og fram kemur i ann- arri frétt hér i blaðinu, telur formaöur Grafiska sveinafé- lagsins hins vegar aö meöal- talskauphækkunin nemi 5%. — eös. Frá fundi Grafíska sveinafélagsins I gær. Arsæll EUertsson formaöur félagsins i ræöustól á innfelldu myndinni t.v. (Mynd:-eik) Grafíska sveinafélagið samþykkti samkomulagið Kauphækkunin er að meðaltali 5% / segir Arsæll Ellertsson, formaður félagsins i fyrrinótt tókust samn- ingar i deilu Grafíska sveinafélagsins og Félags prentiðnaðarins. Samning- arnir voru síðan sam- þykktir á félagsfundi Grafíska sveinafélagsins í gær með 37 atkvæðum gegn 13. Lauk þar með nær n daga aukavinnu- og vaktavinnubanni félags- ins, sem m.a. hafði í för með sér 9 daga stöðvun á útkomu Þjóðviljans, Morgunblaðsins og Tím- ans, 8 daga stöðvun Alþýðublaðsins og 10 daga stöðvun síðdegisblaðanna Vísis og Dagblaðsins. - Aö sögn Ársæls Ellertssonar, formanns Grafiska sveinafélags- ins, eru helstu atriöi samkomu- lagsins þessi: Vegna vinnu sem innt hefur veriö af hendi frá 25. júni 1979 til 9. september, greiðist 3% álag á heildarlaunagreiöslur þess timabils. Launataxti á 1. ári hækkar um 3%, eftir 3ja ára starf kemur 4% hækkun og einnig 4% Framhald á 14. siöu Nýtt og hærra búvöruverd visitöiu vegna þessara hækkana nemi 4-5%. Það var tillaga Alþýöubanda- lagsins i rikisstjórninni aö aðeins hluta búvöruveröshækkunarinnar yröi hleypt út að þessu sinni en jafnframt ákveðið að auka um sinn og til bráðabirgða niöur- greiðslur á landbúnaöarafurðum meðan fram færu sérstakar við- ræður rikisstjórnarinnar og bænda um þessa ákvörðun búvöruverös. Alþýðuflokkurinn lagðist alfar- Framhald á 14. slöu Rikisstjórnin staöfesti á fundi helgina. Verölagsgrundvöllur bú- um 38,4% svo dæmi séu nefnd. sinum I gær samhljtíöa samþykkt vara hækkar um 19,7% og útsölu- Niöurgreiöslur veröa óbreyttar I frá 6 manna nefnd um nýtt bií- verö þeirra um 20-38%, — mjtílk krónutölu til áramóta og gera má vöruverö sem tekur gildi eftir um 27%, kjöt um 26% og smjör ráö fyrir aö hækkun framfærslu- Tugmiljóna tekjutap blaöanna Tekjutap dagblaöanna hefur oröið allmikiö vegna aukavinnu- og vaktavinnu- banns Grafiska sveinafé- lagsins. Þannig er tekjutap Þjóöviljans áætlaö a.m.k. 12 miljónir, Timans 15—18 mil- jónir og Alþýöublaösins/- Helgarpóstsins um 10 mil- jónir. Þessar upplýsingar fengust hjá framkvæmda- stjórum þessara blaöa I gær, en ekki náöist i fram- kvæmdastjóra Morgun- blaösins, Visis og Dagblaös- ins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.