Þjóðviljinn - 16.09.1979, Qupperneq 3
Sunnudagur 16. september 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
C
Þótt Venus sé sú reiki-
stjarna/ sem næst er jörð-
inni/ hefur þekking manna
á henni til skamms tíma
verið mjög af skornum
skammti og miklu minni
en þekking manna á Mars
t.d. sem er miklu f jarlæg-
ari reikistjarna. Ástæðan
er sú að Venus er að stað-
aldri þakin þykkum/ hvít-
um skýjahjúp, sem byrgir
mönnum alla sýn að yfir-
borði hennar/ svo að eng-
um beinum rannsóknum
frá jörðinni verður við
komið.
Menn reyndu lengi aö bæta sér
þetta þekkingarleysi upp með
snjöllum tilgátum, en það var þó
ekki fyrr en Bandarikjamenn og
Sovétmenn fóru að gera tilraunir
til að láta geimflaugar fara i
gegnum skýjaþykknið og lenda á
yfirborði reikistjörnunnar að ein-
hver raunhæf vissa fékkst um á-
standið þar, og kom þá i ljós eins
og eðlilegt var að að sumar tilgát-
urnar höfðu við rök að styðjast en
aðrar og enn fleiri voru alrangar.
Þróun þessara rannsókna hefur
verið svo ör að sérhver geim-
flaug, sem komist hefur i návigi
viö reikistjörnuna, hefur nánast
þvi valdiö byltingu i hugmyndum
manna um hana. Siðast rannsök-
uðu bæði bandariskar og sovésk-
ar geimflaugar Venus i desember
1978, og kom þá f jöldamargt nýtt i
ljós. Menn eru nú smám saman
að átta sig á þvi hvað Venus er
gjörólik jöröinni og reyndar öllu
þvi sem þeir þekkja.
Venus er mjög svipuð jörðinni
hvað stærð og þyngd snertir og
mætti þvi búast viö þvi að ástand-
ið á þessum tveimur reikistjörn-
um væri svipað. En Venus er hins
vegar miklu nær sólinni og hún
snýst mjög hægt um sjálfa sig.
Fjarlægð hennar frá miðju sól-
kerfisins er 108 miljónir km, eða
72% af fjarlægðinni frá sólinni til
jarðarinnar, og er „Venusarárið”
þvi aðeins 224 jarðneskir dagar.
Venus snýst svo einu sinni um
sjálfa sig á 243 jaröneskum dög-
um en öfugan hring, þannig aö
einn „Venusdagur” jafngildir 117
dögum á jöröinni. Möndull Ven-
usar er lóðréttur miðað við
brautina umhverfis sólina, þann-
ig að engar árstiðir eru á reiki-
stjörnunni. Vegna nálægðar
sólarinnar fær Venus helmingi
meiri orku þaðan en jörðin, en
skýjaþykknið endurvarpar um
70% af henni, þannig að sú orka
sem endanlega berst til plánet-
unnar er álika mikil og sú sem
jörðin fær. En afleiðingin er hins
vegar allt önnur og stafar það
einmitt af skýjaþykkninu.
Gegnum
skýjahjúpinn
Aður en farið var aö senda
geimflaugar til Venusar var þessi
skýjahjúpur helsta ráðgáta henn-
ar og fer því fjarri að hún sé leyst
aö fullu, þótt menn viti nú margt
um eöli þessara skýja. Ef menn i-
mynda sér að geimfari sé að
nálgast Venus i 100 km hæð, sér
hann fyrst fyrir neðan sig gulleitt
skýjaþykkni, sem endurvarpar
sólarljósinu mjög sterklega. 1 80-
70 km hæð fer hann i gegnum
mjög þunn og næstum þvi gagnsæ
skýjalög, sem eru ef til vill gerð
úr kolsýru, sem þarna hefur þést.
Hið eiginlega skýjabelti hefst i
70 km hæö og er um 20 til 25 km á
þykkt. 1 rauninni er fremur um aö
ræða þétta og jafna móöu en
skýjabólstra og hafa menn greint
þarna fimm lög. Efsta lagiö, sem
er i 75-70 km hæð,er þunn slæða úr
örsmáum ögnum. 1 70-60 km hæö
er þéttari móða, sem mynduö er
af örsmáum dropum brenni-
steinssýru, og er það þetta lag
sem sýnilegt er frá jöröu. Geim-
farinn sem i gegnum þaö fer sér
sólina hverfa þegar hann er 62 km
fyrir ofan yfirborð reikistjörn-
unnar, og eftir það er ljósiö alveg
jafnt. Lárétt skyggni er þar aö-
eins um 6 km. 1 60-53 km hæð eru
skýin enn mynduð úr dropum
af brennisteinssýru, en auk þess
upp i 400 stig. t 7 km hæð færi
geimfarinn að geta greint nokkur
kennileiti á yfirboröi plánetunn-
ar.
Af þeim 29% af sólarorkunni,
sem skýin endurvarpa ekki,
gleypa skýin siðan 60% og neðri
lög gufuhvolfsins 15%, en 10% ná
sjálfu yfirborðinu. Það eru aðeins
2% af þeirri orku sem Venus fær
frá sólinni. Yfirborðið sjálft er
baðað i rauöu ljósi, en birtan er
litil, minni en I lágskýjuöu veöri á
jörðinni, og skyggni aðeins um
einn km. Gifurlegir stormar eru i
skýjalögunum, en þeir minnka
þegar neðar dregur, og hverfa i 10
km hæö. Við yfirborðið er senni-
lega mjög litil hreyfing á loftinu,
vegna þess glfurlega þrýstings
sem þar er, en sennilega er þar
mikið um tibrá og hillingar.
Þunnt ryklag liggur á grjóthnull-
ungunum, sem eru á viö og dreif
um yfirborðiö, en eftir myndum
að dæma sjást litil merki um
veðrun.
Astæðan fyrir hinum gifurlega
hita á yfirboröi plánetunnar er
ekki nákvæmlega þekkt, en
sennilega er hér um að ræða
sama lögmál og i gróðurhúsum:
skýjaþykkniö hleypir ljósi og hita
i gegnum sig eins og gler en
hleypir þvi ekki út aftur. Hitinn
safnast þvi fyrir i neðri loftlögun-
um.
Landslag
Af þvi er virðist er yfirborðið
þakið litlum grjóthnullungum, og
hefur komið i ljós að þeir eru
geröir úr blágrýti og granit og
e.t.v. fleiri bergtegundum, svo aö
sú jarðsöguiega þróun sem þarna
hefur oröið er að einhverju leyti
svipuð þvi sem gerst hefur á jörð-
inni. Landslag á Venus hefur ekki
verið rannsakað nema á örlitlum
svæöum: hafa þar fundist fjöl-
margir gigar eins og á tunglinu og
e.t.v. risastórt eldfjall, sem gæti
verið eins og eldfjöll á Mars
(mörg hundruð km i umraál), og
einnig hafa menn getað kortlagt
hluta af gífurlega stóru gili, sem
minnir einnig á „Valles
Marineris” á Mars, en það er 4000
km langt, 200 km breitt og 8 km
djúpt.
Gufuhvolf Venusar er aö mestu
úr kolsýru, en sáralitið er þar af
súrefni og vatnsefni. Menn
hneigjast nú að þeirri skoðun að
ástandið á reikistjörnunum Ven-
usi, jörðinni og Mars hafi verið
svipað i upphafi, og er það þá al-
ger ráðgáta hvað oröið hafi af
súrefni og vatnsefni Venusar. En
til þess að geta byrjaö á einhverj-
um bollaleggingum um jarðsögu
Venusar er nauðsynlegt að safna
fleiri upplýsingum, og biða geim-
rannsóknarmenn nú i ofvæni eftir
næstu rannsóknum þar, en þær
eiga aö fara fram 1983. Ætla
Sovétmenn og Frakkar þá i sam-
einingu að láta loftbelg sigla um
gufuhvolf plánetunnar.
(Eftir ,,Le Monde”
Fyrstu rannsóknir benda til þess að landslagá Venus muni vera likt þvl landslagi sem er á Mars og nú hafa náöst mjög góðar myndir af.
Þessi mynd sýnir gilið mikla á Mars „Valles Marineris”,
eru þar einnig til staðar stærri
agnir, sem lítið er vitaö um en
gætu verið örsmáir brennisteins-
kristallar. Fjórða beltið er I 52-49
km hæð og virðist þaö vera
blanda úr brennisteinssýru og
öörum vökva, sem er e.t.v. að
einhverju leyti vatn. Þetta er eina
beltið sem llkist aö einhverju leyti
skýjum eins og þau eru á jörðinni.
Neðst i þvi kemst hitinn upp i 100
stig og þar breytast allir vatns-
droparnir i lofttegundir. Loks fer
geimfarinn i gegnum mörg ör-
þunn skýjalög, sem eru aðeins
nokkrir tugir eða hundruð metra
á þykkt en mjög þétt, og eru þau
sennilega gerö úr brennisteins-
sýru sem er að breytast i loftteg-
und.
Yfirborðið
Loks þegar geimfarinn kemst i
48 km hæð fer hann endanlega
níöur úr skýjabeltinu. Þar er loft-
iö tært og lárétt skyggni um 80
km en birtan ekki meiri en i
skýjuðu veöri á jöröinni.
Þegar kemur niður fyrir 20 km
hæð kemst hitinn upp i 300 stig og
þar verður birtan rauðleit. Ljósið
dofnar og lárétt skyggni er aöeins
um 20 km. 110 km hæö er himinn-
inn orðinn rauður og skyggnið aö-
eins 12 km , en hitinn er kominn
Þéttur skýjahjúpur
hylur Venus
að staðaldri svo að
ekki er hægt að
greina nein
kennileiti
á yfirborði
reikistjömunnar
6000 m
I
3000 m -
642 km