Þjóðviljinn - 25.09.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.09.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriöjudagur 25. september 1979 I I • i I i I i I i I I L Félag járniðnaðar- manna FÉLAGSFUNDUR veröur haldinn timmtadaginn 27. sept. 1979 kl. 8.30 3. Umræöa um takmörkun yfirvinnu. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Viöhorfin i kjaramálum. 3. Umræöa um takmörkun yfirvinnu. 4. önnur mál. Mætiö vel og stundvislega. I Stjórn Félags járniönaöarmanna. ( Fundir um lögfræðileg málefni Dagana 26. og 27. september n.k. verða haldnir fundir i Lögbergi, Háskóla Islands, og hefjast kl. 17:00 báða dagana. Gestur á þessum fundum verður Shlomo Levin, dó'mari frá Israel. Fyrri daginn mun hann halda erindi um deilur Israels- manna og Araba og lögfræðileg vanda- mál, sem af þeim hafa risið. í siðara er- indi hans verður fjallað um það, hvernig ísraelsmenn leysa verðbólguvandann i löggjöf og lagaframkvæmd. Að loknum erindum hans verða frjálsar umræður. Fundimir eru öllum opnir, meðan húsrúm leyfir LAGADEILD HASKÓLA ÍSLANDS LÖGFRÆÐINGAFÉLAG tSLANDS Auglýsingasími Þjóðviljans er Ol JJJ DJÚDVllllNN Kiör fatlaðra hafa versnað verulesa Hætt við einangrun Örorkulífeyrir þatf að stórhækka I frátt frá Sjálfsbjörg segir aö i þeirri miklu veröbólgu sem veriö hafi hér á landi undanfariö hafi kjör fatlaöra versnaö verulega. Hin glfurlega hækkun sem oröiö hefur á rekstrarkostnaöi bifreiöa hefurkomiö sérstaklega hart niö- uráþeim.semeruþaö mikiöfatl- aöir aö þeir þurfa bifreiö til þess aö komast feröa sinna. Er ntí svo komiö aö títilokaö má heita fyrir tekjulágt fatlaö fólk aö reka bif- reiö. Ef stjórnvöld styöja ekki fjárhagslega viö bakiö á þeim, sem nauösynlega þurfa bifreiö vegna fötlunar sinnar, ledöir þaö til einangrunar þeirra aö mati Sjálfsbjargar. Forráöamenn Sjálfsbjargar telja aö örorkulífeyri þurfi aö stórhækka. Er sérstaklega bent á þannmikla aöstööumun sem er á milli elli- og örorkullfeyrisþega. Ellillfeyrisþeginn hefur I flestum tilfellum eftirlaun1 auk ellilffeyris og tekjutryggingar, en mikiö fatl- aöfólk sem vegna fötlunar sinnar hefur ekki getaö stundaö launa- vinnu hefur aöeins örorkulifeyri og tekjutryggingu. — ekh. Rithöfundurog listfræðingur í Norrœna húsinu Danski rithöfundurinn og listfræðingurinn Povl Vad, sem gistir Norræna húsið um þessar mundir mun halda þar tvo fyrir- lestra, annan um eigin ritverk og hinn um listir. Povl Vad fæddist á Jótlandi 1927. Fyrsta skáldsaga hans kom þó ekki út fyrr en 1960, þýdd á is- lensku 1977 undir nafninu „Hinir litilbægu”. 1 henni og næstu tveim skáldsögum sinum lýsir hann hinni hlutlausu afstööu sinni til samtiöarinnar. Afstööu sem hvorki er mótuö af stjórnmála- eöa trtíarhreyfingum. Ariö 1978 sendi Povl Vad frá sér skáldsöguna „Kattens anatomi” þar sem lýst erá spaugilegan hátt hve mannveran er og hefur alltaf veriö f uröuleg. Fyrir þá bók hlaut hann bókmenntaverölaun dönsku akademiunnar i mai sl. Povl Vad er listfræöingur aö mennt og starfar sem listráöu- nautur Holstebro-bæjar á Jót- landi, þar sem unniö hefur veriö aö uppbyggingu öflugs menning- arlifs. Þriðjudaginn 25. sept. kl. 20.30 ræöir Povl Vad um ritverk sin og laugardaginn 29. sept. segir hann frá þvi hvernig hægt er aö byggja upp blómlegt menningarlif i venjulegum smábæ. — SR. Dr. Ludvig Holm-Olsen Snorri og Norðmenn Dr. Ludvig Holm-Olsen pró- fessor og fyrrum rektor Björg- vinjar háskóla flytur fyrirlestur i boöi Háskóla íslands og Snorra- nefndar 1 hátiöasal Háskólans i dag þriöjudaginn 25. september kl. 17.15. Fyrirlesturinn veröur fluttur á norsku og nefnist Snorre og Nordmennene. Hér er um mikiö og fróölegt efni að ræöa og þess aö vænta, aö margir veröi til aö hlýöa á erindi fyrirlesarans, sem íslendingum er aö góöu kunnur fyrir merkar rannsóknar á fornbókmenntum Islendinga og Norömanna, verk- um t.a.m. sem Sverris sögu og Konungsskuggsjá. En sagan af Snorra og Norö- mönnum er ekki bundin viö forn- öldina, heldur hefur Snorri og þá einkum Heimskringla hans fylgt Norömönnum um aldir og veröur sérstaklega fjallaöum þann þátt i erindinu. Nýjar kartöflur á markaðinn Þá eru nýju kartöflurnar komn- ar i verslanir og kostar kílóiö af þeim 249 kr. I fyrsta flokki, 207 kr. i öðrum flokki og 172 kr. i þriöja flokki. Vegna lélegrar sprettu, vorkulda og snemmbúins hausts eru kartöflurnar fremur rýrar en góða bragöinu halda þær þrátt fyrir þaö. —AI. Sparivelta Samvinnubankans: Aukið fé til ráðstöfunar LÁNSTÍMA, sem getur verið allt frá 3 mánuðum til 5 ára. Hvort sem þú hyggur á fasteignakaup eða húsbyggingu, dreymir um nýjan bíl eða þarfnast hvíldar og afslöppunar í suðrænni sól, þá mun Spariveltulán létta þér róðurinn að settu marki. Spariveltuhjólið snýst og snýst. Stöðugt fjölgar þeim, sem sjá sér hag í að vera með og geta þannig gengið að hlutunum vísum. Nú er það þitt að ákveða: LÁNSUPPHÆÐ, sem fer stighækkandi í allt að 200% því lengur sem sparað er. Upplýsingabæklingar liggja frammi í öllum afgreiðslum bankans. & 2 n Minnstu hins fornkveðna „ Að~ ekki er ráð nema í tíma sé tekið.“ Kynntu þér hinar fjöl- mörgu sparnaðar- og lántökuleiðir Sparivelt- unnar. Gerðu samanburð. Það eru hyggindi, sem í hag koma. Samvinnubankinn og útibú um land allt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.