Þjóðviljinn - 25.09.1979, Page 8

Þjóðviljinn - 25.09.1979, Page 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. september 1979 Þórður Ingvi Guðmuncfsson skrifar frá Kanada: Um miðjan september hélt nýja Ihaldsstjórnin I Kanada upp á 100 daga afmæli sitt. Að dómi stjórn- málaskýrenda, sem hafa fylgst með þessum fyrstu 3 mánuðum stjórnarinnar var raunverulega ekki hægt að halda upp á nein stór- afrek eða framkvæmdir. Sumarið hefur einkennst af sviknum kosn- ingaioforðum og forystu embættis- manna á sviði ákvöröunartöku. Minnihlutastjórn Joe Clarks for- sætisráöherra og formanns Ihalds- flokksins, komst til valda eftir þingkosningar I Kanada i lok maí s.l. Kosningarnar unnust fyrst og fremst vegna þriggja málefna, sem Joe Clark lofaöi að hrinda i fram- kvæmd strax að loknum sigri. Stærst þessara mála og mikilvæg- ast fyrir kjósendur var loforðiö um aö heimila að vextir af fasteignum yröu frádráttarbærir til skatts. Á þessu stigi málsins er ekki hægt að segja fullum fetum, að loforð þetta hafi verið svikiö, en ákvörðunar- töku i málinu hefur verið frestaö fram yfir áramót, þannig að I upphafi næsta árs, þegar skatt- greiðendur fara að fylla út skatta- skýrsluna sina, hafa þeir ekki heimild til aö telja vaxtagreiðsl- urnar fram, sem frádráttarlið. Astæðan fyrir frestun á ákvörö- unartöku var só að þegar efna- hagssérfræöingar Ihaldsstjórn- arinnar fóru að reikna Ut hvað tekjutap rlkissjóðs yrði mikið, reyndust tölurnar svo hrikalega háar (3-5 miljarðar dollara) aö stjórninni hreinlega féllust hendur við að hrinda kosningaloforöinu i framkvæmd þegar i stað. Baráttan um Petro Can Eins og á Islandi hafa ihalds- menn I Kanada áhyggjur af bákninu. Petro Can hiö rikisrekna íhaldsstjórnin svíkur öll sín kosningaloforð oliufyrirtæki hefur verið þeim mik- ill þyrnir I augum, allar götur siðan fyrirtækið var sett á fót að kröfu krata árið 1975. Eitt af mikilvægari kosningaloforðum Clarks forsætis- ráðherra, var að selja Petro Can einkaaðilum ef fhaldsfiokk- urinn kæmist tii valda. Strax eftir kosningasigurinnlýsti Clark þvi svo yfir að fyrirtækiö yröi selt þegar I stað. Þegar leið á sumarið fóru aö heyrast aðrar yfirlýsingar frá Ihaldsráðherranum, þar á meöal lýsti orkumálaráðherrann Ray Hnatyshyn þvi yfir I ágilst að fyrir- tækið yrði alls ekki selt eftir allt. Orkukreppan sem skall yfir auðvaldsheiminn nU I vor og sumar kom litið viö kaunin á Kanada- mönnum. Sem dæmi má taka að á meðan bensinverö hækkaði um nær 30% I Bandarikjunum stóð það I stað I Kanada. Skýringin var sU að Kanadamenn eru sjálfum sér nógir um olluframleiðslu, aö mestu ieyti og eru þar af leiðandi ekki háöir verðsveiflunum. Þó svo að amerisku ollurisarnir hafi hreiðraö um sig I Kanada, sem annars staöar, þá er ollufram- leiðslu og olludreifingu miðstýrt I gegnum Petro Can. Ihaldsmenn viöurkenna nU að ef Petro Can hefði ekki veriö til heföi orku- kreppan skollið yfir Kanada af sáma afli og yfir aðrar þjóðir. Þess vegna eru nU komnar nokkrar vöfl- ur á stjórnarforystuna um aö selja fyrirtækið. Þetta hefur valdið deil- um I flokknum þar sem þrýstingur- inn á stjórnina að selja það er mjög mikill. Af þessum sökum hefur ver- ið sett á fót sérstök nefnd sem kanna á alla valkostina i sambandi við Petro Can. Helstu valkostirnir eru: 1) Óbreytt ástand, 2) Fyrir- tækið veröi alfariö selt, 3) Nokkrar deildir þess veröi seldar einkaaöil- um, 4) Breyting á fyrirtækinu I al- menningshlutafélag, með meiri- hlutaeign rikisins. Tveir slöustu valkostirnir munu koma helst til greina. Siöustu fréttir herma að krat- arnir (Nýi lýðræðisflokkurinn)hafi byrjað vlötæka baráttu til aö vernda Petro Can. Einnig munu Joe Clark forsætisráðherra Kanada. Frjálslyndir smlast hatramlega gegn hvers konar breytingum á stöðu fyrirtækisins. Eina deilumál flokkanna i utan- rikismálum fyrir þessar kosningar var hvort Kanda ætti að flytja sendiráö sitt I Israel frá Tel Aviv til Jerusalem. Ihaldsflokkurinn geröi mál þetta að kosningamálefni þar sem Clark studdi flutning sendi- ráðsins. Frjálslyndir og Kratar voru báðir á móti. Talið er aö Ihaldsflokkurinn hafi unnið Gyðingaatkvæðin ÍKanadaá þessu máli. Einmitt þetta mál var fyrsta málið sem nýja rlkisstjórnin sveik eftir valdatökuna. Flora Mac-Don- ald utanrlkisráðherra lýsti því hreinlega yfir að málið yrði saltað, liklega um eilifð, þar sem sendi- herrar arabarikja I Ottawa höföu mótmælt fyrirhugaöri ákvörðun nýju rikisstjórnarinnar. Þaö sem liklega hefur drepið þetta mál endanlega núna er að á ráðstefnu óháðra rikja I Havana á Kúbu I byrjun september var samþykkt tillaga frá Pakistan um að kaupa ekki kanadlskar vörur, ef ákveðið verður að flytja sendiráðið. Svikin kosningaloforð og ör sinnaskipti nýju stjórnarinnar eru að verða henni töluvert vandamál og hefur þegar minnkaö vinsældir hennar samkvæmt skoðanakönn- unum. Annaö meginvandamál rlkisstjórnarinnar hingað til er em- bættiskerfið. Höfum ágæta stefnu. Það þarf enga stjórnmála- fræðinga til að segja fólki það hvers konar embættismannakerfi hefur þróast eftir 15 ára samfellda stjórn sama flokks, I þessu tilfelli Frjáls- lynda flokksins. Þegar Ihalds- flokkurinn undirbjó kosninga- baráttuna s.l. vetur voru gerðar áætlanir um að hreinsa duglega til I embættiskerfinu ef flokkurinn kæmist til valda. Skipt yrði um 2000 æðstu embættismennina til aö auð- velda lhaldsflokknum að stjórna. Eftir 100 daga stjórn hefur enginn embættismaður verið rekinn, ef andan ep skilið persónulegt starfslið forsætisráðherrans, sem er svipað og persónulegt starfslið forseta Bandarikjanna i Hvita húsinu. Vandi fhaldsstjórnarinnar hefur þvi verið sá að embættismanna- kerfið er nýju stjórninni hreinlega fjandsamlegt. Sem dæmi má taka að stuttu eftir valdatökuna kallaði einn nýju ráðherranna helstu em- bættismennina i ráðuneyti sinu á sinn fund og lagði fyrir þá stefnu thaldsflokksins I málaflokkum, sem vöröuðu þetta ráðuneyti. Em- bættismennirnir lofuöu að lesa plaggið og koma síðan aftur til fundar meö ráðherranum að nokkrum dögum liðnum. Er fundur haföi veriö settur að nýju spuröi ráöherrann hvernig embættis- mönnunum litist á nýju stefnuna. Sá sem fyrir svörum var sagöi: Framhald á 14. siðu Sveppir og vatnalíf Aðstandendur bókanna: taliö frá vinstri, Bragi Guöjónsson, Rikisútgáfu námsbóka, ólafur Björn Guömundsson, Garöyrkjufélaginu og höfundur inn Helgi Hallgrimsson. — Ljósm. eik. Helgi Hallgrímsson, for- stöðumaður Náttúrugripa- safnsins á Akureyri, hefur ný fyrir skömmu látið frá sér fara tvær nýjar bækur um náttúru islands. Bækurnar voru kynntar á blaöa- mannafundi nú I vikunni og þar kom m.a. fram að þær eru að veru- legu leyti byggöar á eigin rann- sóknum og fjalla um efni sem áður hafa verið gerð litil sem engin skil hérlendis. Auk þess aö vera hand- hæg uppflettirit fyrir almenning hfenta þær vel til kennslu nemenda á framhaldsskólastigi, s.s. I menntaskólum, búnaöarskólum og I háskóla. útgefendur eru rlkisút- gáfa námsbóka sem gefur út „V'er- öldin I vatninu'bg Garðyrkjufélag íslands sem gefur út „Sveppakver- iö”. Veröldin í vatninu Þegar skólarannsóknadeild Menntamálaráðuneytisins hóf endurskipulagningu á námsefni I liffræöigreinum um 1970 fór aö bera á skorti á handhægum leið- beiningum fyrir kennara sem vildu reyna nýjar aðferðir viö kennslu. Veröldin I vatninu er hugsuö sem byrjun á ritröð um íslensk vist- kerfi. Bókin er að verulegu leyti sprottin upp út námskeiöum sem haldin hafa verið fyrir náttúru- fræðikennara á grunnskólastiginu. Efnið er að stærstum hluta byggt á rannsóknum Helga á vatnalifi Mý- vatns og Laxár og vistkerfi vatna norðanlands. Einnig er stuðst við aörar heimildir. Bókin er hugsuö sem hjálpartæki kennara og einnig sem ýtarrit fyrir nemendur m.a. til aö auðvelda þeim sjálfstæð vinnu- brögö. Talið er að bókin geti komið að verulegu haldi við llffræði- kennslu við háskólann og einnig ætti hún aö henta vel sportveiði- mönnum til aukins skilnings á vist- kerfi vatna og áa. 1 bókinni er fjöldi mynda, bæði ljósmyndir sem Helgi hefur sjálfur tekiö og svo mjög góðar teiknaðar skýringarmyndir frá Kosmos Ver- lag I Stuttgart en þær teikningar gáfu teiknarar Kosmos I bókina. Sveppakveriö Þetta er ein af þeim fáu bókum sem Garðyrkjufélagiö hefur gefið út. Efnið er m.a. unnið upp úr greinum Helga I Garðyrkjuritinu og aðlangmestu leyti byggt á rann- sóknum hans á Islensku sveppa- flórunni enda lítið veriö skrifaö áö- ur um íslenska sveppi. Bókin er fyrst og fremst ætluð sem upplýs- ingarit fyrir alþýðu enda áhugi á Islensku sveppunum farið vaxandi siðari ár og óhægt hefur veriö um vik að fá greinargóðar upplýsingar um þetta efni. Sveppakverið er eins og Veröldin I vatninu talin muni henta vel til náttúrufræðikennslu á framhaldsskóla- og háskólastigi. Auk skýringarteikninga eru i bók- inni fjöldi ljósmynda af Islenskum sveppum. Þriðjudagur 25. september 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 „Þessir mjöltankar, sem við höfum sett hér upp í örfirisey, og allur sá bún- aður sem þeim fylgír varð- andi lestun og losun mjöls- ins, er eitt það fullkomn- asta sem fyrirfinnst i þess- um efnum í dag," sagði Jónas Jónsson fram- kvæmdastjóri Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar h/f en verksmiðjan er með bræðslur á Kletti og eins úti i örfirisey þar sem út- skipun mjöls fer fram. Jónas gekk með blaðamönnum Þjóöviljans um athafnarsvæðið við mjöltankana fyrir stuttu og skýröi út hvernig staðið er að lestun þeirra og losun. Tankarnir eru I dag sex talsins og rúmar hver þeirra um 200 tonn af mjöli. Smiði þeirra var lokið fyrir hálfu ööru ári slðan, og sagöi Jónas að þeir hefðu reynst mjög vel þennan tlma, fyrir utan þann glfurlega sparnað sem hlytist af notkun þeirra. Nú væri hætt að sekkja mjöliö, nema þá kaupendur óskuöu sér- staklega eftir þvi sekkjúðu. 011 mjölframleiðslan er flutt á vörubilum frá Kletti og mjölinu siöan sturtað I þró I mjöl- geymsluhúsinu I örfirisey. Þaðan fer mjöliö slðan á skúffufæri- böndum upp I tankana til geymslu. Þegar mjölið kemur fullbúið úr verksmiðjunni er þaö um 60 gráða heitt, en slðan er það kælt niður I 40 gráður áöur en það er flutt til geymslu I tönkunum. Til að kæla mjölið enn meira eftir að þaö er komið I tankana er þvl blandað saman en tæknibúnaður tankkerfisins býður upp á alla hugsanlega möguleika við blönd- un á mjöli milli tanka. Hægt er siöan að fýlgjast meö hitastigi mjölsins I stjórnar- stöðvarherbergi. Tankarnir duga fyrir vikuframleiöslu Eins og áður sagði taka tank- arnir um 1200 tonn af mjöli samanlagt, en Jónas sagði, að yfirleitt væri ekki haft meira en 1000 tonn I þeim I einu. Geymslurými tankanna jafn- gilti þvi um vikuframleiðslu ef báðar verksmiðjurnar væru á fullum afköstum allan sólar- hringinn. Eins er hægt að sekkja mjöl úr tönkunum og koma þvi fyrir I skemmu, þannig að ekki ætti að koma að sök þótt tankarnir önn- uðu ekki framleiðslunni. Hins vegar hefur verksmiöjan lóö undir 4-6 tanka til viðbótar en ekkert hefur ennþá verið ákveðiö meö frekari framkvæmdir. Tankarnir, sem eru um 20 m háir og 6 metra breiðir, eru smlö- aðir að mestu hér heima eftir norskri fyrirmynd. Uppúr botninum, sem er ekki soðinn fastur við tankinn, heldur festur meö fjaðrandi gúmmlfest- ingum, liggur keila upp I tankinn til að auðvelda tæmingu þeirra. Blanda ekki auka- efnum i mjölið ennþá Viö geymslu fiskimjölsins þránar fitan og rennur saman og bindur þá éggjahvltuefnum. Nýtistþá fitan dýrunum verr sem orkugjafi. Til að draga úr þessum breytingum á fitunni og til aö koma I veg fyrir hitamyndun, sem getur verið þeim samfara, er blandað I mjöliö sérstökum efnum, sem nefnast antioxidant- ar.Eftir þvi sem mjöliö er feitara og joötala fitunnar er hærri er að öðru jöfnu meiri þörf á að blanda „antioxydant” I mjöliö. Joðtala lýsis úr vetrarloðnu er yfirleitt lág eða 100-110 en I lýsinu úr sumarloðnunni getur hún farið yfir 130. Sumir mjölkaupendur vilja nú orðið slður og jafnvel ekki mjöl nema það sé bætt „antioxydant”. Við spuröum Jónas I framhaldi af þessu hvort Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjan væri byrjuö að Mjöltankakerfið er m jög fullkomiö I alla staöi og hér sýnir Jónas blaöa- manni Þjóöviijans hvernig búnaöurinn virkar þegar losaö er úr tönk- unum. — Mynd Leifur. Jónas Jónsson framkvæmdastjóri Sildar- og fiskimjölsverksmiöjunnar h/f: „Hér þarf aö koma tii allsherjarendurbygging hjá fiskimjölsverk- smiöjunum... ekki neinar skúrabyggingar, heidur endurbyggja upp alla vinnsluna frá grunni.” — Mynd Leifur. Nýju mjöltankarnir standa fyrir framan örfiriseyjarverksmiöjuna alveg viö bryggjuna. AIIs eru sex tankar þegar risnir og sjást þrír þeirra á myndinni en hinir þrir standa fyrir innan þá sem sjást. MJÖLTANKAR stórar upphœðir spara blanda „antioxydöntum” I slna mjölvöru. Jónas sagði svo ekki vera, en aftur á móti væru þeir búnir að koma sér upp aöstöðu I sambandi viö tankakerfið til að geta blandað „antioxydöntum” eða öörum efnum saman við mjöliö ef kaupendur æsktu þess. Þeirra kaupendur væru aðal- lega I Bretlandi, Belgiu, Þýska- landi, Finnlandi og Póllandi. Verksmiðjan semdi sjálf um sölu á sinni framleiðslu og væri búið að ná samningum um þó nokkurt magn af mjöli sem verið væri að vinna nú. Mjöliö er flutt beint úr tönkun- um út á bryggjuna fyrir framan tankana og þaðan um borö I mjöl- skip. Búnaöurinn nær að flytja um 40 tonn af mjöli á klst. A bryggjunni er einnig búnaður fyrir loönu- löndun og er loönan þá flutt beinustu leið úr skipunum og upp I verksmiöjuþrærnar. Mikil óvissa um loðnuveiðarnar Þaö sem af er þessu hausti hef- ur verksmiðjan á Kletti einungis verið I rekstri, en verksmiöjan I Örfirisey hefur ekki enn tekið til starfa eftir siðustu loönuvertlð. Jónas sagði að þaö væri mjög óhagkvæmt að sama fyrirtækið ræki tvær verksmiðjur á sitt hvorum staðnum I borginni og ekki stærri og afkastameiri en þær eru. Það sem af væri sumar- vertlð hefði alls ekki tekið þvl að setja örfiriseyjarverksmiðjuna I gang. Það væri ekki einu sinni vitað ennþá hvort hún yfir höfuö færi I gang á þessum vetri. Verk- smiöjan á Kletti annaði alveg ein bræðslu á slógi og beinagörðum frá frystihúsunum hér I Reykja- vlk, og sú loöna, sem veiðst heföi hingað til á sumarvertiðinni, væri það léleg að ekki heföi borgað sig að taka I allar þrær. Þróarrýmið hjá hvorri verksmiöju fyrir sig er um 6000 tonn. Jónas sagöi, aö hráefnisnýting- in hjá verksmiðjunum væri nokk- uö góð, þó væri þörf á aö koma upp lokuðum þróm, þvl að hrá- efnið vildi alltaf rýrna eitthvað I rigningum og frostum á veturna. Verksmiðjurnar framleiöa þrjár tegundir fiskimjöls. þ.e.a.s. loðnumjöl, karfamjöl og þorska- mjöl. Eggjahvltuinnihald karfa- mjöls er um 60%, þorskamjöls um 63-65% og loðnumjöls 68-70%. Til aö ná sem réttustum hlut- föllum gagnvart sölu er nú mögu- leiki að blanda mjöltegundunum saman þar til réttu eggjahvitu- magni mjölsins er náð, eins og óskað hefur veriö eftir af kaupendum. Þarf að endurbyggja fiskimjölsvinnsluna frá grunni Að lokum spuröum viö Jónas, hvar Islendingar stæðu tæknilega séð gagnvart öðrum nágranna- löndum okkar á sviöi fiskimjöls- vinnslu. „Þaö er ekkert launungarmál”, sagði Jónas, ”aö viö stöndum nokkuð langt á eftir, t.d. Norð- mönnum og Dönum I þessari framleiðslu hvaö áhrærir vinnslutækni. Hér þarf að koma til allsherjarendurnýjun. Ég á þá alls ekki við það, sem allt of oft hefur viljað brenna viö I þessum málum, að veriö er aö byggja nýja skúra utan I þá gömlu frá slldarárunum. Þaö er röng stefna. Hér þarf aö byrja alveg frá grunni og byggja upp nýjar og tæknilega fullkomnar verksmiöj- ur. Þá þarf einnig aö taka upp gufuþurrkun mjöls. Annars kem- ur þarna einnig inn I dæmið spurningin um hráefnisöflunina. Nú er hún m jög óviss, og það eyk- ur stórlega á vanda verksmiðj- anna. Hérna I Orfirisey hefur verksmiðjan verið I gangi allt frá þremur dögum á ári og mest I tæpa tvo mánuði. Loðnustofninn fer slminnkandi og loðnan er einnig oröin mun smærri en hér áður fyrr. Við veröum að vara okkur á öllu þvl sem heitir rányrkja, ef við viljum að ekki fari fyrir loönustofninum eins og raunin varð á meö sildina forðum daga. Annars held ég, að þótt fjár- magn fengist til að koma upp sllkri verksmiðju, sem full þörf er á I dag, þá mundi hún ekki standa undir rekstrarkostnaöi. Þar kem- ur til eins og ég sagði áðan óvissan með hráefnisöflunina og eins lágt markaösverð á fiski- mjöli. Þaö skýtur því nokkuö skökku við hversu miklu fé hefur verið varið til endurnýjunar á loðnu- skipastól landsins, meðan vinnsl- an sjálf hefur algjörlega setið á hakanum. Fólk hlýtur að sjá að þetta gengur ekki. Aðalatriðið hlýtur að vera að nýtingin og vinnslan sé sem best ekki sist þegar afl'amagniS er fariö að dragast eins mikið sam- an og nú er.sagöi Jónas að lokum. -ig

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.