Þjóðviljinn - 25.09.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.09.1979, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 25. september 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 AB Vestmannaeyjum um Natóskipin: Frekleg móögun viö íslensku þjóðina Valur Valsson nýkjörinn for- •maður AB i Eyjum. Herstöðvamálið og flotaheim- sókn Natóvoru tii umræðu á aðal- fundi Alþýðubandalagsfélagsins i Eyjum sl. sunnudag og var þar samþykkt svohijóðandi ályktun: „Aðalfundur Alþýðubandalags- ins i Vestmannaeyjum haldinn 23. sept 1979 lýsir fullum stuðningi við aðgerðir herstöðvaandstæð- inga vegna komu flotadeildar Nató til landsins. Fundurinn telur þaö freklega móðgun við Islensku þjóðina að herskip Hennar Hátignar sem gerði itrekaðar árásir á islenska sjómenn skuli nú vera sent i svo- kallaöa kurteisisheimsókn. Jafnframt átelur fundurinn fréttaflutning rikisfjölmiðlanna af atburðunum Island úr Nató! Herinn burt!” Framkvœmdir á vegum Sjálfsbjargar Unnið á fullu við sundlaugina Endurhœfingarstöðinni á Akureyri miðar vel i frétt frá Sjálfsbjörg lands- sambandi fatlaðra segir að nú séu framkvæmdir við sundlaugina 1 Sjálfsbjargarhúsinu i Reykjavik i fullum gangi, og verður sjálf sundiaugin steypt fyrir næstu mánaðamót, en sundlaugarbygg- ingin verður fokheld um miðjan nóvember. Sundlaugin verður 7x16 2/3 Sjálfsbjörg á Akureyri hóf framkvæmdir viö byggingu full- kominnar endurhæfingarstöðvar að Bugðsiðu 1, árið 1977. Var neðrihæðbyggingarinnar fokheld um seinustu áramót og ráðgert er að efri hæðin verði fokheld i haust. Fyrirhugað er að plastiðj- an Bjarg sem Sjálfsbjörg á, verði til húsa á neðri hæðinni. Ný stjórn AB Vest- manna- eyjum Valur Valsson sjómaður var kosinn formaður Alþýðubanda- lagsins i Vestmannaeyjum á fjöl- mennum fundi félagsins sl. sunnudag. Aðrir i stjórn eru Sigriður óskarsdóttir varaformaður, Gisli Sighvatsson gjaldkeri, Herdls Sigurðardóttir ritari og með- stjórnandi Elias Björnsson. _vh Benedíkt talar hjá SÞ í dag Benedikt Gröndal, utanrikis- ráðherra, hélt vestur um haf s.l. föstudag til þess aö sækja 34. alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna og mun hann sitja þingið til 28. þ.m. Ráðherra mun taka þátt I hinni almennu umræðu þingsins og er ráðgert að hann flytji ræðu sina þriöjudaginn 25. þ.m. segir I frétt frá utanrikisráðuneytinu. metrar að stærö og dýpið 0-80m. til 1.60 m. með jöfnum halla. 1 og við sundlaugina verður mjög góð aðstaða til þjálfunar fyrir mikiö fatiað fólk. Sundiaugin verður á daginn rekin i tengslum við æfingastöð hússins, en eftir vinnutima sjúkraþjálfara er ráð- gert að laugin verði opin öllu fötluðu fóiki Af annarri starfsemi og fram- kvæmdum Sjálfsbjargar eru þessar fréttir helstar: Nú er verið að flytja inn i sein- ustu ibúðirnar I Ibúöaálmu Sjálfs- bjargarhússins. 1 Ibúðaálmunni eru 24 eins herbergja ibúðir og 12 tveggja herbergja íbúðir. Dvalarheimiliö sem tók til starfa 1973, er alltaf fullsetið og biðlisti. Þar búa 45 mikið fatlaðir einstaklingar. Hafa þeir allir sér- herbergi. I tengslum við dvalar- heimilið er rekin æfingastöð. Starfa þar 3 sjúkraþjálfarar. Dagvistun tók til starfa I húsinu I marsmánuöi s.l. Er þar um að ræða dagheimili fyrir mikið fatlað fólk sem býr eitt eða dvelst eitt á heimilum sinum á daginn. Byggingin er skipulögð með hliðsjón af þvl besta, sem þekkist I nágrannalöndunum. Mjög margir einstaklingar og félaga- samtök hafa styrkt framkvæmd- irnar með fjárframlögum t.d. verkalýðsfélög. Leiörétting Þvi miöur láðist okkur að próf- arkalesa ritstjórnargrein siöasta sunnudagsblaðs en setjararnir okkar voru svo snjallir að hleypa aðeins örfáum villum I gegnum vélar sinar. Sú meinlegasta leiðréttist hér með: „íbúar Suður- og Austur- aslu eru menningarþjóðir sem hafa ekkert að læra (ranglega stóð: hafa ekki lært) af okkur Vesturlandabúum hvað snertir háttvlsi og almennar menntir”. Vlðar varð stillinn einkennilegri en efni stóðu til, svo sem þegar orðið lifsnauð ruglaðist saman við nauösyn sem þarna átti ekki heima. —h ansskóli igurðar arsonar Reykjavík — Kópavogur Innritun daglega kl. 10-12 og 1-7. BÖRN — UNGL. — FULLORÐNIR (pör eða einst.) Allir almennir samkvæmisdansar og fl. Kennt m.a. eftir „ALÞJÓÐADANS- KERFINU” einnig fyrir BRONS - SILFUR-GULL D.S.l. Ath. Kennarar i Reykjavik og Kópavogi Sigurður Hákonarson og Anna Maria Guðnadóttir. Innritun og uppl. i sima 27613. DANSKENNARASAMBAND ISLANDS Pólitískt dagatal fyrir framsækiö fólk. Nýtt á íslandi En - nrSil'i me S* a- r'Varí>w( ""’rfinu “'noii “nisti »n„kk Ur Þv, 'yska,a^IHPn) >annaðu Holl lesning, ómissandi hjálpartæki í baráttunni. Fæst í bókaverslunum ">nnv„ __ ,c"-''WnVs, . " ''®ri ef ' <*». i9fe?ret"*« „sefh RAUDÁ \DAGATALIÐ\ setid fyrir svörum Almennur borgarafundur um | j störf ríkisstjórnarinnar Svavar Gestsson Fui viöskiptaráöherra situr fyrir svörum á almennum borgarafundi á Hótel Sögu næstkomandi miövikudagskvöld 26. september Fundurinn er í Lækjarhvammi og hefst hann kl. 20,30 Borgarbúar eru hvattir til að fjölmenna Stjórn ABR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.