Þjóðviljinn - 24.11.1979, Síða 12

Þjóðviljinn - 24.11.1979, Síða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. nóvember 1979 ,,Ég er fln frú og á antlkbúó”, ..Fullorðinsleikrit skemmtilegust”, sagöi Steinunn Þorsteinsdóttir. „Verst að biða i forleiknum”. Hreiðar Ingi og Hermann. sagði Halldóra Geirharðsdóttir. ^ ,,I forleiknum þurfa allir að 99 pissa rætt við nokkra unga leikendur í „Ovitum” ,,Ég er amma í móðurætt”, sagði Steinunn Þórhallsdóttir. „Ég er fin frú og á antikbúð”, sagði Halldóra Geirharðsdóttir, 11 ára, sem leikur eitt stærsta hlutverkið i „Óvitum” eftir Guðrúnu Helgadóttur, sem Þjóð- leikhúsið frumsýnir i dag. Tökum aó okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smið- um eldhúsinnréttingar, einnig viðgerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila. TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, simi 41070 Blikkiðjan Ásgaröí 7, Garöabæ Onnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboö SIMI 53468 Happdrætti Þjóðviljans 1979 Allir sem fengið hafa heimsenda happdrættismiða eru hvattir til að gera skil strax. Viðbótarmiðar fást á skrifstofu happdrættisins og hjá umboðsmönnum. Happdrætti Þjóðviljans 1979. Húsráðendur athugið! Höfum á skrá fjölda fólks sem vantar þak yfir höfuðið. Leigjendasamtökin Bókhlöðustig 7 Opið: Kl. 13-18 alla virka daga,simi: 27609 Halldóra var að tygja sig inn á svið með öllum krökkunum sem taka þátt i sýningunni. „Er erfitt að leika þessa frú?” „Já, frekar, en mér finnst leik- ritið æðislega skemmtilegt.” „Vildir þú eiga svona mömmu eins og þessa sem þú leikur?” „Nei, ég vil bara eiga mömmuna sem ég á”, sagði Halldóra. Ægilega spennandi „Mér finnst þetta gott leikrit” sagði Arna Einarsdóttir, sem lika er 11 ára. „betta eru ekki bara söngvar og einhver vitleysa! Þetta fjallar um fjölskyldur á tslandi og vandamál þeirra.” „Finnst þér erfitt að leika i sýn- ingunni?” „Nei, en þetta er dálitið erfitt fyrir litlu krakkana. Mér finnst þetta ægilega spennandi”, sagði Arna. Erfitt að tala hátt Tveir herramenn voru að leggja siðustu hönd á sminkið, þegar við hittum þá. Þeir heita Hreiðar Ingi Júliusson 13 ára og Hermann Stefánsson 11 ára. „Hvað leikið þið?” „Við leikum báðir pabba.” „Hafið þið leikið áöur?” „Já, ég lék lærisvein i ösku- busku á Akureyri”, svarar Hreiðar Ingi. „Ertu kannski aö hugsa um að verða leikari?” „Ætli ég verði nú ekki að at- huga það aðeins betur, áður en ég ákveö mig”, sagöi Hreiöar hugsi... „llefur þetta verið erfitt?” „Það er erfitt að tala nógu hátt. Svo er lika erfitt að sameina æfingarnar skólanum”, sagði Hreiðar Ingi. „En auðveldast að læra textann,” sagði Hermann, og bætir viö: „Mér finnst verst að bíða i forleiknum. Þá verður flestum mál að pissa.” „Hvernig finnst ykkur leikrit- ið?” „Ofsalega gott. Þaö segir frá þvi hvernig fullorðna fólkið er,” segir Hermann. „Finnst ykkur það vera svona?” „Sumt”, segir Hreiðar og nú eru þeir félagar kallaöir á sviö. Amman er yngst Yngst af öllum i sýningunni er Steinunn Þórhallsdóttir, en hún er 6 ára. Hún leikur ömmu. „Hvers konar amma ert þú?” „Ég er amma i móðurætt,” svarar Steinunn snögg .og bætir við: ”Ég prjóna.” ,Þetta er gott leikrit”, sagði Arna Einarsdóttir. Ljósm. Jón. „Attu svona ömmu?” ,,Nei, en ég vildi alveg eiga hana.” Og Steinunn litla leggur sjaliö yfir peysufötin og tritlar af stað. Ætla ekki í leiklist Aðra Steinunni hittum við i búningsherberginu.. Hún er Þorsteinsdóttir og er 10 ára. Steinunn var að laga á sér háhæl- uðu skðna þegar við komum. „Hvernig finnnst þér að ganga á þessu?” „Það venst”, sagði Steinunn og settist fyrir framan spegilinn. „En ég ætla ekki að verða leik- kona.” „Af hverju ekki?” „Það er svo margt annað sem er skemmtilegt. Þetta leikrit er alveg æðislegt. Annars finnst mér fullorðinsleikrit yfirleitt betri en barnaleikrit. „Stundarfriður” er skemmtilegasta leikrit sem ég hef séð.” „Hvað finnst þér skemmtileg- ast við Óvita?” „Þegar krakkarnir eru að leika fullorðna fólkið.” Og nú er kallað á börnin i hátalaranum. Allir þurfa að vera tilbúnir á sinum stað; þegaT gefið er „útkall” en það er „tveggja minútna kall” og þýðir að eftir nákvæmlega tvær minútur fer tjaldið frá og Sýningin byrjar. — þs ■^Auglýsið í Þjóðviljanum ! Stýrimaður Óskum að ráða stýrimann á M.S. Odd, til linuveiða frá Grindavik. Uppl. hjá skip- stjóra i sima 92—8218 Bátur 14 feta plastbátur óskast til kaups með eða án mótors. Ýmsar gerðir koma til greina. Tilboð er greini verð og tegund, aldur og lýsingu á ástandi, sendist i pósthólf 119 Kópavogskaupstað fyrir 30. þ.m.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.