Þjóðviljinn - 25.11.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.11.1979, Blaðsíða 11
Sunnudagur 25. nóvember 1979 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 11 — Já. ÞaB er fyrst gert á þann hátt, aö ég segi frá sögu þeirrar hreyfingar, hvernig hún þró- aöist og hvað maöur frétti af henni á hverjum tima. Ég dreg svo saman brot úr viðtölum viö nafnlausa andófsmenn en ræöi i lokin ýtarlega viö andófsmann- inn Medvédéf i London. Þaö er reynt aö gera grein fyrir þvi, i hverju andófsmenn heima og i útlegö eru sammála og ósam- mála. Hvers konar stefnuskrár þeir hafa reynt aö semja og þá einkum þeir sem eru sósialistar sjálfir. — Notar þú blaöamennskuna til grundvallar viö skrif bókar- innar? — Ég er búinn aö fást viö blaöamennsku i tvo áratugi og bókin ber þess vitanlega merki. Samt held ég aö þessi skrif min séu fyrir utan ramma blaða- mannabókar, þvi bókin byggir mest á eigin upplifun, beinni þátttöku. Nú getum viö t.d. tekiö bók eins og ,,The Russians” eftir Hendrick Smith, sem var fréttamaður New York Times i Moskvu. Það er aö mörgu leyti ýtarleg og vönduð bók, og reyndar eigum viö báöir nokkra sameiginlega kunningja, en hann skrifar bók gests sem kemur og fer. Þegar bókin min kemur nú á markað, munu margir velta fyrir sér: Nú, já, ennþá einn komminn aö kvitta fyrir syndir sinar, og játa loks- ins aö Sovétrikin séu ekki til neins góös brúkleg. Þá hef ég þvi til að svara, aö i fyrsta lagi: Ég er búinn aö skrifa svo mikiö um sovésk málefni og menn- ingarmál aö þessi bók er ekkert nýtt uppgjör viö Sovétrikin. í ööru lagi er ég ekki meö áherslu á þetta, aö ég sé erlendur sósialisti i Sovétrikjunum. Auövitaö kem ég aö utan, en ég er heldur ekki gestur. Mikið af mótunartima ævi minnar á ég sameiginlegt meö jafnöldrum minum i Sovétrikjunum. Mér finnst ég beinlínis vera þátt- takandi i þeirra vonum og vonbrigöum. Og aö nokkru leyti óskhyggju. Um þaö leyti sem ég er aö fara ’62 eru blikur á lofti og þaö eru settar spurningar viö þaö, hvaö úr umbrotatimunum verði, ekki hvaö veröi úr sósialismanum, heldur hvaö veröi um afdrif þessa fólks, sem ég haföi deilt kjörum með. Þvi framtiö fólksins var komin undir hvernig til tækist. — Eru þetta athugasemdir þinar viö þróunina í Sovétrikj- unum? — Athugasemdirnar liggja ekki sist i þvi aö segja frá hvaö varö um þessa kynslóö. A þess- um árum, i lok sjötta áratugs- ins, fannst mörgum svo ótrú- lega mikiö hafa gerst þegar, aö þeir voru fullir af bjartsýni. Og þeir gengu i flokkinn til aö taka þátt i breytingunum. Aöur fyrr haföi fóiki af minni kynslóö þótt þeir vera frekar hæpnir karakterar sem gengu i flokk- inn. Sovétrikin eru þannig þjóðfélag, að menn koma ekki saman til aö gera stefnuskrá. A þessum tima héldu menn aö þjóöfélagið væri sjálft aö leiörétta sig. Og þaö var fyrst þegar bylgjan var gengin yfir, og þegar tækifærunum fækkaöi aftur, aö drög aö stefnuskrám voru gerö i andófinu. — Arni, er þetta bók um vonbrigði? — Til er visa eftir eitt af þjóöskáldum Rússa, sem hljómar einhvern veginn svona: Rússland mun alltaf koma þér á óvart. Þú getur ekki lagt þaö undir sama mælikvaröa og önnur lönd. Þú getur ekki skiliö þetta land, En þú getur trúaö á þaö. — Þessi bók fjallar um hluta af minu mótunarskeiöi, en ekki um mitt land. Ég er ekki skyldugur aö trúa á þaö eins og þjóöskáldiö. En þeir,sem þarna eru og hafa alltaf veriö, geta illa komist af I tilverunni án þess aö hafa von og trú á möguleika þessararþjóðar. — im Fóstur- jorð Bók eftir Gurli Lindén og Valdísi Óskarsdóttur Nýlega kom út bókin „Fósturjörð" hjá För- fattarnas Andelsförlag í Finnlandi. Bókin hefur að geyma kvæðl eftir finnsku skáldkonuna Gurli Lindén, en Valdís Öskarsddóttir hefur gert Ijósmyndir við kvæðin. Aö sögn Valdisar varö hug- myndin aö bókinni til i fyrrahaust á Islandi, en þá var Gurli Lindén hér stödd. Valdis fékk þá kvæöi Gurlis i hendur og hófst handa nokkrum mánuöum siöar viö aö finna myndrænar lausnir á ljóö- unum. Verkinu lauk 1 júnimánuöi i ár, en bókin fór I prentun i októ- ber. Bókin lýsir feröum, flutningi og veruleikanum, þegar leiöir eru ekki fundnar. Hún segir frá tak- mörkunum okkar og þvingunum sem geta oröiö aö köldum og steinrunnum tilfinningum. En bókin gefur einnig til kynna vonir um aö jöröin sé enn lifandi og enn sé margt ógert. Författarnas Andelsförlag er sameign rithöfunda i Osterbotten i Finnaldni, sem gefur bækur út á sænsku. Þaö vinnur á hugsjóna- grundvelli og var sett á stofn áriö 1973. 1 upplýsingahefti frá forlag- inu segir m.a.: „Viö veröur sjálf aö skapa hin- ar andlegu miöstöðvar okkar hér á jörö, en ekki biöa eftir aö aörir geriþaö fyrir okkur... Viö vinnum án kostnaöar sem er mikilli yfir- byggingu samfara og þess vegna getum viö boöiö bækur á lágu veröi. Forlagiö hefur gefiö út 43 bækur á tímabilinu 1973—80. Vinna okkar byggist á samvinnu og hlutdeild hvers rithöfundar er grundvallaratriöi i útgáfustarf- seminni. Dreifing lagerhald og annaö er undir hverjum einstök- um rithöfundi komiö.” „Fósturjörö” fæst I eftirtöldum bókasöluverslunum: Máli og menningu, Bókaverslun Eymundsson, Snæbirni og Bók- sölu stúdenta. — im Soföu barn, dagurinn er á enda grasiö sem þú traökaöir hefur reist sig Rökkriö stynur máninn stendur i vegi fyrir myrkri næturinnar. Mamma er þreytt, pabbi er farinn út aö gefa hestunum. Ég mun aldrei segja oröin sem binda okkur Trén eru hvit, dagarnir liöa úr kistum sinum Viö fæöumst úr hverju ööru inn i nýja einsemd inn I hinn sögulega tima. ÓVENJULEG REYNSUJSAGA Auður Haralds HVUNNDAGS HETJAN Þijár öraggar aðferðir til að eignast óskilgetinböm „Þessi reynslusaga verður að teljast allmikil nýlunda I Islenskum bókmenntum, þvl það er reynsla konunnar sem þarna verður söguefni. Að því leyti er bókin mjög athyglisverö að ekki sé meira sagt... þar er á ferð opinská minningasaga, söguhetjan ber nafn höfundar, öðrum nöfnum mun vera breytt... m.a. um rétt konunnar til að lifa sæmilega óþvinguðu kynllfi. Sjálfsagt mun sú hlið málsins hneyksla einhvern... Auður Haralds er ágætlega ritfær höfundur...1' H.P./Helgarpósturinn „Auöur Haralds ræðst í mikið að bera á torg þessa reynslusögu. Þaö liggur I hlutarins eðli að höfundur stendur eða fellur með svona bók. Ég tel að Auður standi vel upprétt að verki loknu... stórbrotin er hún (bókin)... skrlfuð af dæmafáum krafti og myndvlsi sem er eöalfínn skáldskapur þegar best lætur... Sé vlötæk- ara mat lagt á þessa bók má segja að hún sé endur- skoöun á kvenlmyndinni... Sú félagslega útlegð, sem söguhetjan fer I með því að hafna hjónabandi, er sjálf- viljug... I hvert skipti sem hún leggur net sln fyrir karl- menn er hún að leita að elskhuga, ekki mannsefni... má höfundurinn gleöjast yfir harla góðu verki... Ég spái að bók þessi veki verðskuldaða athygli.“ E.J./Morgunblaöið Bræóraborgarstig 16 Sími 12923-19156

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.