Þjóðviljinn - 24.11.1979, Síða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. nóvember 1979
Hresst
aö
vanda!
í DAG M.A. 1
,,Ekki bláeygur bjartsýnis-
maður”
Aðalviðtal þessa Helgarbiaðs Vfsis
er við Arna Bergmann, ritstjóra Þjóö-
viljans. 1 spjalli við Jóninu Michaels-
dóttur blaöamann, ræðir hann opin-
skátt um skoðanir sinar og Ilfshlaup
mr** •
— \
tJr skáldsögu Aðalheiðar
Þjóðkunn kona er nú aö hasla sér völl á
nýjum vettvangi. Aöalheiöur Bjarn-
freðsdóttir er aö senda frá sér fyrstu m
skáidsögu sfna i útgáfu Arnar og \
örlygs. Helgarblaö VIsis hefur fengiö W". jf
leyfi tii aö birta kafla úr bókinni.
Framleiða gerviskalla
Litiö er inn I förðunardeild Þjóöleikhiiss-
ins og fylgst með hvernig skallar eru þar
framleiddir og iltliti leikara breytt fyrir
japanska einþáttunga sem frumsýndir
eru um helgina.
Þá má nefna............
... kynnisferö Vfsis um geymsluhúsnæöi
Rikisútvarpsins... viötal viö Thaiidomide-
barn sem nú hefur eignast heilbrigt barn
og sér um uppeldi þess....
... Sælkerasiðu Sigmars og fleira og fleira
atn
er komin!
Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins
Landsráðstefna Æskulýðsnefndarínnar:
Unnið að stofnun fé-
lags ungra sósíalista
Væntanlega boðað til stofnfundar fyrir 1. febrúar næstkomandi
Á landsráðstefnu Æskulýðs-
nefndar Alþýðubandalagsins
var samþykkt að kjósa 8 manna
undirbúningsnefnd er starfaði
við hlið æskulýðsnefndarinnar
við samningu laga og stefnu-
skrár fyrir félag ungra sósia-
lista. i lögum félagsins skal
meðal annars kveöið á um að
aliir geti orðið félagar séu þeir
ekki f öðrum flokkspólitiskum
samtökum en Alþýðubanda-
iaginu. Einnig skal þar kveðið á
um tengsl hins nýja félags við
Alþýðubandalagið. Þá var
ákveðið að Æskulýösnefnd
Alþýðubandaiagsins skyldi boða
tii stofnfundar félags ungra
sósialista fyrir lok febrúar 1980.
I umræöum á þinginu kom
fram að fyrst um sinn yrði
stefnt að æskulýðsfélagi á
Stór-Reykjavíkursvæðinu er
væri sett undir ÆN-AB.
Æskulýðsnefndin starfaði
áfram eins og nú en einungis
sem landsnefnd. Stefnt yrði að
samtökum likt og Æskulýðs-
fylkingin var á timum
Sósialistaflokksins. A þinginu
náðist ekki samstaða um hvort
félagar i félagi ungra sósialista
yrðu skyldugir til að vera i
Alþýðubandalaginu, en sá
möguleiki var útilokaður að
félagar gætu verið i öðrum
flokkspólitiskum samtökum en
Alþýðubandalaginu.
Samkomulag varð um að póli-
tiskur grundvöllur æskulýðs-
samtakanna yrði stefnuskrá
Alþýðubandalagsins.
Framkvæmdastjórn Alþýðu-
bandalagsins hefur fjallað um
niðurstöður landsráðstefnu
Æskulýðsnefndar og skipað
nefnd til viðræðna við áður-
nefnda undirbúningsnefnd, en
nánar verðúr fjallað um þær
hugmyndir sem fram hafa
komið um stofnun félags ungra
sósialista i tengslum
við Alþyðubandalagið á fundum
miöstjórnar og flokksráðs.
1 Æskulýðsnefnd
Alþýðubandalagsins eiga sæti
Snorri Styrkársson formaður,
Guðbrandur Stigur Agústsson
ritari, Guðlaug Gisladóttir
gjaldkeri, Benedikt Kristjáns-
son, Jason Steinþórsson og Sölvi
Ólafsson. Nefndinheldurfundi á
fimmtudögum kl. 17 að
Grettisgötu 3 og eru þeir öllum
opnir.
Stjórnmálaályktun landsráðstefna stefnu ÆN-AB
Heitið á sósíalista og
vinstri menn að snú-
ast gegn sókn íhaldsins
Berjumst fyrir stéttarlegri reisn alþýðu, fyrir sjálfstœðu
þjóðríki og fyrir sósíalísku jafnréttisþjóðfélagi
A landsráöstefnu Æskulýðs-
nefndar Alþýðubandalagsins
sem haldin var i lok siðasta
mánaðar var samþykkt stjórn-
málaályktun sem hér fer á eft-
ir:
Landsráðstefna ÆNAB
minnir á að AB fór i rikisstjórn
fyrirári f þeim tilgangi að verja
launþega og forða þeim frá af-
leiðingum þjóðargjaldþrots,
sem við blasti eftir óst jórn Geirs
Hallgrimssonar, þrátt fyrir að
sósialistar gerðu sér grein fyrir
þvi, aðerfittkynniaðreynastað
rlá fram neinum grundvallar-
breytingum á þjóðfélaginu,
ákváðu þeir að reyna stjórnar-
þátttöku, ef takast mætti að fá
Alþýðuflokkinn og Fram-
sóknarflokkinn til að stjórna
landinu i samvinnu og meö til-
styrk verkalýðshreyfingarinn-
ar, þvi miður hefur þetta ekki
reynst hægt. Bæði Framsóknar-
flokkurinn og Alþýðuflokkurinn
hafa ekki séö aðrar leiðir út úr
efnahagsöngþveitinu en að
skerða kjör launafólks og
þannig hefur samráöið við
verkalýðshreýfinguna verið
næsta lítið. Þð skal á það bent,
að innan rikisstjónarinnar hafa
verið i undirbúningi mörg
mikilvæg mál, sem eru til mik-
illa hagsbóta fyrir launafólk
meðal annars i húsnæðismálum
og i lífeyrismálum og um að-
búnað og hollustuhætti á vinnu-
stöðum.
Með þvi að Alþýðuflokkurinn
rauf stjðrnarsamstarfið teflir
hann þessum mikilvægu málum
launafólks i verulega tvisýnu.
Albvðuflokkurinn hefur meö af-
, stöðu sinni stefnt kjörum launa-
fólks i mikla hættu með þvi að
ryðja brautina fyrir hugsanlegri
valdatöku Sjálfstæðisflokksins.
Sá flokkur hefur þaö á stefnu-
skrá sinni að endurskoða vinnu-
löggjöfina með þaö fyrir augum
að brjóta niöur það afl sem
verkalýðshreyfingin er. Ef
þetta áform þeirra tekst munu
þeir óhindrað koma á kreppu-
stefnu I ætt viö þá er Thatcher
reynir nú að koma á i Bretlandi.
Þeir munu skera niður rikisút-
gjöld einkum til félags-,
tryggingar- og menntamála. 1
atvinnumálum er ótrú þeirra á
islenska efnahagsstefnu algjör.
Erlend stóriðja i skjóli banda-
rikss hers viröist eina von
þeirra ásamt þvi, að láta banda-
riska launþega greiða fyrir veru
hersins á Miðnesheiði.
Islenskum atvinnuvegum verð-
ur engu sinnt og atvinnuleysi
kann að bíöa fjölda mann eins
og á viðreisnarárunum.
t fræðslumálum virðist það
vera krafa Sjálfstæðisfloksins
að koma á lögum i likingu við
þau er rikja i Þýskalandi og
banna fólki með ákveðnar
stjórnmálaskoðanir að stunda
kennslu. 1 málflutningi Sjálf-
stæðismanna kemur fram, að
þeir vilja endurskoða skólalög-
gjöfina i þá veru að það verði nú
forréttindi hinna efnameiri að
fá að stunda langskólanám. Sú
hætta blasir viö að með niður-
skurði rfkisútgjalda muni Sjálf-
stæðisflokkurinn skera niður
námslán og styrki til jöfnunar
námsaðstöðu fólkseftir efnahag
og búsetu. Landsráðstefna
ÆNAB heitir á alla islenska
sósialista og aðra vinstrimenn
að snúast af alhug gegn þeirri
hættu er nú blasir við i islensku
þjóðfélagi.
Fylkjum liði i vaxandi stétta-
átökum gegn ihaldi með verka-
lýð.
Fylkjum liði gegn hug-
myndum um stórfelld umsvif
erlendra stóriðjufyrirtækja á
islandi i skjóli erlends hers.
KrefLumst brottfarar
Bandarikjahers frá tslandi og
úrsögn Islands úr NATÓ.
Berjumst fyrir stéttarlegri
reisn alþýðu, fyrir sjálfstæðu
þjóðriki á islandi og fyrir sósial-
isku jafnréttisþjóðfélagi. 1
þeirri baráttu sem framundan
er stendur AB ásamt verkalýðs-
hreyfingunni frammi fyrir
fylkingu hægri aflanna. Nauð-
synlegt er að efla vinstri hreyf-
ingar a Islandi undir forystu
Alþýðubandalagsins sem mest i
komandi kosningum þvi úrslit
kosninganna ásamt úrslitum i
komandi stéttaátökum munu
skipta sköpum um kjör launa-
fólks og efnahagslegt sjálfstæði
þjóðarinnar um ókomna fram-
tið.
BÍLEIGENDUR
Þið sem getið aðstoðað starfsmenn
Alþýðubandalagsins sem starfa við utan-
kjörstaðakosninguna með þvi að aka fólki
á k jörstað i Miðbæjarskólanum i dag og á
morgun látið heyra i ykkur i sima 17500.
Þið þurfið ekki að halda til niðri á Grettis-
götu heldur vera i viðbragðsstöðu heima
hjá ykkur og tilbúin að fara i eina og
eina ferð.
Skráið ykkur i sima 17500 á milli klukk-
an 9:00 og 22:00 i dag og frá klukkan 14:00
til klukkan 19:00 á morgun.
Alþýðubandalagið