Þjóðviljinn - 13.11.1979, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 13.11.1979, Qupperneq 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 13. nóvember 1979 Merkar rannsóknir í Skotlandi: Dr. Ian Glen skýrir frá rannsókn- um: Næst er aö kanna áhrif mikils fiskáts á tslandi og i Færeyjum. Er fiskát ráð við minnistapi hjá öldruðu fólki? Vera má að Islendingar og aðrar f iskveiðiþjóðir geti hrósað happi yf ir þeim tíðindum úr læknavísind- um, að f iskur sé gagnlegur gömlu fólki og komi í veg fyrir minnistap og skyldan andlegan hrumleika ellinn- ar. Frá þvi var skýrt fyrir nokkru i blaöinu Scotsman, aö hópur lækna I Edinborg hafi unniö aö undanförnu aö rannsóknum á minnistapi og annarri andlegri hnignun, sem hrjáir margt gam- alt fólk og hefur hingaö til veriö fyrst og fremst litiö á sem óhjá- kvæmilegan fylgisfisk ellinnar en ekki sem sjúkdóm. Þeir hafa gert tilraunir sem veröa efni i heilanum sem choline nefnist. Þessar tilraunir sýndu aö hægt var aö bæta minni sjúklinga meö því aö gefa þetta efni i æö. Efni þetta, choline, er m.a. aö finna i fiski. Dr. Ian Glen, sem skýröi frá tilraununum i hinu skoska blaöi, segir aö næst á dag- skrá hjá læknahópnum sé aö rannsaka áhrif mikils fiskáts á Islandi og i Færeyjum á minni og andlegt ásigkomulag aldraöra. Má nærri geta, aö ef þaö þykir sýnt aö gamalt fólk á Islandi og Færeyjum sé yfir höfuö betur á sig komiö en gamalt fólk sem lít- ils fiskjar neytir, þá er lfklegt aö vinsældir fiskafuröa muni vaxa aö miklum mun. — áb Er hætta á því að dýrtíðarrausið fari svo á heilann á okkur að við gleymum öllu öðru, m.a. skyldum okkar til samhjálpar? Hlýtur mannvirki eins og Þjíðarbókhlaða alltaf að víkja fyrir neyslukapphlaupinu? Eina leiðin til aðtryggja frjálst útvarp er að ef la ríkis- útvarpið. \ Getur lýðræði verið meira en orðin tóm ef við nennum ekki að hlusta hvert á annað? Þessara og annarra spurninga spyr Vésteinn Olason I erindi um daginn og veginn, sem Þjv. hefur fengið leyfi til að birta. Það er lítið eitt stytt. * Vésteinn Olason Verdbólga, samhjálp, sjálfsvirðing og fjölmiðlafrelsi Hætt er viö aö oft veröi minnst á veröbólguna á næstu vikum. Eins og aörir landsmenn hef ég mestu skömm á kvikindinu þar aö auki leiöist mér oröiö sjálft. Þaö er eins og tungan smitist og bólgni út þegar maöur tekur sér þetta i munn og ýmsir mætir stjórn- málamenn fá allt aö þvi andar- teppu eöa fara aö stama þegar veröbólga berst i tal. Einu sinni var veröbólgan kölluö dýrtiö ef ég man fétt. og kann ég sæmilega viö þaö. Gaman væri ef fram- bjóöendur gætu nú oröiö sam- mála um aö leggja niöur oröiö veröbólga og taka upp annaö orö t.d. dýrtiö, meöan þörf er á ein- hverju heiti um þetta fyrirbæri. Nú þykir hlustendum etv, óviö- eigandi aö skemmta um hinn óskemmtilegasta hlut, þótt meistari Jón Vidalin hafi átt þaö til. En öllu gamni fylgir nokkur alvara. Veröbólguþvarg stjórn- málamanna keyrir oft svo úr hófi aö manni viröist þeir gleyma þvi aö þjóöin eigi sér nokkur önnur markmiö en efnahagsleg og nokkra aöra hugsjón eöa viömiö- un i lifinu en peninga. Auövitaö veröum viö aö ná þeim tökum á fjármálum okkar aö efnahagslegt sjálfstæöi þjóöarinnar sé tryggt. En til hvers? Er þaö bara gert til aö tryggja gróöa, aukningu kaup- máttar og meiri neyslu? Er ekki dálitil hætta á þvi aö veröbólgu- eöa dýrtiöarrausiö fari svo á heil- ann á okkur aö viö gleymum öllu ööru? Samstaða meö fötluðum I siöustu viku heyröi ég i útvarpi erindi Magnúsar Kjartanssonar um málefni fatl- aöra. Ég geri ráö fyrir aö fleirum en mér hafí þótt sem þar væri i sannleika brýnt erindi á ferö. Nú er þaö meö mig eins og fjölda- marga aöra aö ég hef enga reynslu af fötlun og þekking min á þessum málaflokki er mjög tak- mörkuö. Samt hef ég fengiö nægi- legar upplýsingar úr blööum og útvarpi á undanförnum árum til aö gera mér grein fyrir þvi aö fatlaöir, eöa a.m.k. margir hópar þeirra, eru beittir ósæmilegu misrétti hér á landi. Nægir aö minna á upplýsingar sem alltaf er veriö aö vekja athygli á ööru hverju um þaö hvernig lög eru brotin á þroskaheftum börnum og þau fá ekki aö neyta réttar sins til menntunar, eöa þá hvernig fötl- uöu fólki er l mörgum tilvikum meinaö aö neyta réttar sins til aö beita þeim starfskröftum sem þaö hefur. Ætli þaö sé til svo veröbólguþjáöur Islendingur, aö honum þætti ekki minnkun aö þvi aö troöast fram fyrir fatlaöan mann I biöröö, ég tala nú ekki um aö hrinda honum þaöan burt meö öllu? Sá sem þaö geröi yröi vlst varla talinn heill á geösmunum. En er þetta ekki þaö sem viö erum alltaf aö gera þegar viö svikjumst um aö leggja fram þaö fé sem þarf til aö fatlaöir fái notiö réttar sins til náms og starfs? Eru ekki fulltrúar okkar á þingi aö innsigla þetta á hverju ári þegar þeir samþykkja fjárlög? Hér er ekki spurt um þaö hvort viö höf- um meöaumkun meö fólki vegna fötlunar þess. Hún gerir ekki mikiö gagn. Hér er spurning um’ hvort viö viljum bæta gráu ofan á svart meö þvi aö auka ranglæti viö þá erfiöleika sem ekki er hægt aö komast hjá. Hér er sjálfs- viröing okkar I veöi. Viö getum ekki beöiö eftir þvi aö efnahagslif okkar fari aö ganga eftir tiltek- inni formúlu, heldur eigum viö aö leggja fram möglunarlaust þaö fé sem til þarf. Ætli þaö láti ekki nærri aö helmiiigur þjóöarinnar hafi svo rúm fjárráö aö hann gæti lagt fram mun meira fé til mála sem varöa heill þjóöarinnar og sjálfs- viröingu. Hversu hátt sem menn kveina yfir sköttum hér á landi er þaö staöreynd aö viö tökum miklu minna fé til sameiginlegra þarfa en nálægar þjóöir meö sambæri- leg lifskjör. Sannleikurinn er lika sá aö á mörgum sviöum menn- ingar- og félagsmála (sem I raun- inni eru tvær hliöar á sama máli) stöndum viö okkur hraklega. Einkaneysla, svo aö ekki sé sagt bruöl, gengur úr hófi, en lágkúra og músarholusjónarmiö ráöa rikjum á mörgum sviöum þar sem sameiginlegt framlag þarf til aö koma. Menn tala oft eins og sá hiuti af tekjum þeirra, sem renn- ur til samfélagsins, sé glataöur. Þaö er furöuleg skammmsýni. Og hyggjum aö þvi aö þaö er ekki aöeins sjáifsögö skylda okkar aö leggja fram þaö fé sem þarf til aö fatlaöir geti notiö fullra mannréttinda, heldur einnig fjár- festing sem mun skila margföld- um ávexti. Stöðvuð bókhlaða Hvernig sem frammistööu þjóöarinnar I málefnum fatlaöra er velt fyrir sér er hætt viö aö hún fái lága einkunn. En auövitaö er þetta ekki eina sviöiö þar sem skammsýn sérhagsmunastreita veldur þvi aö viö gleymum sjálfs- viröingu okkar. Á sviöi mennta- og menningarmála er auövelt aö koma auga á mörg verkefni sem varla getur leikiö á tveim tungum aö eru brýnni en aö heröa sprett- inn i neyslukapphlaupinu. Ég get ekki látiö hjá liöa aö fagna þvi aö fyrri rikisstjórn skyldi bera gæfu til aö hætta viö aö stööva framkvæmdir viö aö reisa svo nefnda Þjóöarbókhlööu viö Hringbraut. Holan sem búiö er aö grafa er svo sem engin músar- hola en lágkúruleg músarholu- sjónarmiö heföu þaö veriö aö heykjast á þeirri framkvæmd, svo brýn sem hún er oröin. Þótt mörgum þyki mikiö til um stærö bókhlööu þessarar er sannleikur- inn sá aö þeirri áætlun er mjög I hóf stillt, svo aö ekki sé nú minnst á hve smá hún er I sniöum samanboröiö viö þaö fyrirtæki aö reisa safnahúsiö viö Hverfisgötu á slnum tima þegar eyöslueyrir þjóöarinnar var sannarlega af skornum skammti. Þjóöar- bókhlaöan mun ekki aöeins leysa húsnæöisvanda Landsbókasafns og Háskólabókasafns um nokkra hriö, heldur einnig Þjóöskjala- safnsins, sem liklega býr viö mestan húsnæöisskort allra þess- ara stofnana. Bókaþjóö viljum viö kalla okkur en þó eru sorglega fáar bækur til I landinu þegar litiö er á fjölda titla. Vonandi er mikill meiri hluti Islendinga sammála um aö viö veröum aö ávaxta menningararf okkar þannig aö sómi sé aö, en til aö þaö megi veröa þarf allmikla peninga og góöa aöstööu, bæöi til aö varö- veita og rannsaka þaö ga'mla, og til aö skapa nýtt. Sannleikurinn er þó sá aö hér er ekki um óheyrileg- ar fjárhæöir aö ræöa, afar miklu mætti til leiöar koma fyrir fjár- veitingar sem eru hverfandi sam- anboriö viö þaö fé sem viö bind- um I örfáum hundraöshlutum fiskiskipaflota, sem sérfræöingar segja aö sé of stór, eöa i bilaflota sem áreiöanlega er miklu dýrari og orkufrekari en hann þyrfti aö vera. Útvarp í svelti Sérkennilegt og lýsandi dæmi fyrir ólika afstööu okkar til einka- eyöslu og fjárveitinga til aö leysa sameiginleg verkefni er afstaöa okkar til útvarps og sjónvarps. lslendingar hlusta mikib á útvarp og horfa geysilega mikiö á sjónvarp, enda hefur þjóöin á undanförnum árum variö óhemjufé til kaupa á viötækjum, einkum litasjónvarpstækjum. Hins vegar veröur litiö vart viö aö þjóöin eöa fulltrúar hennar á þingi og I stjórnsýslu hafi skilning á þvi aö nokkru þurfi til aö kosta aö bæöi sómi og ánægja veröi aö þvi sem útvarpaö og sjónvarpaö er. Þingmenn risa einatt önd- veröir gegn óskum um eölilegar hækkanir á afnotagjöldum og er ekki sýnilegt aö kjósendur þeirra þrýsti á aö fá þau hækkuö. öllum er þó ljóst aö þaö kostar peninga aö gera vandaö dagskrárefni og aö stöönun eöa rýrnun á verömæti afnotagjalda hefur óöar áhrif á þaö sem útvarpaö er, þótt áhrifa- valdarnir séu auövitaö fleiri. Aratugum saman hefur veriö rætt um aö reisa hús yfir útvarpiö og fé veriö safnaö I sjóöi. Nú eru peningar til og mætti ætla aö þá yröi ekki beöiö lengur, en þá er veröbólgudraugurinn vakinn upp og nú þykir sýnt aö þenslan I hag- kerfinu muni ekki mega viö þess- um framkvæmdum. Ég er yfir- leitt ekki mikill trúmaöur á samsæriskenningar en mér er nær aö halda aö hér hljóti einhver myrkraöfl aö hafa komiö til skjalanna. Er þaö tilviljun aö á sama tima og fæti er brugöiö fyrir eölilega þróun rikisútvarpsins skuli borin fram meö meiri þáreysti en áöur krafan um svo kallaö frjálst útvarp, þeas. einka- rekstur útvarpsstööva. Astæöa er til aö vera dálitiö fyrir sér hvaö felst I þeirri kröfu. „Frjálst útvarp" Þaö er I sjálfu sér skemmtileg i Þriöjudagur 13. nóvember 1979 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 9 hugmynd aö hver og einn megi hafa dálitla útvarpsstöö uppi á háalofti hjá sér, eöa i kjallaran- um og geti siöan sent skoöanir sinar og áhugamál út á öldur ljós- vakans, eins og þaö hét einu sinni, ef einhver skyldi vilja leggja viö eyru. Hætt er þó viö aö sú hugsjón mundi eiga erfitt uppdráttar I veruleikanum. Raunverulegir valkostir okkar i útvarpsmálum eru aö minum dómi tveir: Viö getum haldiö núverandi formi þar sem þessi litla þjóö sameinar krafta sina til aö reka útvarp og sjónvarp. Vissulega mætti breyta einstökum atriöum I rekstri rikis- útvarpsins, svo sem áhrifaveldi útvarpsráös, jafnvel reglum um kjör þess, og auka frelsi einstakra dagskrágeröarmanna, en innan ramma núverandi skipunar er hægt aö efla og bæta þjónustu stofnunarinnar á margá lund, ef viö viljum borga fyrir. Viö getum bætt tæknileg gæöi útsendingar og jafnvel sent út tvær hljóö- varpsdagskrár samstundis hluta úr degi og gæti önnur þeirra veriö breytileg eftir landshlutum. Viö getum lagt meira fé til dagskrár- geröar fyrir sjónvarp og jafn- framt hagab málum þannig aö þaö veröi til eflingar islenskri kvikmyndagerö. Hinn valkostur- inn er aö greiöa afnotagjaldiö al- fariö til vöruframleiöenda sem siöan verji þvi til aö auglýsa vöru sina. Nú þegar greiöum viö hluta afnotagjaldsins á þennan hátt. Ég er hræddur um aö mjög erfitt yröi um vik aö efla rikisútvarpiö aö marki þegar risnar væru viö hliö þess útvarpsstöövar reknar af einkaaöilum. Þeir sem hlustuöu meira á auglýsingastöövar en rikisútvarpiö mundu veröa mjög óánægöir meö allar hækkanir á afnotagjöldum rikisútvarps og mundi þetta hamla vexti þess. Þaö mundi missa eitthvaö af aug- lýsingatekjum og góöum starfs- mönnum til einkastöövanna. Lit- ill vafi er á ab helstu talsmenn einkaframtaks utan þings og inn- an mundu telja litla þörf á aö verja almannafé til rekstrar rik- isútvarps þegar svona væri komiö og taka aö hreyfa þeirri hugmynd aö leggja þaö alveg niöur. Eflum útvarpið Rikisútvarpiö á sér nú oröiö hálfrar aldar sögu og þótt margt mætti þar betur fara er þaö merkur og ómissandi þáttur I menningu okkar. Viö höfum nú, eins og ástatt er um tækni og almenna velmegun, mikla mögu- leika til aö stórefla þessa stofnun og auka meö þvi frelsi I umræð- um, skoöanaskiptum og alhliöa menningarllfi, ef viö lltum á þetta sem sameiginlegt verkefni. Þessu tækifæri gætum viö lika glataö og eyðilagt hálfrar aldar starf á svo sem tiu árum, ef þjóöin vill heldur láta fjölþjóöaauöhringana sjá sér fyrir afþreyingu sem auöveldar 'henni aö gleyma veru- leikanum á bilinu milli starfs og svefns. Viö veröum aö hafa I huga aö samanburöur viö aörar þjóöir kemur okkur hér aö takmörkuöu gagni. Stórþjóö eins og Bretar getur sett auglýsingasjónvarpi I landinu svo strangar reglur aö þar sé innan um aö finna vandaö menningarlegt efni og áhuga- veröa þjóömálaumræöu, þótt afþreyingarefni sé þar samt yfir- gnæfandi. Viö finnum oft sárt til þess I útlöndum aö ríkisútvarpiö okkar stendur hliöstæöum stofn- unum meö nágrannaþjóöum aö baki. En þetta stafar af fámenni þjóöarinnar og reyndar aö hluta til af skorti hennar á stórhug og vlðsýni. Útvarpsstöövar I einka- rekstri yröu enn frekar lakari og einhæfari en einkastöövar erlendis eru aö jafnaöi, vegna þess hve makaburinn sem á aö standa undir þeim er lltill. Það er aöeins ein leiö til aö tryggja okkur frjálst útvarp og hún er aö efla rikisútvarpiö. Annars vegar meö þvl að f jölga vel menntuðu starfsfólki og gefá þvi frjálsari hendur I dagskrár- gerö, hins vegar meö þvl aö auka skoöanaskipti og leyfa öllum röddum aö hljóma. Að vera í kallfæri Nærri allir ef ekki allir tslend- ingar telja sig vlst vera lýöræðis- sinna en auövitaö greinir okkur á um hvaö lýöræöi sé I raun og veru. En ef viö erum ekki allra yst út á einhverjum jaöri stjórnmálaskoöana held ég þó aö viö hljótum aö geta oröiö sam- mála um aö til þess aö lýöræöiö geti oröiö meira en oröin tóm veröum viö aö reyna aö hlusta hvert á annaö. Þegar rökræöa, eöa tilfinningamál, er kveöiö niöur meö valdboöi, eöa meö öskri og stappi, fer lýöræöiö úr sambandi. Um þetta sýnir sagan mörg dæmi og sjálfsagt er ekki alltaf hægt aö sporna viö þvl. Þó vildum viö liklega flest fegin geta ráöiö málum okkar til lykta meö samtali. Þingræöi er vitaskuld reist á þessari hugsjón, og þjóö- málaumræöa I fjölmiölum og annars staöar. Auövitaö geta menn þreyst á þvi aö heyra endurtekningar I málflutningi andstæöinga og þaö sem þeim finnst vera áróöurinn einber, og þá fer heyrnin aö dofna JSn fleiri raddir hljóma inn á sviö þjóömálanna en raddir stjórnmálamanna. Skáld og rit- höfundar taka einatt til meöferö- ar I verkum slnum þau gildi sem viö miöum llf okkar viö, og þótt þau fylgi ákveönum málstaö veröa orö þeirra hvorki áróöur né þrætubók þegar þeim tekst vel. Þótt viö kunnum aö vera ósam- mála þeim um einhver atriöi stjórnmála eöa lifsskoöunar held ég aö viö ættum aö leyfa þeim aö tala og leggja eyrun viö. Litiö þykir fara fyrir lýöræöinu þar sem skáldum er bannaö aö láta til sln heyra. Fyrir nokkrum vikum kom á markaö plata þar sem ungt fólk sem kallar sig heimavarnarliö söng og lék nokkur kvæöi sem þvi þóttu vel til fallin aö heröa hugann I baráttu fyrir þvi mark- miöi aö engar herstöövar veröi á Islandi. Sjálfsagt er þessi kveö- skapur ekki allur jafnvandaöur og jafnvel eitthvaö leirboriö þar á meöal. Ég heyröi nokkrum sinn- um sungiö I útvarp tvö kvæöi af þeirriplötu, annað eftir Guömund Böövarsson frá Kirkjubóli en hitt eftir Þorstein Valdimarsson, tvö ágæt skáld sem nú eru gengin. Ekki varö ég var viö aö fleira af plötunni væri flutt I útvarpi. Svo undarlega bar viö aö upp komu raddir manna sem þóttu þaö firn mikil aö orö Guðmundar Böövarssonar og Þorsteins Valdimarssonar skyldu hljóma úr rlkisútvarpinu, einn þeirra sem verst leiö undir söngnum ritaöi útvarpsráöi stóryrt bréf sem birst. hefur I dagblöðum. Mér finnst þessi viöbrögö hættumerki fyrir lýöræöiö I landinu og ég vænti þess aö jafnvel fleiri en eindrægn- ir herstöövaandstæöingar geti oröiö mér sammála. Mig langar til aö ljúka máli mlnu á þvl aö lesa þau kvæöi sem um er aö ræöa. Vona ég aö hlustendur taki vel eftir og velti slöan fyrir sér hvers vegna þau geti valdið mönnum hugarangri og hvort tjón muni unniö frelsi og lýöræöi I landinu meö þvl aö leyfa þeim að hljóma einu sinni enn um landiö I þessum ríkisfjölmiöli. Seinna kvæöiö er Völuvlsa eftir Guö- mund Böðvarsson. Eitt verö ég aö segja þér áöur en ég dey, enda skalt þú börnum þinum kenna fræöi mln, sögöu mér þaö álfarnir I Suöurey, sögöu mér þaö dvergarnir I Noröurey, sögöu mér þaö gullinmura og gleymérei. og gleymdu þvf ei: aö hefnist þeim sem svikur sina huldumey, honum veröur erfiöur dauöinn. Frjóar umrœður um bamamenningu Steinunn Jóhannesdóttir leikari átti sæti f undirbúningsnefndinni sem skipulagöi Listamannaþing um barnamenningu, sem haldiö var á sunnudaginn. Blaöamaöur Þjóöviljans náöi tali af Steinunni og spuröi hana fyrst um aödrag- anda þingsins og störf undirbún- ingsnefndarinnar. — Hugmyndin varö til I barnaársnefnd leikarafélagsins I fyrravetur, og stjórn BIL sam- þykkti þaö svo I vor aö þingib yröi haldiö I haust. Undirbúnings- nefndin starfaöi mjög reglulega, kom saman á fundi einu sinni I viku. Þess var snemma fariö á leit viö Þorbjörn Broddason aö hann skýröi frá könnun sinni um börn og fjölmiöla, sem er mjög merki- leg aö þvl leyti aö hún er fram- haldskönnun. Fyrsti hluti hennar var geröur áriö 1968, og nú var sama fólkiö spurt aftur, auk þess sem samanburöur var geröur á fjölmiölanotkun barna þá og nú. Einnig langaöi okkur aö heyra álit uppeldisfræöinga á gildi listar fyrir nám og uppeldi barna, og fengum Guðnýju Guöbjörnsdótt- ur sálfræöing til aö gera þvi efni skil, sem hún geröi I mjög góöu erindi. Þá fengum viö fulltrúa allra aöildarfélaga BÍL til aö segja frá skoöunum sinum á stööu viökomandi listgreina. Hug- myndin var semsé aö stefna sam- an skoöunum fræöimanna og listamanna. Viö gátum aö mörgu leyti byggt á fenginni reynslu aöildarfélag- anna. Arkitektafélagiö haföi t.d. haldiö ráöstefnu snemma I vor um umhverfi barna, og gefiö út efni þeirrar ráöstefnu I sérstöku fjölriti, og varö aö ráöi aö viö færum aö dæini þeirra. Rithöf- undar höföu tekiö þátt I alþjób- legu barnabókasýningunni aö Kjarvalsstööum nú fyrir skömmu, og þar haföi safnast saman fróöleikur um barnabæk- ur. Myndlistarmenn og leikarar höföu llka rætt um barnamenn- ingu sín á meöal. Bókin er þvi af- rakstur af töluvert vönduöu undirbúningsstarfi. — Hvernig tókst svo þingiö sjálft? — Ég hef ekki oröiö vör viö ann- aö en aö menn hafi veriö ánægöir. Og þaö var gaman hve margir sóttu þingiö. Umræöur voru mjög frjóar, og margar hugmyndir komu fram um þaö sem hægt er aö gera til úrbóta á þessu sviöi. — Og hvert veröur framhaldiö? — Viö vonum aö þetta þing og þaö starf sem þar var unniö hafi einhver áhrif. Þaö var almennt álit þingfulltrúa, aö aöstööu barna til þess aö njóta og skapa menningu væri helst hægt aö jafna fyrir tilstilli skólakerfisins. I nokkrum erindanna sem flutt voru á þinginu kom fram, aö list- fræösla er ekki mikil I Islenskum skólum, t.d. er leikræn tjáning aöeins kennd 1 fáum skólum, eng- inn dans og ekkert um byggingar- list. Þaö eru einkasólar sem sjá aö miklu leyti um tónlistarupp- eldi barna. Og þaö væri hræöilegt ef sú stefna yrði mótuö á barna- árinu aö skera niöur framlög til mennta- og menningarmála. Allur niöurskuröur á þessu sviöi kæmi haröast niöur á þeim börn- um sem eru verst sett fyrir. Viö ætlum aö bjóöa þetta f jölrit Steinunn Jóhannes- dóttir yfirmönnum ýmissa menningar- stofnana og æöstu yfirvöldum I mennihgarmálum. A þinginu var samþykkt tillaga um aö skora á menntamálaráöherra aö skipa sérstaka starfsnefnd listamanna, sem kanni Islenska barnamenn- ingu, og vonum við aö þeirri nefnd veröi komiö á laggirnar og aö hún fái abstööu til aö fylgja eftir þeim hugmyndum sem fram komu á þinginu. Nefndin þarf aö fá geröar kann- anir á aöstööu og viöhorfum barna til aö geta gert vel hugs- aðar tillögur til úrbóta. „Eitt meginvandamál samtlm- ans hvaö varöar sjálfstæöa smekkmótun og myndun gildis- mats hjá einstaklingnum, hvort sem um er aö ræöa börn eöa full- oröna, er framboö allskyns skemmtivarnings, sem á aö höfða til þessara einstaklinga. Þvi óvirkari sem þessir viötak- endur eru þvi llklegra er aö varningurinn seljist” — sagöi Stefán Edeilstein I ágætu erindi um tónlistaruppeldi. Svipaöar skoöanir komu fram hjá mörgum ræöumönnum, og þeir töldu aö meö því aö vekja og örva sköpun- arþrá barna, þannig aö þau yröu sjálf skapendur, væru helst llkur á þvi aö þau gætu variö sig fyrir alls kyns rusli sem yfir þau hell- ist, greint hismiö frá kjarnanum. -ih Niöurskuröur til menningarmála kemur hart nidur á börnum sem eru verst sett fyrir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.