Þjóðviljinn - 24.11.1979, Síða 9

Þjóðviljinn - 24.11.1979, Síða 9
Laugardagur 24. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 tesa © Svavar Gestsson efsti maður G-iistans i Reykjavik hefur i þessari kosningaiotu heimsótt nærri fimmtiu vinnustaði i höfuðborginni og átt viðræður við starfsfóik um póiitikina og kosningarnar. Vinnustaðafund- ina hóf Svavar i raun háifum mánuði áður en framboð var ákveðið enda ekki tii setunnar boðið eftir þingrofið. Blaðamað- ur og Ijósmyndari fylgdust með nokkrum vinnustaðafundum Svavars í gær og fyrradag. Fjörugur fundur var I Hraðfrystistöðinni i Reykjavik j hádeginu i gær og fékk Svavar þá ágæti,s andmælenda til þess aðskiptast á skoðunum vio. Hjá Landsbankamönnum: Launin ekki orsök verð- bólgunnar Einn af þeim vinnustöðum sem Svavar Gestsson hefur heimsótt að undanförnu er Landsbankinn. en þar mætti mikið fjölmenni til að hlýða á mál hans og spyrja hann. Það er raunar eðlilegt að margir hafi haft áhuga á fundi með Svavari, sem, auk þess að vera fyrrv. viðskiptaráðherra, hefur setið i bankaráði og skoðan- ir hans á fækkun banka að sjáif- sögðu mjög til umræðu méðal bankamanna. A fundinum i Landsbankanum byrjaði Svavar á þvi að ræða um komandi kosningar og þau bar- áttumál sem bera hæst I stjórn- málum i dag. „Það er misskilningur að sumir flokkar séu með verðbólgu og aðrir á móti. Það vilja allir flokk- ar losna við verðbólguna. Spurningin er bara á hverjum baráttan gegn verðbólgunni á að bitna. Á almenningur að taka á sig stórfellda kjararýrnun eða á að taka féð þaðan sem það er mest. Alþýðubandalagið vill millifærslu á fjármunum þjóð- félaginu. Við viljum að þeir peningar,sem nú „dansa lausir” i þjóðfélaginu sem afleiðing af verðbólgugróða, verði nýttir i að byggja upp þá efnahagsþætti, sem geta dregið úr verðbólgunni. Sjálfstæðisflokkurinn heldur að hann geti náð verðbólgunni niður á 6 — 9 mánuðum. Það er jafnfrá- leitt og tillaga „Hins flokksins” sem vill einfaldlega leggja verð- bólguna að velli með þvi að banna orðið verðbólga, strika það út úr islensku máli,” sagði Svavar. Eftir að hafa gert frekari grein fyrir stefnu flokkanna i efnahags- málum sagði Svavar: „Siðustu stjórn tókst ekki nægi- lega vel að vinna á verðbólgunni. Til þess hefði einfaldlega þurft betra samstarf, auk þess sem hækkað oliuverð hafði þar veru- leg áhrif. Að visu heitir það hjá sumum að oliuhækkunin hafi stafað af samanlögðum skepnu- skap minum og Rússa Þessi sömu menn halda þvi lika fram að hækkun láglauna sé helsti verð- bólguhvatinn I landinu. Þeir halda þvi fram að verðbólgu- vandinn verði leystur með þvi að herða að launafólki, vegna þess aö þjóöarbúið „þoli ekki” að borga fólki 250 þúsund krónur á mánuði. Ef við getum ekki hækk- að lægstu launin i þjóðfélaginu, þá einfaldlega missum við þetta fólk úr landinu og þess eru þegar mörg dæmi.” Allmargar fyrirspurnir bárust til Svavars Gestssonar um kjara- mál bankamanna. F jallað var um grunnkaupshækkanir og félags- leg hlunnindi i samningum bankamanna, sem Svavar taldi að hefðu getað orðið meiri, enda væri hluti bankamanna á mjög lágum launum. Einhver svaraði þvi til að þeir væru svo litill hluti stéttarinnar og spruttu upp frá þvi umræður um stefnu stéttar- félaga almennt i kjaramálum: „Stéttarfélög verða að gera það upp við sig hvort þau vilja fórna einhverju af hinum almennu kröfum, t.d. um grúnnkaups- hækkanir, til þess að fá fram verulegar bætur fyrir þá lægst settu innan stéttarinnar,” sagði Svavar. Siðan var rætt nokkuð um hlutdeild starfsmanna I stjórnun bankanna og ýmis fleiri mál voru rædd, en alls stóð fund- urinn I 1 1/2 kls. ÞS Á kennarastofunni í Árbæjarskóla: Kjaramálin og erlend stóriðja höfuðmálin „Þessar kosningar snúast fyrst skatt á hátekjur og fyrirtæki. búnaðarins. En við settum lög þar og fremst um tvö aðalmál. Annars vegar eru kjaramálin og lifskjör fólks I heild, en sam- kvæmt stefnuyfirlýsingu Sjálf- stæðisflokksins um niðurfellingu niðurgreiðslna og gengisfeilingu verður 25% kjaraskerðing á nokkrum mánuðum, ef Sjáif- stæðisflokkurinn fær að ráða ferðinni. Hitt málið er kannski hættu- legasta mál kosninganna, ef litið er leng^a fram i timann, en það er hin erlenda stóriðja, sem Sjálf- stæðisflokkurinn boðar að verði stóraukin á tslandi, og mun hafa óbætanleg áhrif á islenskt þjóðlif, efnahag og menningu” sagði Svavar Gestsson á fundi með starfsmönnum i Arbæjarskóla, þar sem hann kynnti stefnu Alþýðubandalagsins, ræddi um komandi kosningar og svaraði spurningum. Svavar sagði: „Til að raða viö verðbólguna þarf að færa til fjármagnið i þjóðfélaginu. Siðasta stjórn steig fyrsta skrefið i fyrra með lækkun söluskatts og með þvi að leggja Sjálfstæðisflokkurinn heldur að hann geti ráðið við verðbólguna á 6-9 mánuðum. Það er ógerlegt og það gerist ekki með þeirri kjara- skerðingu sem Sjálfstæðis- flokkurinn boðar. Það gerist aðeins með þvi að færa til fjár- magnið frá þeim sem hafa safnað milljörðum á verðbólgu- gróðanum og nýta það i þágu almennings. Þetta bið ég fólk að ihuga nú i þessum kosningum. Við þurfum strekan vinstri flokk, — einn flokk launamanna.” „Ég er sparifjáreigandi” sagði einn fundarmanna. „Verður fé minu best borgið, ef Alþýðu- bandalagið kemst i stjórn?” Svavar Gestsson svaraði þessari spurningu með þvi að út- skýra vaxtastefnu Alþýðubanda- lagsins og þær trúarbragða- kenningar sem fram hafa komið varðandi hávexti og lágvexti. „Með þvi aö hækka vexti stöðugt eykst verðbólgan. Gleymum þvi ekki að 20 kr. af hverjum mjólkurlitra fer i vexti sam- kvæmt verðlagsgrundvelli land- sem afnumið var bann við verð- tryggingu. Hún er nú heimil”, sagði Svavar. „Skilur Lúövik þetta?” spurði fundarmaöur Svavar og Svavar svaraði um hæl: „Já, það gerir hann. Lúðvik er mjög skýr”. „Horfið þið ekki allir i gegnum gleraugun hans?” „Nei, ég nota engin gleraugu ennþá” sagði Svavar og fundar- menn kimdu viö. „Hvað með hermálið — verður þvi stungið undir stól einu sinni enn, ef Abl. kemst i stjórn?” „Þvi verður ekki stungið undir stól og hefur aldrei verið stungið undir stól. í málefnasamningi siðustu rikisstjórnar var gert ráð fyrir endurskoðun þessara mála og að henni var komið þegar Alþýðuflokkurinn hljóp á brott. t upphafi stjórnarsamstarísins var afstaða Alþýðuflokksins i þessu máli óbifanleg, en við höfðum vonast til að Framsóknar- Framhald á bis. 17

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.