Þjóðviljinn - 16.09.1979, Qupperneq 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. september 1979
TJM
GORAN
PALM
Ef litið er á ytra form
þess, sem Göran Palm
hefur skrifað, geta verk
hans virst heldur sundur-
leit. Hann hefur skrifað og
þýtt Ijóð, skrifað
leikrit (fyrir börn), fræði-
rit, niðursallandi pólitísk
áróðursrit, bók um verka-
lýðsmál, þar sem hann
styðst við eigin dagbækur
og reynslu, uppsláttarbók
o.f I. o.fI..
Oft brýtur hann öll viðurtekin
lögmál um hvernig bók á að vera
og blandar þessu öllu saman i
eina hræru.
Ef litið er á innihald verka
hans, er aftur á móti ekki erfitt að
sjá heildareinkenni. Flest verk
hans fjalla um einstaklinginn og
samfélagið, eða nánar til tekið
ábyrgð einstaklingsins i sam-
félaginu og ábyrgð samfélagsins
gagnvart einstaklingnum. Þetta
sem i daglegu tali er kallað
pólitik. Hvernig samfélag viljum
við og hvernig stuðlum við best að
þvi að koma þvi á.
Palm á svipaða fortið og obbinn
af sænskum skáldbræðrum hans
sömu kynslóðar. Hann er úr
borgaralegri fjölskyldu og hefur
gengið menntaveginn. Hann er
prestssonur, fæddur i Uppsöium
1931 og uppalinn þar og I Falun.
Hann les bókmenntir viö há-
skólann i Uppsölum og býr nú i
Göran Palm heilsar fiskimanninum Ali i þorpinu Krusunlu köy. Myndin er úr bókinni „Þorp I Tyrk-
landi” en hana vann Göran Palm I félagi við ljósmyndarann L'útfi Ozkök.Bókinerætluð fuilorðnum, sem
af einhverjum ástæðum eiga I lestrarerfiðleikum, og fólki sem er að læra að lesa á fullorðinsaldri.
Margir innflytjendanna, sérstaklega konur, eru ólæsir þegar þeir koma til Svlþjóðar.
Stokkhólmi. Byrjaði feril sinn siðan staðið i eidlinu félagslegrar róttækur sósialisti.
sem bókmenntagagnrýnandi umræðu. Fyrst sem frjálslyndur 1961 gaf hann út sina fyrstu bók
þegar i menntaskóla og hefur oft framúrstefnumaður, siðar sem sem var ljóðabók. Trúlega er
Víxlradctun
í baráttu sinni gegn ofureflinu,
fara sósialistar i hundana á tvennan hátt.
Þetta á við i Sviþjóð og Japan, I Egyptalandi og Perú.
Annaðhvort ganga þeir af sjálfum sér dauðum með málamiðlunum,
eða þeir ganga af sjálfum sér dauðum með mótmæalabaráttu.
Vinni maður leynt, I lýöræðislegri sauðargæru,
og það gerir maður daglega, á götum úti, i stigum og á göngum,
á maður á hættu að verða sjáifur sauður.
Ekkert greinir mann lengur frá hjörðinni.
Vinni maður opið sem stormsveit úlfa,
og það gera allir sem hafa oröið fyrir barðinu á lögreglukylfum,
á maður á hættu að verða sjálfur úlfur.
Ýlfrandi, óralangt frá fólkinu og áhrifum I þjóðfélaginu.
Takið eftir:
Eg er ekki að tala um hina alkunnu baráttu
villitrúarmanna og bókstafstrúarmanna,
sem bæði eflir og sundrar vinstri kröftunum.
Ég er að tala um öll þau blindsker,
sem sérhver einlægur marxisti steytir á,
getur farist á eða fleytt sér á milli daglega.
Hvort á maður að velja —
aumkunarverða tortlmingu samningamannsins
eða hetjudauða hins sifangelsaða lögreglumisþyrmara?
Svona er ekki hægt að spyrja, þvi hér er ekkert val.
Maður verður bæði að vinna ljóst og leynt
og taka áhættuna af hvorutveggja.
Stundum annað og stundum hitt.
Suma daga fer maður með kröfuspjald niður i Vasagarðinn,
aðra daga fer maður þangað með krakkana i göngutúr.
Hvað gerir sósialisti
i sænskum fyrirtækjum, skrifstofum og verksmiðjum?
Fyrst af öllu verður hann að koma sér þangaö.
Hvaö siðan veröur, getur oltið á ýmsu.
' A hann að leggja til atlögu gegn stjórn fyrirtækisins,
! eðá safna fólki til funda eða mótmælahalda?
Undir slikum kringumstæðum er best að koma nokkur saman I hóp
og gera við komuna grein fyrir máli sinu,
i troða sér að, berjast eða slást.
Leiðin liggur að utan og inn, slagorðin hvina.
I En ætli maöur sér að vinna varanlegt gagn,
verður maður að koma einn sér og fá sér vinnu,
: standa vaktir, kynna sér aðstæður,
j grafast fyrir, spyrja, skoða.
| Mikils metinn félagi getur rekið áróður,
ekki aðskotadýr. Næstum venjulegur verkamaður,
en ekki sölumaöur meö dreifibréf eöa Maómerki.
| Leiðin liggur að innan og út. Húsamúsin nagar.
I
i Sömu lögmál gilda á flestum sviöum lifsins.
j Lenin segir: Framvarðasveitirnar berjast á tveimur vigllnum,
j einni vopnaðri og einni huiinni bómull.
i Róttæknin — bara aö slást —
ógnar á annarri viglinunni. Utan kerfisins.
Umbótastefnan — að vera öðrum til lags —
hótar á hinni. Innan kerfisins.
Hvorttveggja þýðir dauöa sósialismans.
Eftir sem áður verður hlutskipti hvers og eins:
ýmisst að slást eða vera öðrum til lags.
Orkynjunarhættan er sem sagt ekki bara nokkuð sem ber að forðast,
heldur áhætta sem verður að taka.
þangað tilað maður næstum brennir sig, ýmisthér eða þar.
Vitið þið hvað ég er að fara?
Haltu hendinni yfir lampa hins góða samkomulags.
Krepptu hnefann viö bál hins blinda uppreisnarkyndils.
Brenndu þig ekki.
En taktu tvöfalda áhættu á að brenna þig.
Ýmist hér eða þar.
Hvað er einfaldara en aö forðast alla endurskoðunarstefnu?
Hvað er léttara en að forðast alla róttækni?
Þó er það á sliku sem maður brennir sig til dauðs.
Lausnin liggur I — trúið mér — vixlræktun.
Til er fólk, sem er bara fært um annaðhvort,
að láta i ljós hljóðlátar efasemdir eða kasta handsprengjum,
að rétta fjandanum litlafingurinn eða gefa honum á hann.
Og þar sem ógjörlegt er að sameina sérhæfingu og marxisma
verða þeir mjúku að harðna og þeir hörðu að mýkjast.
Látum æsingamennina klæðast jakkafötum og bera skjalatösku.
Látum ljúfa vini stéttasamvinnu æfa júdó.
Sendum bóklæröa i erfiðisvinnu, helst út á land,
svo erfiðisvinnufólkið fái tlma til lesturs.
Hversdagslega, þegar allt kemur til alls,
er viss verkaskipting hugsanleg,
eða hvað?
Ég er t.d. betri að skrifa en að dreifa áróðursritum.
Þú ert betri að fást við hesta en að safna liðsmönnum.
I stórum dráttum geta flestir fengið að rækta hæfileika sina,
bara að þeir hafi augun opin fyrir að markmiðið er sameiginlegt.
Þá fyrst er hætta á ferðum, þegar'hóparnir
hætta að leita eftir samhljómi,
heldur syngja hver með sinu nefi.
Rjúfa sambandið og hætta vixlræktun,
þegar hver og einn hreinræktar sitt eigið sérstaka afbrigði,
eins og einungis sé um eina leið að ræða að markinu.
Annaðhvort að ýla eða jarma.
Þegar slikt gerist, og það gerist,
um leið og ein baráttusveit verður gripin hugmyndafræðilegu hrein-
lætisæði,
eða reynir aö komast tii áhrifa á auðveldan hátt,
þá freistast einnig aðrir hópar að gleyma,
fyrir hverju þarf að heyja sameiginlega baráttu
gegn hverju þarf að heyja sameiginlega baráttu,
og byrja að jarma eða ýla hver framan i annan.
Valdasvipur samfélagsins hvina, en þeir sinna þvi engu.
Klukka samfélagsins tifar, en þeir heyra það ekki.
Ekki einu sinni skrjáf peningaseðlanna nær eyrum þeirra.
Þvi allt sem þeir greina er hljóð hins.
Þannig verða þeir ýmist úlfar eða lömb.
Og þá fer allt til helvitis, heilu ljósári fyrir Byltinguna.
Heimildir:
Lenin, Riki og bylting, 1917.
Lenin, Vinstri róttækni — barnasjúkdómar kommúnismans, 1920.
Um
kvæðiö
Víxl-
ræktun
Kvæðið Vixlræktun birtist fyrst
i bókinni: Hvað getur maður
gert?, sem kom út 1969, þ.e. strax
á eftir ádeilubókunum tveim,
Hann kallar bókina sjálfur hand-
bók og vill þar með leggja áherslu
á hagnýtt gildi hennar. í bókinni
heldur hann áfram fyrri iðju
sinni, þ.e. að kippa stoðunum
undan ýmsum hefðbundnum hug-
myndum vesturlandabúans um
sjálfan sig og þann heim sem
hann lifir i. Oft nægir að skoða
mál i alþjóðlegu samhengi til að
grundvallaratriði breytist. Bókin
er um leið nokkurskonar yfirlýs-
ing frá hans hálfu, að gagnrýnin
ein sér er ekki nægileg. Hann
reynir sjálfur að svara spurning-
unni, Hvað getur maður gert?,
undanskilið, ef maður er sósialisti
og hefur öölast alla þessa innsýn.
Hann hefur i bókinni mörg hagnýt
dæmi, miðað við ástandið eins og
það var I Svíþjóð 1969. I grund-
vallaratriðum hefur litið breyst
siðan svo flest þau ráð sem hann
gefur eiga eins vel við I dag.
Kennir þar ýmissa grasa, allt frá
sjálfstæðum lestri, virku starfi i
næstu leigjendasamtökum til að
safna og/eða senda peninga til
erlendra skæruliðahreyfinga.
Kvæðið heitir á sænsku Vaxel-
bruket og vísar til þess fyrirbæris
I landbúnaði akuryrkjuþjóða, að
skipta úm útsæöi milli ára til aö
fá sem besta nýtingu á jörðinni.
Uppgötvun þessarar ræktunarað-